Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. marz 1963 MORCVISBL 4ÐIÐ 33 Kvikmyndaframleiðendur heiðr uðu hinn kunna sönglagasmið, Irving Berlin, á dögunum og veittu honum heiðursverðlaun þau, sem þeir veita árlega. Er Berlin sá 11. sem þessi verðlaun hlýtur. Irving Berlin er 74 ára að aldri og er þetta í annað sinn sem hann hefur orðið aðnjótandi slíks heið urs, að hans eigin sögn, síðan 19,13, eftir að hann hafði samið „Alexander’s Ragtimeband“. Meðal þeirra, sem sendu Berlin skeyti í tilefni verðlaunana, voru forsetamir Truman, Eisenhower og Kennedy. Á meðfylgjandi mynd sézt Berl in með fjórum söngelskum kon- um, þeim Ginger Rogers, Rosa- lind Russel, Dinah Shore og Yv- etty Mimieux. — íþróttir Framh. af bls. 22 íslands í Lækjargötu 2, og kosta kr. 2.500.00 sé dvaiið í gistiher- bergjum, kr. 2.300.00 dvelji við- komandi í litlu fjögurra manna herbergi og kr. 2.100.00 sé dvalið í svefnpokarýminu. Skiðefargjöld Reykjavík-Ak- ureyri-Reykjavík kosta fyrir þá sem ekki kaupa um leið gistingu í skíðaskálanum, kr. 828.00. í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli munu almenningi verða seldar veitingar eftir að dvalargestir hafa verið afgreiddir og kostar málsverður kr. 50.00—80.00 og kaffi kr. 30.00—35.00. Á skíðum í Seljalanðsdal ísfirðingar eiga því láni að fagna að eiga eitt bezta skíða- land hér á landi aðeins steinsnar frá bænum, í Seljalandsdal. 1 Seljalandsdal er mjög góður skíðaskáli, sem að undanförnu hefir tekið gesti til dvalar og skíðaiðkana. Skálinn, sem er hinn vistlegasti, vel hitaður og rúmgóður, er í 300 m. hæð yfir sjávarmál og fjóra km. írá ísa- firði. Þarna eru rúm fyrir 28 dvalargesti í herbergjum og þar að auki svefnpokarými fyrir all- margt fólk. Dýnur eru í rúmum og þurfa gestir að hafa með sér svefnpoka eða sængur. í skálan- um er matsalur, böð, rúmgóð snyrtiherbergi og skíðageymsla. Haukur Sigurðsson skíðakennari annast skíðakennsiu. Matur og aðrar veitingar eru framreiddar í skálanum, fyrir dvalargesti og aðra. Dvöl í skíða- skálanum í Seljalandsdal kostar kr. 160.00 á sólarhring. Skíðafar- gjald Flugfélags fslands Reykja- vík-ísafjörður-Reykjavík kostar kr. 825.00. Þar sem skíðalandið er svo ná- lægt bænum, mun margt skíða- fólk gista á heimiium á ísafirði, en þaðan er aðeins 10 mín. akst- ur að skálanum í Seljalandsdal. — Kjarnorkuher Framfh. af bls. 1. sína fyrir milligöngu fram- kvæmdastjórnar NATO og fastaráðs bandalagsins í París í meiri mæli en hingað til hefur tíðkazt. 2) Komið verði á nónara eambandi milli stjórnmálar- legrar skipunar bandalagsins og herstjórnar þess. S) Ráðherrafundur NATO í Ottawa taki nauðsynlegar ékvarðanir um að koma á fót kjarnorkuher innan NATO og bygigi hann á þeim hernaðar sem einstök ríki hafa yfir að ráða nú þegar. Ræða lávarðarins tók um það bil þrjá stundarfjórðunga. Hann lagði áherzlu á aukna einingu og samvinnu Vesturveldanna og sagði, að Evrópuríkin ættu að hafa stærra og virkara hlutverki að gegna innan NATO en nú. Hann lagði til, að kjarnorkuher bandalagsins yrði byggður upp af einstökum herdeildum hvers aðildarríkis fyrir sig og