Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. marz 1963 MORCV /V BL AÐ1Ð 13 Aðalfulltrúar Norðurlandanna á sýningu norræna listbandalagsins: Edgar Funck frá Danmörku, Tage Hedqvist frá Svíþjóð, Yaltýr Pétursson frá íslandi, Sakari Saarikivi frá Finnlandi og Stinius Frederikssen frá Noregi. Myndin Heiði eftir Sigurð Sigurðsson, ein af ísL myndunum á sýningunni. þriðja í Karlstad í Svíþjóð. Urho Kekkonen Finnlandsfor- seti opnaði sýninguna. Litlu munaði að hún yrði ekki tilbuin í tæka tíð, því norsku myndirn- ar voru „frosnar inni“, fyrst , is á Eystrasalti og síðan vegna verkfalls í höfninni í Abo. Fékkst sérstakt leyfi til að ná þeim upp úr skipinu og þurfti að losa allt skipið til þess. Þegar sýningunni lýkur í Helsinki eiga deildirnar að. fara sín í hvern bæ í Finnlandi. Is- lendingar eru svo heppnir að myndir þeirra fara til næst- stærsta bæjarins í landinu, Abo, en þar sýna þeir í félagi við Finna sjálfa. — Sýningarmyndunum frá hinum ýmsu löndum var bland- að saman í Helsinki eins og gert var hér, segir Valtýr, og það var mjög lærdómsríkt fyrir okkur að sjá hvernig okkar myndir standa sig innan um aðrar. Það er líka athyglisvert að sjá hver þróunin hefur orðið. Fyrir 13 ár- um sýndu Islendingar fyrstu nonfigurativar myndir á sýningu bandalagsins og fengu ekki þakk ir fyrir. En nú skeruhi við okk- ur ekki lengur úr hvað það snertir að vera með tilraunalist. Yfirgnæfandi meiri hluti sýn- ingarmynda var nonfigurativur. — Ég er ekki frá því að þetta hafi verið bezta sýningin, sem Norræna listbandalagið hefur haldið, bætir hann við. Markmið hennar var að sýna hvað er að gerast í hverju landi og ekki á dagskrá að sýna verk eftir látna höfunda. Þó var minningarvegg- ur um tvo látna Norðmenn, sem Finnarnir óskuðu sérstaklega eft- ir, þá próf, Axel Revold, sem var kennari málaranna Þorvaldar Skúlasonar, Jóns Engilberts og Snorra Arinbjarnar og á sínurri tíma með Jóni Stefánssyni hjá Framlh. á bls. 17. Mynd eftir danska mynd- höggvarann Robert Jacobsen íslendingar fái aðgang að norrænum lisfasjdðum arrými og hinar þjóðirnar. Fjórtán íslenzkir iistamenn áttu þarna höggmyndir, málverk, svartlist og eitt veggteppi, alls 62 verk. Og það er athyglisvert að þetta er aðeins ein af þremur sýningum, sem eru í gangi frá okkur íslenzkum myndlistar- mönnum á Norðurlöndum nú, fyrir utan það að Svavar Guðna- son var að slá í gfcgn í Kaup- mannahöfn með verk á sýning- um, segir Valtýr. Hinar sýning- arnar eru málverkasýning í Gautaborg, ein í Ósló og sú Valtýr Pétursson segir írá sýningu og aðalfundi Norræna listabandalagsins HINN 8. marz sl. var opnuð í Helsinki í Finnlandi 11. sýning Norræna listbandalagsins. — ís- lenzku listmálararnir Valtýr Pét- ursson og Jóhannes Jóhannesson fóru utan og voru fulltrúar ts- lands við undirbúninginn og opn- un sýningarinnar og einnig á fundi bandalagsins, sem haldinn var á eftir. Þeir eru nýkomnir heim. Valtýr hefur í stuttu við- tali skýrt Mbl. frá því mark- verðasta 1 þessu sambandi. Sýningin var haldin í Ateneum, sem er listasafnið í Helsinki, og hafður á sami háttur og hér á sl. ári, myndir listasafnsins voru látnar rýma fyrir sýningunni. Þetta var geysimikii sýning, 449 listaverk eftir 109 listamenn, og var það í fyrsta skjpti sem ís- lendingar höfu jafnstórt sýning- VETTVANGUR Ragnar Jónsson skrifar