Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 23

Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 23
Sunnudaffur 13. janúar 1963 MORCVNBLAÐIÐ 23 Innheimtumaður Óskum eftir að ráða innheimtumann. Upplýsingar á skrifstofunni. FORD-umboðið Sveinn Egilsson Laugavegi 105. HOTEL CONTINENT N0RREBROGADE 51. K0BENHAVN N TELEFON 35 46 00 Nýtt hótel í miðri Kaupmannahöfn. Það leigir góð her- bergi með sér baðherbergjum og síma. Yfir vetrarmán- uðina er verðið niðursett. — Hótelið vill gera sér far um að greiða fyrir íslendingiun, sem dvelja í borginni í lengri eða skemmri tíma. Tilkynning frá Bæjarsímanum í Iflafnarfirði Vegna undirbúnings nýrrar símaskrár, eru þeir, sem eiga óafgreiddar símapantanir við stöðina, beðnir að endurnýja þær fyrir 20. janúar 1963, ella skoðast pantanirnar úr gildi fallnar. Endurnýjun fer fram alla virka daga kl. 8—21 í afgreiðslu Símastöðvarinnar, Strandgötu 24. Stöðvarstjóri. HeSmingur í verzlun fil sölu Sérverzlun sem er rekin í tveim sjálfstæð- inn deildum er til sölu að hálfu, þannig að væntanlegur kaupandi taki við annari deildinni. Alveg ný innrétting er í verzlun- inni. Þetta væri gott tækifæri fyrir karl eða konu, sem vildi skapa sér sjálfstæða atvinnu. Útborgun eftir samkomulagi. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Morgunbl. merkt: „Karl eða kona — 1886“ fyrir 17. jan. og munu þá verða veittar allar upplýsingar. inmmmm Pétur Ólafsson: f HAMINGJULEIT (The Miraole), bandarísk, Laug- arásbíó, 121 mín. Leikstj. Irving Rapper. Þessa dagana getur að líta tvær nunnumyndir í kvikimyndahús- um borgarinnar, en ærinn mis- munur er á efni þeirra og með- höndlun þess. Þar sem önnur — Nunnan — fjallar af einlægni um samvizkuspursmál, kafar hin — í hamnigjuleit — ekki djúpt í mannshugann, en er öll upp á rómantíkina og ytri átökin og skrautið. Fyrrnefnda kvikmyndin hefst á inngöngu nunnu í klaust- ur og lýkur á því að hún yfir- gefur það. í þeirri síðarnefndu er þessu algjörlega öfugt farið. I byrjun myndarinnar sjáuim við ungnunnuna Teresu Caroll Bak- er), innan klausturmúranna. Ár- talið er 1812. Herir Napóleons vaða sigrandi um Spán. Micha- el Stuart (Boger Moore), höf- uðsmaður í liði Breta, sem berj- ast við franska herinn, kemur særður til klaustursins. Þar verð ur hann aðnjótandi hjúkrunar Teresu og brátt grípur ástin báða unglingana. Þegar hann er farinn, kastar hún nunnuklæðunum — í atriði sem ég hélt að mundi verða fyrsta nunnufata „strip-tease“ í kvikmynd — og yfirgefur klaustr ið. En þá stígur stytta Maríu frá Miraflores, verndardýrlings klaustursins, niður af stalli sín- um og íklæðiist búningi og svip Teresu á meðan hún kannar lysti semdir heimsins. En hún snýr aftur til klaustursins, eftir við- komu í helztu stórborgum Evr- ópu sem söng og dansmær, því henni fylgir sú ógæfa, að þeir sem elska hana, eru dauðanum vígðir. Til þess að Michael verði ekki fyrir þeim álögum, snýr hún aftur til síns guðrækilega lífemis og verður það til þess að Michael kemst lifandi úr hildar- leiknum við Waterloo. Þegar Teresa klæðist aftur bún inigi nunnunar, stígur Maríu- myndin aftur á stall sinn og ó- áran þeirri, er hófst þegar hún hvarf af stallinum, linnir og dýr lingurinn vakir aftur yfir klaustr inu og íbúum Miraflores. Þessi fjölbreytilegi samsetning ur af rómantík, kraftaverkum og sálmasöng, ásamt heimisgleði og herferðum, sem mun vera gerður eftir leikriti er Max Rein- hardt setti eitt sinn á svið, er þrátt fyrir grunnfærnina ekki svo ósjálegur. Kemur þar til á- gæt sviðsetning, sem hæfir vel breiðtjaldinu, sérlega í hópatr- iðum og litafegurð, sem gera myndina að kunnáttusamlega gerðri skrautsýningu, sem feliur aldrei niður í smekkleysi eða leiðindi, þótt hún skilji ekki mik ið eftir. Leifcstjóranum tekst þó ekki að skapa andrúmsloft þeirra tírna sem myndin á að geras-t á og Walter Slezak, í hlutverki vinar Teresu, sígaunans, er eins og hann hafi villzt inn í kvik- myndina úr þýzkri gamanóper- ettu. Einhvern veginn hefur það einnig farið framhjá aðstandend- um myndarinnar, að það ku hafa verið votviðri við Waterloo á örlagadegi Napóleons, en þeir láta sól skína, í heiði þann daig. — Dillon Framhald af bls. 15 skránni, að Dillon bar hag dóttur sinnar fyrir brjósti, en það sést af bókun í kirkju- bók, að ekki lögðu allir mikið upp úr sambandi hans við Sire. EUn stutta og kuldalega bókun um faðerni Henriettu er á þessa leið: „Faðir, ensk- ur reisandi að nafni Dillon.