Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. febrúar 1963 Utborgunarverð á afurðum bænda hefur farið hækkandi víða um land Á FUNDI sameinaðs þings í gær upplýsti Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra við umræður im þingsályktunartillögu um af- urðalán út á garðávexti, að út- borganir til bænda hefðu farið vaxandi og næmu nú 67% og sums staðar meiru af heildar- verði haustafurffa. Afurðalán vegna garðávaxta. Páll Þorsteinsson (F) gerði -grein fyrir efni þingsályktunar- tillögunnar, sem er á þá leið, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að hlutast til um, að veitt verði af- urðarlán út á garðávexti hlið- Stætt því, sem gert er vegna sauðfjárafurða, enda séu garð- ávextir komnir í örugga geymslu þegar afurðalán eru veitt. — Ræddi hann síðan lánamál land- húnaðarins almennt og gat þess m.a., að það styddi tillöiguna, að því fleiri afurðir, sem njóta góðs af afurðalánum, því betur væri hlaupið undi bagga með bændum og verzlúnarfyrirtækj- um þeirra. — Slökkvistöðirr Framh. af bls. 6. byggingu feafa verið tilnefndir og teikningar feafa verið lagðar fram, en aldrei hefur nein siökkvi stöð risið af grunni. Og nú bíð- ur ágæt lóð eftir nýrri slökkvi- stöðvarbyggingu og nýja slökfcvi stöð verður að byggja. Fram hjá jþví verður varla miklu lengur gengið og um leið ætti að hugsa fyrir auikastöðvum í austur- og vesturhverfum borgarinnar. Er óskandi að vel og viturlega tak- ist til um byggingu nýju slökkvi sböðvarinnar, þegar loksins í al- vöru verður hafizt handa' um byggingu hennar. En hvað sem líður nýrri full- kominni slökkvistöð, tækni og tækjum, og öðru því sem nauð- synlegt er og ekki er hægt án að vera, er þó ailtaf eitt, sem meetu varðar um starf og þró- un slökkviliðsins, en það er manngildi einstaklings og allra þeirra, sem það skipa á hverj- um tíma. Mér þykir vænt um Slökkvi- stöð Reykjavíkur og hvar sem hún rís í framtíðinni fylgja henni imínar beztu óskir. Ég tel það mkiið lán mér til handa að hafa fengið að starfa þar mik- inn hluta ævi minnar. Ég hefi átt þar góða húsbændur, og starf ið hefur verið skemmtilegt og viðburðaríkt, en nú er starfs- degi mínum senn að verða lokið, árin segja til sín, og það er gott heilum vagni heim að aka. Heill fylgi starfi slökkviliðs Reykja- víkur í nútíð og framitíð. . Kjartan Ólafsson varðstjóri Uægsta útborgun til bænda 67%. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráffherra tók fram, að afurðalán hefðu aldrei verið veitt út á garðávexti, þó hefðu að nokkru leyti verið veitt út á kartöflur komnar í hús síðan 1960, þótt lánskjörin hafi ekki verið jafn hagstæð og af afurðavíxlum. Kvað hann því ekki óeðlilegt að tillaga þessi skyldi koma fram, enda teldi hann réttmætt, að afurðalán yrðu veitt út á garðávexti sem út á aðrar land- búnaðarvörur, er þeir hefðu verið metnir og þeim kornið fyr ir í g ó ð a geymslu. Kvaðst hsinn geta tekið und- ir það með PÞ að afurðalánin að afurðarlánin vœru hærri og lánskjörin betri. Hins vegar yrði að hafa hliðsjón af þeim aðstæðum, sem væru á hverjum tírna. Benti hann á, að bændum hefði verið greitt meir út á afurðir sínar á sl. hausti en nokkru sinni fyrr, Lægsta útborgun hefði þá numið Foreldradagur í Laugalæk j arskóla Á MORGUN, föstudaginn 8. febr., verður öll kennsla felld niður í Laugalækjarskóla, en foreldrum og öðrum aðstandend- um boðið að koma í skólann t:l viðræðna vió kennarana. Mark- mið foreldradagsins er að efla gagnkvæman skilning og sam- starf milli skólans og heimil- anna. Aðsókn aðstandenda bamanna á foreldradaginn í fyrra var í einstökum bekkjardeildum frá 56 %— 98%. 