Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVWBLAÐItí Fimmtudagur 21. marz 1963 Starfsfræðsludagur sjávarútvegsins Rætt við Sverri Júlíusson ÞAR SEM nýlega er lokið starfsfræðsludegi sjávarútvegs- ins, kom blaðið að máli við Sverri Júlíusson, form. LÍU, og spurði um álit hans á starfs- fræðsludeginum og starfsfræðslu yfirleitt. Sverrir sagði að starsfræðslu- dagurinn hefði tekizt með ágæt- um. Þetta væri 3. starfsfræðslu- dagur sjávarútvegsins, sem hald- inn hefur verið fyrir forgöngu Olafs Gunnarssonar, sálfræðings, og ætti hann miklar þakkir skildar fyrir þá forgöngu og þann mikla áhuga, er hann sýnir þessu mjög svo þýðingarmikla máli. Einnig ber að þakka þeim að- ilum, stofnunum og einstakling- um, sem lagt hafa á sig mikla vinnu og kostnað við að koma á slíkum starfsfræðsludegi. Á starfsfræðsludeginum sást það betur en menn gjöra sér almennt ljóst, hversu margþætt þau störf eru, sem sjávarútveg- ur, fiskveiðar, siglingar, vinnsla og hagnýting sjávarafurða, krefj ast. Við þær miklu breytingar, er orðið hafa á síðustu áratugum, er sérmenntun og aukin þekk- ing á hinum ýmsu greinum nauð- synleg. f>að er því efalaust, að það er mjög gagnlegt fyrir unglinga að kynnast, þó aðeins sé á skyndi- sýningu, eins og hér var um að ræða, og fá yfirlit yfir hversu margþætt þau störf eru, er und- irstöðu atvinnuvegur íslendinga hefur upp á að bjóða- Þótt svona sýningar séu fyrst og fremst fyrir unglinga, sem ekki eru búnir að taka ákvörðun um sitt ævistarf, þá er sýning sú, er haldin var 24. febrúar, einnig mjög gagnleg fyrir þá sem eldri eru, að kynnast þeim miklu breytingum og þeim öra vexti, er orðið hefur í sjávarútvegi okkar. — En hvað segið þér um starfs fræðsluna yfirleitt? — Allt frá upphafi íslands- byggðar og fram til síðustu ára- tuga, hefur þjóðin að mestu leyti byggt tilveru sína á landibúnaði og sjávarútvegL Atvinnutæki hafa jafnan verið einföld í sniðum og ekki mjög vandmeðfarin. Börn og ungling- ar hafa lært að fara með þessi tæki á þann hátt, að þeir hafa fylgt hinum fullorðnu að starfi, allt frá blautu barnsbeini. Heim- iiin önnuðust þá starfsfræðsluna, og á stórbýlum, þar sem heim- ilisfólkið var svo margt, að tug- um skipti, var sannkallaður starfsfræðsluskóli. Á seinni árum hefur þetta breytzt snögglega. Starfsgreinar á íslandi 'skipta nú hundruðum og fer sífjölgandi. Samtímis hefur fólkið flutt úr strjálbýli sveitanna í bæi og borg. Aukið fjölmenni í borg og bæjum leiðir eðlilega til minni tengsla barna og unglinga við hinar ýmsu starfsgreinar. Starfs- fræðslan er því að vissu leyti að bæta unglingnum upp það sem hann fer á mis við í miklu fjöl- menni, þar sem heimilið, leik- skólinn, leikvöllurinn, gatan og síðan skólinn, verða aðalum- hverfi barnsins, en vinnustaður- irnir lítt þekktir. Það er mín skoðun, að maður- inn njóti sín bezt, ef hann velur sér starf sem er bezt við hans hæfi og hann finni sjáfan sig í. Er því ekki skylda þjóðfélagsins að kynna fyrir æskumanninum þau störf og þær starfsgreinar, er þjóðfélagið hefur upp á að bjóða og veita honum þá aðstoð, sem nauðsynleg er í því vanda- sama vali. Skólarnir verða því að taka á sig þá skyldu, í sam- ráði við fagmenn í starfsfræðslu, að kynna unglingunum, hvað þeirra býður eða getur staðið til boða á atvinnumarkaðinum. Það er trú mín að þjóðfélagið fái erfiðið endurgoldið í auknum af- köstum og meiri starfsgleðL Sumir halda því fram, að sum- arvinna unglinga leysi hlutverk starfsfræðslunnar