Morgunblaðið - 21.02.1963, Qupperneq 15
Fímmtudagur 21. febrúar 1963
MORGVNBLAÐIÐ
ins með dýrmætan farm í nefi
sínu.
Apollo
í efsta þrepi Satúrnusar
verður hinu raunverulega
tunglfari komið fyrir. Apollo
mun rúma þrjá menn og sjá
þeim fyrir öllum þörfum og
vernda þá gegn öllum geim-
hættum á hinni löngu leið til
tunglsins, sem þó tekur ekki
lengri tíma en 72 klukku-
stundir.
Ætlunin var fyrst lengi vel
að skjóta Apollo og burðar-
flauginni í tveim áföngum á
braut umhverfis jörðina og
sameina þau þar, til þess síð-
an að halda til tunglsins.
Frá þessu hefur þó verið
horfið og „stoppistöðin“ ver-
ið flutt á braut umhverfis
mánann í staðinn fyrir jörð-
ina. Tunglfarinu mun verða
beint á braut umhverfis mán-
ann og svífa yfir yfirborði
hans í kringum 100 km hæð.
Fjórir áfangar til mánans: þrjár eldflaugar og ein bjalla.
myndum, og einnig koma fyr-
ir ýmsum rannsóknartækjum
á yfirborði tunglsins, sem
skilin verða eftir til frekari
rannsókna.
Heimförin
Þá er komið að heimför-
inni. Vegna þess hve tunglið
er miklu léttara en jörðin,
fer miklu minni orka í upp-
tak við tunglyfirborðið. —
Tunglbjallan hefur því sjálf
nægilega sterkar rakettur til
þess að flytja hana til baka
til Apollo, sem bíður á tungl-
braut út í geimnum.
Það verða glaðir endur-
fundir um borð í Apollo, þeg-
ar hinir þrír félagar mætast
eftir velheppnaða tunglför.
— Auðvitað er langt í frá, að
það sé öruggt að ferðin
heppnist. Það eru margar
hættur, sem ógna hinum hug-
djörfu tunglförum: deyðandi
geimgeislar, ískuldi á yfir-
borði mánans og loftsteinar
úti í geimnum. Eða þá að út-
búnaðurinn „bregðist" í ein-
hverju atriði eða tunglfarið
fari út af braut sinni.
Ef tunglbjöllunni tekst
ekki að ná aftur til Apollo,
hefur þriðji tunglfarinn fyr-
irskipanir um að snúa til
baka til jarðarinnar — einn
— með hinar dýrmætu upp-
lýsingar, sem þeir félagar
hafa safnað í ferðinni.
Við skulum þó vona, að
það verði þrír tunglfarar, sem
koma til baka. Eftir að hafa
kastað tunglbjöllunni og öllu
ónauðsynlegu fyrir borð,
mun nákvæm stefna tekin,
sem flytur Apollo til baka
inn í lofthvol jarðarinnar.
Þegar lofthvolinu er náð,
mun tunglförunum verða ó-
hætt ‘að anda léttara. Merk-
úri-tilraunir Bandaríkja-
manna og> Vostok-tilraunir
Rússa hafa sannað, að ferðir
í gegn um lofthvolið séu í
geimfræðilegum skilningi
„auðveldar".
EFTIR VIN HÓLM
Tunglbjallan
Þegar hér er komið munu
tveir geimfaranna koma sér
fyrir í einkennilegu farar-
tæki, sem helzt virðist vera
einhver annarleg bjölluteg-
und frá öðrum hnetti. Þar
sem þessi bjalla á að starfa í
tómarúmi kastar hún fyrir
borð öllum reglum um straum
línur og þess háttar, og er því
mjög óvanaleg útlits með
fjórar fætur til þess að lenda
á. Hún verður um 6 metrar á
hæð og mun innihalda ýmis
tæki nauðsynleg fyrir tungl-
farana og svo eldsneyti til
ferðarinnar til baka frá yfir-
borði tunglsins til Apollo,
sem bíður á tunglbraut með
þriðja geimfarann innan-
borðs.
Eftir að hafa skorið úr því
með hlutkesti, hvor fyrst
fengi að stíga fótum sínum á
mánann og verða þannig
fyrsti jarðarbúinn til annars
hnattar, munu hinir tveir
tunglfarar aðeins dveljast 24
tíma þar við alls konar rann-
sóknir og sýnishornasöfnun.
Þeir munu taka mikið af
Ljóðið „Eitt sinn bláum mána undir" stenst varla, þar sem
tunglið okkar er oftast gulleitt. Séð hins vegar frá mánanum
verður „hin bláa jörð“ algeng sjón. Það er blámi lofthvolfsins
og hin blágrænu höf, sem gefa jörðinni þessa ásjónu, sem ef
til vili á eftir að laða geimfara til að skrifa ný, vinsæl lög um
hnöttinn okkar.