tók sem dæmi, að Bretar hefðu boðizt til að leggja hinum fyrirhugaða her til heila deild flugvéla, sem búa má kjarnorkusprengjum. Þó kvaðst Home ekki andvígur til- lögu Bandaríkj anna um „bland- aðan“ kjarnorkuher, sem skipað ur væri hermönnum hinna ýmsu aðildarríkja og væri undir sameiginlegri stjórn bandalags- ríkjanna. Hinsvegar taldi hann torveldara að koma þeirri hug- mynd í framkvæmd. Hann lagði á það áherzlu, að hvernig svo sem skipan kjarnorkuhersins yrði, þegar til kæmi, yrði borg- araleg yfirstjórn að fara þar með úrslita vald. ★ ★ ★ r Haft er eftir góðum heimild- um að tillögu Breta hafi verið vel tekið. Eftir ræðu lávarðar- ins urðu ýtarlegar umræður og lýstu utanríkisráðherrar Hol- lands og Belgíu því þá yfir, að stjórnir þeirra væru reiðubúnar að leggja her þessum til tvær herdeildir, búnum þotum af gerðinni F—104 en þær má búa kjarnorkusprengjum. Fulltrúi V- Þjóðverja, Carsten, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins gaf í skyn, að stjórn sín.myndi einnig leggja hernum til slíkar flug- vélar. Ekki lagði hann þó fram formlegt tilboð þess_ efnis. Full trúar Kanada og íslands létu ekki uppi álit sitt. ★ ★ ★ Haft er eftir Luns, utanríkis- ráðherra Hollands, að umræðurn ar í dag hafi verið mjög ýtar- legar og jafnframt snúizt um önnur vandamál evrópsk. Hafi allir ræðumenn verið sammála um að halda bæri óskertu stjórn málasambandi Bretlands og að- ildarríkja Efnahagsbandalags- ins þrátt fyrir úrslit viðræðn- anna um aðild Bretlands að bandalaginu. Taldi Luns líklegt, að ráðherrafundur Vestuf- Evrópu sambandsins yrði hald- inn í Bonn í lok þessa mánaðar til að fjalla um það mál. Haft er eftir talsmanni frönsku stjórnarinnar, að vestur-þýzka stjórnin hafi lagt til, að sá ráð- herrafundur yrði haldinn og hafi franska. stjórnin í athugun hvernig snúast beri við þeirri málaleitan, en hún hafi ýmis vanökvæði í för með sér fyrir Frakka- Fregnir frá London herma, að á fundi neðri málstofu brezka þingsins hafi í dag komið fram gagnrýni á afstöðu brezku stjórn arinnar til stofnunar kjarnorku- hers Nato, bæði af hálfu þing- manna stjórnarandstöðunnar og íhaldsmanna. Var því haldið fram, að þingmenn hefðu fengið allt of litlar upplýsingar um þetta mál, sem skipti varnir Bretlands miklu máli. Talsmað- ur stjórnarinnar var Edward Heath, sem sagði, að sjálfsagt væri að hafa almennar umræð- ur á þinginu um málið, ef þess væri óskað. Sagði hann viðræð- ur standa yfir milli bandalags- ríkjanna og yrði þinginu skýrt frá gangi þeirra innan skamrns. Heath vísaði því á bug, að ósam- komulag væri milli Breta óg Bandaríkjamanna vegna máls þess, en sagði skoðun Breta þá, að auðveldara væri að koma upp kj arnorkuher, byggðum á hug- myndum Breta heldur en þeim áætlunum, sem Bandaríkjamenn hefðu lagt fram. Þó væri ekkert því til fyrirstöðu að samræma tillögumar, hafa í fyrstu skipan þá er Bretar teldu hentuga, en beina þróun hersins síðan inn á brautir hinna bandrísku tillagna. Sýiiing úr lífi Cowells AMERÍSKA upplýsingaþjónust- an hefur sett upp sýningu úr l'ífi og starfi bandaríska tón- skáldsins Henrys Dixons Cowells en