Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. febVúar 1963 tækni Hvað er stereo? ORBIN stereo og Hi-Fi eru orðin einhvers konar töfraorð í hljómlistarheiminum. Verð- ið á útvarpstækjum, plötuspil- urum og segulböndum fer upp úr öllu valdi, þegar þessi orð eru stimpluð á þau. Það er eins og ný vídd bætist við hljóminn, hann verður breið- ari og nákvæmari. Það er hægt að greina, hvar hvert hljóðfæri er og afstöðu þess til hinna hljóðanna og skynja betur hljóminn í öllum atrið- um. Þetta á þð aðeins við, að þessi stimpluðu tæki séu raunverulega stereo-tæki. Svo er nefnilega ekki allt- af. Framleiðendur hafa fyrir löngu uppgötvað sölugildi orð anna stereo og Hi-Fi-, og því notað þau óspart. Þessi auglýsinganotkun orð l anna hefur að öllúm líkind-1 um komið inn hjá fólki þeirri 1 firru, að öll tæki með tvo há- | talara séu stereotæki. En það I er langt í frá. Það er sama hve margir há- | talarar eru settir í samband I við venjulegt útvarpstæki, | það getur aldrei orðið stereo| úr því. Það þarf sérstakar| stereoútsendingar, oftast tvær| stöðvar í einu, til þess að | senda út stereo hljómlist. Og | slíkt hefur aldrei verið gert | á íslandi. Það er þó algengt | m. a. í Bandaríkjunum og er | mjög vinsælt. Hvað þýða orðin Hi-Fi og | Stereo? Hi-Fi, eða High Fidelty, 1 táknar ekki annað, en að | gæði hljómsins séu mjög góð. 1 Ekkert nýtt hefur eðlisfræði- I lega verið bætt við hljóminn, aðeins gæðin aukin. Öðru máli er að gegna um stereo. Þar er um raunveru- lega byltingu á hljómlistar- sviðinu að ræða. Algjörlega nýjum þætti er bætt við hljómlistina. Til þess að út- skýra þetta er bezt að gera samanburð á stereohljómlist og þriggja-vídda ljósmynd- um. Allir sem skoðað hafa þriggja-vídda ljósmyndir í þar til gerðum kíkjum, vita hvað fólk á við þegar það segir, að þá sé eins og að opn- ist nýr heimur. Tvær myndir eru teknar af sama hlutnum (en ekki alveg úr sömu átt) á sama hátt og augu mannsins sjá hann úr tveim áttum, með fjarlægðina milli augnanna sem grunnlínu. Þegar þessum myndum er síðan komið þannig fyrir, að hægt sé að sjá þær báðar með sitt hvoru auganu samtímis, renna þessar tvær myndir saman, svo úr verður ein mynd, en nú í þrem víddum. Það sem þarf því til þess að fá fram þrjár víddir eru tvær myndir í staðinn fyrir eina áður. hvor sina upptöku. Þessum tveim aðskildu upptökum er síðan komið fyrir á tveimur^ aðskildum brautum á hljóm- plötum eða segulböndum. Til þess að spila af þessum brautum hvorri um sig þarf eftir Vin Hólm Utvarpstæki og afnotagjölcl tvo hátalara (með mögnurum og tilheyrandi), sem komið er þannig fyrir að sem beztum hljómi sé náð. Kérbergi eru mjög oft þann ig í lögun, að það borgar sig að nota fleiri en tvo hátalara. Það á að koma hátöiurunum þannig fyrir að hljómurinn dreifist sem bezt um allt herbergið. Þó borgar sig ekki að láta frumhátalarana tvo vera í meiri fjarlægð frá ;v:-:-:;XÍ'X?f:-:-:-/X>:":''' "'¦"''"'''¦¦¦'^':'';':?*'',:^':::::í:::í:::':::':::':::::::. i LEIÐARA Morgunblaðsins í gær er talað um hvimleiðar hót- anir Ríkisútvarpsins og væntan- legar húsleitir á heimilum manna um landið þvert og endilangt til þess að leita að ó- skrásettum viðtækjum. Útvarpið hefur alls engar hót- anir haft í frammi. Það hefur látið lesa, eins og venja er hjá því og fjöldamörgum öðrum að- ilum, tilkynningar til þess að minna fólk á gjalddaga og hugs- anlegar vanrækslur, sem í lang- flestum tilfellum stafa af gleymsku eða athugaleysi. Fólki til frekari glöggvunar var svo eitt kvöld lesinn upp • nokkuð itarlegur útdréttur úr lögum