67% af heildarverði afurðanna og sumstaðar verið borgað meira, en til samanburðar mætti benda á, að út á sjávarafurðir var borgað 67—70%. En áður voru dæmi til þess, að sjávar- útvegurinn hafi fengið alit að 90% út á afurðirnar, en land- búnaðurinn 67% á sama tíma eins og nú. Bilið þarna á milli hefði því minnkað. Loks kvað ráðherrann það fjarri sér að vera með nokkurn meting þarna á milli. Hið sama gilti um sjávarútveginn og land- búnaðinn að æskilegt hefði ver- ið að búa þessum höfuðatvinnu- vegum hagsrtæðari lánaskilmála og hærri lán en nú er unnt að veita þeim. Kvikmynd um æsk- una í Tjarnarbæ AÐALSTEINN Hallsson, íþrótta- kennari, boffaffi í gær fréttamenn á sinn fund. Sýndi hann kvik- mynd, er hann hefur látiff gera af á leikvöllum víffa um land, m.a. í Njarðvíkum og fleiri stöff- um. AðadiSteiinn hefuir um átnabil verið ráðgjafi um þessi mál, og lagt mikið til þeirra, m.a. kom- ið fram með fjölda hugmynda um leifctæki og leiki. Er þeim flestum sammerkt, að þær miða jiafnframt að þvi að styrkja böm, einfcum á þeim stöðum, þar sem erfitt er um Jþróttakennslu á vetrum. Þá hefur hann lagt á- herzlu á að sameina leik og fél- agslegt uppeldi, eins og vel kem uir fram á kvikmyndinni. Hún verður tekin til sýninga í Tjarnarbæ í dag, kl. 15 og 17. Auk islenzfcu myndarinnar verða sýndar fcvikmyndár af finnsk- um íþróttaflokki, kappsundi, list dýfingum auk annarra smærri mynda. Er ekki að efa, að bæði ungir og gamlir munu leggja leið sina í Tj arnarbæ, þann tíma, er sýningar stainda. Myndirnar verða síðar sýndar úti á landi. 339 hafa staðizt hið minna fiskimannapróf Þjöðaratkvæði o.fl. rætt á Alþingi í gær RÍ KISSTJ ÓRNIN hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að námskeið fyrir hið minna fiskimannapróf, sem gef- ur skipstjórnarréttindi á skip allt að 120 brúttó rúmlestum, skuli haldin til ársöka 1967, en samkvæmt lögum frá 1957 áttu þau aðeins að vera haldin um fimm ,ára skeið eða til ársloka 1962. Á þessum fimm árum, sem námsskeiðin hafa verið haldin, hafa samtals 362 menn sótt þau, þar af 156 í Reykjavík, 74 í Vestmannaeyjum, 66 á ísafirði, 50 á Akureyri og 17 í Neskaup- stað, en alls hafa 339 menn stað- izt prófið. Lögum samkvæmt vöru engin námskeið fyrir minna fiski- mannapróf haldin á árunum 1945—1957 og reyndist af þeim sökum ókleift að manna báta- flotann með réttindamönnum. En síðan hið minna fiskimanna- próf var tekið upp að nýju, hefur orðið mikil breyting til hins betra, og undanþágum fyrir skipstjóra og stýrimenn fækkað verulega. Engin tilmæli komin fram um, að 5°/o kauphækkunin gangi inn í verðlag Á FUNDI sameinaðs þings í gær kvaddi Effvarff Sigurðsson (K) sér hljóðs utan dagskrár og spurð ist fyrir um, hvort rí'kisstjórn- in mundi beita sér fyrir því, að sú 5% hækfcun, sem varð á fcaupi verkamanna, verði raun- ihæf kjarabót eða gengi inn í verð lagið, einis og hann kvað at- vinnurekendur hafa sótt m Ólafur