Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. marz 1963 — Svo þú ert aff skrifa endurminningar þínar. I»ú ert kannski kominn að því þegar ég lánaði þér fimm krónur. Vagninn ók nú gegnum skemmtilega þorpið, Riddings. Fram undan þeim, til hægri handar mátti grilla byggingar Beckwith-skólans gegnum hita- móðuna, umkringdar fallegum 'beykitrjám. Hr. Phyfe, sem var orðinn talsvert vanur /ið gildr- urnar, sem sir Daniel iagði stundum fyrir viðmælendur sína, gerðist svo djarfur að segja: — Ég er nú ekki viss um, að það sé neitt sérstakt afrek að giftast konu til fjár. Sir Daniel svaraði: — t>að sagði ég aldrei, að hann hefði gert. Hann kann að hafa gert 'það — það veit ég ekkert um. En við lifum í frjálsum heimi, Izzy. í>ú ert eins fátækur og Chriystal var þá, og álíka óþekkt- ur. Ef þú heldur, að þegar svo er í pottinn búið, sé það ekkert afrek að giftast rikri konu af aðalsætt, skora ég á þig að reyna það sjálfur. Með öðrum orðum sagt: Talaðu ekki eins og bjáni. Til þess að ná í konu eins og Adela Pinson var, verð- ur maðurinn að hafa eitthvað við sig. Ég veit, hvað ég er að tala um, því að ég þekkti hana. Það voru að mestu leyti hennar pen- ingar, sem stofnuðu skólann, og ég varð nógu snemma skóla- nefndarmaður til þess að kynn- ast henni vel. Hún var fín kona. Vagninn beygði nú inn á milli steinstólpanna, en hliðið var opið. Á boga milli. stólpanna var málmskjöldur, sem á var letrað með götum gegnum skjöldinn, einkunnarorð skólans: „Possi- bile est si ardenter desideratus“. Sir Daniel vakti athygli Phyfes á áletruninni, og varð hissa, þeg ar hinn lagði það út um leið og þeir óku inn: „Það er mögulegt, ef þú óskar þess nógu heitt“. Sir Daniel tók fram í fyrir honum, glottandi: —• Já, þetta er einkunnarorðið hans pabba gamla, útlagt af hr. Chrystal. Þú skilur, Izzy, að þegar þeir voru að koma þessu af stað, gat ég spýtt svolitlum aurum í fyrir- tækið, en með því skilyrði, að þeir notuðu einkunnarorðið. Mér datt í hug, að karlinn hefði gam- an af því. — En svo finnst yður það ekki vera sannleikur. — Það er nógu nærri sann- leikanum fyrir ungu kynslóðina, sagði sir Daniel, ánægður. — Getur kannske ýtt á eftir þeim. Hvar hefur þú lært latínu, Izzy? — O, það var ungur prestur, sem kenndi okkur nokkrum í safnaðarheimilinu í Shoreditch. En mér er nú aldrei Ijóst, hvaða gagn maður getur haft af henni. — Þú skalt halda henni við. Ég verð að segja Carmichael, að þ>ú sért mesti latínuhestur. Hann verður hrifinn af því! Sir Daniel stöðvaði vagninn og sagði, að þeir ætluðu að ganga upp að skólanum. Sannleikurinn var sá, að hann langaði að horfa á cricketleik strákanna. Frá vell- inum til vinstri við þá, heyrðist öðru hvoru dynkur, þegar kött- urinn var sleginn, oig óp ungra radda. Þeir horfðu báðir með ánægju á leikina. Hann minnti þá á eigin æsku í fátækrahverf- unum sínum. Þetta var eitt af mörgu sem þeir höfðu misst af og mundu aldrei ná aftur, en það minnti þá með söknuði á það, hve skammvinn æskan er. — Ojæja, sagði Phyfe allt í einu, óvænt. — Bg öfunda þá ekki. Þeir hafa ekki mikið af mæðrum sínum að segja. Sir Daniel leit hvasst á hann, eins og hann hefði freistazt til að segja ofmikið. En svo bætti hann við, ögrandi: — Mín móðir var allra mæðra bezt. Ég hefði ekki viljað hafa haft skipti á henni og þessu. 3. Isambard Fhyfe neyddist til að skoða og kynna sér Beckwith og allt, sem skólanum tilheýrði. Sir Daniel gekk einn inn í hús skólastjórans. Theódór Chrystal tók á móti honum í lesstofu sinni, og Dunkerley endurtók með sjálfum sér í hundraðasta sinn, að aldrei hefði hann séð fallegri mann. Þessi maður reis upp frá skrifborðinu sínu, sex fet á hæð og karlmanrxlega vaxinn, með Ijósa hárið yfir gríska andlit- inu, hefði hann getað skotið við- mælanda sínum skelk í bringu. Dunkerley mundi vel eftir þessu andliti, þegar það var ungt og ósjálfbjarga. Og síðan voru ekki nema tíu ár. Honum fannst það lítt skiljanlegt, að ekki lengri tími skyldi hafa getað komið svona breytingu í kring. Chrystal var líkastur því, sem leirmynd hefði verið sett í ofn oig komið út úr honum aftur með hörku- skel. En Dunkerley vissi líka, að þær stundir voru til, þegar þetta andlit, sem öllum fannst svo strangt, gat bráðnað