Vettvanginn í dag. Hann ræðir m. a. um Lesbókina, sem sé „mikill fengur lestrarþyrstu fólki á íslandi“, gömlu Iðnó og Eðlisfræð- ingana, sem Leikfélagið sýnir þar. Grein sína nefnir hann: Um daginn og veginn. ÉG VERÐ að byrja þetta grein arkorn með því að þakka fyrir að Lesbókin hefir verið endur- vakin, og nú í formi er kynni að tforða henni frá því ömurlega Ihlutskipti að læsast ólesin ofan í Ikistu, að bíða þar „merkra“ bóka að komast í viðeigandi band og enda sem nokkurs konar ellilíf- eyrir, í stað þess að verða lesin strax og síðan aftur og upp til- agna, eins _ og hókmenntum er sæmd að. Ég kannast aftur við hina rómantísku hlóðalykt úr Kelduhverfi, og mér þykir vænt um hana. Ég finn hana í hinum ilmandi og fróðleiksþrungnu Viðeyjargreinum Jónasar bónda Magnússonar og er óðara kominn upp á Mosfellsheiðarveg og hef ianga stund ei ki augun af bú- sældarlegum lendum og bygg- ingum Stardalshöfðingjans, og ma fljótt sjá að hann hefir hlot- ið gott uppeldi, Mörg sömu ein- ikenni bera endurminninga- greinar séra Gísla á Klaustri, þar ber að vitum manns angan irá liðinni öld og eru gegnsannar eins og guðspjöllin. Lesbókin nýja er miklu fjöl- breyttari en hin gamla og nær kviku mannlífsins. Hér yfirgnæf ir ekki lyktin úr gömlum eld- stæðum og sýrukerum ekki há- stemmdar náttúrulýsingar og frá sagnir af afrekum frá dögum Þuriðar formanns, eins og menn- imir hefðu ekkert eignast nýtt og frásagnarvert, engu áorkað £rá hennar dögum. Hin nýja lesbók flytur okkur margt afbragðs gott og nýstár- legt efni. Hún er mikill fengur lestrarþyrstu fólki á íslandi, og færir okkur heim sanninn um það, að jarðarbúar ætla ekki að gefast upp fyrir atómsprengj- unni og tunglinu. Hér má finna í gegnum sýrulykt og hlóða, margslunginn mannaþef og pen- ingalykt, ásamt ódaun af slori, plasti og blóði, því heimur okkar er í deiglu og við öll að keppast við að taka til á sviðinu eftir stríðið mikla. Leiðarar SAM eru að vísu stundum dálítið upp- þembdir og ábyrgðarlausir, og jafnvel úr hófi fram eins og dóm- ur hans um Eðlisfræðingana. En honum fyrirgefst mikið vegna síns merka starfs á mörgum svið- um og hispursleysis í dómum yfirleitt, og hann hefir þá afsök- un að hann skákar ekki í því skjóli að við séum stödd þar sem enginn þorir að segja sannleik- ann, en bíður beinlínis upp á að verða kjöldreginn, ef hann bregzt í því efni. Hér var ekki ætlunin að ræða um Lesbokma frekar, enda var það sérstök grein þar, sem um- fram annað vakti athygli mína, „Hvers vegna ég starfa í leik- húsi“, eftú- franska Nóbelsverð- iaunaskáldið Camus. Og ég fór í kvöld, er ég í annað sinn sat í gömlu Iðnó, að hlýða á Eðlis- fræðingana, að rifja upp efni hennar, sem er mjög hollur lest- ur hverjum manm. Og spurning- unni svarar hann, eins og við mundum mörg gera. „Einfaldlega vegna þess að leikhúsið er einn þeirra staða í veröldinni þar sem ég er hamingjusamur.