Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 13

Morgunblaðið - 25.01.1963, Page 13
Föstuda'gur 25. janúar 1963 MORCUIXBLAÐ IÐ 13 ÉIN A R Ásmundsson var meðal stúdenta í lagadeild þegar ég varð þar kennari haustið 1932. Veitti ég hon- um þegar ahygli sem einkar geðfelldum ungum manni. Hann var í hópi betri náms- manna og þá þegar lagið að setja mál sitt fram á skýran, gagnorðan og greinargóðan veg. Þessa eiginleika þrosk- aði hann með sér í löngu og margháttuðu blaðamanns- starfi. Mér þótti því fengur að því þegar hann varð sam- tímis mér ritstjóri Morgun- blaðsins haustið 1956. Því starfi gegndi hann fram á mitt ár 1959. Á meðan Einar. gekk heill til skógar var hann óvenju ánægjulegur samstarfsmaður. Hann fylgd- ist með atburðum líðandi stundar af þeim lifandi áhuga, sem góðum blaðamanni er nauðsynlegur, hafði góðan smekk fyrir uppsetningu frétta og kunni að skrifa for- ystugreinar af jafnaðargeði og yfirsýn. Morgunblaðinu var þessvegna mikil eftirsjá í Einari, þegar hann varð að láta af störfum, og sjálfur mun ég ætíð minnast hans sem mikilhæfs manns, er missti heilsu og .lézt langt fyrir aldur fram. Bjarni Benediktsson. Á FYRSTU árum Menntaskól- ans á Akureyri, um 1930, voru bekkir þar harla fámennir miðað við það, sem síðar varð, en því jBámenni fylgdu aftur enn nánari innbyrðis kynni bekikjarbræðra og skólabræðra en að líkinidum hefðu annars orðið. Má raunar segja, að með nemendum nálægra bekkja, hvað þá bekkjarbræðra, hafi þá tekizt sá kunningsskapur og sú vinátta, sem mörgum end- ist til æviloka. Við, sem þarna eigum hlut að méli, viljum ó- gjarnan kannast við, að aldurinn sé að ráði farinn að færast yfir okkur og þeir úr hópnum, sem kvatt hafa þennan heim, hafa sannarlega fallið fyrir aldur fram. Svo var með Einar Ásmunds- son, hæstaréttarlögmann, Hr efnu- götu 6 í Reykjavík, sem andaðist úr hjartabilun í borgarsjúkrahús- inu hér í Reykjavík, sunnudag- inn 20. þ.m. og í dag er til mold- ar borinn. Hann varð fimmtugur á síðastliðnu vori. Fæddur var hann 10. apríl 1912 á Hálsi í Fnjóskadal, og voru for eldrar hans merkishjónin Anna Pétursdóttir frá Vestdal við Seyð isfjörð og séra Ásmundur Gísla- son, prófatur í Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi, sem um áratuga skeið sátu þetta víðkunna prest- setur með miklum sóma. Það er eigi á mínu færi að rekja ættir þeirra, en mjög eru þær að góðu kunnur um Þingeyjarþing, áHér- aði austur og víðar, bæði utan- lands og innan. Skal þess þó get- ið, að Einar bar heiti hins nafn- togaða afabróður síns í föðurætt, Einars í Nesi í Höfðahverfi. Þegar í æsku stóð hugur Einars til mennta og mun hann eigi í því efni hafa skort hvatningu og góð an heimanbúnað úr föðurgarði. Stúdentsprófi úr MA lauk hann 1931 og þá um haustið hóf hann nám í lagadeild Háskóla íslands. Embættisprófi í lögfræði lauk hann 1935. Tók á því ári við ritstjórn íslendings á Akureyri, og hafði hana á hendi um nokk- urt skeið ásamt málflutnings- störfum þar nyrðra. Árið 1936 settist hann að í Reykjavík. Átti hann þar heima jafnan síðan og stundaði málflutningsstörf, blaða mennsku og önnur ritstörf. Hæsta réttarlögmaður varð hann árið 1941 og rak frá ársbyrjun 1942 til dauðadags málflutningsskrifstofu hér í borginni. Á árunum 1936— 1938 var hann blaðamaður við Vísi, ritstjóri Frjálsrar verzlunar 1939—1943 og ritstjóri Morgun- blaðsins 1956—1959. Auk mikils fjölda blaðagreina um ýmis efni, ritaði hann ferðabókina „Frá Grænlandi til Rómar“, sem út kom 1961 og bók um Þýzkaland, Austurríki og Sviss, sem út kom 1960 í bókaflokki Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagins, Lönd og lýð ir. Síðast en ekki sízt er að geta ljóðabókarinnar „Fjúkandi lauf“, sem Almenna bókafélagið gaf út 1961, og hlaut að verðleikum lof- samlega dóma. Svo sem sjá má af þessu yfir- liti um ævi Einars, voru áhuga- mál og viðfangsefni hans fjeiri og margbreytilegri en almennt ger- ist. Hann var í eðli sínu mjög hneigður til skáldskapar — ljóða gerðar — og var skáld gott, þótt