Morgunblaðið - 29.01.1963, Page 6

Morgunblaðið - 29.01.1963, Page 6
6 MORCVlSBLAÐtÐ Þriðjudagur 29. janúar 1963 - Narti Framh. af bls. 24 Væri þá aflinn flakaður og hrað- frystur um borð. Þetta hefði gengið að vissu marki, en aftur á móti hefðu margir ókostir komið í Ijós við þetta fyrirkomu- lag, sem ekki hefði tekizt að ráða bót á, þrátt fyrir margvís- legar rannsóknir og tilraunir. Vörugæðin væru nefnilega ekki naerri alltaf í lagi, og mætti segja, að vinnsla aflans um borð hefði valdið útgerðarmönnum miklum vonbrigðum. T.d. hefðu Bretar ekki bætt við sig fleirum Fairtry-togurum. Svo virtist, sem ekki tækist að vinna fisk- inn nógu vel um borð, hvort sem hreyfingum skipsins væri þar aðallega um að kenna eða einhverju öðru. Þótt fiskurinn væri unninn nýr um borð, væri oft í honum blóðblettir og bein. Virtist snyrtingunni vera mjög ábótavant. Nú væru Þjóðverjar að hverfa frá fullvinnslu um borð, og væri t.d. hið þekkta togarafyrir- tæki Norda að fara yfir í heil- frystingu. í Bretlandi hefðu verið gerðar nokkrar tilraunir með að heil- frysta aflann um borð og koma með hann óunninn að landi. Hefðu þessar tilraunir gefið góða raun. Ný tækni Nýjar vélar væru komnar til sögunnar, elektrónískar uppþíð- ingarvélar, sem þíddu fiskblokk- ir á skömmum tíma, og hafa nokkur stórfyrirtæki í Bretlandi þegar fengið slíkar vélar. Með þessari þíðingaraðferð tapar fisk urinn ekki nema 1—2% af þunga, en við venjulega þíðingu með lofti eða vatni, tapar fisk- urinn 8—10%. Eftir vandlegar athuganir, aðallega í Bretlandi, ákvað Guð- mundur að kaupa frystivélar frá firmanu J. E. Hall Ltd. í Dart- ford. Frystitækin sjálf eru smíð- uð af hinu þekkta fyrirtæki Jackston Vertical Plate Freezers. Breytingar á skipinu Miklar breytingar verða gerð- ar á bv. Narfa, þegar hiiiar nýju vélar verða settar í skipið. Verð- ur það gert í Þýzkalandi. Ætlun- in er, að bv. Narfi landi í Grimsby á föstudag, taki þar vélarnar um borð, og sigli síðan til Bremerhaven, þar sem þær verða settar í skipið. Sér fyrir- tækið Max Sieghold um það. — Sérsvið þessa fyrirtækis er breyt Togarinn „Narfi“, ingar á togurum, og hefur t.d. grísku togurunum verið breytt þar. Hefst vinnan við breyting- arnar 4. febrúar, og á þeim að vera lokið ásamt reynsluför í marzlok. Breytingarnar eru í því fólgn- ar, að byggt verður yfir alla bakborðshlið skipsins frá báta- palli að hvalbak. Frystivélarnar verða í bakborðsganginum og frystitækin, sex að tölu, frammi á dekkinu bakborðsmegin. Frysti lest verður útbúin í skipinu, þar sem verður 28 stiga frost, og tekur hún 300—320 tonn. Aðferðin Fiskurinn verður þveginn og hausaður sá stærsti. en síðan verður honum raðað í frystitæk- in, sem taka hálft tonn hvert. Frystigin tekur tvo tíma og 40 mínútur, og er fiskurinn frystur í 48 kg. blokkir. Þegar fiskurinn er fullfrosinn, er frostið tekið af með því að hleypa heitu gasi inn á tækin, en síðan er botn tækj- anna látinn síga með olíuþrýst- ingi niður í lestina, þar sem blokkunum er staflað. 