Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 6

Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 6
6 r MORCVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 25. janúar 1963 „Þaö var gott að geta unnið og fá að vinna“ Samtal við frú Guðrúnu Pálsdóttur áttræða i dag í DAG lá á’ttráeðisafmæli frú Guðrún Pálsdóttir, ekkja I>or- fejarnar Þórðarsonar, héraðs- læknis á Bíldudal. Frú Guðrún býr nú í húsi sonar síns Sverris að Flókagötu 55 hér í borg, og fékk fréttamaður Mbl. tækifæri til þess að ræða þar við hana stundarkorn í gærdag. — Ég hafði ekki ætlað mér að segja neinum frá því, að ég ætti afmæli, og kemur hér svo ekki' nema blaðamaður í heim- sókn, sagði frú Guðrún alúðlega, Erlendar fréttir í stuttu máli Óeirðir í íran Teheran, 24. jan. (NTB). EINS og skýrt hefur verið frá hefur íranskeisari ákveðið ' að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu í landinu n.k. laugardag um stjórnarskrár- breytingu, sem felur það m. a. í sér, að jörðum stóreigna- bænda verður skipt milli smá bænda. Talsverður urgur er v ýmsum landsmönnum vegna þessarar ákvörðunar keisar- ans. Stúdentar halda því fram, að ákvörðunin um þjóðarat- kvæðagreiðsluna brjóti í bága við stjórnarskrána, því að þingið þurfi að samþykkja slíka atkvæðagreiðslu, en þing ið í íran var leyst upp 1961 og hefur ekki komið saman síðan. í morgun réðst hópur bænda og verkamanna inn í háskól- ana í Teheran. Voru þeir vopnaðir kylfum og hrópuðu; „Lengi lifi keisarinn, niður með svikarana“. Flæmdu þeir stúdentana út úr háskólun- um of rifu niður skilti með mótmælum gegn þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Allir útifundir I bannaðir í íran. hafa verið Atvinnuleysið í Englandi London, 24. jan (NTB). TALA atvinnulausra í Eng- landi hefur hækkað um 248.474 frá 10. des. s.l. og eru nú 814.632 menn atvinnu- lausir í landinu. Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira í Englandi frá 1947 er hún bauð fréttamanninum til vistlegrar stofu sinnar. Ég hefði meira að segja beðið börnin mín um það, að vera ekki með neitt óþarfa umstang mín vegna, en þau vilja nú einu sinni allt fyr- ir mig gera, bætti hún brosandi við. — Jæja, svo að við byrjum á byrjuninni, þá er ég fædd að Prestsbakfca í Hrútafirði á Páls- messu árið 1883. Þar ólst ég upp hjá foreldrum minum í stórum og glaðværum systkinahópi, en við vorum 12 alls systkinin. Móð- ir okkar var Arndís Pétursdóttir Eggerz frá Akureyjum á Breiða- firði, en faðir okkar var Páll Ólafsson prestur á Prestsbakka. Á Prestsbakka bjuggu foreldrar okkar til ársins 1901, að pabbi gerðist prestur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. í Vatnsfirði ,hélt Guðrún á- fram, kynntist ég fyrst mann- inum minum, er hann kom þang- að sem læknir í Nauteyrarhér- aði um líkt leyti og við fjöl- skyldan fluttumst þangað. Þann 17. september árið 1904 giftum við okkur og tvö fyrstu árin bjuggum við hjá foreldrum mín- um, þar sem engan læknisbú- stað var að fá í héraðinu. En árið 1906 fékk hann veitingu fyrir Bíldudal og þar bjuggum við í yfir 30 ár eða fram til árs- ins 1938, að hann hætti héraðs- læknisstörfum og við fluttumst til Reykjavíkur. Á Bíldudal keyptum við strax gamalt hús, og þar