Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 15
MORGVNBLAÐIÐ Fimnitudagur 7. febriiar 1963 15 Rododaphini Pallas, framtíðar heimili þeirra önnu Maríu og Konstantins Anna María og Konstantin virða fyrir sér trúlofunarhringa ' sína. Hringur Önnu Mariu var úr hvítagulli, og að ofan þakinn bláum safírum og demöntum, litum gríska fánans, en hringur Konstantins var að ofan þakinn rúbínum og demöntum, litum danska fánans. — Danir og Grikkir Framhald af bls. 17. gestirnir þar að þessu sinni. En á framtíðariheiimdili þeirra önnu Maríu og Konstantins, Rhododaphini Pallas, er ligg- ur 15 km fyrir utan Aþenu stendur nú yfir gagngerð við- gerð, þar sem þar hefur ekki verið búið hin síðustu ár. A* Anna María heldur heim Eins og í Kaupmannaihöfn áður, fékik kærustuparið nú aftur tækifæri til þess í A- þenu að njóta lífsins í nokkra daga, og munurinn sá einn, að nú komu klettóttar hæðir .og rústir Akropolis í stað hinna notalegu og sléttu gatna Kaup mannahafnar. En slíkar sólskinsstundir til hugalífsins vilja oft verða æði skammvinnar, og fyrr en var ir kallar skyldan til starfa á ný. Sl. fimmtudag kvaddi Anna María Konstantín, og hélt heimleiðis til Kaup- mannahafnar ásamt foreldr- um sínum og sytsrum. Og á mánudaginn var hún aftur orð in venjuleg kvennaskólastúlka Zahles-kvennaskólans í Kaup mannahöfn. Þar hefur hún stundað nám sl. ár, að undan- skildu árinu 1960, er hún dvaldist við nám í hinum fræga skóla Ohatelard í Mon- treux í Sviss, en Ohatelard er enskur skóli, þar sem kennsl- an fer fram á ensku og frönsku. Einnig var þar skíða- kennsla á stundaskránni á hverjum degi, en á þeirri í- þrótt hefur prinsessan sérleg- an áhuga. önnur helztu hugð- arefni hennar eru tónlist, eink um létt sígild lög, og svo teikn ing. Og nú bætist óhjákvæmi- lega eitt hugðarefnið við.þar sem er gríska, og mun Anna María nú fljótlega fá sinn fyrsta einkatíma -í þeirri tungu. Konstantin hefur einnig sín um störfum að sinna. Sl. tvö ár hefur hann stundað nám í lögfræði og hagifræði við há- skólann í Aþenu, og einnig hefur hann starfað mikið í þágu gríska hersins, einkum lofthers og flota. Reyndar hef- ur alit uppeldi hans frá því, að hann varð ríkisarfi, 6 ára gamall árið 1946, er föður- bróðir hans lézt og faðir hans tók við völdum, verið yið það miðað, að hann tæki síðar virkan þátt í stjórn hersins. Þar fyrir utan á hann einnig sín áihugamál, og er þar fremst í flokki sigligaíþróttin, sem hann oftar en einu sinni hefur hloti gul'lverðlaun fyrir í keppni. Þá hefur hann einnig mikið dálæti á reiðmennsku og segja Grikkir hann ekkert lakari í þeirri íþrótt, en sigl- ingunum. Ac Brúðkaupið Ennþá hafa ekki verið gefn ar út neinar opinberar til- kynningar um brúðkaup þeirra önnu Maríu og Kon- stantins, en almennt telja menn, að það verði haldið á næsta ári. Þó kemur að lík- indum einnig til greina, að það verði haldið í október í ár, því að þá verða nákvœm- lega eitt hundrað ár liðin frá því, að Vilhjálmur Danaprins, síðar Georg I. Grikkjakonung ur, steig fyrst fæti sínum á gríska grundu, þá nývalinn til konungs. Fullvíst er talið, að brúð- kaupið verði haldið í Aþenu, því að Grikkir viðurkenna ekki önnur hjónabönd en þau, sem fram fara innan hinnar grísk- kaþólsku kirkju. En sá mögu- leiki, að vígsluathafnirnar verði tvær, önnur í Kaup- mannahöfn og hin í Aþenu, kemur einnig mjög vel til greina. Og þótt almennt sé ráð fyrir því gert, að