í kvöld frumflytur Sinfóníu- hljómsveit Islands 16. symfóníu hans, Íslandssymfóníuna, sem hann hefur tileinkað Vilhjálmi Stefánssyni. Sýningin er til húsa í bókasafni upplýsingaþjónust- unnar í Bændahöllinni við Haga torg (gengið inn sunnan megin). Síldveiði í Hraunsvík Reykjavík, 19. marz. VB PÉTUR Sigurðsson kom til Reykjavíkur í gær með 200 tunn ur af síld, sem hann fékk á Sel- vogsgrunni. Seinni hluta dags komu vb Hafrún með 350 tunnur og vb Guðimundur Þórðarson með 400 tunnur af síld, sem þeir höfðu fengið á Hraunsvíik Höfr ungur II. var væntanlegur til Akraness seint í gærkvöldi með 200—250 tunnur af síld, sem hann fék á Hraunsvík, og Bára var væntanleg til Reykjavíkur með 100 tunnur, einnig frá Hrauns- víkinni. Síldin veiðist þarma helzt rétt fyrir ljósaskiptin kvölds og morgna. 1 ömmæli Rússa um ísi. myndlistarsýningu f DAGBLAÐINU „Sovétskaja Kúltúra" birtist hinn 19. f.m. eftirfarandi grein um íslenzku myndlistarsýninguna í Moskvu eftir listagagnrýnandann A. Bai- gusjev: „Bláir klettar íslands“ Barátta fyrir sjálfstæði, þjóð- leg vitund — þessar hugsjóRir mörkuðu blómatíma hinna fram sæknu bókmennta íslands. Hinir sömu hugsjónir hafa lyft íslenzkri málaralist. Hún er þrungin ætt- jarðarást og þjóðrækni. Að bíða þess, sem boðið er hvort blítt er eða strangt, og hvað sem helzt að höndum ber, að hopa aldrei langt, standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund. hve mörg sem á því skruggan skall — sú skyldi karlmanns lund. í þessu erindi íslenzka skálds ins Gísla Brynjúlfssonar birtist sú meginhugsun, er einkennir málverk þriggja frægra íslenzkra málara, Jóhannesar Kjarvals, Ás- gríms Jónssonar og Jóns Stefáns sonar. Myndir þeirra eru hreinar og strangar. „Hraun“, „Mosi á Vífils felli“, „Eiríksjökull“, Heiðarlands lag“ — það er eins og norræn náttúra hafi storknað í þunga sínum í hinum föstu litum og kuldalegu byggingu þessa lands lags. Þesir þrír listamenn hófu allir nám í Danmörku héldu síðan áfram í París eða Berlín. En leit evrópskra listamanna á önd- verðri öldinni að nýjum aðferð- um vakti einungis áhuga þess- ara hjartahreinu fslendinga en hreif þá ekiki „Engin af bók- menntastefnum þeim, sem upp komu í Evrópu um og eiftir heimsstyrjöldina (fyrri) skaut nokkrum rótum á fslandi. Vér kynntumst súrrealisma, expres- sjónisma, „neue Saohlichkeit" o. s.frv. af erlendum bókum“, segir Kristinn Andrésson, fremsti könn uður ísl. bókmennta og mikill kunnáttumaður í listsögu. Hið sama gæti hann hafa sagt um hina framsæknu málaralist ís- lendinga. Og enda þótt segja megi að Ásgrímur hafi sætt á- hrifum frá Césanne og Jón frá Matisse, þá er hér einungis átt við æskuáhrif en ekki að fylgt sé þeirra stíl. Íslendingarnir hafa reynzt trú- ir sjálfum sér. Jóhannes Kjar- val hefur næmt auga fyrir árs- tíðum íslands — sýnir sumar- grænt land í einu verki en haust liti í öðru. Hrífandi er auðlegð hans í litum og samspil þeirra á tveim steinum, sem í fljótu bragði kunna að virðast eins. Ásgrímur Jónsson sýnir hið — 750 farast Framhald af bls. 1. bil eitt þúsund. Ekki er Ijóst hve margir hafa flúið hættu- svæðið, en