Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ FSstu'dagur 18. Janúar 1963 PATRICIA W E NTWORT H : MAUD SILVER ■ — Hvað er það, elskan mín? Hún heyrði sjálfa sig segja þetta og fann, að hann skalf. — Slepptu mér ekki. — Hvað gengur að þér, Carr? Þá sagði hann henni frá öllu saman og röddin var lítið meira en hvísl, enda var hann svo móður, að hann kom varla upp orðunum. — Þessi maður .... sem ég sagði sér frá .... sá sem tók Marjorie frá mér .... og yfirgaf hana svo .... ég sá myndina af honum .... í blaði. Það er James Lessiter .... Hún greip andann á lofti. — Hvað hefurðu gert, Carr? — Eg hef ekkert gert ......... en ég held, að ég hefði gert það, ef ég hefði orðið kyrr. Óttinn, sem hafði gripið hana ar enn eins og kuldi um hjart- að. — Hvað kom fyrir? — Henry Ainger kom til okk- ar og hafði með sér eitthvað af blöðum handa Eiettu. Á eftir vörum við Fancy að líta í þau — Rietta hafði farið í símann. Eg sá þarna mynd af manni og nafnið hans undir: James Lessi- ter. Eg sagði þér, að Marjorie hafði geymt myndina af honum —• og þetta var sami maðurinn. Rietta kom inn aftur og ég spurði hana: „Er þetta James Lessiter?" Eftir það veit ég illa, hvað gerðist. Hún sagði já og ég þaut út úr. húsinu. Eg vildi ná í hann — og ég vissi, að ég myndi drepa hann ef ég næði í hann. Svo hef ég verið á rangli .... ég veit ekki hvað lengi .... Hún leit yfir öxl hans, á stóru gólfklukkuna, sem tifaði hægt og hægt. — Hún er að verða hálftíu. — Eg get ekki hafa verið klukkutíma þangað .... en lík- lega hefur það verið .... ég fór lengri leiðina .... en þá datt mér þú í hug. Og síðan hef ég ekki hugsað um annað en að komast til þín. Eg hef hagað mér eins og bölvaður asni. — Það gerir ekkert til. Hann áttaði sig á því, að orð hennar voru einmitt sjálfur kjarninn í öllu sambandi þeirra. Það var sama, hvað hann sagði eða gerði, eða hvort hann fór burt eða kom aftur, í hvaða veðri sem var, dag eða nótt, árið út og árið inn, þá hélt þetta band, sem tengdi þau saman. Hann gat sagt: „Það gerir ekk- ert til“, og svo lagt höfuðið upp að öxl hennar aftur. Æsingin, sem hann hafði ver- ið í síðasta klukkutímann var horfin, og virtist vera langt í burtu. Loksins sagði hún: — Fólkið veit ekki, hvar þú ert, og fer kannski að undrast um þig. Heimur Elísabetar var kom- inn í samt lag aftur. í honum var annað fólk. Rietta Cray, sem hlaut að vera afskaplega áhyggjufull, og Jónatan Moore, sem hlaut að fara að koma heim, eftir að hafa verið að tefla skák við Craddock lækni. Hún stóð upp og fór að hita te, sótti ket- ilinn fram í eldhús og fór að snúast við þessi smávægilegu innanhússtörf, eins og hún gæti þannig sýnt ást síná og þjónustu vilja. Þeta var ef til vill ham- ingjusamasti klukkutíminn, sem hún hafði lifað. Að heimta aftur það, sem hún hafði misst og verið orðin .vonlaus um og fá aftur, að gefa það, sem hún hafði geymt, var ósegjanleg gleði. En hún hafði engin orð um það. Carr var líka þögull. Hann hafði ferðazt langa leið — ekki þessa hálfa þriðju mílu frá Mell ing, heldur hafði það tekið hann fimm ár að komast hingað aftur. Þegar hún sagði: „Þú verður að fara“, faðmaði hann hana að sér og hefndi nafn hennar. — Elísabet! — Carr! — Elísabet .... viltu fá mig aftur? — Viltu það? — Það veiztu. — Geturðu komið aftur? Það varð nokkur þögn áður en hún sagði. — Áttu við, vegna hennar Fancy? — Þú sagðist ekki vita, hvort þú værir trúlofaður henni eða ekki. Hann rak upp skjálftahlátur. — Það vair nú ekki nema Orðin tóm. Við gerðum upp sakirnar á heimleiðinni. Hún er bezti krakki í rauninni — vel greind og forsjál. Það er allt í lagi með hana. Eg er kominn endursend- ur