Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 12

Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 12
12 MORGZJNBLAÐ1Ð Fðstudagur 25. janúar 1963 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakio. KJARABÖTALEIÐIN SIGRAR UTAN ÚR HEIMI i?BMFíií:WS!ÍÍÍ:*áíMíí:::l Hér á myndinni eru Moise anríkisráðherra að skoða dyna Lualaha-fljótið. Brúin er á Thsombe, fylkisstjóri Katanga mát-hleðslur, sem komið hefur leiðinni frá Jadotville til og Godefroid Munongo, inn- verið fyrir á brúnni yfir Kolawesi. Kynsjúkdómasýklar læra að verjast fúkalyfjum Alvarlegt mál, segja sérfræðingar WHO 'C’ins og kunnugt er hafa ^ kommúnistar stöðugt ver- ið að tapa fylgi í Dagsbrún síðustu árin. Þeir hafa þar dyggilega fylgt verkfalla- stefnunni og haldið þannig á málefnum verkalýðsins, að í kjaramálum hafa þeir lægst launuðu dregizt áftur úr. Þegar Viðreisnarstjómin bauðst til þess í fyrra að stuðla að kauphækkunum verkamönnum til handa gegn því að aðrar stéttir biðu nokkuð, var þeirri leið hafn- að og knúðar fram meiri kauphækkanir til annarra en verkamanna. Þessar aðgerðir kommún- ista í launþegafélögunum hafa að vonum mælzt mjög illa fyrir meðal verkamaríha. Þegar það upplýstist, að kommúnistastjórnin í Dags- brún hafði að undanförnu hafnað boði vinnuveitenda um 5% kauphækkun, varð svo mikil ólga í röðum verka- manna, að stjórn Dagsbrúnar treysti sér ekki til annars en ganga frá samkomulagi um þessa hækkun, en áður mun hún hafa ætlað að draga mál- ið á langinn fram yfir kosn- ingar. Kommúnistar hafa gert sér grein fyrir því, að þeir mundu gjalda mikið afhroð í Dagsbrúnarkosningunum, ef þeir höfnuðu enn einu sinni kjarabótaleiðinni og héldu þannig á málum, að verka- menn fengju ekki raunhæfar kjarabætur. Þess vegna hafa þeir hopað og fallizt á bætt kjör. Einhverjir kynnu nú að segja, að Dagsbrúnarstjómin ætti að njóta þess í kosning- unum, að hafa loks snúið frá villu síns vegar og fallizt á að 'tryggja verkamönnum raun- hæfar kjarabætur með kaup- hækkun, sem þeir einir fengju en ekki þeir, sem hærri laun hafa. En þess er þá að gæta, að þessa leið fór Dagsbrúnarstjórnin einungis vegna þess að hún hefur ver- ið á undanhaldi í félaginu og tapað þar atkvæðum. Afstaða hennar nú byggist einungis á ótta við fylgishrun. Ef svo færi, að kommún- istar teldu útkomu stjórnar- kjörsins, sem framundan er í Dagsbrún, sér hagstæða, er hinsvegar litlum vafa bund- ið, að þeir mundu á ný knýja á það, að hagsmunir flokks- ins yrðu látnir sitja í fyrir- rúmi og hagsmunir verka- manna víkja. Þá væri vissu- lega hætt við því, að á ný yrði snúið inn á verkfalla- brautina og lægst launaðir verkamenn látnir bera hita og þunga dagsins til þess áð koma fram pólitískum áform- um kommúnista, samhliða því sem kauphækkun til verkamanna yrði gerð að1 engu með meiri hækkun til annarra. HVAÐ BER AÐ VARAST? ITinnuveitendasamband Is- " lands hefur lýst því yfir, að einungis þær stéttir, sem lægst hafa laun og drógust aftur úr í kapphlaupinu á síðasta ári fyrir tilstuðlan kommúnista og bandamanna þeirra í Framsóknarflokkn- um, fái nú kauphækkanir, en fast verði staðið gegn því, að um almennar kauphækkanir verði að ræða. Þetta þýðir, að fylgt verð- ur þeirri stefnu, sem Við- reisnarstjómin hefur viljað fara, að tryggja hinum lægst launuðu raunhæfar kjara- bætur. Þannig er í raun réttri um það að ræða, að verkamenn og aðrir, sem lægst hafa launin, fá nú í sinn hlut aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar, en aðrir verða að bíða þar til meiri árangur er orðinn af viðreisninni. Fyrir verkamenn er aðeins sú hætta fyrir hendi, að kommúnistar freistist til þess að hleypa af stað nýju kapphlaupi um kjörin. Það myndu þeir annað hvort gera með því að ota verkamönn- um út í verkfall, eða þá á þann hátt að reyna að fá ein- hverjar stéttir aðrar til að ríða á vaðið og gera kaup- hækkun verkamanna þannig einskis nýta, því að þá færu verðhækkanir um allt efna- hagslífið eins og eldur í sinu. Það er með hliðsjón af þessari hættu, sem verka- menn verða að veita stjórn Dagsbrúnar öflugt aðhald. Þess vegna er óhjákvæmilegt, að lýðræðissinnar safni liði og tryggi lista sínum sem allra mest fylgi. FREKARI KJARABÆTUR 17 n verkamenn eiga auðvit- ^ að ekki að láta staðar numið við þær kjarabætur, sem þeir nú fá. Þvert á móti á að herða á því að ná þeim