Morgunblaðið - 20.01.1963, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. Janúar 1963
Sæmundur G. Jóhannesson:
Sérhvert tré þekkist
af vexfi sínum
MARGT er nú ritað og rætt á
landi hér um andatrú og miðla.
Meðal þess er grein eftir sr.
Benjamín Kristjánsson. Birtist
hún í Mbl. 29. des. sl. Er hún
tilefni eftirfarandi athugasemda.
Greinarhöf. telur, að „Gyðing-
ar hafi bannað að leita frétta af
framliðnum." Hver, sem flettir
upp III. Mósebók 19., 1., 31. og
V. Mós.18. 11. getur gengið úr
skugga um, að Gyðingar settu
aldrei slíkt bann, heldur Drott-
inn. Sá, sem leitar frétta af
framliðnum, brýtur bann Guðs,
ekki manna.
Höf. segir: „öll trúarbrögð eru
einmitt byggð á opinberunum af
þessu tagi,“ — að menn telji
anda eða engla hafa birzt sér.
Hér láðist honum að undan-
skilja trú vor kristinna manna.
„Guð hefir í lok þessara daga til
vor talað fyrir Soninn," segir í
Hebreabréfinu. Hvorki andar
látinna manna né heldur englar
fluttu mönnum kristna trú, held-
ur sjálfur sonur Guðs.
„Páll postuli var talsverður
andatrúarmaður,“ segir höf. Eng
inn verður andatrúarmaður,
hvorki Páll né annar, þótt hann
trúi, að til séu andar góðir og
illir. Andatrúarmaður er sá, sem
leitar sambands við anda frá
öðrum heimi eða trúir boðskap
þeirra. Páll hélt ekki miðils-
fundi eins og andartrúarmenn
nútímans. Hann leitaði ekki
sambands við framliðna menn.
Hann var Gyðingur og gætti
lögmálsins í breytni sinni. Hon-
um hefði aldrei til hugar komið
að brjóta bann Guðs og leita
frétta af framliðnum. Þetta ætti
prestur að vita. Páll var skarpur
andstæðingur töframanns Og
miðils, eins og lesa má í Post.
13.8.-11. 16.16.-18.
Enn segir höf.: „Sálrænu fyrir
brigðin, sem gerðust í frum-
söfnuðunum, kallaði hann (Páll)
andagáfur eða náðargáfur.“
„Fyrirbrigðin," sem höf. nefnir
svo, voru ekki sálræns eðlis,
heldur andlegs. Þau áttu ekki
upptök sín hjá mönnunum sjálf-
um né hjá öndum látinna manna
eða illum öndum heldur heilög-
um Anda Guðs. Samkomur
hinna kristnu manna voru ekki
andatrúarsamkomur. Þeir höfðu
um hönd heilaga kvöldmáltíð að
boði Drottins til að minnast
fórnardauða hans fyrir syndir
þeirra. Gera andatrúarmenn það
nú á miðilsfundum sínum? Segi
þeir til, ef þeir tíðka það.
„Andinn, sem birtist honum
(Páli) og opinberaði marga
hluti, var Jesús sjálfur. Hann
nefndi Pðll Heilagan anda,“ seg-
ir höf.
Drottinn Jesús birtist hvorki
frumpostulunum fyrst né Páli
síðar sem andi, heldur sem upp-
risinn maður í líkama. Þegar
postularnir sáu hann eftir upp-
risuna, hugðust þeir sjá anda,
en hann sagði við þá: „Lítið á
hendur mínar og fætur, að það er
ég sjálfur. Þreifið á mér og lítið
á, því að andi hefir ekki hold
og bein, eins og þér sjáið mig
hafa.“ „Þeir fengu honum stykki
af steiktum fiski, og hann tók
það og neytti þess frammi fyrir
þeim.“ (Lúk.24.39.-43.) Pétur
postuli sagði, að Guð hefði látið
hann birtast „oss, sem átum og
drukkum með honum, eftir að
[ hann var risinn upp frá dauð-
um.“ (Post.10.41) Er það siður
á miðilsfundum, að andar eti þar
og drekki með fundargestum?
Frásagnirnar af upprisu Krists
eru eftir sjónarvotta, sem héldu
fyrst, er þeir sáu Krist uppris-
inn, að þeir sæu anda. Hann
sannfærði þá um hið gagnstæða.
Hvers vegna gerði hann það, ef
hann var kominn þar sem lík-
amalaus andi? Hann var þá að
blekkja þá og táldraga, og ekki
þá eina, heldur alla aðra, sem
trúa mundu orðum þeirra og
vitnisburði. Er líklegt, að Jesús
frá Nazaret hafi aðhafzt slíkt?