eins og hver annar falskur peningur. Viltu taka við mér? Elísabet svaraði: „Eg get ekki annað“. XV. Hann gekk rólega til baka til Melling. Þessi tilfinning, að hann væri að berjast við tíma og rúm, var horfin. Hugurinn lá við fast og vair öruggur. Allt, sem var handan við storminn, sem hann hafði vaknað - f, þeg- ar bjart er orðið. Þetta hefði getað komið fyrir einhvern ann- an, endur fyrir. löngu. Hann átti Elísabetu aftur. Honum fannst það furðulegast af öllu, að hann skyldi nokkurn tíma hafa sleppt henni. Og nú fór hann að gera áætlanir um fram- tíð þeirra, á göngu sinni. Hann var nú kominn rétt að grasvellinum og sá hann sem dökkan mjúkan blett undiæ næt- urhimninum. Það var hvorki tungl né stjörnur, en þarna var tiltölulega bjart, að koma út af stígnum, þar sem trén voru til beggja handa. Hann gat séð smá húsaröðina handan við völlinn, og móta fyrir dökkri kirkjunni. Hann tók stíginn til vinstri og kom móts við Hliðhúsið. Þar var ljós í glugga. Xatrín var þá enn á fótum. Lítil atvik geta gert út um mikla atburði. Ef Katrín Welby ■hefði farið ofurlítið fyrr í hátt- inn, hefði margt getað farið öðruvísi. Ljósið í glugganum beindi hugsun Carrs frá fyrra umhugsunarefni hans. Ef Katrín var á fótum, mundu fleiri vera á fótum. Og í einu vetfangi, urðu þessir „fleiri“ sama sem Jémes Lessiter. Hann gat heyrt Réttu segja: „Frú Lessiter fleygði aldrei neinu“. James kemur til að þurfa að fara gegn um mikið af skjölum“. James Lessiter mundi vera á fótum. Þá gat hann gert upp þessa göróttu reikninga þeirra og svo byrjað upp á nýtt. Nú var hann ekki lengur hræddur við sjálfan sig. Hann gat gengið þarna inn, sagt svíninu fáein örð í fullri meiningu, og gengið út aftur. Það sat fast í huga hans, að það yrði hann að gera áður en hann gæti lagt þessa sorglegu hjónabandssögu sína til hliðar fyrir fullt og allt. Hún hafði rænt hann öllum draum- um, allri hamingju. En Marjorie var dáin. Hann varð að gera upp reikninga hennar við James Lessiter. Hvað snerti að koma við hann, þá var það sama í augum hans og að snerta hræ. Hann beygði inn á milli háu stólpanna og inn í stíginn. Veggklukkan í Hvítakofa sló lágt, og Rietta Cray leit upp, eins og hún tryði ekki sínum eigin augum. Henni fannst það hrein vitleysa, að klukkuna skyldi enn vanta kortér í ellefu. Það var klukkustund síðan Fancy hafði farið í rúmið Og tveir tím- ar og stundarfjórðungur betur þó síðan Carr hafði þotið út úr húsinu. Á hverju venjulegu kvöldi hefði tíminn liðið of fljótt. Hún kepptist við að vinna á daginn, en jafnskjótt sem bú- ið var að ganga frá eftir kvöld- matinn, gat hún stigið út úr þessu eftirstríðaheimi og orðið iðjuleysingi, sem þurfti ekki annað ei> skrúfa frá til þess að geta hlustað á leikrit eða hljóm- leika, eða þá sezt við bók, sem gat flutt hana, hvert sem var í heiminum. En í kvöld var ekki neinu slíku til að dreifa. Engir töfrar megna að hafa áhrif á sál, sem þjáist. Hún mundi ekki til að hafa nokkurn tíma áður þjáðzt af svona mögnuðum ótta. Þar komst engin skynsemi að; hún gat ekki losað sig við hann. Hún sagði við sjálfa sig, að á KEMUR I HEIMSOKN morgun mundi hún bara hlæja að þessu — en morgundagurinn fannst henni svo langt í burtu. Húsið var óhugnanlega þögult. Hún saknaði gamla hundsins, sem hafði drepizt mánuði áður, en hafði vprið vinur hennar og félagi í fimnltán ár. Hún yrði að fá sér hvolp, en hún hafði dreg- ið það, vegna gamla hundsins. Það var of þögult að vera svona ein á kvöldin. En þá heyrðist fótatak gegn um þögnina — ekki frá stígnum fyrir framan, sem lá upp að grasvellinum, heldur bakatil, utan úr garðinum. Eins og hjá Katrínu, tók