Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. marz 1963 JWtripjjMaMíb Ú-tgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigiu: Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krístinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. AÐ FINNA ÆTTJÖRÐ- INA í HJARTA SÉR fT'ómas Guðmundsson, skáld, mælti að vanda margt vel og hnyttilega í ávarpi því á kvöldvöku Stúdentafélags Reykjavíkur, sem birt var hér í blaðinu í gær. En ástæða er til þess að minnast sér- staklega á eitt atriði ræðu hans. Hann minntist. á þá hættu, sem í því væri fólgin, að margir ágætir íslenzkir menntamenn hefðu undan- farin ár sezt að í útlöndum, í stað þess að leggja hönd á plóginn heima á Fróni og láta þjóð sína verða aðnjótandi þekkingar þeirra og lærdóms. Ein meginástæða þessarar staðreyndar væri auðvitað, sagði skáldið, að þeim byðust betri launakjör erlendis. Um þetta komsj: Tómas Guð- mundsson m.a. að orði á þessa leið: „Nú er það vitanlega svo, að það • er ekki eingöngu sanngjarnt heldur þjóðfélags- leg nauðsyn að allir fái við- unandi laun — og helzt meira — fyrir störf sín, og það er þjóðinni beinlínis lífsnauðsyn að geta notið þeirra manna, sem hafa sótt sér mesta menntun og kunnáttu. Samt hefur svo ógiftusamlega vilj að til, að fjöldi þeirra ungu menntamanna, sem einmitt hafa reynzt mestir afburða- menn í fræðigrein sinni hafa sezt að erlendis, orðið þar eftir. Það er alveg vafalaust, áð ýmsir þessara ágætu manna og kannski flestir þeirra hafa ílenzt í öðrum löndum, ekki vegna þess, að þeir hefðu síður viljað vinna hér heima, heldur af hinu, að þeir hafa verið langdvölum erlendis, slitnað úr tengslum við land sitt og þess vegna ekki komið auga á verkefni, er hæfði menntun þeirra, ing að gera ungum vísinda- mönnum og menntamönnum, sem hafa aflað sér hagnýtrar þekkingar á fjölmörgum svið- um, kleift að setjast hér að. Við verðum að leggja höfuð- kapp á að búa þannig að þess- um mönnum, að þeir geti sezt að hér heima, en flytji ekki til fjarlægra landa. íslenzkt atvinnulíf og bjargræðisvegir hljóta í vaxandi mæli að byggjast á vísindalegum rann sóknum og hagnýtri þekk- ingu. Við getum því bókstaf- lega ekki verið án þeirra menntamanna okkar, sem lagt hafa fyrir sig nám í hin- um hagnýtu fræðum. Þeir verða að sjálfsögðu að minnast þess, að þeir eru synir og dætur lítillar þjóðar, sem oft hefur lagt mikið að sér til þess að kosta þá til náms. Þeir verða líka að gera sér ljóst, að stórar og auðug- ar þjóðir kunna enn um skeið að geta boðið þeim betri kjör en íslenzka þjóðin getur. En ísland er þeirra land. Það býr yfir miklum möguleikum og þjóð þess vill leggja sig fram um að hagnýta eftir fremsta megni þekkingu hinna ungu mennta- og vís- indamanna sinna, launa þá eins vel og hún getur og búa vel í haginn fyrir þá. Enda þótt mikið bresti á að nokkru lokatakmarki hafi verið náð í þessum efnum, er þó sann- leikurinn sem betur fer sá, að íslendingar hafa á síðustu ár- um lagt mikið kapp á að bæta aðstöðu vísindamanna sinna og menntamanna. Þeirri við- leitni verður að halda áfram. ísland þarf á kröftum allra sinna æskumanna að halda, ekki sízt þeirra . sem halda vopni þekkingar og vísinda í hendi sér. Með því vopni Dæmdur fyrir morð og mannrán 19 — hefur nú verið lálinn liius hvað þá að eftir þeim væri|mun þessi litla þjóð vinna sótzt hér heima. Ég veit af.frið, farsæld og glæsilega kynnum mínum við suma þessa menn, að þeir sakna lands síns og þjóðar, enda er hver sá maður illa farinn, sem ekki finnur fyrir ættjörðinni í hjarta sér. Og það er ekki annað hægt en finna sárt til þess, að slíkir menn glatist okkur. í okkar þjóðfélagi, þar sem stórir hlutir eiga að geta gerzt í náinni framtíð, hlýtur það að vera góð fjárfesting að gera þeim kleift að setjast hér að“. 