Getur hann, Drottinn dýrðar-
innar (I.Kor.2.8.), logið, blekkt
og táldregið? „Guð er ekki mað-
ur, að hann ljúgi,“ segir Biblían.
„Guð skal reynast sannorður,
þótt sérhver maður reyndist lyg-
ari,“ segir Páll postuli.
Kallaði Páll Jesúm heilagan
anda? Gerði hann engan grein-
ar mun á heilögum anda og
Drottni Jesú? Hefir sr. Benjamín
aldrei tekið eftir, hvað hann eða
aðrir prestar fara með, þegar
höfð eru yfir orð Páls: „Náðin
Drottins Jesú Krists, kærleiki
Guðs og samfélag heilags Anda
sé með yður öllum“? Hefir hann
aldrei gefið gaum að orðum
Krists í Matt.28.19.: „Skírið þá
til nafns föðurins og Sonarins
og hins heilaga Anda.“? Páll
gerir hinn sama greinarmun og
ÁRNI GUÐJÓNSSON
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
GASÐASTRÆTI 17
EGGERT CLAESSEN og
GUSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn
Þórshamri. — Simi 11171.
Drottinn Jesús sjálfur gerði á
sér og heilögum Anda.
Biblían segir ekki, að make-
dónski maðurinn, sem vitraðist
Páli í Tróas, hafi verið andi,
þótt sr. Benjamín segi það. En
hann hlýtur að hafa heyrt eða
lesið tun önnur dæmi þess, að
lifandi maður í nauðum staddur
hafi birzt allfjarri þeim stað,
sem hann var á, og beiðzt hjálp-
ar.
Þegar menn fara rangt með
heimildir, sem allir geta lesið
og rannsakað, er ekki nema von,
að 1 hugann komi orð Krists:
„Sá, sem er ranglátur i mjög
litlu, er og ranglátur í stóru.“
Rangfærsla á orðum heilagrar
ritningar gefur hugmynd um
rangfærslur í frásögn af skygni-
lýsingum. Þeim, sem trúa, að
andatrúin þjóni góðum málstað,
er lítill styrkur að slíkum skrif-
um sem grein síra Benjamíns.
En þjónar andatrúin góðum
málstað? Göfgar hún nokkurn?
Lyftir hún mönnum upp úr
drykkjuskap og syndum, lygum
og svikum? Fara menn, knúðir
af siðferðiskrafti hennar og
kenningum, út um heiminn til
að líkna hinum bágstöddu, stofna
skóla og sjúkrahús? Hvar er það,
sem andatrúin rekur trúboð
meðal þjófa og drykkjumanna
eða stofnar hæli handa tældum
og afvegaleiddum stúlkum?
Hvar er þetta gert, kostað og
rekið af andatrúarmönnum ein-
um?
En þetta er það, sem hinir
sönnu lærisveinar Drottins Jesú
gera eða taka þátt í. Þeir fara
út um heiminn til að kenna,
líkna og lækna. „Bréf frá
Konsó,“ birt í sama blaði og
grein sr. Benjamíns, lýsir á-
vöxtum kristindómsins. Heið-
ingjarnir hafa nóga trú á anda
og mök við þá, enda lifa þeir í
löstum og syndum. En svo er
Kristur boðaður þeim, þeir festa
traust sitt og trú á honum, og
hann lyftir þeim upp, gerir þá
að nýjum og gerbreytir liferni
þeirra. Þetta getur andatrúin
ekki. Þess vegna geta menn
þekkt í sundur sanna kristni og
andatrú af ávöxtum þeirra.
Sæmundur G. Jóhannesson,
AkureyrL
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur sýnt sjónleikinn Belindu í
nokkur skipti og hlotið góða dóma gagnrýnenda. Var mynd
þessi tekin á sýningu fyrir nokkru þegar vistfólki af Hrafn-
istu var boðið að sjá leikritið. Meðal gesta var Lárus Rist, og
er hann hér að ræða við Magnús Guðmundsson, matsvein í
Hrafnistu, og son hans, Ragnar, sem leikur eitt hlutverkið. —
Næsta sýning verður í Bæjarbíó á þriðjudag og hefst kl. 8,30.
13 ára drengur óskar að
taka háskólapróf í sógu
Stokkhólmi, 17. jan NTB.
