Morgunblaðið - 25.01.1963, Side 23

Morgunblaðið - 25.01.1963, Side 23
Föstudaffur 25. ianúar 1963 MORCriVRL AÐIÐ 1 23 Hvassviðri og hrí andi um SV-land í GÆR var allhvasst um vestan- vert landið og gekk á með hríðar byljum, er kalt loft streymdi inn yfir landið úr vestri, og í gær- kvöldi var orðið mjög hvasst í verstu hryðjunum. Veðurstof- an sagði að þetta mundi væntan- lega ekki standa iengi, því önn- ur lægrð væri á leiðinni og mundi því lægja í dag. Gamli vegurinn lokaðist Mikil hálka var á veginum og síðdegis lokaðist gamli Hellis- heiðarvegurinn. Ekið var um Þrengslaveginn nýja yfir Hellis- heiðina. Aðrir veigir voru allir opnir, skv. upplýsingum vega- xnálastjóra. Skafrenningur var á Holtavörðuheiðinni, en vegurinn var enn fær í gærikvöldi. Innanlandsflug stöðvaðist Flugferðir innanlands lágu niðri í gær vegna veðurs, nema hvað ein flugvél fór til Akur- eyrar, en bíður þar. Reykjavíkur flugvöllur lokaðist öðru hverju í hryðjunum, en Kaupmannahafn arvél F.í. Ienti þar siðdegis. Loft leiðavél, sem væntanleg var í gærkvöídi, átti að lenda á Kefla- víkurflugvelli. Bátar komu inn Reykjavíkurbátarnir lágu inni í gær" svo og Akranesbátar. Frá Keflavík voru 30 bátar á sjó, en vom allir að koma inn í gær- kvölidii. Grindavíkurbátar voru einnig að koma inn. S*ndigerðisbátar fóru inn til Keflavíkur. Þrír voru ókomnir, en samband við þá alla. Þrír Hellissandsbátar voru á sjó. Gekk þeim illa að draga og misstu eitthvað af línu, því hauga sjór var á miðunum og vestan stormur. Tveir voru komnir að og einn rétt ókominn, er Mbl. hafði samband við fréttaritara Níu bílar teknir úr umferð Herferð lögreglumanna í Miðbænum Á TÍMABILINU frá kl. hálf j tólf til kl. hálf tvö í fyrrinótt | stöðvuðu lögreglumenn alls 9 bíla í miðbænum, seip öllum var ábótavant í einu eða öðru, hljóð dunkslausir o.s.frv. var farið með bílana að lögreglustöðinni þar sem tveir Bifreiðaeftirlits- menn athuguðu þá, og voru skrá- setningarnúmerin tekin af sjö bíl um, sem lögum samkvæmt voru óökuhæfir, og urðu eigendurnir að láta draga þá burt. Eigendum tveggja bíla var leyft að aka heim með þeim fyrirmælum að ekki mætti nota bílana frekar fyrr en tilteknar viðgerðir hefðu — De Gaulle Framh. af bls. 1 hindraði, að viðræðurnar við Breta væru til lykta leiddar, því að auðvelt myndi reynast að jafna hinn tæknilega ágreining. Að lokum sagði upplýsingamála- ráðherrann, að de Gaulle og Ad- enauer hefðu komizt að sam- komulagi varðandi viðræðurnar í Briissel. Stjórnmálafréttaritarar í Par- ís segja, að de Gaulle og Aden- auer hafi komizt að samkomu- lagi um það, að, hindra ekki að viðræðum Breta við EBE verði haldið áfram. Þó telja þeir, að franska stjórnin sé ennþá þeirr- ar skoðunar, að viðræðurnar beri ekki árangur nema Bretar samþykki stefnu EBE varðandi stjórnmálalega einingu Evrópu. FuII aðild Breta ekki tímabær Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, lýsti því yf- ir í franska þinginu í kvöld, að Bretum stæðu ennþá opnar dyrn ar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hins vegar sagði ráðherrann, að hætta væri á því, að slitnaði upp úr viðræðunum við Breta áður en árangur næðist. Ráðherrann sagði, að i Bret- landi væri nú ör þróun og Frakk ar væru vissir um það, að sá dagur myndi koma, að Bretar yrðu undir það búnir að samein- ast Evrópu en þeir væru ekki undir það búnir nú. Murville sagði, að þetta væri ástæðan til þess, að Frakkar hefðu borið fram tillögu um það, að Bretar fengju fyrst um sinn aukaaðild að bandalaginu, en fengju fulla aðild, þegar það yrði tímabært. Þegar öldurnar hefur lægt, sagði ráðherrann, er ég sannfærður um það, að þessi t-illaga