'k Þessi ummæli Tómasar Guðmundssonar, skálds, eru vissulega hin athyglisverð- ustu. Það er alveg rétt, að það hlýtur að vera góð fjárfest- framtíð sér til handa. NÝ LOFT FERÐALÖG 'Díkisstjórnin hefur nýlega lagt fram á Alþingi frum- varp til nýrra loftferðalaga. Með því er lagt til að innan- landslög um loftferðir verði samræmd alþjóðlegum regl- um, sem íslendingar eru að- ilar að á þessu sviði. Enn- fremur er lagt til að þau komi í stað laga um flugvelli frá 1945. En með þeim lögum má segja, að grundvöllur hafi verið lagður að flugvallar- byggingum og bættum skil- yrðum fyrir flugsamgöngur í Árið 1924 gerðu tveir skólapiltar frá Chicago, Nath- an Leopold og Richard Loeh, tilraun til þes að fremja „fullkominn glæp“. Þeir rændu 14 ára dreng, Bobby Franks, og myrtu hann. Dreng inn völdu þeir af handahófi úr hópi unglingaskólanem- enda. Það komst upp um giæp Leopolds og Loebs og þeir játuðu sök sína. Verjanda þeirra, Clarence Darrow, tókst að bjarga þeim frá dauðadómi, og varð ræðan, sem hann hélt þeim til varn- ar, mjög fræg. Leopoid og Loeb voru báðir dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð- ið og auk þess í 99 ára fang- elsi fyrir mannrán. ★ Nú hefur Nathan Leopold, sem er 58 ára, verið látinn . laus. Fyrir fimm árum fékk hann að yfirgefa fangelsið í Stateville, Illinois, til reynslu. Hann fór þá til Puerto Rico, þar sem hann hefur dvalizt síðan. Hegðun hans þennan landinu. Voru þau á sínum tíma hin merkasta löggjöf. Þróun íslenzkra flugmála hefur verið örhröð. Segja má, að öll þjóðin hafi í dag not af flugsamgöngum innanlands og flugsamgöngur okkar við umheiminn hafa rofið alda- langa einangrun íslands. ís- lenzkir flugmenn hafa unnið mikil afrek. Flugsamgöngur þær, sem Flugfélag íslands og Loftleiðir halda uppi milli íslands og annarra landa eru glæsilegt dæmi um þann þrótt og stórhug, sem mótar athafnir íslendinga á miðri hinni 20. öld. GULLFOSS Fregnirnar um bruna Gull- foss hafa áreiðanlega komið illa við alla Íslendinga. Gullfoss er eitt vinsælasta skip íslenzka flotans. Þetta fallega skip hefur um langt skeið haldið uppi reglubundn- tíma hefur verið óaðfinnan- leg og nú hefur hann hlotið fullkomið frelsi. Loeb var myrtur af sam- fanga sínum í Stateville- fangelsinu 1936. Leopold og Loeb voru báðir af mjög auðugu fólki og báðir framúrskarandi vel greindir. T.d. hefur Leopold greindar- vísitölu 208, en greindarvísi- tala snillinga er miðuð við 160. Meðan Leopold var í fang- elsinu 'lagði hann stund á 27 tungumál, stærðfræði og aðr- ar vísindagreinar, og er nú í miklu áliti sem stærðfræð- ingur. Úr fangaklefa sínum hafði Leopold bréfasamband við Albert Einstein, og Ein- stein hefur sagt, að Leopold hefði getað látið mikið af hendi rakna í þágu vísind- anna, hefði hann yerið frjáls maður. Þegar Leopold kom til Puerto Rico gerðist hann starfsmaður í sjúkrahúsi þar. Hann hefur unnið að rannsókn NATHAN LEOPOLD, snillingur, sem gerði tilraun til þess að fremja „fullkominn glæp“, en sat 33 ár í fangelsi. Þar lagði hann m.a. stund á 27 tungumál og skrifaðist á við Einstein. um á malaríu og náð töluverð um árangri. Auk þess hefur hann tekið