og reglugerðum um útvarpsnot og afnotagjöld — þar á meðal um þau viðurlög sem liggja við van- rækslum — og ætla má að menn hafi annars ekki handbærar og þarf þá enginn að fara í graf- götur um það, hvað eru lög í þessum efnum. Því fer svo fjárri að útvarpið hafi farið með nokkru offorsi í þessu, að til- kynningar þess hafa verið mjög hófsamlegar og kurteislega orð- aðar, eins og sjálfsagt er, t.d.: hlustendur eru „vinsamlega >eðnir að greiða (gjöldin) nú agar" — eða, „margir hlust- idur hafa orðið við tilmælun- ina og þakkar útvarpið þau ..nl", eða enn: „Útvarpið væntir :sss að hlustendur greiði sjálfir Vrir góðri lausn þessara mála". >ó að útvarpið hafi að lögum leyfi. til þess að láta rannsaka útvarpsnot manna, eins og tíðk- anlegt er í nágrannalöndunum og framfylgt þar stranglega, hef- ur það nú ekki verið gert hér. En hvers vegna þarf að óskap- ast yfir einfaldri og sjálfsagðri gjaldheimtu útvarpsins fremui en annarra aðila? Koma nú ekki daglega slíkar áminning'ar og kröfur úr mörgum áttum,— frá ríki og bæjarfélögum og einstök- um stofnunum, er ekki símanum lokað fyrir vangreiðslur og fólk minnt á sektarákvæði vegna dráttar á skattframtölum og heimta ekki blöðin inn sín á- skriftagjöld? Fjöldi fólks hefur komið í inn- heimtustofu útvarpsins þessa daga og gert skil eða leitað upp- lýsinga og upp og ofan hafa öll þau viðskipti farið fram vinsam- lega og útvarpið reynt að fram- fylgja sínum málum liðlega og hófsamlega. Ríkisútvarpið nýtur engra styrkja eða opinberra framlaga og afnotagjöldin eru lág, miðað við mörg önnur gjöld, og standa ekki undir nema nokkrum hluta af 'kostnaði útvarpsins, hitt er aflafé útvarpsins sjálfs. Það er því óhjákvæmilegt að Ríkisút- varpið þarf að geta haldið af- notagjöldum sínum sem bezt til haga og reynir að gera það með vinsamlegri samvinnu við hlust- endur sína um skrásetningu tækja og greiðslu gjaldanna. Vilhj. Þ. Gíslason. .0 Iperan Amal og nætur- lestirnir flutt á Akranesi Hið sama má segja um stereo hljómlist. í staðinh fyrir einn hljóðnema (míkro- fón) við venjulegar upptökur áður fyrr þarf nú tvo. Til þess að ná sem beztum stereo- hljóm skiptir miklu máli, hvernig hátölurunum er raðað niður. Hljóðnemarnir tveir annast Space"Brootrí HITTING A Hl-SH NÖTS, A SlNGfP'S VÖICP VtSfæmðNS CA>' öHATTEf? CRYSTALWARe. 5IMILARLM AN BLECTRONtó RAV.ÖUN CLASÉR? WiLl SOMEDA/ USE "PURE PiTCH"MlCROWAVE VIBRATIONS TQ SHATTER WORN-OUT SATELLITES AND "SWEEP'/SPACE CLEAN OFORSITINe ÚUHK. hvorum öðrum en ca. 1% metra mest. Það hefur oft verið deilt um það, hvort sé betra til stereo-hljómlistarflutnings, plötur eða segulbönd. Ef gæði hljómsins eru ein- göngu tekin með í reikning- inn, eru innspiluð tilbúin segulbönd það bezta, sem hægt er að fá. Plötuspilarar hafa hins vegar marga kosti fram yfir seguiböndin. Það er auðveldara að meðhöndla þ£ og hægt að finna á svip- stundu það lag, sem óskað er eftir. ^ Einnig eru plöturnar og plötuspilararnir töluvert ó- dýrari í verði en sogulbönd- in, en þeir hafa ekki heldur hinn mikla kost segulband- anna: að geta tekið upp hljóm list hvenær sem er. Hvort sem plötur eða segul- bönd flytja hljómlistina, þá er eitt víst. Stereo-tækni á eftir að ryðja sér enn betur til rúms. í framtíðinni mun sérhvert heimili eiga þess kost að njóta hljómlistarinn- ar í upptökusölum - útgáfu- fyrirtækjanna. Stereo-tækn- in flytur þessa upptökusali inn á heimilin. ÉLAGH) Musica Nova flutti ieruna Amal og næturgestirnir Bíóhöllinni á Akranesi sl. unnudag. Voru tvær sýningar yrir fullu húsi og við mjög góð- t undirtektir