þeir munu skipta þúsundum. Lyf og matvæli hafa verið send til Bali frá borgum á Jövu. Eldgos þetta mun hafa haf- izt 16. febrúar sl. og fórust þann dag 17 manns. Frá því hefur gosinu haldið áfram og öskufall orðið mikið. Er ljóst að það hefur valdið miklu tjóni á uppskeru. fornfræga Heklufjall gnæfandi eins og táknmynd yfir umhverf- ið, blátt yfir bláum snjó. Hann sýnir ryðrauða haustliti og djúp bláa kletta. Jón Stefánsson leitar hins ríkj andi litar. Hann er áhrifamikilP kóloristi. Heiðalandslag hans er þrungið litaauðlegð, en í næstu mynd er eins og hann vilji rétt- læta þennan óraunveruleika, sanna í reynd hina voldugu lita- auðgi hins norræna morguns. Nektarmynd hans er hörkuleg og naumast líkleg til þess að falla okkar sýningargestum í geð. En samtímis er sjálfsm.ynd hans sérkennileg fyrir sa'kir sterks svipmóts og norræns yfir bragðs. Svo virðist sem þetta steika svipmót sé aðaleinkenni þessarar litlu sýningar, sem um daginn var'opnuð í Pusjkin-listasafninu. A. Baigusjev." — A/þingi Framh. af bls. 17. ar nefndar, sem undirbjó lög- in um tekjustofna sveitarfélaga, einmitt með hliðsjón af því, að fundin yrði lausn á þessu vanda- máli. En sú lausn er mjög vand- fundin, þar sem hún breytir veigamiklu grundvallaratriði í þessum umræddu lögum, þ.e. að meginstefnan verður sú, að ait- vinnurekstur sé skattlagður á einum stað. Vitanlega má færa margvisleg rök fyrir þeirri stefruu og hefur kamið í ljós á undan- förnum árum, að mjög miklum annmörkum hefur verið háð að skattleggja atvinnurekstur á fleiri stöðum. Mun það hafa verið skoðun þeirrar nefndar, sem undirbjó lögin um tekjustofna sveitarfél- aga, að víðast hvar mundi hafa verið hægt að ná til þessa rekstr- ar í gegnum aðstöðugjöldin. Hins vegar sýnir dæmið frá Akur eyri ljóslega, að þar hefur mál- ið ekki verið skoðað niður í kjöl- inn sem skyldi og því óumflý- anlegt að taka málið upp til nýrrar abhugunar. En einmiitt með hliðsjón af því, að þetta miál beið úrskurðar og einnig vegna þess, að erfitt er að forma ákveðna tillögu, án þess að til komi sérþekking þeirra manna, sem um málið hafa fjallað, hef- ur ekki úr því orðið, að við þingmenn þess kjördæmis, sem sérstaklega þetta vandamál hef- ur risið, höfurn flutt um það sér- stakt frumvarp á yfirstandandi þingi. Tók alþingismaðurinn undir það með JÞ, að nauðsynlegt væri, að málið verði skoðað frá öllum hliðnm og krufið til mergj- ar, vegna þess að þesi breyting á lögunum hefur ýmsar víðtæk- ar verkanir, sem erfitt er að átta sig á. Loks kvað alþingismaðurinn ástæðu þess, að hanti stóð upp, sérstaklega verið þá, að hann vildi leggja ríka áherzlu á, að þessu máli mætti efcki skjóta óhæfilega á frest, og hefði hann því talið eðlilegast, ef ekki yrði hægt að finna endanlega niður- stöðu á þessu þingi, yrði málið a.m.k. afgreitt á þann veg, að rikisstjórninni yrði faiið að und ihbúa málið fyirir haustþingið með það í huga að finna lausn á þessu vandamáli. Afgreiðslumaður Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. SÍLD&FISKUR Bræðraborgarstíg 5. — Sími 18240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.