Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. marz 1963 Tvö skíöahótel nyrðra bjdða páskadvöl á skíðum Og Flugfélag íslands flytur fólkið á 25% lægra gjaldi T V Ö skíðahótel úti á landi hafa nú gert stórátak til að geta veitt gestum hvaðanæva af landinu þægilega og góða dvöl um pásk- ana og Flugfélag íslands styður þessa viðleitni með því að gefa sérstakan afslátt, 25%, með svo- kölluðum „skíðafargjöldum" til Isafjarðar, Akureyrar og Egils- staða, en landsmótið í ár verður haldið í Neskaupstað og „skíða- fargjöldin“ til Egilsstaða veitt til að örva fólksstraum þangað. Hilmar Sigurðsson, yfirmaður iijnanlandsflugs Fí og Sveinn Sæmundsson, ræddu við frétta- menn um þessa nýjung í gær. Þeir eru nýkomnir úr heimsókn í skíðaskála ísfirðinga og skíða- hótel Akureyringa og létu vel af öllu, góðum aðbúnaði á ísafirði og glæsilegu skíðahóteli Akur- 19 ára stúdent setti heims- mef HENRY Carr, 19 ára gamali stúdent frá Arizona setti í gær heimsmet í 220 yarda (202 m) hlaupi. Hljóp hann vegalengd- ina á 20.4 sek. á meistaramóti háskóla í Bandaríkjunum Gamla metið var 20.5 sett fyrst af Englendingnum Radfor og síðar jafnað af Bandaríkja- manninum Paul Drayton. Henry Carr hljóp 100 yarda á 9.6 sekúndum og stökk 7.35 m í langstökkskeppninni. eyringa, þar sem ekkert hefur verið til sparað að gera allt sem bezt úr garði. Hilmar sagði að um 600 manns hefðu farið í skíðaíerðir með Fí um páskana í fyrra og nú vildi Eí greiða fyrir snjólausum Sunn lendingum að komast í norð lenzkan snjó. Snjór er nægur i grennd við skíðaskála Isfirðinga og hótel Akureyringa. Um far- gjöldin og skíðahóteiin tvö sögðu þeir m.a. svo frá: Skíðafargjöldin til ísafjarðar og Akureyrar gilda frá 1. apríl til 1. júní. Til Egilsstaða gilda þau frá 1.—20. apríl, og eru mið- uð við Landsmót skíðamanna, sem fyrirhugað er að halda í Nes kaupstað á þessu tímabili. Skíða- fargjöldin eru 25% lægri en venjuleg fargjöld milli framan- greindra staða, miðað við ein- miðafargjöld. Ýmsar sérreglur gilda um afsláttarmiðana. Á skíSum í Hlíðarfjalli Svo sem kunnugt er, hafa Ak- ureyringar unnið að byggingu skíðaskála í Hlíðarfjalli að und- anförnu. Byggingu og innrétt- ingu skálans er að mestu lokið og er hann aUur hinn glæsileg- asti. í kjallara eru 5 gistiher- bergi, gufuböð og steypiböð, rúm góð snyrtiherbergi fyrir skíða- fólkið og geymslur. Á miðhæð eru tveir veitingasalir, sem rúma um 100 manns, lesstofa, eldhús, skrifstofa og snyrting. Á milli- hæð er skíðageymsla. Á rishæð eiu 6 gistiherbergi 2—3 manna. Þar eru einnig fjögur lítil her- bergi með fjórum rúmum hvert og svefnpokarými fyrir 40—50 manns. Þá er stór „almenn- ingur“. Alls munu um 100 manns geta gist í skálanum, sem er hit- aður með rafmagni frá Laxár- virkjun. Skíðaskálinn í Hlíðar- fjalli er í 500 metra hæð yfir sjávarmál. Skíðaland í fjallinu er með eindæmum gott og mjög fjölbreytt, þannig að þar munu allir finna brekkur við sitt hæfi. í páskavikuni verður efnt til sérstakrar dagskrár í skíðaskál- anum í Hlíðarfjalli. Skíðakennsla verður á daginn og farið verður í lengri og skemmr' gönguferðir á skíðum. Á hverjn kvöldi verða kvöldvökur í skálanum með íjöl- breyttu skemmtiefni. í sambandi við skíðafargjöld Flugfélags íslands verða seldar í einu lagi ferðir frá Reykjavík ásamt vikudvöl í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli og er þá innifalið í verðinu ferðir báðar leiðir á- samt gistingu og fæði í eina viku. Ennfremur ferðin frá Ak- ureyrarflugvelli upp að skálan- um. Þessar ferðir verða aðeins seldar