hann léti lítt yfir. Mun það mála sannast, að ljóðabók hans hafði eigi að geyma nema lítið eitt af ágæt- um ljóðum hans, svo eigi séu nefnd bráðsnjöll gamankvæði og ljóðabréf til vina og kunningja hér fyrr meir. Söngmaður var hann ágætur og um langt árabil félagl í karlakórnum Fóstbræðr- um. Hafði hann hið mesta yndi af sönglist og annarri hljómlist. Mjög mikinn áhuga hafði hann á sögu og menningu síðari alda, einkum hér í álfu, og þá sérstak lega bókmenntum og listum. Var hann óþreytandi í að afla sér bókakosts um þau efni, og hika ég ekki við að staðhæfa að fáir samtíðarmenn hér á landi hafi haft víðtækari þekkingu í þeim efnum og næmari bókmennta- smekk en hann. Hafði hann og fyrir löngu komið sér upp frá- bærlega vönduðu bókasafni þó eigi væriþaðmjög mikið að vöxt- um. Var það löngum yndi hans og eftirlæti að sökkva sér að af- loknu dagsverki, niður í lestur öndvegisrita um sögu, menningu og listir Vesturlanda. Eigi má skilja Orð mín svo, að bókmennta- og listahneigð Ein- ars hafi dregið úr atorku hans og dugnaði í málflutningsstörfum hans og blaðamennsku. Meðan heilsanleyfði rak hann málflutn- ingsskrifstofu sína af miklum dugnaði, enda meðal færustu lög- manna og eftirsóttustu, og viður kenndur yar hann sem ötull og smekkvís blaðamaður. Hinn 19. júní 1937 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Sigurbjörgu Einarsdóttur, og varð þeim þriggja mannvæn- legra barna auðið, en'þau eru: Sonurinn, Ásmundur, blaðamað- ur, kvæntur Rögnu Þorsteins og dæturnar, Anna Margrét, hjúkr- unarnemi, og Hildur, 12 ára. Með hinni ágætu konu sinni og börnum á smekklegu og menningarlegu heimili þeirra átti hann hinni sönnu ham- ingju að mæta. Þegar ég nú að samferðar- lokum lít yfir 35 ára óslitna vináttu og ánægjulegar sam- vistir við hinn látna gáfu- og hæfileikamann og góðan dreng, verður mér efst í huga marg- þætt þakklæti fyrir liðna tíð. Sú tíð kemur ekki aftur, en minningin um mætan mann lif - ir í huga okkar gömlu skóla- bræðranna úr MA forðum og allra annarra vina og vanda - manna. Valdimar Stefánssor Traustur hagur Ötvegsbankans Aðstaðan gagnvart Seðlabankanum um 97 millj. kr. betri en i árs- byrjun 1962 — Fyrirhugað að setja á stofn útibú í Keflavik A FUNDI, sem forráðamenn Útvegsbanka Islands áttu í gær með fréttamönnum, var m.a. gerð grein fyrir afkomu bankans á sL ári, fyrirhug- uðu útibúi í Keflavík og starfsemi Fiskveiðasjóðs ís- lans, sem er deild af bankan- um. Af skýrslum kemur í ljós, að rekstur bankans hefur gengið mjög vel að undan- fömu og er inneign hans í Seðlabankanum nú meiri en nemur endurseldum víxlum. Er þetta í fyrsta skipti um langt árabil, sem afstaðan gagnvart Seðlabankanum er svo hagstæð. Önnur viðskipti hafa farið vaxandi, og m.a. má geta þess, að bankinn hefur keypt sem svarar 180 víxlum á dag, hvern starfsdag ársins. Fer hér á eftir nánara jrfirlit um einstaka liði starfseminnar: Afkoma bankans Rekstur Útvegsbanka íslands gekk vel á sl. ári, og er hagur bankans mjög traustur. Inneign bankans í Seðlabankan um nam um áramót 113,6 millj. kr. Þar af voru bundnar inn- stæður 87,3 millj. kr. Er þetta um 97 millj. kr. betri staða en í ársbyrjun 1962 og betri staða en bankinn hefur haft við Seðla bankann um langt árabil. Afurða víxlar, sem voru endurseldir í Seðlabankanum um síðustu ára- mót námu samtals um 106 millj. króna, og er þetta í fyrsta sinn um langt árabil, sem Útvegsbank inn á hærri inneign í Seðlabank- anum en nemur endurseldum víxl um. Eigið fé bankans er nú komið yfir 100 milljónir króna, og eru þá fasteignir, innbú og áhöld ekki talið með í þeirri fjárhæð. Sparisjóðsfé hjá Útvegsbank- anum óx meira á sl. ári en nokkru einni fyrr, eða um 122,8 millj. kr., sem er 25,8% aukning á ár- inu. Samanlögð innlán bankans, þ. e. sparifé og veltiinnlán, nema nú um 745 millj. kr., og nam aukningin 21,5% á árinu. Til sam anburðar má geta þess, að fyrir 5 árum námu heildarinnlán bank ans 366 millj. kr., og hafa þau því meira en tvöfaldast á þessum árum. Velta bankans jókst mjög á árinu. Varð hún nær 47 milljarð ar yfir árið og 7,2 milljörðum meiri en árið 1961. Daglegum afgreiðslum í bank- anum fer mjög fjölgandi ár frá 4ri. Til dæmis má geta þess, að tala keyptra víxla í aðalbankan- um í Reykjavík varð á síðasta ári yfir 54 þúsund eða sem svar ar að meðaltali um 180 víxla á hverjum degi, sem bankinn er op inn. f þessari tölu eru þó ekki talin með lán til sjávarútvegs, enda eru þau að verulegu leyti ekki veitt í víxilformi nú orðið. Mun tala keyptra víxla í Útvegs bankanum vera hærri en í nokkrum öðrum banka hérlendis. 