ávinningi, sem hægt er að ná ALÞJÓÐA-heilbrigðismálastofn- unin hefur .iðurkennt að þrátt eftir kjarabótaleiðinni á margan hátt. Þannig er nauðsynlegt að vinda bráðan bug að því að koma á fót samstarfsnefnd- um vinnuveitenda og laun- þega. Jafnramt eiga báðir að- ilar að koma sér saman uih að setja á fót sérstaka stofn- un, sem fylgist með fram- leiðsluaukningu og tryggi launþegum réttmæta hlut- deild í henni. Þá á einnig að leitast við að auka afköst með meiri vinnuhagræðingu í góðu sam starfi launþega og vinnuveit- enda. Jafnframt ber svo að hraða eins og mest má verða athugunum, sem unnið er að til að koma á ákvæðisvinnu, sem stórbætt gæti kjör verka- manna. í nokkrum frystihúsum hefur að undanförnu verið unnið að þessu verkefni og hefur það borið góðan árang- ur, eins og frá er skýrt á öðr- um stað í blaðinu. Slíkt vinnufyrirkomulag hefur líka verið reynt í einstökum verk- smiðjum í Reykjavík og gef- izt svo vel að sízt mundi verkamönnum detta til hug- ar að vilja afnema það. Skeytingarleysi um þessi málefni er núverandi stjóm Dagsbrúnar til mestu van- sæmdar og eina leiðin til að knýja hana til að sinna þess- um verkefnum er að sýna henni fram á, að annars muni hún tapa völdum sínum í Dagsbrún. Það er þetta, sem verkamenn munu gera nú um helgina. fyrir almenna notkun penicillins og annarra sterkra fúkalyfja hafi mistekizt að hafa hemil á kynsjúkdóminum lekanda. Þetta eru niðurstöður í skýrslu sér- frseðinganefndar, sem nýlega kom saman í Genf til að ræða tekanda-smitanir. Einasta vonin um að þetta takist í framtíðinni er að finnist eitthvert bóluefni, sem geri fólk ónæmt fyrir lek- anda, segir í skýrslunni. Það hefur korffið í ljds að penicillin og streptomycin hafa minni verkanir til að kveða nið- ur sjúkdóminn en þau höfðu fyr ir nokkrum árum. Þ r örsmáu lífvel’ur, sem orsaka sjúkdóminn, eru að rækta með sér mótstöðu gegn fúkalyfjum og jafnvel fjór- eða fimm-faldir skammtar mið- að við þá sem gefnir voru fyrir 10 árum bregðast nú í stöðugt ríkara mæli. 60 millj. ný tilfelli árlega. Það er augljóst að af þeim 60 milljónum nýrra tilfella, er finn ast árlega í heiminum, koma flest fyrir hjá aldursflokknum 15—25 ára. í Mexico eru 55% innan við þann aldur og í Dan- mörku og Noregi er lekandi al- gengastur hjá fólki á aldrinum 15—19 ára. í fyrstu hrifningunni af hin- um nýju „undrameðulum“ trúðu menn því að nú yrði hægt að útrýma lekanda. En helzta ástæð- an fyrir því að það hefur ekki tekizt, er hve stuttur meðgöngu- tími sjúkdómsins er, 3—5 daga eftir samfarir. Og lekandi er miklu meira smitandi en t.d. syphilis. Smitun er næstum örugg við samfarir við lekandasjúkl- ing, þar sem aftur á móti eru 50% möguleikar á að sleppa, ef um syphilis er að ræða. Annað atriði er, að sjúkdómurinn skap- ar ekkert ónæmi og hægt að fá hann aftur og aftur. í þriðja lagi eru ekki nærri alltaf nokkur sjúkdómseinkenni hjá konum Og allt að 20% af smitandi konum geta falizt fyrir jafvel beztu rannsóknarstofum. Aftur á móti eru fjórum sinnum fleiri karl- menn með sjúkdóminn en kon- ur. Fer vaxandi hér. Blaðinu er kunnugt um að læknar hér hafa einnig orðið varir þessarar vaxandi mótstöðu sjúkdómsins gegn fúkalyfjum. En það hefur þó ekki úrslita- þýðingu um útbreiðslu sjúkdóms ins, þar eð engum sjúklingi er sleppt af sjúkrahúsi fyrr en hann er læknaður, þó stærri skammta af meðulum og lengri tíma þurfi til lækningarinnar. En vaxandi lauslæti skiptir meginmáli hvað það snertir að sjúkdómurinn hefur farið vaxandi. 3 fórust í flug- slysi 1C komust af Las PaLmas, 23. janúar — NTB. 10 til 13 komust lífs af, er portúgölsk herflugvél féll í hafið skammt undan strönd- um Kanaríeyja í dag. Flug- vélin var á leið frá Luanda í Angöla til Lissabon, er henn- ar var saknað. Leitarflugvélar komu auga á flakið, þar sem það maraði í hálfu kafi. Einn maður sást á lífi í sjónum, en er leitar- skip komu á vettvang, kom í ljós, að 9 aðrir höfðu komizt úr flakinu og voru þeir á r fleka. Þeir þrír, sem enn er sakn- að, eru taldir af, og munu lík þeirra vera í skrokk flugvélar innar, sem enn var á floti síð degis í dag. Belgrad, 23. janúar — NTB. TÍTÓ, Júgóslavíuforseti, sagði í Belgrad í dag, að Kínverjar fylgdu stefnu Gengis Khan í utanríkisstefnu sinni. Þeir vildu steypa heiminum út í nýja styrjöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.