Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 2
2 MORC 11 NTÍL4Ð1Ð Fimmtudagur 21. marz 1963 Eldur í skálanum við Grábrók BORGARNESI, 20. marz. — Eld ur kom upp í veitingaskála Leó polds Jóhannessonar undir Grá- brók við Hreðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Eldurinn kom upp af ókunn- um orsökum í svefnherbergi starfsfólks í risi. Nokkur her- Atli Heimir Sveinsson bergi eru í risinu, en enginn mun hafa verið þar, þegar eldurinn kviknaði. Hans varð þannig vart áð tveir bílstjórar frá Hvamms- tanga, sem voru að drekka kaffi í veitingahúsinu, fundu reykjar- lykt. Gengu þeir þá fram og Opnuðu hurð að stiga, sem liggur upp á loftið. Sáu þeir þá reykjar kóf uppi. Var þá tekið tU við að slökkva með slökkvitíekjum á staðnum, og vatn var handlangað í fötum að eldstaðnum. Gerugu áðurnefndir bílstjórar mjög rösk lega fram í slökkvistarfinu, svo að sumir telja, að þeir hafi bjarg að húsinu frá því að verða al- elda með snarræði sínu og vask leik. Slökkvitæki bárust ig frá veitingaskálanum BifrÖst. Eldur inn var aðallega í einu herbengi og í þaki. Var þakið rofið til þess að komast betur að eldinum. Eldinn tókst að slökkva á til- tölulega skömmum tíma, og áð- ur en slökkviliðið í Borgarnesi kom á vettvang. Húsið er talið allmikið skemmt af vatni, en af ----------------------------------- eldi ekki annað en hluti rissins. Einn . maður meiddist við slukkivstarfið. Hafði hann verið að handlanga vatn í fötum, en varð þunigt um andardráttinn vegna reyksins. Gekk hann frá og inn í herbergi, sem ekki hafði verið gengið frá. Datt hann nið- ur úr góifinu, en meiddist ekki að ráði, nema hvað sprakk fyrir á auga. Sjúkrabíll kom frá Borg arnesi með súrefnistæki o.fl., en ekki þurfti að grípa til þeirra. — Hörður FYRIR skömmu bárust þær fregnir frá Vín, að Josef Mindszenty kardínáli, yfir- maður rómvers-kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi, yfirgæfi bráðlega sendiráð Bandarikjanna í Búdapest, en þar hefur hann dvalizt frá því að uppreisnin var gerð 1956. Skýrt var frá þwí, að samn- Þessi mynd var tekin 1956 af Mindszenty og frelsissveit- armönnunum, sem leystu hann úr haldi Stfórnar tónsmíð sinni á hljómleikum Musica IMova sírópsband, sem gefur frá sér klístraðan tón. Flutningur verks- ins tekur um 20 mínútur. Atli Heimir sagði vera með ýmislegt í smíðum, þar á meðal ballett fyrir 5 dansgrúppur og stórt slagverk, og bjóst hann við að það yrði fullgert með vorinu. Ekki taldi hann likur á að hægt væri að flytja ballettinn hérlend- is. Talið að Mindszenty kardínáli fari til Rómar innan skamms Miísík meðal þjóða hcimsins — háskólafyrirlesfur annað kvöld BANDARÍSKA tónskáldið Henry Cowell, prófessor við Columbia- háskólann í New York, flytur fyr- irlestur n.k. föstudag 22. marz kl. 8.30 e-h. í L kennslustofu Há- skólans. Fyrirlesturinn nefmst „Músik meðal þjóða heimsins“. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgang ur. Frétt frá Háskóla íslands. ingaviðræður hefðu farið fram milli Páfagarðs og un.g- versku stjórnarinnar um miál Mindszentys. Ungverska stjórn in setti þau skilyrði fyrir þvú að Mindszenty fengi að yfir- gefa sendiráðið, að hann gengi annað hvort í klaust- ur í Ungverjalandi eða færi til Rómair, hætti að starfa, sem yfirmaður rómversk- kaþólsku kirkjunnar í Ung- verjalandi og hefði engin af- skipti af stjórnmálum i fram- tíðinni. Mindszenty neitaði til skamms tíma, að afsala sér stöðu sinni, sem yfirmaður kirkjunnar í Ungverjalandi, en