Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. marz 1963 MORCUISBLAÐID 15 — Hvlt og saklaus Framhald af bls. 10. handsama þá, helzt að berja þá niður. Ég hélt að það kæmi í sama stað niður með bareflið. Ég mundi sjálfsagt heldur fela mig inni í skáp en beita því. Hvað sem því leið, þá var mér verr við litlu eðlurnar tvær með löngu halana, sem voru að skjót ast eftir lofti og veggjum í stof- unni en hugsanlega þjófa. Þá var ég ekki búin að læra að gleðjast yfir að sjá þessi litlu snöggu kvikindi innanhúss, því þau eru dugleg að veiða sér moskitoflugur, mína erkióvini. Það kom líka á daginn, að um- gangurinn sem ég heyrði í garð- inum stundum á nóttunni var frá manni, vopnuðum boga og örvum, sem beindi vasaljósi skyndilega framan í mig, þegar ég ók upp að dyrunum í myrkr- inu, og reyndist vera nætur- vörðurinn. Þetta var hinn ár- vakrasti næturvörður og ég kom aldrei að honum sofandi. Enda fékk ég aldrei tækifæri til að koma honum í skilning um hví- líkur græningi ég væri í að hafa þjónustufólk. Ég var nú þarna alsæl. Næsta verkefni mundi verða að aka inn í Lagosborg og vita hvernig verktökum gengi að setja upp ís lenzku sýningardeildina á vöru sýningunni, aðgæta hvort allt sem við þyrftum hefði komið til Gamla eyðimerkurborgin Kano er ákaflega sérkennileg með lágum ferköntuðum leirhúsum, emírshöll og gamalli mosku. Myndina tók E. Pá. úr annarri spíru moskunnar og sést hin spíran fremst. ræðismannsins, hvort sýningar- stjórnin hefði nokkurn íslenzkan fána o.s.frv. En þá kom babb í bátinn. Vönustu bílstjórar frá London kváðust veigra sér við að aka eftir veginum inn til Lagos og í umferðinni þar, hvað þó ég frá smábænum Reykja- vík og með lánsbíl á þessum framandi stað. Ég hugsaði málið í einn dag. Þarna sat óg nú föst, 17 km. frá bænum, engar áætlunarferðir, enginn leigubíll í nánd, ekki hægt að ganga svo mikið sem 100 m í þessum 35 stiga hita og 85% raka, vöru- sýningarsvæðið á Victoriueyju utan við Lagos og konsúllinn handan við fjörð hinum megin. En heppnin, sem oftast bjargar mér, brást mér ekki. í þetta sinn kom hún í líki Norðmanns, sem ók upp að dyrunum hjá mér kl. 7 næsta mogrun og flautaði. Þegar ég kom út, nuddandi stýr- urnar úr augunum, kvaðst hann vera vinur Ómars og því vilja aðstoða mig, ef ég hefði einhver vandamál. Hann fékk síðan um svifalaust lánaðan handa mér bílstjóra kunningja síns í tvo daga og kvaðst á meðan mundi útvega mér traustan bílstjóra. Því í Afríku væri hver sá ger- samlega hjálparlaus, sem ekki hefði bíl. Allir aka eíns og óðir menn. Það reyndust engar ýkjur, sem mér hafði verið sagt um um- ferðina. Ekkert er þó að vegin- um, hann er steinsteyptur og vel breiður og beinn, a.m.k. í augum íslendings. En allir þjóta um hann á 100 km hraða. Lítið gagn er að aka varlega sjálfur, því ó- gerlegt er að geta sér til um hvað hinir kunna að gera. Bíl- stjórinn fyrir framan á það til að rétta út vinstri hendina, sem í þokkabót getur verið svört í svarta myrkri, og. svo snarbeygir hann -til hægri, skyndilega kem ur svo svartur maður á ljóslausu reiðhjóli á miðjum veginum, geit eða krakki þjóta fram og allir bílstjórarnir liggja á flautunni og geysast einhvern veginn fram úr, út á hlið og fyrir hvern annan. Enda sá ég oft í viku utan við veginn bíla, sem sýnilega höfðu endasteypzt og skoppað út af veginum, svo ekki var sjón að sjá flakið. Verstir eru hinir svo kölluðu „mammy wagons", sem eru nokurs konar áætlunarvagn-. ar. Þetta eru stórir trukkar með lélegri trégrindaryfirbyggingu og trébekkjum. í þá er troðið eins miklu af fólki og frekast er hugsanlegt og jafnvel sjást menn hanga utan á. Nafnið hafa vagnarnir fengið af því að kon- urnar í suðurhluta Nigeríu eru fæddar sölukonur, svokallaðar mammys, sem sitja meðfram öllum vegum og á. mörkuðunum með varning sinn, litfögur efni, ávexti, skreið eða bara nokkrar afhýddar appelsínur. Og til að koma varningi sínum milli staða nota þær áætlunartrukkana, ef þær hafa þá efni á því. í hverj- um bíl er því yfirgnæfandi meiri hlutinn konur. Þessir stóru kuggar æða um vegina, bílstjór- inn ýmist liggjandi á flautunni eða hálfsofandi, annað hvort af hitanum eða ónógri, eggjahvítu snauðri fæðu. Bíleigandinn mál- ar bara eitthvað fallegt utan á bílinn, svo sem: „Ó, Jesús“ eða „Mundu loforð þín, ó drottinn!" eða „Því hafa áhyggjur“ eða „Freistaðu gæfunnar" eða „Guðs tími er sá bezti“ eða „Þakkið guði um alla eilífð." Allt þetta hefði ég séð á kuggum, sem æddu eftir vegunum, troðfullir af fólki snarbeygjandi til hliðar fyrir alla, og á einum slíkum, sem lá svo mölbrotinn fyrir utan veginn að vart hafa margir far- þeganna sloppið lifandi, stóð stór um stöfum „Nýtt líf.