doktorspróf í þjóð félagsfræði. Kvikmynd hefur verið gerð um glæp Leopolds og Loebs og réttarhöldin yfir þeim. Var myndin sýnd í Nýja Bíói fyrir einu eða tveimur árum. Adenauer hélt velii Stjórnarandstaðan reyndi oð afnema bann stjórnarinnar við útflutningi á stáirörum til Sovétríkjanna um ferðum milli íslands og monnum í , , , , . _ fynr oliu. nagrannalanda okkar, sem við eigum mest skipti við í menningarlegum efnum. Mik- Bonn, 20. marz NTB-Reuter AP. AÐ undanförnu hafa staðið yfir harðar umræður á sambands- þinginu í Bonn um það, hvort banna skuli útflutning á stálrör- um til Sovétríkjanna og fleiri Austur-Evrópuríkja. SI. mánudag fór atkvæðagreiðsla um málið og urðu úrslit hennar afstöðu kristi- legra demokrata í vil. Samningur hafði verið undir- rítaður um sölu á 163 þúsund tonnum af stálrörum til fyrr- greindra ríkja er Atlantshafs- bandalagið beindi þeim tilmæl- um til aðildarríkjanna að taka fyrir allan útflutning á stálrör- um þangað, á þeirri forsendu að nota má þau til hernaðarþarfa. Er t. d. talið að Rússar hyggist nota hin vestur-þýzku stálrör í olíuleiðslur, er sjái sovézkum her Austur-Þýzkalandi Stjórn V-Þýzkalands varð við tilmælum NATO og bannaði út- flutning stálröranna, en Sósíal- ill fjöldi fólks hefur ferðazt demókratar sem eru í stjórnar með Gullfossi og notið þar góðrar aðbúðar. En óhöpp og slys geta allt- af hent. Margt bendir að vísu til þess að gáleysi af hálfu starfsmanna skipasmíðastöðv- arinnar sé hér um að kenna. Er það að sjálfsögðu vítavert. En vonandi verður viðgerð Gullfoss lokið á skömmum tíma, þannig að sem minnst óhagræði verði af bruna- skemmdum þeim, sem orðið hafa á skipinu. andstöðu og Frjálsir demókratar kröfðust umræðna á þingi. Var sú afstaða þeirra að halda bæri alla samninga, sem gerðir hefðu verið áður en tilmæli Atlants- hafsbandalagsins komu fram. Jafnframt eru flokkarnir í þessu máli talsmenn iðnjöfra, sem óska eftir auknum viðskiptum við Austur-Evrópuríkin. Þá hafði það ekki svo lítil áhrif á afstöðu Frjálsra demókrata að sérfræð- ingur flokksins í skatta- og tolla- málum gegnir mikilvægri stöðu í einu þeirra þriggja stóru iðn- fyrirtækja, sem áttu hlut að samn ingunum og var hann einn' en þriðjudag 26. marz. þeirra sem undirrituðu samn- inginn við Rússa. ★ ★ ★ Umræðurnar á sambandsþing- inu urðu afar harðar og þegar ákveðið var að hafa atkvæða- greiðslu um málið gengu allir þingmenn kristilega demókrata- flokksins af þingi, neituðu a5 taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir varð þó þingforsetinn Eugen Gerstenmaier og var hann hinn eini, er greiddi atkvæði gegn til- lögu Sósíaldemókrata og Frjálsra, sem samþykkt var með 224 at- kvæðum. Nokkrir þingmenn frjálsra demókrata voru fjarver- indi og réði það úrslitum máls- ins, því að samkvæmt v-þýzkum lögum þurfa 250 þingmenn a5 taka þátt í atkvæðagreiðslu til þess að hún -teljist lögleg. Námsstyrkur við háskólann í Köln HASKÓLINN í Köln býður ís- lenzkum stúdent styrk til sumar- dvalar þar við háskólann frá L apríl til 31. ágúst þ. á. A þessu tímabili er sumar-kennslumiss- erið þrír mánuðir, en tveir mánuðir sumarleyfi. Styrkur- inn er 250 DM á mánuðL Kennslugjald er ekkert og reynt verður að koma styrk- hafa fyrir á stúdentagarðL Stúdent, sem leggur stund á germönsk fræði, mun að öðru jöfnu ganga fyrir. Umsóknir (ásamt meðmælura og vottorðum) skal senda skrif- stofu Háskóla Islands ekki síðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.