Anna María, sem alin hefur verið upp í mótmælendatrú foreldra sinna eigi síðar eftir að taka hina grísk-kaþólsku trú Konstant- ins, væri það óneitanlega mjög vel til fundið, að bæði Danir og Grikkir gætu tekið þátt í brúðkaupshátíðahöldum þeirra. / 4 LESBÓK BARNANNA Robinson Krusoe Þessa mynd af Robin- •on á eyðieyjunni sendi Högni Hálfdánarson 9 ára Reykjavík, LesbókinnL Því miður getum við ekki prentað myndina í litum, eins og listamaðurinn gekk frá henni. — Á myndinni sézt Róbin son með hundinn sinn, sem er eini félagi hans. Hann horfir út til hafs á skipið, sem er á leið tiil eyjarinnar og bráðlega mun bjarga þeim. Lesbókin þakkar Högna fyrir myndina og sendir honum sem viðurkenn- ingu 50 krónur. POSTURINN Kæra Lesbók! Þakka þér fyrir allt, »em þú hefur birt til skemmtunar og fróðleiks. Ég ætla að senda þér þessa skrítlu: Skoti, Englendingur og íri höfðu verið á ferð með Skipi, sem fórst, en þeir bomust allir á lítinm bj örgunarf 1 úka. Nofckrir •ólarhringar voru liðnir og útlitið varð stöðugt vonlausara um bjölgun. >á beygði írlemdingui> inn kné sín í bæn. En Englenöingurinn tók ofan hattinn til að sýna bæna- haldi írans virðingu. En þá fleygði Skotinn sér í sjóinn, því að hann hélt að Englendingurinn ætl- aði að fara að efna til samskota. Vertu blessuð og sæl. Halldór Þórðarson 10 ára. Skrítla Stooti noktour hafði far ið í kaupstaðinn með konu sinnd og fimm börn um, og nú var hann að svipast um eftir vagni til að komast með heim. Hann gekk til vagn- stjóra eins og spurði: „Hvað viljið þér fá fyrir að aka með okkur til Grænuhlíðar?“ „Það verða um það bil 10 skildingar fyrir yður og frúna,“_ sagði vagn- stjórinn. „Ég tek ekkert fyrir krakkana.“ Skotinn sneri sér nú til bama sinna og’ kallaði: „Flýtið ytokuT inn í vagn inn og góða ferð. Við marmma ykkar tökum stiætisvagninn heim.“ 4 7. árg. ^ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 7. febrúar 1963 VERDLAUNASAGAN: SKAUTAFERÐIN Hal'li vinur minn fékk skauta í haust og hefur æft sig í allan vetur í hvert sinn, sem ís hef- ur verið á tjörninni. Hon- um finnst, að hann sé orð- inn afarmikill skauta- garpur. Ég átti enga skauta ag varð að láta mér nægja að horfa á hann leika listir sínar. Eins og gefur að skilja þótti mér afar slæmt að eiga enga skauta. Fyrir jólin lét ég þess vegna mömmu og pabba skilja svona án þess að segja það alveg, að skautar væri sú jólagjöf, sem mig langaði allra mest í. En ég vildi ekki biðja bein- línis um þá, vegna þess að skautar eru svo dýrir. Ég var afar spenntur á aðfangadagskvöld, þegar búið var að kveikja á jólatrénu og raða pökk- unum upp við það. Það glaðnaði yfir mér, þegar ég sá, að minn pakki var í laginu eins og stór skó- kassi. Skyldi það vera skautar? Eftirvæntingin var svo mikil, að mér i ' >' fannst tíminfraldrei setlá að líða, þangað ti,l við loksins fengum að' opna pakkana. Ég var ekki lengi að taka utan af mín um. Og viti menn! Út úr honum komu þeir fín- ustu skautar, sem ég hef> nokkru sinni séð. Ég hljóp upp um hálsinn á pabba og mörnmu og kyssti þau, því að þetta "váf allra bezta jólaígjöfin sem þau hefðu getað val- ið handa mér. Heppnin var með mér, því næstu dagana var frost og gott veður og ís- inn á tjörninni ágætur. Ég þorði ekki að láta Halla vita um það strax, að ég væri búinn að fá skauta, því ég kunni ekki neitt. Heldur laumaðist ég til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.