Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. marz 1963 MORCIJ'NBLAÐIÐ 3 ÞAÐ er enigu líkara en allt kerfi náttúrunnar hafi farið úr skorðum nú í vetur og veð urfar og tímatal allt breyzt frá því, sem menn eiga að venjast mann fram af i .anni. Menn eru kvíðandi fyrir sumr inu og vitna óspart í forn spak mæli um það, hvernig veðrið muni verða í sumar og verða ekki á eitt sáttir, því þorrinn var góðviðrasamur og spóinn er kominn og stangast þar á forsendur fyrir veðurspám öldunganna fyrir sumarið. Það er ekki aðeins, að spó- inn sé kominn löngu fyrir tím ann, heldur hafa lagardýrin komið öllu á ringulreið. Loðn an kom hálfum mánuði fyrr en hún er vön, og fyrir nokkru varð vart við fyrstu vorsíld- ina, stóra og feita hafsíld. leika vorsins. I*cir vildu ekki viðurkenna að þeir léku sér að skeljum Skyldu synirnir eiga eftir að sækja sjóinn síðar meir. Við skruppum suður á Álfta nes fyrir nokkrum dögum en þaðan munu fyrstir hafa lagt rauðmaganet sín í ár. Þegar við erum komnir suður a nes ið rétt eftir klukkan níu um morguninn, sjáum við þrjá báta skammt undan landi en í fjörunni eru nokkrir strák- ar að leika sér í sandinum. Við göngum til þeirra og spyrjum þá hvenær von sé á bátunum að landi. — Hann pabbi kemur, þeg- ar hann er búinn að draga netin, segir svolítill strák- hnokki, sem kveðst heita Gulli en þegar hann er spurður nán. ar, — Guðlaugur. — Þykir ykkur gaman að leika ykkur í fjörunni? — Já, það er voðalega gam an. Við erum helzt alltaf niðri í fjöru, segir stærri strákur, Ólafur, sem tekur að sér að verða talsmaður hópsins. Strákarnir halda áfram að Loks er svo vert að nefna rauð magann, sem húsmæðurnar bíða eftir með óþreyju, og hef ur löngum verið eitt fyrsta áþreifanlega markið um fersk leika sér og láta eins og við séum hvengi nærri. Við sjáum mikið af skeljum í fjörunni og spyrjum strákana hvort þeir safni ekki skeljum og leiki sér, eins og við gerðum í okkar ungdæmi. — Nei, svarar Ólafur stutt. En rétt hjá sjáum við krot að í sandinn og í myndina hef ur verið raðað mörgum skelj um. — En hvað er þetta spyrj um við. — Þetta eru litlu strákarn ir með, svarar Ólafur, en ekki eins viss og fyrr, enda stend- ur á einum jaðarskantinum „Ólafur.“ Einn báturinn er nú nærri kominn upp á land og við göngum niður í flæðarmálið. — Hverniig var í netunum, spyrjum við. — Þetta var sáralítið. miklu minna en var fyrir helgi. Hann fer að setja bátinn, ekur dráttarvél með vagni aft an í, út í sjóinn og rennir trill unni upp á vagninn. Það er djúpt far eftir netin á öðrum kinnungi bátsins, svo líkleiga hefur þessi bátur flutt marg- an rauðmagann á land. Þegar báturinn er kominn upp á malarkambinn spyrjum við eigandann, Einar Ólafsson í Gestshúsum, hvenær hann hafi lagt. — Við fórum tveir út með netin 8. marz og það brást ekki að við fengum talsverð- an rauðmaga í þau strax dag inn eftir. Síðan var góð veiði alla síðustu viku en mun lak ari núna tvo síðustu dagana. Náttúrlega fórum við með rauðmaga með okkur í bæinn, því þrátt fyrir rýran afla var Einar aflögufær. Báll út at vestan viS Haln arij örð VOLKSWAGENBÍLL fór út af skammt vestan við Hafnarfjörð é fimmta tímanum aðfaranótt miðvikudags. Skemmdist bíllinn mikið, en f jórir piltar, sem í hon- um voru, sluppu omeiddir. Þegar slysið varð var bílnum ekið eftir vegi, sem liggur frá Hafnarfirði út á Álftanes. Lenti hægra framhjól út af veginum í gjótu með þeim afleiðingum, að bíllinn stakkst á endann, valt á bægri hlið og svo á þá vinstri. í bílnum voru fjórir piltar á aldrinum 17—18 ára, en þá sak- eði ekki. Bíllinn skemmdist tölu- vert mikið. f