að nokkru leyti. Þetta tel ég ekki rétt. Unglingur, sem fær einhverja sumarvinnu sem sjaldnast er sú, sem hugur hans stendur til, er litlu nær um margbreytni at- vinnulífsins. Hann æfir að vísu huga og hönd að einhverju á- kveðnu starfi, en það er langt frá því, að það starf opni honum völundarhús atvinnulífsins. Það er því með öllu óverjandi frá sjónarmiði æskumannsins, að skólinn veiti honum ekki yfirlit yfir störfin í landinu. — En hvernig lítur þá málið út frá sjónarhóli atvinnurekand- ans? — Það er ekki vafamál. At- vinnurekandanum er það mikil- vægt, að hann fái sem færasta menn til starfa, ekki aðeins vegna þess, að maður, sem kann sitt verk afkastar meiru en hinn, sem lítið eða ekkert kann, heldur er einnig mikilvægt, að maður- inn sé til starfs kominn, af því Sverrir Júlíusson að hann vill vinna verkið, hefur áhuga á því og finnur eðlilega vinnugleði á vinnustaðnum. Maður, sem vinnur starf ein vörðungu vegna þeirra laúna, sem hans bíða, verður aldrei full gildur verkmaður, og • það sem verra er, hugarástand hans verð- ur oft þannig, að það spillir góðu andrúmslofti á vinnustað. Hann skilur ekki gildi vinnunnar, er í raun og veru í andstöðu við hana. Hann verður veikur þáttur í atvinnulífinu, þáttur sem hæg- lega getur brostið og jafnvel valdið því að slakni á öðrum. Öllum mönnum, atvinnurek- endum ekki síður en öðrum, er það eðlilegt að vilja eiga gott samstarf við aðra menn, ekki sízt undirmenn sína. Þó ekki kæmi annað til, en þetta lífslögmál, er það augljóst, að atvinnurekend- um er mikill fengur að því, að fá til starfa æskufólk, sem veit hvað það vill og bíður þess með gleði, að verða virkir þátttakend- ur í þjóðarbúinu, vitandi, að á af köstum hvers og eins og sam- stilltu átaki allra veltur gæfa og gengi þjóðarinnar. Það leiðir því af sjálfu sér, að atvinnurekendur styðja starfs- fræðsluna heils hugar, og þeir geta ekki lengur unað við að henni sé ekki fullur sómi sýndur, innan vébanda skólanna. Það er nú einu sinni svo, að allar menntastofnanir þjóðarinnar eiga tilveru sína undir því, að atvinnu lífið blómgist og atvinnulífið á velgengni sína undir því, að sem færastir menn komi úr skólun- um til starfa. Hagsmunir atvinnu lífsins, skólanna og æskunnar haldast þannig í hendur. Síldarstofninn til umrœðu í Bergen Jakob Jakobsson fulltrúi íslands NORSKA fréttastofan NTB skýrði frá því í gær að ákveðið væri að boða íslenzka, norska og rússneska sérfræðinga saman til ráðstefnu í Bergen dagana 22.—27. apríl nk. til aJ ræða stærð norsk-islenzka síldarstofns ins. Mbl. sneri sér í þessu sam- bandi til Jakobs Jakobssonar fiskifræðings. Sagði hann að hér væri rétt frá skýrt og að hann mundi sjálfur sitja ráðstefnuna fyrir íslands hönd. Jakob Jakobsson sagði að rætt yrði um stærð norsk-íslenzka stofnsins, hver áhrif veiðarnar hefðu og hvernig stofninn yrði bezt nýttur. Eitt atriði, sem tek- ið verður fyrir, er smásíldveiðl Norðmanna, en þeir veiða nú ár- lega um 2—3 milljónir mála aí smásíld og eru eina þjóðin, sem gerir út sérstakan flota á þessar veiðar. Mál þetta snertir aðallega ís- land, Noreg og Sovétríkin, en ef til vill mæta á ráðstefnunni fulltrúar frá Svíþjóð og jafn- vel Skotlandi og áheyrnarfull- trúar frá fleiri ríkjum Ráðstefnu þessa átti að halda á síðasta ári, en þá tilkynntu Rússar að þeir gætu ekki senit fulltrúa þangað. Nú hafa þeir hinsvegar tjáð sig reiðubúna að mæta. Louis Armstrong vænt- anlegur til Islands MIKLAR líkur eru til að