Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBL AÐIÐ Fimmtudagur 21. marz 1963 Þessi mynd er frá markaðinum í Kano, þar sem kaup og sala á úlföldum fer fram. bíl, er maður vegalaus á flug- vellinum 17 km. frá borginni. Þetta gekk eins og í sögu. Vin- ur Ómars, Betb Wall, sem hafði verið í 10 ár á Keflavíkurflug- velli, hafði þurft að bregða sér til Ghana, en sendi annan í sinn stað, sem ók mér að húsi Óm- ars rétt hjá flugvellinum. Tengdapabbi tók dótturina aftur. Þarna hafði ég yndislegt lítið einbýlishús til umráða og þjónn inn Salomon horfði á mig aug- um, sem eru eins og svartar perlur og sagði: — Já, madaml við hverju sem var. Að vísu gekk mér ekki vel að skilja „pidginenskuna" hans, sem að þarlendra sið var borin fram nær eingöngu á háu nótunum, en það hvarflaði ekki að mér að hann skildi ekki alltaf mína fínu ensku, úr því hann sagði eftir Elínu Pálmadóttur „FERÐIN gekk að óskum. Hér er dásamlegt. Sól og sumar, þjónn til að þvo af mér og elda ofan í mig, einkabílstjóri til að aka mér þangað sem ég vil fara og lífið leikur við mig.“ Eitthvað á þessa leið hljóðaði póstkortið frá Afríku til fjölskyldu minnar, sem beðið hafði með öndina í hálsinum eftir að vita hvernig þetta æfintýri mitt, að flækjast suður undir miðbaug, færi. Þetta var nú samt ekki svona einfalt og þegar ég fer að fylla inn í eyðurnar eftir heimkom- una, vill fólk gjaman heyra meira um fyrstu viðbrögð ferða konu af íslandi, þegar hún svo að segja dettur ofan úr skýjun- um í svo framandi umhverfi. Ég fór að heiman eins vel und irbúin og mér gat hugkvæmzt, bólusett gegn gulu, stífkrampa, taugaveiki, blettataugaveiki og guð má vita hverju, búin að finna Nígeríu á landakortinu í krikanum þar sem Afríka mjókk ar og meira að segja að lesa hina 400 síðna bók Gunthers „Inside Africa“. Svo ég þóttist heldur góð. Frá honum hafði ég fengið þá hugmynd að skoða gömlu eyðimerkurborgina Kano, nyrst í Nígeríu, alveg í jaðri Sahara- eyðimerkurinnar, í bókinni var jafnvel getið um hið ágæta flug vallarhótel. Ég gat því einfald- lega sent skeyti þangað, pantað herbergi og stigið þar af þotunni frá London. Ákaflega einfalt! Enska konan, sem sat við hlið ina á mér í flugvélinni, hafði búið í Afríkulöndunum í mörg ár og hún lét mér fúslega í té góð ráð: 1) Skildu aldrei nokk- urn hlut við þig í ólæstri hirslu þjónarnir eru elskulegir, en ef þú ert svo mikill kjáni að láta hlutina liggja á glámbekk, þykir þeim ekki nema sjálfsagt að hirða þá. 2) Drekktu aldrei vatn sem þú ekki veizt að er soðið og borðaðu sem mest soðinn mat. Annars færðu í magann og verð- ur veik. 3) Stingdu flugnanet- inu þínu vel undir dýnuna, þegar þú ferð upp í og gættu þess að moskitófluga leynist ekki fyrir innan. Annars verðurðu öll bit- in og bólgin að morgni. 4) Gleymdu ekki að taka kíníntöfl- urnar þínar á hverjum degi. Annars bera moskítóflugurnar í Næturvörðurinn var ávallt reiðubúinn með bogann sinn fyrir utan húsið til að verja það fyrir innbrotsþjófum. þig malaríu. ... Það virtist margt að varast. Og sú góða kona skildi ekki við mig fyrr en maður hennar hafði ekið mér að dyrum hótelsins og gefið mér síma- númerið á skrifstofu sinni, ef ég þyrfti á hjálp að halda dag inn eftir. Hótelherbergið braggi úti í skógi Ég man að ég var hin bratt- astasta þegar þau kvöddu. En þegar ég lít í vasabókina mína, sem ég var að krota í mér til dundurs um 10 leytið um kvöldið á barnum á Airport Hótel, þá sé ég að ég hefi ekki verið eins upplitsdjörf: „Hræðilegur stað- ur. Þetta er ekkert venjulegt hótel. Einhver lág smáhús út um allt, langt frá aðalbyggingunni. Surtur einn hefur vísað mér á herbergi í smáhúsi inn á milli trjánna, þar sem ekki er nokkur sála í nánd, rimlar í dyrum, gluggarnir festir aftur með hengju og úti I myrkrinu