Bjömsson (S) kvaðst vilja tafca iram, þai' sem hann ætti sæti í verðlagsnefnd, að sér væri ekki kunnugt um, að nein tilimæli hefðu komið fram um það að svo stöddu, að þessi 5% hækkun gengi inn í verðlagið. Hins vegar væri það rétt, að atvinnurekendur hefðu farið fram á það við verðlagsyfirvöld- in að aðeins þau fyrirtæki, sem selja út vinnustunddr, megi 'hækka þær sem kauphækkun- inni nemi og mundi það hafa mjög lítil áhrif á verðlagið, en venja hefði um það skapazt að heimila slíka hækkun á útseld- um vinnustundum. Hins vegar kvaðst hann ekki skyldi segja um það, hvort mögulegt reyn- ist að koma í veg fyrir að' vör- ur hækki nokkuð, en verðlags- yfirvöldin mundu gera. sitt ítr- asta til þess. Það væri að sjálf- sögðu komið undir mati á því, hvað atvinnuvegirnir geta bor- íð. ÝMSAR þingsályktunartillögur voru ræddar á fundi sameinaðs þings í gær og var þeim ölium vísaff til nefndar. Ljöggjöf um þjóffaratkvæffi. Ólafur Jóihannesson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu um, að Alþingi álykti að kjósa fimm manna nefnd til að rannsaka, hvont ekki sé rétt að setja lög- gjöf um þjóðaratkvæði í mikil- vægum löggjafarmálefnum, svo ög hvort ekki sé rétt að setja grundvallarreglur þar um í stjórnarskránni. Einkum skuli nefndin athuga, hvort í ákveðn- um tilvifcum skuli vera skylda eða að- eins heimild til þjóðaratkvæða- greiðslu, hvaða aðilar eigi að fá rétt til að krefj- ast þjóðarat- kvæðagreiðslu; hvort úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að vera bipdandi eða aðeins til ráðgjafar. Hér á landi kvað hann aðeins 5 atkvæðagreiðslur hafa farið fram og mætti spyrja, hvort ekki sé illa farið, að þjóðarat- kvæði skuli ekki oftar hafa far- ið fram, en líkindi væru til, að ýmsum málum væri öðru vísi fyrir komið, ef hugur kjósenda hefði verið kannaður. Þó kvað hann ljóst, að áhrifa kjósenda gætti með ýrnsu móti milli kosn inga, en eigi að síður kvaðst hann þeirrar skoðunar, að aukin notkun þjóðaratkvæðis mundi auka þjóðaráhuga og ábyrgðar- tilfinningu með þjóðinni. Loks tók hann fram, að flutnings- menn vildu ekki að svö stöddu leggja dóm á, hvort þjóðarat- kvæði eigi við hér, en teldu það mál allrar athygli vert. Upphitun húsa. Bjöm Jónsson (K) mælti fyr- ir þingsályktunartillögu þess efnls, að Alþingi álykti að kjósa fimm manna nefnd til að rann- saka til hlítar stofn- og rekstr- arkostnað sem og framtíðar- möguleika þeirra aðferða, sem tíðkaðar eru hérlendis til upp- hitunar húsa með sérstöku tilliti til þess, hvort ekki sé þjóðhags- lega rétt, ekki sízit í dreifbýlinu, að stefna að því í sambandi við vatnsaflsvirkjanir næstu áratugi að hita hús hérlendis með raf- orku. SamhLjóða tillaga var flutt á síðasta Alþingi, en ekki gafs-t tími til að afgreiða hana. Rafmagnsmál Kjósar- og Kjalamess. Matthías Á. Mathíesen (S) mælti í gær fyrir þingsályktun- artillögu sinni Og Alfreffs Gísla- sonar (S) um, að A.