áheyrenda. Eins Dg kunnugt er, þá er ópera þessi samin fyrir 10 árum af Cian- Carlo Menotti, sem var ítalskur, ?n fluttist sem barn með for- eldrum sínum til Bandaríkjanna, þar sem hann svo stundaði tón- listarnám. Óperan var samin sér- staklega fyrir NBC-sjónvarpið í Bandaríkjunum og flutt tugum milJjóna áheyrenda þar, um hver jól. Er efnisuppistaða hennar vitringarnir þrír, ásamt fátæku ekkjunni og bækluðum syni hennar. Efnið er einkar hugljúft og fögur táknmynd. Alls eru um 50 manns við sýninguna með eín- söngvurum, kór, dönsurum og hljómsveit, sem allt leysti hlut- verk sín af hendi með mikilli prýði, enda þjálfað tónlistarfólk. Stjórnandi var Magnús Blöndal Jóhannsson. Leikstjóri Gunnar R. Hansen. Aðalhlutverk hafði Sigurður Jónsson, 12 ára, og Svala Nielsen, sópran. Akraneskirkja stóð að tón- leikum þessum, sem , er fyrsta óperusýning hér á Akranesi. j— Organisti kirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, skólastjóri Tónlist- arskólans, undirbjó komu þess- ara góðu gesta, og mun hann stuðla að fleiri tónleikum í vet- ur á vegum kirkjunnar, bæði með flutningi söngs og hljóm- listar heimafólks og einnig með aðfengnu efni. — Karl Helgason. Bankaútibú á Snæfellsnesi !©1»í», MíClUSE NEWSPAPER~STNoTcAlÉ Geimsópur. Með háum tóni geta raddsveiflur sðngvara sprengt kristalsglös í þúsund mola. Á sama hátt mun raieindabyssa (LASER) nota í framtíðinni „hreinan tón" mikróöldusveiflna til þess að sprengja gagns- lausa gervihnetti og sópa geiminn hreinan at hringsólandi rusli. S Á FUNDI sameinaðs þings í gær mælti Benedikt Gröndal fyrir tillögu sinni þess efnis, að ríkis- stjórnin beitti áhrifum síruim til þess, að cinhver ríkisbankanna settí upp útibú á Snæfellsnesi og lýsti því einnig yfir, að, að þessum málum væri og hefði verið unnið. Skúli Guðmundsson (F) kvað eðlilegt, að bankaútibú kæmi á Snæfellsnes, ef almenningur óskaði þess. Hins vegar kvað hann sér ekki ljósa ástæðu þess, að þett^ væri gert að þingmáli, þar sem ekki hefði heyrzt að ríkisstjórnin hefði haft forgöngu um þau útibú, sem stofnað hefði verið til. Benedikt Gröndal (A) kvað fordæmi fyrir slíku, enda væri það ekki óeðlilegt, þar sem flest- ir bankanna væru ríkisibankar. NAUÐSYNLEG RÁÖSTÖFUN Sigurður Ágústsson (S)kvaðst ekki telja óeðlilegt, að þessi til- laga kæmi fram á Alþingi, enda væri það ekki fyrsta tillagan, er þar hefði komið fram um banka- útibú á Snæfellsnesi. Slík tillaga var flutt 1917 eða 1918 og hlaut þá samþykki í báðum deildum, Fól hún í sér áskorun til Lands- bankans um að koma upp banka- útibúi á Snæfellsnesi og taldi stjórn Landsbankans það þá þeg- ar tímabært. Kvaðst hann gleðj- ast yfir því, hve fljótt hefði ver- ið brugðið við um stofnun bankaútibús á Húsavik, um leið og hönn lét þess getið, að ekki hefði skort á, að óskir kæmu fram um það á Snæfellsnesi, að þar yrði sett upp bankaútibú, svo að af þeim sökum hefði mátt framfylgja hinni 45 ára gömlu áskorun Alþingis. ítrek- aði hann enn, að hann fagnaði tillögunni í trausti þess, að hún yrði samþykkt í annað sinn, og kvaðst hann vita, að allir þing- menn væru þeirra skoðunar, að nauðsyn bæri til þess, að upp risi bartkaútibú á Snæfellsnesi, um leið og hann lét í ljósi þá von sína, að tillagan bæri betri árangur nú en hin tillagan fyrir 45 árum. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra lét þess getið, að það væri algjörlega á valdi stjórnar bankanna sjálfra, hvort og hvar þeir rækju sín útibú. Hins vegar kvað hann þörf á útibúi á Snæfellsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.