nú er talið að hann hafi fallizt á það. Áður höfðu ver- ið gerðar ýmsar tilslakanir varðandi stöðu hans í Róm, brottför hans frá sendiráðinu og síðast en ekki sízt varð- andi lausn hans undan ákæru um að vera „óvinur ríkis- ins“, sem borin var fram á hendur honum 1949. Hvað við- kom brottförinni úr sendi- ráðinu, krafðizt Mindszenty þess, að fá að yfirgefa sendi- ráðið meðan bjart væri af degi í stað þess að vera smyglað þaðan að næturlagi til þess að firra stjórn Ung- verj alands vandræ ðum. ★ ★ Erkibiskupinn af Vín, König kardínáli, kom til Vínar fyrir skömmu frá Róm. Talið er að hann muni halda til Búda- pest innan fárra daga til þess að undirbúa brottför Mindsz- entys þaðan. Vonast stjórn Ungverjalands til þess, að á komist eðlilegt stjórnmála- samband við Bandarí'kin þeg- ar Mindszenty er farinn úr sendiráðinu, en bandaríski sendiherrann í Búdapest var kallaður heim 1956 og síðan hefur sendifulltrúi veitt sendi ráðinu forstöðu ★ ★ Það var stjórn Stalínistans Rakosi, sem dró Mindszenty kardínála fyrir rétt 1949 og sakaði hann um landráð. Var kardínáinn þá dæmdur 1 ævi- langt fangelsi. Þegar uppreisn in var gerð í Ungverjalandi 1956, Ieystu frelsissveitirnar Mindszenty úr haldi. Vor hann frjáls nokkra daga, en leitaði hæhs í bandardska sendiráðinU í Búdapest, er Rússar bældu uppreisnina nið ur. Samkvæmt fregnum frá bandaríska sendiráðinu í Búda pest, er Mendszenty kardínáli, sem er 70 ára, við góða heilsu og þar er talið að König kard'náli komi til borgarinn- ar einhvern næstu daga. (Observer — öll rétt- indi áskilin). Umfangsmesta verk- bann í Noregi frá 1331 — nær til 116000 verkamanna NÆSTKOMANDI sunnudag held ur Musica Nova tónleika í súlna- sal Hótel Sögu. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Béla Bar- tók, Bo Nilsson, Jón Leifs og Atla Heimi Sveinsson. Tónleik- arnir hefjast kl. hálf þrjú. í viðtali við Atla Heimi Sveins son kom fram, að verk það sem Musica Nova tekur nú til flutn- ings, var samið seint á síðasta ári. Hann stjórnar sjálfur flutn- ingi þess. Þetta verða því „debut“-tónleikar Atla Heimis, því stór verk eftir hann hafa ekki áður verið flutt hérlendis né hann stjórnað hljómsveit hér. Hinsvegar hafa verk hans verið leikin í Þýzkalandi, þar sem hann var við nám, en hann útskrifaðist frá tónlistarháskólanum í Köln 1962. Ellefu hljóðfæraleikarar flytja Hlými, og hljóðfærin, sem notuð eru, eru tvö blásturshljóðfæri, þrjú strengjahljóðfæri og mörg slagverk. Meðal þeirra hljóðfæra, sem notuð eru, eru harpa og Skotmark á reki Rvík, 19. marz. LAUST eftir hádegi í gær tii- kynnti þýzki togarinn Konstanz, að hann hefði séð rakettuhylki á reki suður af Grindavík. Væri hylkið svairt að lit, að stæði aftari endi þess upp úr sjó. Land- helgisgæzlan sendi varðskipið Óðin á vettvang, og var Óðinn kominn að rekaldinu um kl. 18. Kom þá í ljós, að hér var æfinga- Skotmark úr pappa á reki, eins og notuð eru við heræfingar. — 18 fórust Framhald af bls. 1. farangur og nokkra fleiri far- þega. Sjö farþegar og níu manna áhöfn voru með þotunni, mun flugstjórinn hafa verið brezkur en aðrir af áhöfninni banda- rískir. Talsmaður konungs í Bern segir, að enginn af fjölskyldu konungs hafi verið með þotunni er hún fórst. Björgunarsveitir fóru þegar á vettvang. er fréttist um slysið, en þær áttu yfir torfærur að fara. Fiugvélin hafði samband við flugvöllinn í Nissa þar til fáum mínútum fyrir fyrirhugaða lendingu, að sambandið rofnaði skyndilega. Veður var slæmt, hvasst