verður tekin til athugnar. Murville sagði, að Frakkar hefðu lagt fram tillöguna vegna þess að þeir teldu, að hún gæti leyst vanda- málin varðandi aðild Breta að EBE. Sagði ráðherrann það rangt, að Frakkar hefðu hindrað viðræðurnar um aðild Breta að EBE af ásettu ráði. Aðgerðir þeirra væru I fullu sanvæmi við Rómarsamninginn. farið fram. Hér var aðallega um að ræða bíla, sem unglingar hafa ekið „rúntinn" á kvöld eftir kvöld og lögreglan hefur marg kært og sektað. Virðist þessi nýja aðferð vera hin eina, sem dugar til þess að lona við þennan ófögnuð úr kvöldumferð Miðbæjarins. varpsstöðin CBS lét taka þar eystra. Er þetta fróðleg og opinská nt.ynd, fréttamaður á þar viðtöl við fólk þar eystra og loks kemst hann í skrif- stofu sjálfs Ulbrichts og legg- ur fyrir hann ýmsar brenn- andi spurningar. Eru viðbrögð Ulbrichts athyglisverð og þyk ir þetta ein bezta kvikmynd sinnar tegundar. . Það er félagið Varðberg og Samtök um vestræna sam- vinnu, sem gangast fyrir þess ari kvikmyndasýningu. Allir félagsmenn eru velkomnir svo og aðrir, meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Kennedy-Ulbrichf á kvikmyndasýningu í Nýja bsói á morgur, KVIKMYNDIN af hinu fræga og marg umtalaða sjóvarps- viðtali Kennedys verður sýnd í Nýja bíói kl. 3 e.h. á morg- un. Kennedy drepur þar á allt það helzta, sem nú er efst á baugi á sviði alþjóða- mála og ræðir hann vanda- málin af miklu hispursleysi. Einnig verður sýnd kvik- mynd frá A-Þýzkalandi, mynd, sem bandaríska sjón- Samstarfsvilji Frakka og Vestur-Þjóðverja Um samninginn, sem Adenau- er kanzlari Vestur-Þýzkalands og de Gaulle Frakklandsforseti undirrituðu í París, sagði Mur- ville, að í honum væru ákvæði um samvinnu ríkjanna og í hon- um væri tilgreint eftir hvaða leiðum sé hægt að ná virku sam- starfi ríkja án þess að sérstakar stofnanir komi til. Murville sagði, að það mikilvægasta við samninginn væri þó, að hann sýndi hve mikill samstarfsvilji ríkti með Frökkum og Vestur- Þjóðverjum. Utanríkisráðherrann skýrði frá því að öllum aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins hefði ver- ið skýrt frá efni samningsins og þau gætu rætt hann við Frakka og Vestur-Þjóðverja ef þau ósk- uðu. Murville sagði, að þegar sá dagur kæmi, að Ítalía, Holland, Belgía, Luxemburg og Bretland yrðu þátttakendur í samstarfi því, sem nú hefur verið komið á milli Vestur-Þýzkalands og Frakklands, yrði Evrópa samein- uð og reiðubúin til samstarfs við Bandaríkin innan takmarka At- lantshafsbandalagsins. Eiginn kjarnorkuher Um stefnu Frakklands í varn- armálum sagði utanríkisráðherr- ann, að Bandaríkin hefðu oft lát- ið í ljósi óánægju með þá ákvörð un Frakka, að koma á fót eigin kjarnorkuher og haldið því fram að Frakkar væru ekki tæknilega færir um slíkt. Murville sagði, að Bandaríkin vildu, að endanlegar ákvarðan- ir varðandi notkun kjarnorku- vopna yrðu teknar í Washington, en Frakkar vildu eiga aðild að slíkum ákvörðunum. Ráðherrann sagði, að meðan Vestur-Þjóðverjar væru bundnir af samningunum frá 1954, sem kveða svo á, að þeir megi ekki búast kjanrorkuvopnum, og Bret ar af Nassau-samningunum, gætu Frakkar ekki hvikað frá þeirri stefnu, að koma sér upp eigin kjanrorkuher. Ráðherrann sagði ennfremur, að Frakkar gætu ekki tekið tilboði Banda- ríkjamanna um Polaris eldflaug- ar fyrr en eftir mörg ár. Tvö símaskip í erfið- leikum í ís og roki Reyna oð gera v/ð sæsimastrenginn Vestmannaeyjum, 24. janúar. í GÆR átti fréttamaSur blaSs- ins tal viS Magnús Magnússon, símstjóra í Vestmannaeyjum og Þorvarð Jónsson, verkfræSing hjá Stóra norræna símafélaginu, en hann er nú staddur hér í Vestmannaeyjum í sambandi við tengingar og byrjunarþjón- ustu meS sæsímastrengunum nýju austur og vestur um haf. M.a. skýrSu þeir frá þvi, eins og komið hefur fram í fréttum, aS Ameríkustrengurinn Icecan slitnaði í fyrrinótt við Friðriks- dal á suðurodda Grænlands. BæSi landtökin slitnuSu og olli því rekís. Tvö dönsk sæsímaskip eru stödd á þessum slóðum. Annað Edouard Suenson, er komið inn fyrir ísinn upp að ströndinni og — íbróttir Framh. af bls. 22. íþróttahreyfingarinnar er ungl- ingaráð Í.S.