af við- kvæmni og andlisdrættirnár breytzt í rómantiskan svip. En þetta gerðist ef Chrystal var með konu, sem hann vildi hafa áhrif á eða leizt vel á. Mörg móðirin, sem heimsótti Beckwith vegna sonar síns, hafði farið þaðan í þeirrl fullvissu, að hún hefði skilið soninn eftir hjá engli. Mennirnir heilsuðust með handabandi yfir borðið og sett- ust síðan í leðurstóla sitt hvor- um megin við það. Chrystal, sem hafði verið að reykja, ýtti tó- baksdollu yfir borðið til Dunk- erleys og sir Daniel, sagði, um leið og hann tróð í pípu sína: — Jæja Chrystal.. mínar inni- legustu háminigjuóskir. Rétt sem snöggvast setti Theó upp undrunarsvip, en tók síðan upp bók af borðinu. — Nú, þetta? sagði hann. — Já, nú er ég búinn með hana.. loksins. En sannast að segja, er lítið í hana varið. Hún er ekki annað en minnisvarði yfir dálitla þraut- seigju. Sir Daniel brosti, en tók bók- ina og leit á titilinn: „Nokkrar athuganir um, hver verið hafi höfundur Hebreabréfsins". — Þetta er ófær titill, sagði hann. — Þú hefðir heldur átt að kalla hana „Hver skrifaði Hebrea- 'bréfið?“ Og ef þér finnst þetta minnisvarði yfir þrautseigju þína, þá vil ég segja þér, að hefðirðu verið í minni þjónustu, hefði ég farið fram á, að þraut- seigjan þín hefði verið dálítið fljótvirkari. Þú hefur verið að hengslast yfir þessu í næstum tíu ár. En annars átti ég ekki við það, heldur er ég forvitinn um prófastsembættið. Chrystal leit á hann kulda- lega. — Ég veit ekki, hvað þú kannt að hafa heyrt um það, sagði hann. — Ekkert hefur ver- ið gefið upp opinberleiga, og ég verð að biðja þig að halda hug- leiðingum þínum fyrir sjálfaa þig- sflútvarpiö Fimmtudagrur 21. man 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Sxðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 frönsktt og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna Margrét Gunnarsdóttir og Val borg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). 20.20 Tónleikar: Fantasía í c-dúr op. 131 eftir Schumann-Kreisl er. 20.35 Erindi: Skólakerfi á atómöld (Magni Guðmundsson). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsv. ísl, í Háskólabíói; fyrri hluti. Stj.: William Strickland. 21.45 Erindi: íslenzka sauðkindin, íslenzka ullin eftir Halldóru Bjarnadóttur (Óskar Ingi- marsson flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir . 22.10 Passíusálmar (34). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; X. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 22. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna”: Tónleikar . 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (9). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"; Guðmundur M. Þorláksson talar um Benedikt GröndaL 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðabótarinnar; IL erindi: Um séra Jón Einars- son (Séra Jónas Gíslason), 20.25 „Fórnin", söngur Brynhildar úr óperunni Ragnarök eftir Wagner . 20.45 í ljóði: Lesið úr kvæðabók- um Þórodds Guðmundssonar, Heiðreks Guðmundssonar og Braga Sigurjónssonar. Lesar- ar: Ragnheiður Heiðreksdótt- ir, Egill Jónsson og Baldur Pálmason, sem sér xim þáttinn 21.10 Frá Menton tónlistarhátíðinni 1 Frakklandi: Strengjakvai't* ett i G-dúr op. 76 nr. 1 eftir Haydn. 21.30 Útvarpssagaan: „íslenzkur að« all“ eftir Þórberg Þórðarsonj XV. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (35). 22.20 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassxk tón- list. 23.30 Dagskrárlok. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN mnnna bálli Hann er ódýr í rekstri og með loftkældri vél. Hann hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli og lætur vel að stjórn við erfið skilyrði. Hann er með nýtt, endur- bætt hitunarkerfi. Volkswagen-útlitið er alltaf eins og því eru endursölu- möguleikar betri. — VERÐ FRÁ KR. 121.525.— PANTIÐ TÍMANLEGA SVO AÐ VIÐ GETUM AFGREITT EINN TIL VÐAR F.YRIR VORIÐ. HEILDYERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI X X - Teiknarú Fred Harman >— Hvað er þetta? Vertu rólegur. <— Hættu þessu, ófétið þitt. Á meðan skömmu á eftir Bjarna: — Nei, það er létt. Hann skálmar — Er ekki erfitt að rekja slóðina? eins og sauðnaut á flótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.