34ra daga veiðiför Sólarhringsafköst eru áætluð 21 tonn. Ef miðað er við núver- andi aflabrögð, á skipið að fá í sig á 16 dögum. Öll veiðiförin — sigling frá heimahöfn á mið, veiðar, sigling til erlendrar hafnar og heim aftur — á að taka 34 daga. Jafn fjölmenn á- höfn verður á skipinu og verið hefur, 31 maður. Gert er ráð fyrir því, að helmingur háseta hafi siglingafrí til skiptis. Skip- stjóri verður Helgi Kjartansson, en hann hefur verið með bv. Narfa að undanförnu. Verðið 2Í4 sinnum hærra Samningar hafa tekizt um fasta sölu afla úr bv. Narfa til eins árs. Kaupendur eru fyrir- tækin Bird’s Eye og Ross, sem kaupa aflann að hálfu hvort um sig. Losað verður í Royal Dock í Grimsby. Verðið er sama og meðalverð á fiski i Bretlandi er yfir árið, þ.e.a.s. meðaltal af uppboðsverði. Þetta þýðir, að verðið er sem svara tvisvar og háflu sinni hærra en fæst á ís- lenzkum markaði. Launin hækka Laun áhafnarinnar hækka mjög verulega frá því, sem nú er, vegna betra aflaverðs. Gert er ráð fyrir, að ýmis út- gerðarkostnaður lækki veru- lega. Olía sparast, og gerviefni verður meira notað í veiðarfæri, þar sem togað verður yfirleitt á sléttari og betri botni, vegna þess að áherzla verður lögð á þorskveiðar en ekki karfaveið- ar. —- Ástandið batnaði með aðild að EBE Guðmundur kvað togaraút- gerðina hafa átt í markaðsörðug- leikum. Sölukvótinn væri lítill í Bretlandi, og nú væru hinir nýju tollar komnir til sögunnar í Ríkisútvarpið má kanna hibýli fdiks — til oð ganga úr skugga um misnofkun útvarpstœkja, fógetaúrskurð þarf ekki til RÍKISÚTVARPH) hefur undan- farin tvö kvöld látið lesa upp til- kynningar þar sem skorað er á útvarpshlustendur að greiða nú þegar vangoldin afnotagjöld svo og að láta skrá þau útvarpstæki, sem óskráð eru, en skylda er að skrá öll viðtæki, sem seld eru eða gefin í landinu. Mbl. átti í gær tal við Vilhjálm Þ. Gíslason, út- varpsstjóra um mál þetta, og sagði hann m. a. að þrír aðilar, þ. e. a. s. Ríkisútvarpið, Lands- síminn og Rafmagnseftirlitið, hefðu lögum samkvæmt heimild til þess að kanna á vissum tim- um dagsins híbýli manna til þess að athuga hvort lögum og regl- um sé framfylgt varðandi mál- efni viðkomandi aðila. Útvarpsstjóri sagði að skemmst væri frá að segja að talsvert væri útistandandi af gömlum og nýjum afnotagjöldum, sem út- varpið vildi í allri vinsemd minna hlustendur á að greiða. Útvarpsstjóri gat þess, að að Þýzkalandi. Hins vegar mundi þetta breytast mjög til batnaðar, ef Island og Bretland gengju í Efnahagsbandalag Evrópu. Guðmundur kvað þessar breyt ingar verða afar kostnaðarsam- ar. Mundu þær sennilega kosta í kringum 11 mjlljónir króna. Væri hann Alþingi mjög þakk- látur fyrir að hafa veitt sér ríkisábyrgð á láni, sem hann hefði fengið í Þýzkalandi, að upphæð 970 þús. mörk. Mætti segja, að hér væri um tilraun að ræða, og tækist hún vel, væri ekki ólíklegt, að öllum stærri diesel-togurum okkar yrði breytt á sama hátt. Kæmi jafnvel til greina að breyta 10 nýjustu gufu knúnu togurunum í diesel-tog- ara og setja í þá heilfrystitæki. • „Fár bregður því betra, er hann veit ið verra“ Árni Gíslason, verksmiðju- stjóri Lýsis og Mjöls hf í Hafn- arfirði, sendir Velvakanda þetta bréf með ofanprentaðri fyrir- sögn. „Nú síðustu daga hefur Hafn firðingur nokkur tekið sér fyrir hendur í pistlum Hannes- ar á horninu í Alþýðublaðinu að útmála fyrir lesendum þau óþægindi, sem Hafnfirðingum séu búin af völdum þess ærandi hávaða, er hann segir að eigi upptök sín í biluðum þurrkara i í verksmiðjunni Síld og Mjöl h.f. í Hafnarfirði. Því vildi ég mega upplýsa þennan Hafnfirðing um það, að verksmiðja sú er hann á við heitir ekki Síld og Mjöl, held- ur Lýsi og Mjöl, og að hvinur sá, sem hann barmar sér yfir og kallar ærandi hávaða, staf- ar ekki frá biluðum þurrkara, heldur frá nýjum mjöiblásara við kvörn. Sá blásari var keypt ur í Englandi frá þekktu fyrir- tæki,sem séð hefur flestum síldarverksmiðjum fyrir sarns- konar tækjum. Umboðsmanni þessa fyrirtækis var strax gert aðvart um þessa missmíð á blásaranum og hann beðinn