Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fímmtudagur 7. febrúnar 1963 Karlmanna - Leður KULDASKÓR SKOSALAN LAUGAVEGI 1 Spónaplöfur - Harðlex Nýkomið HARÐTEX 1/8" 4x8 og 4x9 fet. SPÓNAPLÖTUR stærð: 183x350 Cm. þykktir: 10-12-16-19 m/m Sími 1-33-33. LUDVIG STORR Deildarstjóri Óskum eftir að ráða reglusama og ábyggilega konu vana verzlunarstörfum, sem deildarstjóra við fatn- aðarverzlun við Laugaveginn. Umsókn merkt: „Góð launakjör — 6100" lgegist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. (jhyfieU) BRÍNYLON bezt í barnaföt bjartir litir 3-þætt 4-þætt vinsælt garn í vélprjón handprjón hekl Nýkomið í litavali SVFIMV HELGASON H.F. Sími 14180. I. O. G. T. Stúkan Andvari nr. 265 heldur fund í kvöld, fimmtu dag 7. þ. m. kl. 8.30. — Dagskrá: Inntaka nýrra íélaga. Kosningar. Innsetning embættismanna. önnur mál. Æðstitemplar. Stúkan Freyja nr. 218. Fundur í kvöld að Frí- kirkjuvegi 11 kl. 8.30. — Venjuleg fundarstörf. Kvikmyndasýning Kaffi eftir fund. Æt. Austfirðingafélacgið ¦ Reykjavík heldur skemmtun í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 annað kvöld. 1. Félagsvist (parakeppni með nýju sniði). 2. Dansað til kl. 1. Ath.: einstaklingum útvegaðir mótspilarar. Fjölmennið. STJÓRNIN. Ferðafélagar: Þeir farþegar, og áhöfn, sem voru í ferð ms. Heklu 14. sept. s.l., munu hittast í Sjálfstæðishúsinu mið-vikudaginn 13. febrúar kl. 20,30. Nánari upplýsingar í síma 33076. Nokkrir ferðafélagar. ^ f . > f w (innumst kaup og sölu á hvers konar fasteignum. Höfum kaupendur að fokheldu raðhúksi, 2ja, 3ja og 4ra her-bergja íbúðum. ctasfaignasalan $jarnarcjötu íH sím'i 23-987 LESBÓK BARNANN4. LESBÓK BARNANNA að aefa mig svo að sem minnst bæri á og í fyrstu ferðunuim, gerði ég lítið annað en detta á rassinn. Smám saiman fór mér að ganga heldur betur, þótt ennþá væri ég hvergi nærri stöðugur á fótun- um. Það var á einni æfing- unni um þetta leyti, að ég rakst á Halla niður á tjörn. Hann skoðaði skaut ana mána í krók og kring og leizt auðsjáánlega vel á þá, en hins vegar gerði hann ekki mikið úr skautaimennsku minni, sem ekki var heldur von. Hann bauð mér út í kapp °g þegar ég hafði ekki roð við honum, renndi hann sér hvern hringinn eftir annan í kring um mig. Við vorum staddir rétt í horninu hjá Iðnó, en þar er andavökin upp við bakkann og ísinn er allt af þunnur og hættulegur þarna við vökina. Á poll inum var troðfullt af önd- um, enda var alls staðar annars staðar frosið. Litl ir krakkar stóðu á bakk- anum og voru að gefa öndunum brauðmola. Ég kallaði til Halla og sagði honum að vara sig á vökinni, því að mér fannst hann fara heldur óvarlega, þegar hann var að renna sér hringinn í kringum mig. En hann hló bara að mér og sagð- ist skyldi sýna mér, að hann þyrði að fara miklu nær, ísinn héldi alltaf, þegar hraðinn væri nógu mikill. Svo renndi hann sér á fullri ferð þrjár, David Severn: fjórar ferðir framhjá og fór alltaf nær og nær í hvert skipti. Loks var hann kominn næstum al- veg á vakarbarminn og renndi sér af mikilli list á öðrum fæti, en teygði hinn fagurlega út yfir vatnið. Og þá — pomrn — ísinn brast og Halli þeyttist á bólakaf til and- anna út 1 vökina. End- urnar sögðu kvakk, kvakk, og vissu tæplega hvaðan á sig stóð veðrið, þegar þessi fagri svanur stakk sér niður í vökina hjá þeim. Hann korn nú samt fljótlega upp aftur, enda var ekki dýpra en svo, að hann botnaði. Ég skreið eins langt út á skörina og ég þorði og rétti fram liöndina til að hjálpa skautahetjunni upp úr. Halli sagði fátt, enda voru tennurnar strax farnar að glamra í hon- um, því vatnið var ískalt. Við settumst á tjarnar- bakkann og reimuðum í flýti af okkur skautana. Til allrar hamingju á Halli heima þarha skammt frá, svo að við tókum sprettinn þangað, en biðum ekki eftir því að