“ Mig lang ar, hvað mig sjálfan snertir, að undirstrika þessi orð hins merka skálds og leikhúsmanns. Gamla Iðnó hefir nú enn einu sinni verið endurbyggð. Enn um hríð verður Leikfélag Reykja- víkur að bíða eftir því að við bæjarbúar fáum þeim nýtt leiik- hús, sem við skuldum þeim. Það er ekki þeirra sök, sem nú hafa gert Iðnó að vistlegu og þægi- legu heimili fyrir það fólk, sem í tvo aldarþriðjunga, hefir séð fyrr þau örlög sem þeirra bíða er lifa til þess eins að vinna og eta, í stað þess að leita hamingj- unnar, þar sem þeir vita að hún bíður þeirra, að endurbyggingin er að verulegu leyti gerð á þeirra kostnað, sem stofna til leiksýn- inga þar í framtíðinni, þar sem sætum hefir verð fækkað veru- lega. Gömlu, hörðu bekkirnir eru horfnir og nú situr áhorfandinn andspænis því fjölþætta lífi, sem þarna brýzt fram, ótruflað- ur af rasssæri og hárprúðum ná- grönnum, og teygar orðin beint af vörum tuikendanna og svelg- ir í sig hræringar þeirra og lát- bragð með hverri taug, huga og hjarta. Það er nú aldarfjórðung- ur síðan undirritaður var sendill hjá Haraldi Björnssyni og naut þeirrar virðingar að bera á bakinu leiktjöldin fyrir hann, en ekki munu hafa verið gerðar veru- legar breytingar á leiksviðinu né að baki þess síðan. Þeir fórnfúsu listamenn og brautryðjendur mannlífs með þessari þjóð, sem gefið hafa krafta sína, hugsun og þraut- seigju, að við fjölmennur hópur leikhúsgesta mættum njóta góðs af, hafa aldrei látið sjá á sér nein þreytumerki, eins og títt er með öðrum mönnum. Skýringin á því verður ekki gefin af mér, enda er hennar ekki þörf hér. I fyrrnefndri Lesbókargrein Al- berts Camus má ýmislegt fróð- legt um það lesa. Ég læt mér nægja að finna að þetta fólk hef ir fært okkur hamingju. Ham- ingja leikhússins er jafnmikil staðreynd og hamingja kirkjunn- ar og hljómleikahússins, en hún er fjölbreytilegri, og maðurinn hefir oftar þörf fyrir hana. Hann þráir að skemmta sér af hjart- ans lyst, vera hryggur og glaður í senn, gefa manneðlinu lausan tauminn í frjálsum glöðum hlátri og óheftu táraflóði, geysast á- fram án þess að verða tekinn fastur fyrir ósæmilegt hátterni á almannafæri. Hann þráir að drekkja blýþungum sorgum sín- um og veraldarkvíða, sem ekkert velferðarríki veit ráð að lækna, af því þetta hugarástand manns- ins í þúsundþættum tilbrigðum sínum er eilíft og mannlegt og ólæknandi, hluti af guðlegu eðli hans. Hin óskýranlega þrá hans eftir taumlausum fagnaði, brýn þörf hans að ganga heils hugar á vald drauma og heillandi blekk inga, ná því upphafna ástandi, sem ást, guðsótti og dýrar veigar ljá honum, án þesss að eiga Frey- móð yfir höfði sér, já, eignast allan heiminn og vakna þó ó- handjárnaður næsta dag. Ein er sú raunalega staðreynd, sem hlýtur að kvelja samvizku okkar þegar hamingjan sækir okkur heim, að þeir, sem gerðu garðinn frægan, gamla Iðnar- mannahúsið við tjörnina að höf- uðmenntasetri þjóðarinnar, búa enn við sömu fátæklegu kjörin — að tjaldabaki. Það er okkur að vísu nobkur huggun, að þrengslin og þægindaleysið virð- ist ekki hafa orðið listsköpun þeirra fjötur um fót. Hafa þeir ef til vill fundið leið út úr þeirri sjálfheldu er Camus lýsir með þessum orðum: „Kannske verður mér ekki fært að þjóna því, sem ég elska í leikhúsinu miklu leng- ur. Göfgi þessa kröfuharða starfs er ógnað nú á dögum.“ En hvernig verður það skýrt að fámennur hópur leikara og á- hugamanna, gefast ekki upp, en ráðast stöðugt 1 ný og stærri verkefni, sem afrek þættu í þjóð leikhúsum og ríkum stofnunum með stórþjóðum. Hvílíkur ógnar lúxus að eiga hér í okkar litlu borg, smáleikhús, frjálst og óháð, eins og Leikfélag Reykjavikur, sem nú býður okkur að sjá flók- ið nútímaverk, í senn hrollvekj- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.