ÞAÐ hefur horið til tíðinda
í Svíþjóð, að maður nokkur,
Knut Linderholm í Solna,
hefur skrifað sænsku ríkis-
stjórninni hréf og farið þess
á leit, að syni hans, Jonas,
verði heimilað að taka próf
í mannkynssögu við háskól-
ann í Stokkhólmi, án þess að
taka fyrst stúdentspróf. Dreng
urinn verður 14 ára um miðj-
an febrúar nk. og á enn eftir
fimm ára nám til stúdents-
prófs.
Pilturinn hefur allt frá
fyrsta bekk í barnaskóla haft
brennandi áhuga á mann-
kynssögu og lesið sér svo vel
til, að prófessorar hafa hrós-
að kunnáttu hans mjög, og
mælt með því, að honum
verði veitt undanþága til
prófsins. Jonas er staðráðinn
í að halda síðan áfram
menntaskólanámi, taka sitt
stúdentspróf og halda áfram
frekara námi í mannkyns-
sögu við Stokkhólmsháskóla
eða einhvern annan háskóla.
Samkvæmt sænskum lögum
er ekki heimilt að taka próf
við háskólann, án þess að
hafa fyrst tekið stúdentspróf
og verið innritaður í skólann.
• Ennumbónusog
freistingar bílstjóra
„Kæri Velvakandi!
Ekki alls fyrir löngu birtist
ágætur pistill frá „M“ í dálkum
þínum um það, hvernig bíl-
stjórabónus Samvinnutrygginga
stuðlar beinlínis. að óheiðarleika
og ábyrgðarleysi. Þetta er mál,
sem ég og margir aðrir hafa oft
hugsað og rætt um, og alltaf
komizt að þeirri niðurstöðu, að
þetta fyrirkomulag leiði til þess,
að þeir sem tjóni valda, hlaup-
ast á brott, til þess að geta
fengið „afslátt" medalíu og eftir
gjöf á ársiðgjaldi eftir vissan
áraf jölda, „ef ekkert hefur kom-
ið fyrir“, — við skulum bæta
við: „svo sannað verði“. Þetta
gera sér allir ljóst. Mér þótti því
óneitanlega spaugilegt, þegar
starfsmaður Samvinntrygginga
(eftir því sem ég las úr upp-
hafsstöfunum) fór að verja bón
usinn í Velvakanda sl. sunnu-
dag, en fórst það svo óhöndu-
lega, að bréfið var nær óskiljan-
legt. Sennilega hefur þar tvennt
komið til: bræði bréfritara,
meðan hann akrifaði vörnina,
og vondur málstaður, sem alla
vega er illt að verja, jafnvel
þótt maður sé ekki miður sín
af reiði.
• >,Bónusinn ætti að
banna með lögum“
segir Baldvin
í Almennum
Föstudaginn áður en reiði-
langloka Samvinnutrygginga-
mannsins birtist í Velvakanda
var viðtal í dagblaðinu Vísi við
einn þekktasta tryggingamann
landsins, Baldvin Einarsson, for
stjóra Almennra trygginga. Yfir
viðtalinu er fimm dálka fyrir-
sögn: „Bónusinn ætti að banna
með lögum“. Þótti mér ekki lítið
vænt um þetta álit gerkunnugs
manns, og í viðtalinu segir svo
orðrétt:
— Hvað finnst yður um
svokallaðan bónus, sem
menn fá, ef ekkert kemur
fyrir þá?
— Ég álít að það ætti að
afnema hann með lögum.
Hann beinlínis veldur því að
menn stinga af frá tjónunum.
Ég álít að það væri miklu
nær að tryggingarfélögin
legðu í sameiginlegan sjóð
það sem honum nemur, til
að borga með þau tjón, sem
verða og. stungið er af frá.
Skyldi ekki vera meira að
marka þessi orð en reiðilestur
þess, sem hagsmuna hefur að
gæta? — Það er hárrétt, að bón-
usinn á að banna hið fyrsta
með lögum. Öryggisleysið í um
ferðinni er nóg fyrir það.
— Bíleigandi“.
* • Skipting í aldurs-
flokka
Enn hefir Velvakanda borizt
bréf út af skemmtistaðnum
Lidó. Þá hefir Velvakandi frett
að mörgum unglingum finnist
þeir ekki eiga samleið með öðr-
um aldursflokkum, sem þessar
skemmtanir sækja. Á kvöldin
mun unglingar á aldrinum
16—20 ára og eldri mega sækja
þessa dansleiki, en mörgum
munu finnast eðlilegra, að ungl-
ingar 16 til 18 ára skemmtu sér
saman, og svo annars vegar
unglingar 18 til 21 árs. Þessu
er hér með komið á framfseri. ,