að sjá til þess, að þetta yrði lag- fært, og veit ég ekki annað, en hann hafi þegar í stað snúið sér til þess fyrirtækis, er smíðaði voru kvaddir til sérmenntaðir umræddan blásara. Jafnframt voru kvaddir til sérmenntaðir menn frá vélsmiðjunni Héðni og þeir beðnir að reyna að leysa þennan vanda. • Átti að tapa 800 þús. kr. á sólarhring? Á þessum tíma, sem verk- smiðjan var í gangi, stóð óslitin aflahrota frá 27. des. til 15. jan. er verksmiðjunni bárust þá frá 800—1200 tonn á dag. Af þeim sökum töldum við okkur ekki fært að stöðva verksmiðjuna og um leið þann bátaflota, sem héðan er gerður út á síldveið- því er virtist hefði komizt dálítil ringulreið á skráningu útvarps- tækja landsmanna, sérstaklega eftir að litlu „transistor“ tækin komu til sögunnar. „Þessu viljum við fá kippt í lag, þannig að út- varpið viti greinilega hverjir eigi þessi tæki og hverjir ekki“, sagði útvarpsstjóri. Innheimtukerfi útvarpsins byggðist algjörlega á því, sagði útvarpsstjóri, að Viðtækjaverzl- un ríkisins ætti að vera eini inn- flytjandi viðtækja og ætti jafn- framt að gefa Ríkisútvarpinu skýrslu um hverjir væru eigend- ur og kaupendur viðtækja. Á sama hátt væri hver sá hlustandi sem seldi eða afhenti öðrum út- varpstæki, skyldur að tilkynna innheimtudeild útvarpsins um það„ en á þessu kvað útvarps- stjóri hafa orðið nokkurn mis- brest. Væri það ætlun útvarps- ins að reyna að kippa í lag þessu ófremdanrástandi, en útvarpið vildi fyrst og fremst ná vinsam- legri samvinnu við hlustendur um að fá þessu framgengt eins og lög stæðu til. Útvarpsstjóri sagði að í lögum væru frekari ákvæði um hv&ð útvarpið mætti gera til þess að fá þessu framgengt, ef nauðsyn krefði. Hefði það leyfi til bess að láta fara fram rannsókn í hí- býlum manna um hvort um ólög- lega útvarpsnotkun væri að ræða. f lögum væru það þrir aðilar, Ríkisútvarpið, Landssíminn og Rafmagnseftirlitið, sem mættu á vissum tímum sólarhringsins, þ. e. a. s. frá kl. 8—22 virka daga, kanna híbýli manna án þess að fógetaúrskurð þyrfti. Útvarpsstjóri gat þess að lok- um að hann teldi að Ríkisútvarp ið yrði fyrir tilfinnanlegu tjóni varðandi ógoldi afnotagjöld af ó- skráðum útvarpsviðtækjum. ar, til þess að skipta um þenn an blásara. Því ég þykist þess fullviss að allir Hafnfirðingar nema kannski þessi eini, sem hitti gamla manninn á horn- inu, hafi heldur viljað leggja á sig þau smiávægilegu óþæg- indi, sem af þessu leiddi þenn- an stutta tíma, en að stöðva þá verksmiðju, sem framleiddi útflutningsverðmæti fyrir 700—800 þúsund hvern sól- arhring, sem hún var í gangi og gerði bátunum mögulegt að landa hér daglega, svo að ekki kom til neinnar löndun- arbiðar hér, eins og átti sér stað í flestum öðrum síldar- verksmaðjum hér við Flrxa- flóa. Þetta er sá trassaskapur og slóðajháttur, sem greinarhöf- undi er svo tíðrætt um og læt ég öðrum eftir að dæma um það. Ég vil svo að lokum full- vissa menn um að þetta verð- ur lagað svo fljótt sem kostur er, og vonast ég til þess að þetta verði komið í viðunandi horf, áður en verksmiðjan fer næst í gang. Ég legg svo til, að Hannes flytji sig á næsta horn og vona, að þessi hafnfirzki við- mælandi hans fái að sofa ó- áreittur fyrir öllum „ærandi hávaða“, því að bæði er hon- um sjálfsagt orðið mál á hvíld inni, fyrst búið er að halda vöku fyrir honum síðan fyrir jól, og auk þess sýnist mér, að þvi lengur, sem hann sofi, þeim mun betur geti atvinnu mál okkar gengið. Með þökk fyrir birtinguna. — Árni Gislason."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.