gærmorgun fundu vegfar- endur bílinn fyrir utan veginn. Piltarnir voru horfnir, en lög- reglan náði þeim fljótlega í Reykj avík. Bíllinn var frá bílaleigu í Reykjavík og samkvæmt bókum hennar var annar sem ók, en sá, sem hafði tekið bílinn á leigu. La Paz, Bólivíu, 19. marz TAUGAVEIKIFARALDUR hefur gengið í héruðunum á landamærum Bolívíu og Brasi líu. í borginni San Joaquin i Bólivíu hafa 170 manns látizt úr veikinni. Einar setur bátinn STAKSTEIHAR Uppgjöfin í la idhelgis- málinu Framsóknarmenn hafa nú ger samlega gefizt upp í landhelgis- málinu. Þeir segja nú, að þeir hafi aldrei haldið því fram, að rifta ætti samkomulaginu við Breta, heldur hyggist þeir bara, ef þcir fá aðstöðu til, spjalla um það við brezk yfirvöld, hvort þau vilji ekki sjálf lýsa því yfir, að þau hafi beitt okkur nauðung og séu þar af leiðandi fús til að af- nema samninginn !! Hin tak- mörkuðu réttindi, sem Bretar njóta samkvæmt samningnum, renna sjálfkrafa út innan eins árs. Út frá því sjónarmiði er raunar hreint ekkert ólíklegt, að Bretar mundu vilja afnema samn inginn, ekki sízt ef þeim gætl í í staðinn tekizt að fá lögfesta 12 mílna reglu, því 12 mílurnar eru nú orðin staðreynd og Bretar ótt- ast að bariz.t verði fyrir frekari friðun. Umræðurnar um Efnahagsbandalagið Segja má, að deilurnar um landhelgissamninginn við Breta, sem risið hafa í blöðunum að undanförnu, hafi verið fyrsti á- fanginn í kosningabaráttunni. Þær fóru svo, að Framsóknar- menn lögðu upp laupana og sjaldan hefur sézt kátbroslegri uppgjöf. En eitt atriði er rétt að menn hafi hugfast. Framsóknar- menn lýstu því yfir, að þeir teldu, að stjórnarflokkarnir mundu halda svipað á málefnum okkar varðandi viðskiptatengsl, eins og þeir gerðu í landhelgis- málinu. Þessari yfirlýsingu unir Viðreisnarstjórnin vel, og Mbl. telur sérstaka ástæðu til að undir strika hana og jafnframt það, að Framsóknrmenn vinna í Efna- hagsbandalaginu á sama hátt og þeir gerðu í landhelgismálinu. Uppgjöfin í landhelgismálinu er því í raun og veru líka uppgjöf í Efnahagsbandalagsmálinu. Þar hafa Framsóknarmenn margsinn- is farið í gegnum sjálfa sig, svo að alþjóð er nú Ijóst, að það eru ekki málefnin, ekki þjóðarhags- munir, sem ráða gerðum þeirra, heldur eru þessi mál eins og önnur, notuð til að reyna að efna til æsinga og ná flokkspóli- tískum árangri. Vikið að viðreisninni En nú, þegar Framsóknarmenn hafa gefizt upp í landhelgismál- inu og Efnahagsbandalasmálinu, er eðlilegt að umræður hefjist um viðreisnina, og ekki harmar Mbl. það heldur. Þegar viðreisn- arráðstafanirnar hófust fyrir þremur árum ,var því spáð, eins og menn minnast, að miklar þjáningar myndu ganga yfir landslýðinn. Hér átti að verða samdráttur, kreppa og móðu- harðindi af mannavöldum. Skömmu eftir að viðreisnarráð- stafanirnar voru gerðar, sögðu Framsóknarmenn, að viðreisnin væri hrunin, nokkru síðar að hún væri að hrynja, og enn síð- ar að hún myndi hrynja, en þeg- ar þessar spáir rættust ekki var gripið til annarra vopna. Þá var samið við kommúnista um það, að þeir gerðu víðtæk verkföll þegar í stað og svo miklar kaup- kröfur, að viðreisnin gæti ekki staðið undir þeim, þar sem efna- liagurnn var rétt að byrja að treystast. Framsóknarmenn lof- uðu því svo, að þeir mundu láta SÍS gera svikasamninga við kommúnista, eins og kom á dag- inn. Þar með átti að sjá fyrir viðreisninni. En þetta fór á ann- an veg, því Viðreisnarstjórnin hafði manndóm til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að treysta viðreisnina að nýju. Þess vegna búa menn nú við batnandi hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.