og mikil snjókoma, svo að óhugsandi var að senda björg unarflugvélar á loft. Þá tókst þyrlu að komast frá Milano og fylgjast með leit lögreglu og björgunarsveita. Skyggni var aðeins um tveir metrar. í EINKASKEYTI frá fréttarit- ara Morgunblaðsins í Noregi segir, að fyrir dyrum sé þar í landi mesta verkbann, sem þar hefur orðið frá þvi árið 1931. Hefur samband norskra vinnu- veitenda ákveðið verkbann frá 1. april, nk. og nær það til 116000 verkamanna. Segir frétta ritarinn norsk stjórnarvöld mjög áhyggjufull vegna ástandsins. Skeytið til Morgunblaðins hljóðar svo: Samband vinnuveitenda sam- þykkti á aukafundi síðdegis í dag, að verkbann, er nær til 116000 verkamanna, skuli hefj- ast 1. apríl n.k. Er þetta um- fangsmesta verkbann í Noregi frá því árið 1931, og veldur mönnum miklum áhyggjum. Formaður vinnuveitendasam- bandsins, Östberg, segir, að sam bandið hafi neyðzt til þess að taka þetta skref til þess að fylgja eftir kröfu sinni um að samið verði við verkalýðsfélög lands- ins í heild, en ekki við hvert fyrir sig, eins og þau krefjast. Það fyrirkomulag gaf ekki góða raun á síðasta ári, því að verka- lýðsfélögin felldu tillögur, sem umboðsmenn þeirra höfðu gengið að. Formaður verkalýðssambands- ins, Konrad Nordahl, segir á- standið mjög alvarlegt og af- stöðu vinnuveitenda neikvæða, en ítrekar, að verkalýðsfélögin muni aðeins semja hvert fyrir sig. Gerhardsen forsætisráðherra segir einnig horfur slæmar. Að- spurðuir um, hvað ríkisstjórnin hygðist taka til bragðs, svaraði hann, að það væri ekki vani henn>ar að blanda sér í deilu- mál vinnuiveitenda og verkalýðs fyrr en samningaumleitanir hefðu alveg farið út um þúfur. Segir hann fuiltrúa stjórnarinnar ræða við deiluaðila á morgun. Stærsta verkalýðsfélagið, sem verkbannið nær til, er félag járn- og málmiðnaðarverka- manna, sem telur 46000 félaga. — Hernaðaraðstoð Framh. af bls. 24. hafi í hyggju að taka fyrir hern- aðarlega aðstoð við Norðmenn á næstu tveim árum og sé erindi fyrrgreindra manna að leitast við að fá aðstoðinni haldið áfram. Talið er víst, að Lange og Har- lem muni enn ítreka, að Norð- menn hafi ekki áhuga á að taka þátt í kjarnorkuher innan At- lantshafsbandalagsins er byggð- ur yrði á tillögum Bandaríkja- manna um slíkan her. Norðmennirnir þrír áttu að ræða í dag við Robert Mcnamara, landvarnaráðherra Bandaríkj- anna, en þeim fundi var aflýst og áttu þeir þess í stað fund með Roswell Gilpatric og Paul Nitze, aðstoðarlandvarnaráðherrunum. Er hugsanlegt, að þeir ræði við Macnamara á morgun eða föstu- dag. Á föstudag ræða þeir við Dean Rusk utanríkisráðherra og Kennedy forseta. í dag ræddi Lange ennfremur við Dean Ache- son, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Árshátíð Sjálf- stæðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða- og Bessastaðahrepps heldur árs. hátíð sína laugardaginn 23. þessa mánaðar í samkomuhúsinu Garða holti kl. 8,30 eftir hádegi. Aðgöngumiðar fást hjá Jónl Guðmundssyni, Grund, Magnúsi Guðmundssyni, ^ Felli, Hanj Christiansen, Ásbergi, Vagni Jóhannssyni, Silfuirtúni, Sveini Ólafssyni ^ilfurtúni, Eyþóri Stefánssyni, Álftanesi og Kristj- áni Guðmundssyni, Biiaverk. stæði Hafnarljarðar. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti — Stjórnin. Togara- sölur BV. Svalbakur seldi í Grimsbr á þriðjudag 128.2 tonn fyrir 9.447 sterlingspund. Annar íslenzkur togari selur erlendis í þessari viku, bv Júpíter í Bretlandi á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.