stofan alla lengd- ina á húsinu. Hún heyrði skella í garðshliðinu, og fótatak, sem kom að dyrunum og inn í húsið. Hún var vön að læsa dyrunum áður en hún fór í rúmið, en nú var hún ekki búin að því. Hún gerði það aldrei meðan hún var á ferli heima. En nú varð hún hrædd við þetta fótatak. Það hafði komið gegnum skóginn, rétt eins og hún sjálf, hálfri annarri klukku- stund áður. Það kom frá Mell- ing-húsinu. Nú var það í gang- inum, Og dyrnar opnuðust. Carr kom inn og lokaði á eftir sér. upp að hurðinni og sagði: — Hann er dauður. Rietta stóð kyrr og starði á hann. Andlitið var fölt og með hörkusvip. En augun voru ekkert æðisgengin. Þau horfðu á hana og hún horfði á móti, og það var eins og hún væri að frjósa. Þegar hún sagði ekkert, brýndi Carr röddina, rétt eins og hún væri heyrnairdauf, og mælti: — Heyrirðu það? James Lessi- ter er dauður. Hún svaraði neitandi — ekki af því, að hún tryði honum ekki, heldur einmitt vegna þess, að hún trúði honum. Þetta var eins og slðustu andmæli — vonlaus þó — gegn nokkru, sem var of hræðilegt til að trúa því. Og næstu orðin skáru gegn um dofna meðvitund hennar, eins og hnífur: — Hvers vegna gerðirðu það? — Carr! Hann kom nær henni, og hún sá, að hann var með regnkáp- una hennar samanvöðlaða á handleggnum. Þetta var það fyrsta, sem henni datt kápan í hug síðan hún skildi hana eftir á stólnum í skrifstofunni í Mell- ing-húsinu. En nú fór hún að hugsa um hana og mundi jafn- KALLI KUREKI * - * 1 6UESS WE'VE &OT EM TAMED, EED/ X WðS IN A I2EAL JAM.-MFYOU HADWT BOT YOUC. HOOKS IWTO ACE-' Teiknari; Fred Harman AN’ IF YOU HADW’T LEFT THAT PAWTINO OF HIM |N YOUR TENT, r D NEVEE H/WE STOPPED HIM ON TK' TEAIL t THAT PI6TUEE TALKEP AS PLAINAS WORPSf framt, að hún hafði skilið hana þar eftir. Carr ýtti kápunni að henni. — Hvers konar bjáni geturðu verið að skilja hana þar eftir með öllu þessu blóði á? Rietta leit upp. Þetta var eins og martröð — það var ekki hægt að botna í neinu. En dofinn var að hverfa. Snaran herðist að Ása, sem hendist ( upp í loftið. ' •— Ég geri nú ráð fyrir, að við höf- um náð valdi á þeim. Ég væri í lag- legri klípu, er þú hefðir ekki klófest Ása. — Og ef þú hefðir ekki skilið eftir krassið hans í tjaldinu þínu, hefði ég aldrei getað elt hann uppi. SHUtvarpiö Föstudagur 18. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 13.25 „Við sem heima sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Skúla Magnússon landfógeta. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Harmonikulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: 17. allsherjarþingið — kyrrlátt þing í skugga Kúbu og Kína (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.25 Kórsöngur: Rússneskur bama kór syngur. 20.35 í ljóði: Listir (Baldur Pálma- son sér um þáttinn). 20.55 Tónleikar: Fúga (Ricercare) úr „Tónafórn" eftir Bach. 21.05 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son fil. kand.). 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull". 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi. 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list . 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 19. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagsskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir — Laugardagslögin. 16.00 Veðurfregnir. 16.30 Danskennsla. 17.00 Fréttir — Æskulýðstónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Aldraðir söngvarar taka lagið 21.00 Leikrit: „Ég og senditækið" eftir Pier Benedette Bertoli. 22.00 Fréttir og veðuríregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5.*hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.