þingi fæli raforkumálaráðherra að láta fara fram svo fljótt sem auð- ið er úrbætur á rafmagnsveitum Kj alarneshr epps og Kjósarhrepps til þess að leysa úr þeim vand- ræðum, sem nú eru á flutningi rafmagns til þess ara byggðarlaga. Gat hann þess, að frá því tilLaga þessi var flutt, hefði fyrir atbeina raforku málaráðherra verið hafizt handa um undibúningsframfcvæmdir til að ráða bót á vandkvæðun- Jarffhitarannsóknir o. fi. Karl Kristjánsson (F) mælti fyrir þingsálybtunartillögu allra þingmanna Norðurlandskjördæm is eystra um, að ríkisstjórninni verði falið að sjá um, að á veg um jarðhitasjóðs verði hið fyrsta rannsókn gerð á jarðhita svæðum þeim, sem vitað er um á Norðurlandi eystra og ekki hafa enn verið rannsökuð nægi- lega, en ætla má, að hagfellit geti verið að nytja. Enn fremur að framkvæmd verði í þeim landshluta rækileg jarðhitaleit á þeim stöðum, sem líklegt þyk- ir, að hagnýtur jarðhiti sé finn- anlegur með viðráðanlegum kostnaði. í sambandi við þessar athafn- ír verði svo jafnóðum gerðar bráðabirgðaáætlanir um hagnýt- ingu jarðhitans á hverjum stað. Gísli Jónsson (S) spurðist fyr- ir um, hvort flutningsmenn hefðu nofckuð á móti því, að svip uð ákvæði yrðu sett inn í tillög- una um önnur svæði, sem svip-. að stæði á um og kvaðst þá mundi flytja breytingartillögu I þar að lútandi. Karl Kristjánsson (F) kvað sér enga ömun í, að tillagan væri gerð breiðari og kvað rétt- látt, að hið sama gengi yfir alla landsmenn í þessu efni, hins vegar hefðu komið fram tillögur um jarðhitarannsóknir á einstök um svæðum, svo að þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hefðu talið það tómlæti að flytja efcki tillögu um það svæði einnig. Gísli Jónsson (S) kvaðst þá mundu flýtja breytingartillögu við þingsályktunartillöguna, svo og Halldór Ásgrímsson (F), sem gat þess, að einn þingmanna Austurlandskjördæmis hefði fyr ir ábendingu ábúandans uppgötv að jarðhita í Urriðavatni. Ingólfur Jónsson raforkumála- ráffherra upplýsti í þvi sam- bandi, að umræddur þingmaður hefði snúið sér til raforkumála- stjóra og beðið um nánari rann- sókn. Áby rgff artry ggingar atvinnurekenda. Karl Guffjónsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um, að Al- þingi feli ríkisstjórninni að láta undirbúa Og leggja fyrr Alþingi frumvarp til laga, sem geri at- vinnurekendum að skyldu að kaupa fullnægjandi ábyrgðar- tryggingu fyrir slysabótum, sem á atvinnureksturinn kunna að falla. Kvað hann ýmsa atvinnu- rekendur ótryggða fyrár slíkum skakkaföllum og oft vanmegn- uga að leysa af hendi þær skyld- ur, sem á þá falla, þegar slys ber að höndum í atvinnurekstri þeirra. Affstoff viff Snæf jallahrepp. Hannibal Valdimasson (K) mælti fyrir þinigsályktunartil- lögu um, að þegar verði gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari eyðingu byggða en orðin er i Norður-lsafjarðarsýslu. En meðal ráðstafana, sem til greina gætu komið af ríkisins hendi í þessu skyni, væri t.d.: Sérstök fjár- veiting til virkjunar Mýrarár fyrir Snæfj allahrepp, sem mundi kosta um 2 millj. kr. Tenging sveitarfélagsins á næsta ári við akvegakerfi landsins með brú á jökulvatnið Mórillu í Kaldalóni; dýpkun innsiglingar á Æðeyj- arhöfn og loks ferjubryggja á Mýri. r Atta bílar teknir úr umferð Á ÞRIÐJUDAG flutti lögreglan í Reykjavík marga bíla tii Bif- reiðaeftirlits ríkisins, þar sem grunur lék á, að útbúnaður þeirra væri úr sér genginn og ólöglegur orðinn. Átta þeirra voru teknir úr umferð, eigend- ur annarra fengu frest til þess að láta ganga tryggilega frá bif reiðum sínum, og enn aðrir reynd ust í lagL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.