fleiri krakkar söfnuð- ust hlæjandi r kring um okkur, en komnir voru. Þegar heim kom hátt- aði Halli beint ofan í rúrn og skalf eins og hrísla fyrst í stað. Ég gat vor- kenht honum, en þetta fékk hann fyrir að vera að sýna, hvað hann væri mikið betri en ég á skaut um. Það borgar sig aldrei að vera a3 monta sig. Síðan höfum við Halli oft farið á skauta sam- an, en hann er ekki leng- ur neitt sérstaklega að sýna hvað hann sé góður. Ég er líka orðinn næst- um eins góður á skaut- um og hann. Helgi .lónsson 14 ára, Reykjavík Við hurfutn inn i tramtsðina „Fæddir?" Við nefndum fæðingar da-ga okkar. „Og frá hvaða ári vor- uð þið fluttir yfir?" Við skilduim ekki spurn inguna. Hann endurtók hana með vaxandi óþolin mæði og hallaði sér fram í stólnum. Hvítkuflung- urinn greip þá inn í. (Það var ekki fyrr en síðar að mér gafst tóm til að furða mig á, hversu reiprenn- andi þessir tveir menn töluðu okkar ensku) . „Þið hafið verið fluttir yfir á fimmtu öld eftir tímatali hins ¦ heilaga hrings. Foringinn oskar að vita, frá hvaða ári hinnar tuttugustu aldar þið eruð hingað komnir?" Við svöruðum honum í kór. Svar okkar virtist fuilnægjandi. Foringinn rétti sig upp í sætinu og beindi orð- um sínum aftiir til okkar. „Drengir", sagði hann, „það er bezt, að þið fáið að vita, hvað skeð hefur. Þið eruð hingað komnir vegna mistaka. Fyrir okk ur eruð þið einskis virði. Okkur er kunnugt um allt, sem snertir ykkar öld. Einn af fjo^tu mönn unum, sem við fluttum yfir, var kjarnorkufræð- ingur frá tuttugustu öld. Bright var nafn hans, Duncan Bright. Fæddur 1916 og fJuttur yfir frá árinu 1952. Því miður lifði hann umskiptin ekki af. í fyrstunni voru viðbrigð in nokkuð mikil. Við telfd um á tvær hættur. En sem betur fór tókst okkur að afmá öll verksum- merki, áður en hann dó." Ég horfði stórum aug- um á Dick. í>arna var þá ein gátan leyst. Hvarf þessa kjarnorkufræðings vakti alþjóðaathygli á sínum tíma. Vesturveldin héldu, að hann' hefði strokið til Moskvu. Nú vissum—-við, hvað skeð hafði í raun og veru. Foringinn hélt áfram: „Ætlun okkur var að flytja hingað frábæran stærðfræðing frá ykkar öld. Áður en langt um líður, munum við halda upp á fimm alda afmæli „Dags hinnar miklu Bók- ar" og þá langaði okkur til ,að höfundur hennar gæti sjálfur verið við- staddur. Því miður skeðu Iítílsháttar mistök í út- reikningi, sem nægðu til að rugla útkomuna, og átján mánaða vinna var unnin fyrir gýg!" Dick var of mikið niðri fyrir til að geta setið á sér. „>ér hljótið að eiga við skólastjórann, dr. Perry. Það er bókin, hans, sem þið hafið þarna undir glerfajálmin um." „Þekkir þú doktor Perry?" Vitaulega! Hann er skólastjórinn okkar. Við voruni staddir hjá hon- um á skrifstofu hans, þeg ar þetta skeði." „Áttu við, að þegar umskiptin fóru fram, hafið þið verið í snert- ingu við dr. Perry?" „Það er nú líklega. Hann var að búa sig und ir að flengja okkur." Kliður fór um stærð- fræðingahópinn til vinstrl við okkur. Foringinn studdi á hnapp á stólbrík ( inni og að nýju dönsuðu stærðfræðitákn um vegg flötinn gegnt honum. Við gátum engar reiður hent á þekn fræðilegu rökræð um, sem nú áttu sér stað. Dick notaði tækifærið til að hvísla að mér: „Pétur, ef þessir menn hafa flutt okkur hingað vegna mistaka og þurfa ekkert á okkur að halda, hljóta þeir að senda okk- ur til baka, — heldurðu það ekki?" „Ertu viss um, að þeir geti það?", svaraði ég. „Það er ekki víst að um- an." ferðin liggi nema I eina átt hingað en ekki héð- Framhald næst. Ráðning á krossgátu í síðasta blaði. LÁRÉTT: 1. Fía; 3. efa; 5. sól; 7. ýl; 9. la; 10. ær; 11. óó; 12. ók; 14. ás; 16. nár 18. áls; 19. æra. LÓÐRÉTT: 1. Frí; 2. ás; 3. el; 4. ata; 6. ól; 8. læk; 9. lóa; 12. óla; 13. hái 1S. smá; 16. ns; 17. ræ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.