TUNGLFARINU, sem Banda-
ríkjamenn hafa nú í smiðum,
verður beint á braut umhverf
is mánann, áður en farið verð
ur niður á yfirborð hins ein-
manalega fylgihnattar okkar.
— Við höfum mikla trú á
því, að okkur takist að verða
fyrstir til að heimsækja mán-
ann og um leið uppfylla einn
æðsta draum Kennedys Banda
ríkjaforseta: að gera það á
þessum tug aldarinnar, segja
forráðamenn geimvísindanna
í USA.
— Rússar hafa verið á und-
an okkur í flestum stórum
geimafrekum hingað til. Með
fyrsta gervihnöttinn út í geim
inn: Sputnik I. Með fyrsta
ómannaða tunglfarið: Lunik.
Með fyrsta gervihnöttinn til
Venusar: Venik, og með fyrsta
manninn út í geiminn: Gag-
arin. Fyrsta mannaða tungl-
farið skal þó lieita Apollo, og
það skulu vera Bandaríkja-
menn, sem fyrstir stíga fót-
um sínum á hið sendna og
hrjóstuga yfirborð mánans.
Bjartsýni
Það gætir bjartsýni meðal
Bandaríkjamanna, þegar tal-
að er um væntanlega mána-
för. Undirbúningur er fyrir
löngu hafinn og vonazt er til
að hægt verði að senda þrjá
menn til tunglsins árið 1968.
Leiðin er þegar hálfnuð, þeg-
ar búið er að útvega það stóra
risaeldflaug, að hún geti flutt
yfir hundrað tonn af tækjum
og útbúnaði á braut umhverf-
is jörðina. Þessi risaeldflaug
er þegar til á pappírnum, og
smíði hafin. Hún ber hið vold-
uga nafn Satúrnus.
Undir stjórn hins fræga
þýzka bandaríska geimfræð-
ings, Werner von Braun, mun
Satúrnus smám saman rísa
frá grunni og teygja sig til
himins, yfir 100 metra á hæð
og 10 metra á breidd, í þrem
aðskildum þrepum til þess að
lokum að verða skotið með
heljarkrafti í áttina til tungls-
'
1
1
!
1
'
'
'
'
<
i
*- Landið okkar
Framhald af bls. 13.
-— Hann verður að gera það.
Annars dregur þéttbýlið, með
sína miklu atvinnumöguleika,
fólkið til sín æ ríkara mæli. —
Skattskýrslur sýna að tekjur
bænda hafa aukizt. Samt hafa
þeir ekki haft sambærilegar tekj-
ur við aðrar stéttir. En það er
þjóðfélagsleg nauðsyn, að land-
búnaður gefi svo mikið af sér að
hann verði eftirsótt atvinnugrein.
Það væri háskalegt ef landbún-
aðurinn drægist saman vegna
þess að verðið væri of lágt á
framleiðslunni.
Rætt er um aS koma á stór-
Iðju á íslandi, vegna þess að
framleiðslan sé of einhæf og
hættulegt að treysta einhliða á
sjávarútveginn. Hvaða vit væri
þá í því, að búa þannig að land-
búnaðinum í afurðaverði að
hann geti ekki eflzt og aukizt
eins og bein þjóðamauðsyn er.
Núgildandi löggjöf um verð-
Jagsmál landbúnaðarins tryggir
hag bænda á svo margan hátt,
»ð ekki er rétt að kasta henni frá
sér, þótt ýmislegt megi að henni
finna. Mesti galli þessara laga er
sá að mínum dómi, að ef meðal-
búið stækkar, fá bændur ekki
að njóta afrakstursins nema að
litlu leyti. Það verður' ekki til
lengdar hvatning til að auka
framleiðsluna, að þegar bændur
stækka búin almennt, leggja í
fjárfestingu í því skyni að hafa
meira erfiði — þá skuli það samt
af þeim tekið með því að stækka
meðalbúið.
Þessu verður að breyta.
Þá er hlutur sveitakonunnar
ekki gerður mikill með núgild-
andi verðlagsgrundvelli. Það er
engu líkara en talið sé, að þeg-
ar hún vinnur að bústörfum, þá
leggi bóndinn sig og horfi á,
þannig að vinnustundir hennar
séu taldar með hans. Nú er verið,
eftir kröfu kvennasamtakanna,
að samræma kaup kvenna og
karla í öllum stéttum. Ég held
það væri verkefni fyrir samtök
kvenfélagánna í sveitunum að
leggja sitt lið til að leiðrétta
þetta ranglæti.
Landbúnaðurinn og
laun bænda
Það háir kaupgjaldsbaráttu
bænda, heldur Siggeir áfram, að
hún markast um of af því hvort
meirihluti bændastéttarinnar,
eða fulltrúar hennar í þessum
málum, er í andstöðu við eða
styður þá ríkisstjórn, sem er við
völd hverju sinni. Þess vegna er
minna mark tekið á þeim en ella.