fæddust öll börnin okk- ar, nema það elzta, er fæddist í Vatnsfirði og þar ólust þau upp. En er Þorbjöm hætti læknis störfum á Bildudal, voru þau öll flogin úr hreiðrinu og flest farin til Reykjavíkur og var þá ósköp gott að koma hingað líka. Þau Guðrún og Þorbjörn eignuðst alls 9 sérlega mann- vænleg og dugmikil born og komust 7 þeirra til fullorðins- ára. Þau eru: Páll skipstjóri , í Vestmannaeyjum, kvæntur Bjarn heiði Guðmundsdóttur, Þórður fiskiðnfræðingur, forstöðumaður Rannsóknarstofu Fiskiíélags ís- lands, kvæntur Sigríði Þórdísi Claessen, Amdís húsfreyja á Setlfassi, gift Marteini Björns- syni verkfræðingi þar, Sverrir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, kvæntur Ragnheiði Ás- geirsdóttur, Guðrún, gift dr. Brodda Jóhannessyni skóla- stjóra, en hún er lVitin fiyrir nokkm, Björn læknir og prófess- or í New York, kvæntur þar- lendri konu og Kristín, gift Guð- mundi Yngva Sigurðssyni lög- fræðingi. Baraböm Guðrúnar eru 24 talsins og auk þess á hún nú 9 barnabarnabörn. — Þurftuð þér ekki oft að að- stoða mann yðar í störfum hans á Bíldudal, Guðrún? — Jú, það segir sig sjálft, að á þesum tíma hlaut oft að koma hjálp frá lækniskonunni, svar- aði frú Guðrún hæversklega og maður reyndi að gera eins og maður gat. En í þá daga var ekki einu sinni sjúkraskýli á Bíldudal og þurfti þvi oft að senda þá sjúklinga, er hættast vom komnir, í sjúkrahús til Frú GuSrún Pálsdóttir Patreksfjarðar eða suður Reykjavíkur. Auk þess, sem ýmsir aðrir þörfnuðust læknis- hjálpar, þurftu þessir sjúklingar að bíða fárveikir dögum og kannske vikum saman vegna samgönguerfiðleika og var þá oft ærið að starfa. En það er li'ka gott að geta unnið og fá að vinna. Síðar híálpaði það nokkuð, að stofnað var á Bíldu- dal hjúkmnarfélagið Samúð, en tilgangur þess var að kosta ung- ar stúlkur til eins árs hjúkrun- arnáms í Reykjavík og verða síðan 'starfs þeirra aðnjótandi, og gafst þetta prýðilega í þau 10 ár, sem það var haft í fram- kvæmd. Þá var það líka hlut- verk okkar lækniskvenna að af- greiða til'búin lyf og sáraumbúð- ir í fjarveru læknisins, því að tiil engin apótek voru i þorpunum í þá daga. — Segja má, sagði Guðrún, að för mín til Bíldudals hafi dregið nokkurn dilk á eftir sér, því að 3 systkini mín, þau Sig- ríður, Jakobina og Böðvar komu öll þgngað siðar og settust þar að. — Hvar bjugguð þið hjónin, eftir að þið fluttuð til borgar- innar? — Þá keyptum við húsið Mar- argötu 7 og bjuggum þar í 23 ár, þangað til, að Þorbjörn lézt i fyrravetur. Á Marargötunni eignuðumst við fjölda úrvals- nágranna og vina og mér var i raun og veru farið að finnast ég vera orðin Vesturbæingur, eftir þessi ár, sagði Guðrún að lokum. •fc Höfðahverfi hornreka? Eftirfarandi bréf hefur borizt frá „frú í Höfðahverfi": „Mig langar til þess að biðja Velvakanda að vekja athygU borgarskipulagsins á ýmsu, sem við kemur Höfðahverfinu. Ég hef nú_búið þar í u.