í sóluskrifsíofu Flugfélags Framh. á bls. 23 Ársþing ÍBR hófst í gærkvöldi ÁRSÞING ÍBR hófst í húsakynn um Slysavarnarfélagsins á Grandagarði í gærkvöldi. Var þá lögð fram og skýrð skýrsla stjórn ar og reikningar bandalagsins. Þá var fjallað um ýmsar tillögur og nefndir skipaðar. Síðari hluti ársþingsins fer fram að 2 vikum liðnum. Myndin er tekin í einni af Ieiftursóknum IR-inga í leik þeirra gegn ÍS í fyrrakvöld. Aldrei þessu vant hefur þarna hlaupið snurða á þráðinn og stúdent komzt á milli. Körfuknattleiksmótið: 63 stiga munur í báöum leikjunum Munurinn einn svipaður skorun i heilum leik t FYRRAKVÖLD voru leiknir tveir allsögulegir leikir í körfu- knattleiksmótinu. Þeir voru það að því leyti, að trúlega hafa þarna verið um að ræða mestu yfir- burðasigrar, sem fram til þessa hafa sézt í körfuknattleik í opin- berum leik hér á landi, eða eins og almennt var sagt eftir leikinn: „Þeir voru báðir einstefnuakstur frá byrjun til enda“. Fyrri leikinn léku a-lið KR gegn KFR í öðrum flokki. KR liðið hefur sem kunnugt er á að skipa ekki færri en 6 af 12 mönn- um í unglingalandsliðinu en KFR V//-V•.///**•.<•/.‘á■■■**•. /<■ Hið glæsilega skíðahótel Akureyringa er á hinn bóginn eitt af neðstu iiðunum í keppninni í öðrum flokki. Það var viðbúið að KR- ingar mundu leika sér að and- stæðingunum, en fæstir munu hafa átt von á 65 stiga mun. KR miðaði að því allan leik- inn að vinna slíkan sigur og létu landsliðsmenn sína leika allan leikinn nema stuttan kafla í byrj un síðari hálfleik. Þótti þá frekar tilvinnandi að hljóta mikinn stigamun en þjálfa upp lítt leik- reynda varamenn og leið ekki á löngu fyrr en kempurnar voru komnir í leikinn aftur. Leiknum lauk eins og fyrr seg- ir með 65 stiga mun, 75:10, en staðan í hálfleik var 46:4. í síðari leiknum endurtók sig að miklu leyti saman sagan í þeim hinum fyrri. Stigamunur í leiks- lok var þar 59 stig, enda stú- dentar sjaldan sézt leika slapp- ari leik. Er furða til þess að vita að þetta skuli vera fjórða mótið síðan þeir unnu íslandsmeistara- tign 1959. Þótt erfitt sé að segja til um frammistöðu leikmanna í leik sem þessum má þó fullyrða, að leikmenn ÍR hafi almennt átt góðan leik. Næst verður leikið í mótinu á laugardagskvöld og leik þá til úr- slita í öðrum flokki a-lið KR og ÍR. Hafa þaU lið borið mikið sigurorð af öðrum liðum í þeim flokki, og hvorugt þeirra ætla að gefa eftir meistaratignina, enda mun erfitt að spá nokkru um úrslit í leiknum. Gefst mönnum þar kostur að sjá í einu leika 11 af 12 leikmönnum í unglinga- landsliðinu, sem utan fer í sum- ar. Síðari leikurinn er í meistara- flokki og leika þá ÍR-ingar gegn Ármanni. Leikur þessi kemst næst því að geta talizt úrslita- leikur í sínum flokki, því þessi lið voru efst eftir fyrri umferð- ina og Skildi þau aðeins einn vinningur og síðan hefur hvorugt liðið tapað leik. Molar ÍTALIR unnu Búlgara í lands- Ieik B-liða með 1 marki gegn engu. Leikurinn fór fram í Firenze. í hálfleik stóð 0—0. 1 ENSKA knattspyrnulandslið- ið fer í fjögurra daga keppnis- för eftir að úrslitaleikurinn ^ í bikarkeppninni hefur farið fram 25. maí. Englendingar keppa við Tékka í Bratislava 29. maí, við A-Þýzkaland í Leipzig 2. júní og við Svlss- lendinga í Basel 5. júni. _____________ ,1 ÍTALSKA liðið Napoli vann I í gær lið Belgrad með 3—1. i Leikurinn var síðari leikur lið anna í keppni bikarmeistara Evrópulanda. Fyrri leikinn unnu Belgrad-menn með 2—0, svo aukaleikur verður fram að fara um hvort liðanna heldur áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.