heyrðist þvaðrið í negrunum og hávært skordýrasuð." Eftir að hafa tekið bað, ákvað ég að vita hvort. ég sæi ekki eitthvert hvítt fólk í þessu svarta myrkri. í aðalbyggingunni var notalegur bar, borðsalur og setu stofa, allt fullt af svörtum þjón- um malandi tungu sem ég ekki skildi, og þegar ég skrifaði nafn- ið mitt í gestabókina, sá ég að ég var eini gesturinn er komið hafði þann daginn. En hvert höfðu aðrir farþegar af flugvél- inni farið. Með eftirgrennslan komst ég að því að annað hótel í svipuðum stíl hefur verið byggt inni í bænum, og senni- lega er gamla, góða flugvallar- hótelið brátt úr sögunni. Ég sat ósköp vesæl yfir glasinu mínu í barnum, eigandi eftir að eyða nóttinni þarna einhvers staðar inni í skógi, með enga mögu- leika á flutningi þaðan og með allan minn ferðaeyri í illa læst- um kofa. Fjarska var ég fengin þegar ég sá ensk hjón með tvo krakka aka upp að dyrunum og taka hús skammt frá mínu. Og mikið gerði ég gys að sjálfri mér, þegar ég vaknaði í glaða sólskini daginn eftir, meira að segja, algerlega óbitin af moski- tóflugum því ég hafði nælt vand lega saman öll götin á flugna- netinu mínu með hárnálum og sett báðar vifturnar á fullan hraða uppi yfir rúminu. Og allir surtarnir voru bara þetta hlátur milda, síþvaðrandi fólk, sem ég átti eftir að kynnast og læra að meta. Ég leigði mér bíl og eyddi deginum í þessari skemmtilegu eyðimerkurborg, þar sem kyn- legum leirhúsum er hrúgað sam an, en gömul emírshöll og falleg indigólitararnir sitja og dýfa klæðinu í litarbrunninn og berja svo gljáa á efnið með trésleggj- um, þar sem vefararnir hafa set ið í þúsund ár í húsgörðunum við vefinn sinn, þar sem eyði- merkurbúar með vefjahetti koma með úlfalda og nautgrip- ina með stórum hornum á mark- aðinn og þar sem er að finna reglulegan Afrlkumarkað með öllu því lífi og fjöri sem honum fylgir. En það er önnur saga. Þegar ég lagði af stað frá Kanó næsta kvöld með flugvél, var allt í himnalagi. Nú var ég á leið til höfuðborgarinnar Lagos, þar sem Ómar Tómasson, fugmaður, hafði ætlað að biðja kunningja að taka á móti mér og lána mér húsið sitt, bílinn og þjóninn meðan hann væri með fjölskyldu sinni í Evrópu. Og jafnvel þó enginn kæmi, yrði mér ekki mikið að vanbúnaði í stórborginni. Þá vissi ég ekki, að í Afríkulöndunum tekur maður ekki bara áætlunarvagn af flug- vellinum inn í borgina, því þeir eru engir. Ef hótelið ekki sendir alltaf já. Salomon bjó, eins og siður er, í þjónahúsinu í bak- garðinum, þar sem hann hafði hjá sér bróður sinn og konu sína. Þ.e.a.s. tengdapabbinn hafði tekið hina réttu konu hans og frumburðinn aftur heim til sín í sveitina, af því Salomon borg- aði ekki það sem hann skuldaði honum fyrir hana. Og öðru hverju skrifaði hann svo Salom- on hótunarbréf, þar sem hann tjáði honum að ef hann borgaði ekki fengi hann ekki konuna. En Salomon lét bara krók koma á móti bragði. Þegar Patricia, kona Ómars, rak eina barnfóstr- una eftir viku, tók Salomon hana að sér. Og hann sagði mér að hann ætlaði að giftast henni í alvöru um jólin. Áður en vinur Ómars kvaddi, spurði hann hvort ég hefði nokk urt vasaljós eða barefli við rúm ið. Það væri svo mikið brotizt þarna inn og hirt allt lauslegt. Þó járnnet væru fyrir öllum glugg- um og bæði hurðir og gluggar læst, þá væri gott að hafa bar- efli sagði hann. Þessir innbrots- þjófar hefðu það þannig, að þeir færu úr fötunum og smyrðu sig olíu, svo ómögulegt væri að Framhald á bls. 15. Garðyrkjumennirnir halda hverjum grasbletti og öllum vega- köntum snöggslegnum, svo að slöngurnar hætti sér ekki út á þá. Þeir neita alveg að nota nýtízku tæki eins og garðsláttu- vélar, en beita tveimur löngum hnífum, sem þeir sveifla á grasið, svo auga verður vart á fest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.