jazz- leikarinn frægi, Louis Armstrong komi til íslands áður en langt um líður og haldi hér hljóm- leik. Það er Pétur Pétursson sem hefur sett sig í samband við hann og tók Louis mjög vel í það að koma hér í fyrirhugaðri hljóm- leikaferð til Evrópu og kvaðst mundu láta vita þegar sú ferð hefði verið nánar skiþulögð. Louis er nú á sjötugsaldri og búinn að vera átrúnaðargoð jazz- unnenda siðan hann var ungling- ur. Er hann farinn að tala um að draga sig í hlé. Núna er Louis Armstrong á hljómleikaferð um Nýja Sjáland, Ásttalíu, Kóreu og Japan, en það an fer hann til San Francisco. Eftir að hafa stanzað eitthvað í Bandaríkjunum ætlar hann í hljómleikaferð til Evrópu og annað hvort í leiðinni þangað eða í bakaleiðinni mundi hann þá koma við á íslandi. pétur sagði í viðtali við Mbl. í gær, að Louis hefði hijðmsveií sína með sér og mundi halda hér fleiri en eina hljómleika. Líkleg* í Háskólabíói, með góðri sam- vinnu við húsráðendur þar. • Rakararnir í Keflavík Það er m.a. hlutverk Vel- vakanda að koma hvers kyns umkvörtunum almennings á framfæri. Oft hefur hann ekki aðstöðu til þess að dæma um það, sem sagt er í bréfunum, og svo er um það, sem hér birtist frá „Keflvíkingi": „Okkur Keflvíkingum þykir ganga furðu næst, hvernig rak- arastofur bæjarins eru starf- ræktar. Hárskerarnir tóku upp á því fyrir um það bil ári að hafa lokað á mánudögum, sem er í alla staði mjög bagalegt í svo stóru bæjarfélagi, einkum á vertíðinni, þegar landlegu ber upp á mánudag, og sjómenn þurfa nauðsynlega að komast á rakarastofu. Á mánudögum geta þeir enga þjónustu fengið að þessu leyti nær en í Hafnar firði. Hárskerarnir hafa þótzt bæta þetta upp, með því að hafa opið til kl. 19 á laugardögum. En það fylgir böggull skammrifi, því að þeir hafa ekki þá verið að hugsa um hag viðskiptavinanna, held- ur sinn eigin hag, þar sem hár- skerarnir taka eftirvinnukauþ frá kl. 12 e.h. á laugardögum, sem ég tel, að þeir hafi ekki rétt til, þar eð þessir hárskerar hafa ekki skilað venjulegri vinnu- viku, með því að hafa opið alla virka daga vikunnar, eins og aðr ir gera, sem hér veita þjónustu í bænum. Auk þess gætir mikils mis- ræmis í opnunar- og lokunar- tíma. Ein stofan opnar kl. 7,30 á morgnana og lokar um kl. 8,30 á kvöldin og dregur aldrei niður gardínur. Hinar stofurnar hafa opið einhvers staðar þarna á milli og draga aldrei upp gardínur". Bréf Keflvíkings endar svo á því, að hann skorar á rakarana að setja fastar reglur, eða þá að bæjarstjórn geri það. • Misnotaður útvarpsþáttur „Iðnaðarmaður, sem hefur ekki kennaralaun“ sendir Vel- vakanda þetta bréf: „Ljótt er til þess að vita, a# útvarpsþátturinn „Um dagina og veginn“ skuli hvað eftir ann að vera misnotaður sem áróð- urstæki fyrir launamál kenn- ara. Mér finnst persónulega, aS þeir hafi ekki undan neinu að kvarta og get ekki annað séð en þeim sé greitt fullkomlega það, sem sanngjarnt má telja. Veit ég, að margur iðnaðarmaðurina yrði ánægður með mánaðarlaua kennara í lægsta flokki, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess^ að þeir hafa lengsta sumarleyfi allra íslendinga, fyrir utan öli skólafríin, mánaðarleyfi, jóla- frí, páskafrí o.s.frv. — Hvað seg ir þú um þetta? — Velvakandi hlustar lítið & útvarp og veit ekki heldur, hver lægstu mánaðarlaun kennara og iðnaðarmanna eru. TjU dUOv/ull, ^ | | TT©pTb \ \\ 1 I l r COPINHWtH 07^ \\V v / f/H- Vi) vvi7 AEG Mótorrofar BRÆBURNIR ORMSSON Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.