145 manns starfa nú í aðal- bankanum í Reykjavík. Ekki er ennþá búið að ganga endanlega frá reikningsuppgjöri bankans í heild. Tekur slrkt allt af nokkrar vikur frá áramótum, einkum vegna mikilla erlendra viðskipta. Óhætt mun þó að full yrða, að rekstursafkoma bankans hafi orðið mjög góð á árinu. Útibú í Keflavík. Það hefir alllengi verið ' hug un, að Útvegsbankinn opnaoi úti- bú í Keflavík. Árið 1954 heimilaði bankaráðið bankastjórum að festa kaup á lóð í Keflavík undir væntanlegt úti- bú. Árið 1955 var svo keypt mjög góð lóð á einum bezta stað í bænum, á horni Hafnargötu og Vatnsnesvegar. Af ýmsum ástæðum varð drátt ur á frekari aðgerðum. Hins veg ar hafa bæði bæjaryfirvöldin í Keflavík og margir viðskipta- menn bankans þar, einkum út- vegsmenn, látið í ljós óskir um, að Útvegsbankinn opnaði þar úti- bú. Nú he'fir bankaráðið samþykkt að hefja rekstur útibús í Kefla- vík. Verður það fyrst í stað í leiguhúsnæði og hefir verið gerð ur leigusamningur, fyrst í stað til 5 ára, um hluta af fyrstu hæð og kjallara í húseigninni Tjarn- argata 3. Húsnæðið er laust til af nota og verður nú hafizt handa um innréttingar og breytingar, sem gera þarf — en starfsemin hafin að því loknu. Útvegsbankinn á marga við- skiptavini í Keflavík og nágrenni — eins og að líkum lætur — svo mikill útvegur sem er í Keflavík og í verstöðvunum á Reykjanesi. Um 50 milljónir króna af fé bankans er nú þegar í allskyns útlánum á því svæði, sem úti- búið mundi taka til. Það er von bankans, að rekst- ur hins nýja útibús geti orðið til mikils hagræðis fyrir atvinnu- rekendur og almenning á Suður- nesjum, en öll almenn banka- starfsemi mun fram fara í úti- búinu, þar á meðal gjaldeyris- viðskipti. Ef rekstur útibúsins gefst vel yrði væntanlega hafizt handa um bankabyggingu á lóð bank- ans í Keflavík. Fiskiveiðasjóður íslands. Fiskveiðasjóður íslands er sér- stök deild í Útvegsbankanum með aðskildum fjárhag og bók- haldi, og hefir verið svo frá byrj un 1931. Sjóðurinn er þó mun eldri, stofnaður með lögum 10. nóvember 1905. Tilgangur sjóðsins er að styðja sjávarútveg Islendinga, einkum bátaútveginn, með hagkvæmum stofnlánum. Starfsemi sjóðsins hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár og hafa útlán numið samtals: í árslok 1950 25 millj. kr. - — 1955 80 — — - — 1960 376 — — - — 1961 482 — — - — 1962 544 — — Eigið fé sjóðsins (sem auðvit- að er í útlánum) er nú 327 millj. kr. þar af hefur ríkissjóður lagt fram tæp 12% en að öðru leyti er höfuðstóll sjóðsins byggður upp með hluta af útflutnings- gjaldi af sjávarafurðum. Því miður vantar mikið á að Fiskveiðasjóður geti veitt báta- útveginum og öðrum þeim fram- kvæmdum, sem honum eru tengd ar, nægjanleg stofnlán. Verður sýnilega vöntun fjár til aukningar smiði stærri fiski- skipa innanlands, svo og til ýmiss konar vinnslustöðva, fasteigna og fyrirtækja, sem aðkallandi er fyrir útveginn að komið verði upp. Níu rithöfundor lesu úr verk- um sínum RITHÖFUNDAFÉLAG Islands efnir til upplestrarfundar summ daginn 27. þ.m. kl. 3 eftir hádegi í veitingahúsinu Glaumbæ. Eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum: Ari Jóseís- son, Baldur Óskarsson, Geir Kristjánsson, Jón úr Vör, Ragn- heiður Jónsdóttir, Sigríður Eiri- arsdóttir, Sigurður A. Magnús- son, Sveinbjörn Beinteinsson, Þórbergur Þórðarson. í ráði er að efna til fleiri slíkra upplestrarfunda síðar í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.