Það voru t. d. færri samþykktir
gerðar á bændafúndum þegar
dráttarvélin hækkaði um 20 þús.
með „bjargráðunum“ heldur en
þegar sömu tæki hækkuðu um
svipaða upphæð með viðreisnar-
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.
—■ Sama má raunar segja um
ýmsar samþykktir, sem gerðar
hafa verið í launamálum land-
búnaðarins, svo og um lækkun
tolla á landbúnaðarvélum. Það
er fullkomið sanngirnismál að
tollar á landbúnaðarvélum séu
hliðstæðir tollum á bátavélum,
en alveg án tillits til þess hvort
fjármálaráðherrann heitir Gunn-
ar eða Eysteinn.
Háþróaðar iðnaðarþjóðir eins
og Bretar, telja landbúnaðinn
eina höfuðstoð þjóðfélagsins og
ef við, með okkar fábreyttu fram
leiðslu, færum að vanmeta land-
búnaðinn, þá væri illa komið fyr-
ir íslendingum.
Sauðfé og mjólkurframleiðsla
Holt er talin ein bezta fjár-
jörð hér um slóðir. Þar er víð-
lent og kjarngott beitiland með
fjölbreyttum gróðri, enda eru
Holtsdilkarnir jafnan með þeim
vænstu, sem koma í sláturhúsið
á Klaustri á haustin. Samt er þar
kostað minnu til fóðrunar fjár-
ins heldur en annars staðar. Sýn
ir þetta vel landgæðin. Ef ekki
væri hægt að láta sauðfjárbú-
skap bera sig á svona jörð —
ja, þá hvar? Þess vegna hafa þeir
Holtsbændur ekki enn þá tekið
upp mjólkursölu enda þótt flest-
ir sveitungar þeirra og nágrann-
ar séu að fjölga kúnum, séu að
stækka fjósin og búnir að reisa
stæðilega mjólkurpalla við alla
afleggjara. Þegar ég inni Siggeir
eftir áliti hans á mjólkurfram-
leiðslu, segir hann:
— Nei, ég held það hljóti að
vera réttara að leggja áherzlu á
sauðféð þar sem aðstáðan er eins
og hjá okkur. Hér má framleiða
marga dilka á kýrfóðrinu. Land-
kostirnir nýtast betur með sauð-
fénu. Héðan er líka nokkuð langt
að flytja mjólkina á þjóðveginn.
Það er nokkur kostnaður við að
koma mjólkinni frá sér á hverj-
um degi. Og það verður a.m.k.
ekki annað gert á meðan.
Viðreisnin hefur tekizt vel
Verðlagsmál — sauðfjárbúskap
ur — samgöngubætur — allt eru
þetta landsins gagn og nauðsynj-
ar, sem þarflegt er um að ræða.
En nú vend.um við okkar kvæði
í kross, fitjum upp á öðru um-
ræðuefni — pólitíkinni.
Siggeir í Holti hefur um langt
skeið verið einn aðalforustumað
ur Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
Skaftafellssýslu. Ungur fór
hann að taka þátt í stjórnmála-
baráttunni, var um sinn í stjórn
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna og þótti þá þegar mikið
að hohum kveða. Nú er
Siggeir í stjórn Kjördæmisráðs
Suðurlandskjördæmis og í síð-
ustu kosningum átti hann sæti
á lista flokksins á Suðurlandi.
Þá hefur Siggeir setið á Bún-
aðarþingi fyrir Býnaðarsamband
Suðurlands og sæti á hann í
stjórn Verzlunarfélags Vestur-
Skaftfellinga. Má af öllu þessu
ráða, að flokksmenn hafa á hon-
um mikið traust.
Eftir að við höfðum rætt póli-
tíkina á víð og dreif, sláum við
botninn í þetta rabb með því að
ég spyr:
— Og svo að síðustu, Siggeir,
viltu í fáum orðum gera grein
fyrir viðhorfi þínu til stjórnar-
stefnunnar og þeirra breytinga,
sem orðið hafa síðan viðreisnin
hófst eftir að vinstri pólitíkin
beið skipbrot sitt?
—• Ég tel, að ríkisstjórninni
hafi tekizt vel í höfuðatriðum.
Allir spádómar um eymd og at-
vinnuleysi voru fljótir að hjaðna.
Atvinna er mikil og tekjur og
lífskjör því í góðu lagi. Fram-
kvæmdir miklar samhliða því að
hagur þjóðarinnar út á við hef-
ur batnað og sparifé þjóðarinnar
aukizt stórlega, en það er undir-
staða allra útlána.
Að lokum vil ég segja það, að
íslenzk stjórnarandstaða þarf að
gæta meira hófs en verið hefur
um langt skeið. Enda er þjóðin
að hætta að taka mark á henni.
G. Br,