þ.b. 20 ár eða all^irá upphafi þess, og ég vil halda því fram, að fyrir margra hluta sakir sé verra að búa hér nú en fyrir tveimur áratugum. Göturnar (Samtún, Miðtún og Hátún) voru þegar í upp- hafi allt of mjóar, og með auk- inni bílaeign borgarbúa og af öðrum ástæðum verður þessi mjódd æ bagalegri. Benda má á, að mun eldri götur, eins og t.d. Njálsgata og Grettisgata, eru miklu breiðari. Ekki er hægt að leggja hér bílum nema á ólöglegan hátt, þ.e. uppi á gangstéttum. Heyrzt hefur, að breikkun standi fyrir dyrum, en ekkert veit ég ákveðið um það. Miðtún og Samtún eru malbikuð, en ekki stéttalögð. Hátún er hvorugt. Þar er mold- ryk á sumrum, en annars veð- ur allt í aur og drullu. Ekki bætir það úr skák að háhýsi hafa verið reist þar sem áður voru tún á móti Hátúni. Ligg- ur þar enn við Hátún 2 geysi- mikill moldarbingur, sem rýk- ur úr í þurrviðrum, og hefur legið þar í 5 ár. Þarf ekki að lýsa því fyrir húsmæðrum, hve ánægjulegt er að hafa slíkan rykvald í nágrenni sínu. Eru engin reglugerðarákvæði til, sem mæla fyrir um, hvé lengi moldarhaugur úr uppgrefti má liggja í íbúðahverfi? Höfðahverfið er elzt af nýju hverfunum, sem byggðust í stríðsbyrjun, en það hefur allt- af verið hornreka, bæði hvað snertir skipulag, götufram- kvæmdir og annað. T.d. hefur hér aldrei verið almennilegur barnaleikvöllur. Einn er á horni Nóatúns og Miðtúns, illa búinn að tækjum, og engin girðing er umhverfis hann, þótt þarna sé mikil umferðar- hætta, og þar er að auki við- komustaður strætisvagna. Gíf- urlegur fjöldi barna hefur bætzt við í hverfið, ekki sízt eftir tilkomu háhúsanna, og umferðarhættan eykst sífellt. Áður var hverfið utan við borgina, en nú er það inni í henni miðri að kalla má. Sér- staklega er umferð hættuleg um Hátún á sumrin, þegar verið er að gera við Laugaveg og strætisvagnaumferð er beint þangað. Óprúttnir bílstjórar Hátún á að vera einstefnu- aksturgata, en eftir að háhýs- in voru reist og allt fólkið fluttist þangað, er mikið um- j—— ferðarálag á götunni, og þá er eins og margir gleymi að líta á skiltin. Bregður manni stund um í brún, þegar stórir vöru- bílar koma æðandi á móti á fullri ferð. Stundum hefur stórum vörubílum verið lagt bæði fyrir aftan og framan bifreið okkar hjónanna, svo að allt útsýni er byrgt. Nokkr- um sinnum hefur þá komið fyrir, þegar ég hef verið að setja í gang og ætlað að aka út á götuna, að bíllinn hefur drepið á sér, og það til allrar hamingju, því að á sama and- artaki og ég hefði eki^ð út á götuna, hefur stóreflis trukk- ur komið brunandi á móti hinni löglegu umferðarstefnu, sem maður hefur treyst á. Hefur einhver verndarengill bjargað lífi mínu hvað eftir annað með því að drepa á bílnum. Veit ég, að margir hér um slóðir þakka líf sitt tilviljun einni, þegar líkt hef- ur staðið á. Ég vona að lokum, að borg- aryfirvöldin kippi þessu öllu hið bráðasta í lag, og veit ég vel, að allir í hverfinu taka undir þau orð mín. Hingað til hefur fólk látið sér nægja að nöldra sín á milli og bíða þess, sem aldrei kemur. Að seinustu mættl skila þvl til Hitaveitunnar, að megn- asta ólag er á henni á þessum slóðum um þessar mundir. Frú í Höfðahverfi“. ■Jr Gleðitíðindi! Velvakandi hringdi vegna þessa bréfs til skrifstofu borg- arverkfræðings. Fékk hann þar þær upplýsingar, að á næsta ári, árinu 1964, verði lokið við framkvæmdir í Höfðahverfi. Hátún verður breikkað mikið og gert að tví- stefnuakstursgötu. Það verð- ur malbikað og stéttalagt eins og hin Túnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.