Í. Lokaorð Þau atriði, sem hér hafa verið talin á undan leggur fram- kvæmdastjórn Í.S.Í. megin- áherzlu á. íþróttasambandið er nú fjölmennasta æskulýðshreyf- ing landsins. í sambandinu eru 230 félög, 27. héraðlssambönd, 7 sérsambönd með samtals um 2.000 meðlimum. Þar af eru 1.000 virkir félagar. En þrátt fyrir þennan fjölda, sem æfir og leggur stund á íþróttir í tómstundum sínum, er það staðreynd, að sérstaka áherzlu þarf að leggja á það, að ná til enn fleiri á aldrinum 12 — 15 ára og gera þá að virk- um félögum. Til þess að það sé hægt, verður að auka verulega alla útbreiðslustarfsemi Í.S.Í. Þá þarf að fá fleiri íþróttakennara til starfa, svo og auka allt starf íþróttasambandsins, svo það verði þess umkomið, að valda því þýðingarmikla hlutverki, er það hefur að gegna í þjóðfélag- inu fyrir allan æskulýð landsins. bíður þess að geta hafizt handa um viðgerðina. En við það að komast í gegnum ishrönglið, kom að því leki, sem fyrst verð- ur að ráða bót á. Hitt viðgerðarskipið var statt utan við ísinn, er bilunin varð. Var þá 9 vindstig og særok mik- ið, svo skipið .safnaði á sig mikilli ísingu og siglir nú suð- ur á bóginn í heitara loftslag, til að losna við ísinguna. • Borað 105 m niður við landtak. Sæsíminn liggur á land upp að klettum á þessum stað og getur borgarísinn því auðveld- lega slitið hann þótt hánn þoli hinsvegar högg. Næsta sumar er ætlunin að bora niður í klett- ana við ströndina, a.m.k. 105 metra djúpt og verður þá streng- urinn tekinn út í sjóinn sem þvi svaratr undir yfirborðln Fram- kvæmd þessi er talin kosta -stór- fé. Úti í sjónum um 7 mílur frá landi er skiptistöð þannig að skipta má milli landtaka er ann- að bilar. En þessi stöð kom nú ekki að gagni þar eð strengur- inn slitnaði upp við land — vig. Frumsýning Grímu á þriðjudagskvöld Frumsýning Grímu áleikritinu „Vinnukonurnar" eftir Jean Genet verður í Tjarnarbæ á þriðjudagskvöld kl. 8,30, en ekki á mánudagskvöld, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. — Flestir Sand- gerðisbótor d línu Sandgerði, 24. janúar. ALLIR bátar héðan eru nú hæbt- ir á síldveiðum og komnir á línu, nema tveir, Víðir II og Jón Garðar. Hætti síðasti báturinn í gær. Línubátarnir hafa haft misjafnan afla, frá 5 lestum upp í 10 eða 11 í róðri. Bátarnir voru á sjó i dag. Eggert Gíslasön, skipstjóri á Viði II, er um það bil að fara utan, til að sækja nýjan bát til Svíþjóðar. Er ætlunin að hann fari á síld. — P.P. Þorrablót Sjálfstæðismanna á Akureyri AKUREYRI, 24. jan. — Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, sem jafnframt verður þorrablót, er ákveðið að halda næstkom- andi laugardag, 26. jan. kl. 19.30. Þar mun Jónas G. Rafnar alþingismaður ávarpa gestina og Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, mun skemmta með söng. Mörg önnur skemmtiatriði verða á dagskrá þorrablótsins. Að þeim loknum verður stiginn dans. Sjálfstæðisfólk í Eyjafirði eða nágrenni Akureyrar er hvatt til að mæta á þessum fagnaði og taka með sér gesti. 3 einhleypar stúlkur óska eftir að taka á leigu 3 — 4 herb. íbúð Tilboð, merkt: „3934“, sendist afgr. Mbl. fyrir 29. janúar n. k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.