“ ★ Arthur Edmond Dennis Dillon fæddist 1812. Hann var sonur 13. Vicecounts (greifa) ættarinnar. Faðir hans, Henry Augustus fékk titilinn árið 1813. Henry átti 7 börn, 5 syni og 2 dætur. Tveir bræðranna voru eldri en Arthur og minnist hann ekki á þá í erfðaskránni. Lítið er vitað um Arthur Dillon eftir að hann yfirgef- ur Island, annað en það, að hann verður greifi, sá 16. í röðinni, þannig að báðir eldri bræður hans hafa orðið greif ar, enda var sá eldri orðinn það, er Dillon kom til ís- lands, þar sem faðir þeirra lézt árið 1832. Dillon hefur kvænzt í Englandi, þvi að hann átti son, 17. greifann, sem var þekktur vísindamað- ur og safnvörður í Tower- safninu í London. Lengra hefur Lárusi ekki tekizt að rekja Dillonsættina, og mun 17. greifinn hafa verið sá síð- asti. Það er af Sire Ottesen að segja, að þegar Dillonshús er fullgert um haustið, flytur hún í það með Henriettu og hefur þar veitingasölu eins og hún hafði áður í Klúbbn- um, en nú fyrir eigin reikn- ing. Hún hafði alltaf einn leigjanda auk kostgangara og veturinn 1841—4i2 bjó hjá henni Jónas Hallgrímsson „Píuböllin" svonefndu voru á þessum árum haldin í Dill- onshúsi. Þau stunduðu vinnu- konur og þeir, sem minna máttu sín, en heldri manna — Krúsjeff Framhald af bls. 1. maður í hugsjónadeiilunni við kínverska og aibanska kommún iista. Herima óstaðfestar fregnir, að hann búi á sveitasetri pólsiku stjórnarinnar, við Lansikie-vatn, en setrið var áði'.r í eigu Her- manns Göring. Þar í nágrenni er hið ákjósanlegasta yeiðiland. Ennfremur eru uppi raddir í Póllandi um, að Krúsjeff íhuigi jafnframt möguleikana á þvi að bæta tengsl pólskra kommúnista og páfastóls. ★ ★ ★ „Neues Deutschland“, miál- gagn austur-Þýzka kommúnista- flöksins birtir í dag yfirlýsingu frá einum af miðstjórnaraðrlum flokkisins, Hönnu Wolf, sem gerir ljóst, að flokkurinn muni í einu og öllu styðja sjónarmið Krús- jeff, forsætisráðherra er ágrein- ing sovézkra og kínverzkra komim únista ber á góma. í DAG í GÆR birtist grein um Þor- vald Guðmundsson sjötugan, og sagt í fyrirsögn að afmiælið væri í gær. Afmælið er hins vegar í dag eins og fram kemur í grein- inni. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. böllin fóru fram í Klúbbn- um. Fyrir dansinum hjá Sire lék venjulega fiðlari og Hendrichsen, lögregluþjónn, á pípu. Á báðum stöðum var dansað við kertaljós. Þegar Henrietta fermist, 1849, hætti Sire greiðasölunni og leigði út meirihluta húss- ins og stundum allt. Voru margir mikils metnir borgar- ar leigjendur hennar. Sá fyrsti þeirra var Havsteen kaupmaður. Henrietta giftist í fébrúar 1862 Peter Ludvig Levinsen, sem nokkru fyrr hefur selt Ingileifu Melsted, amtmanns- ekkju, Dillonshús. Levinsen var búsettur í Hafnarfirði og Keflavík og um stuttan tíma faktor Glasgow-verzlunarinn- ar í Reykjavík. Hann lézt ár- ið 1873, og birtist þá þakkar- grein í Þjóðólfi, skrifuð af Henriettu. Levinsen og Henri etta áttu saman 2 börn. Henrietta lézt í Reykjavík árið 1885 og bjó siðast í húsi Eyþórs Felixsonar kaupmanns í Aðalstræti, þar sem nú er Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Um börn henn- ar er hins vegar ekkert vitað eftir 1873. Grunur leik- ur á, að þau hafi flutzt til útlanda, en hvert? Jón Helga son biskup getur þeirra hvergi í hinum greinar- góðu upplýsingum sínum um íslendinga í Danmörku. Sire lézt í Reykjavík 1878. Gröf Levinsens kaupmanns er í Reykjavík. Á henni er legsteinn úr hvítum marm- ara, gefinn af börnum hans (hann átti 5 börn, 3 af fyrra hjónabandi), en augsýnilega aðsendur erlendis frá. Við legsteininn eru tvö leiði, en hvort Henriette hvílir þar einnig er ekki vitað með vissu en telja má líklegt að svo sé. Ef einhver kynni að vita eitthvað um afdrif af- komenda Henriettu, ætti hann þegar að hafa samband við Minjasafn Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.