‘ Nei, mér leizt ekkert á að aka sjálf í þessari umferð, ekki sízt þar sem mér var sagt að vitnin — og rétturinn — hefðu alltaf meiri samúð með þeim svarta, ef eitthvað kæmi fyrir. Ég fékk svo þennan prýðilega bílstjóra, sem ég réði til eins mánaðar, og gat nú tekið til við að reka mín erindi á fjarlægum stöðum. Bílstjórinn var mættur til að sækja mig kl. 8,30 á morgnana, því þar í landi byrjar allt líf snemma, og hann hélt áfram Þjónninn Ali býr til svo sterka karrý- og piparrétti ef hann faer að ráða, að manni svelgist á, en á strönd Guineuflóans eru ræktaðar yfir 30 tegundir af pipar. Hér er hann að bera á borð fyrir islending. akstri eins og áætlunarbíll langt fram á kvöld, því alltaf þurfti að aka hinum síðasta heim eftir að sýningunni var lokið kl. 22. Ves- lingurinn þurfti meira að segja stundum að sofa í bílnum, eða gista hjá Salomon, þegar of seint var að komast heim. Ég lofaði honum góðri aukagreiðslu og það fór mjög vel á með okkur — þar til hinn norski vinur minn tók að skipta sér af málinu. Hann komst sem sagt að því, að ég borgaði nærri daglega fyrir ein- hvers konar olíur á bílinn, í dag bremsuolíu, á morgun smurolíu o.s.frv. Einn daginn tjáði bíl- stjórinn mér að barnið sitt væri veikt og fékk hjá mér pund til að koma því á spítala, og nokkr- um dögum seinna, einmitt þegar gestir voru boðnir í ísl. deildina og þurfti að annast aðdrætti, hringdi hann og sagði, að nú væri barnið dáið. Hann væri staddur í líkhúsinu og gæti ekki komið. Ég hafði mikla samúð með honum og varð reið, þegar hinn norski vinur minn hló og sagði að foreldrar eins af sínum starfsmönnum hefðu dáið þrisvar sama árið og í árslok hefði hann verið kynntur fyrir þeim. Hann spurðist svo fyrir um dauða barnsins. Nei, nei, barn bílstjór- ans var hraust, barn bróður hans hafði að vísu veikzt daginn sem hitt átti að hafa dáið og læknir var sóttur, og það reyndist bara magakveisa. Bróðirinn var held- ur ekki af „sömu móður og sama föður“, heldur vinur úr sama þorpi, en þá kalla Nigeríumenn gjarnan bræður sína. Þegar svo Ómar lcom og tók sinn bíl, færði ég minn bílstjóra yfir á bíl hins norska kunningja, er við fslend- ingarnir héldum áfram að nota eins og strætisvagn. Hann tók að sér stjórnina á bílnum og bíl- stjóranum og dæmdi mig óhæfa til slíks ábyrgðarstarfs. Einfeldningur í augum þjónanna. Ekki fór verr á með o-kkur Salomon. Hans dagsverk var að gefa mér morgunverð, setja loft kælinguna á svefnherbergið mitt um leið og hann læsti glugg- um og hurðum fyrir nóttina og fötin mín þvoði hann með mestu prýði, en í slíku loftslagi er allt- af nóg að þvo. Samt tókst mér fljótt að koma því inn hjá hon- um að ég væri blessaður ein- feldningur. Þegar hann keypti fyrir mig mat, skilaði hann mér reikningnum, en tók síðan hluta af hverjum skammti yfir í bak- húsið. Og þegar ég saknaði brjóst haldara af mér daginn eftir að ég flutti, gekk kona Ómars á hann, og lét hann sækja flíkina yfir í bakhúsið. Hann hafði æt'l- að að vita hvort hann kæmist ekki upp með að halda þessu lítilræði og líklega gefa kær- ustunni það. En Salomon var alltaf hinn elskulegasti og mætti mér alltaf með breiðu brosi. Leiðinlegt að kona Ómars skyldi þurfa að láta sækja heil mikið af eigum sinum í húsið hans og láta hann fara skömmu seinna. Fleiri þjónum reyndi óg ekki að stjórna. En ég hugsa að jafn vel mér hefði ekki tekizt að spilla James, þjóninum í húsinu þar sem ég bjó seinna. Þvílíkur gentilmaður. Hann gætti þess t.d. alltaf að þurrka nærfötin mín inni í baðherberginu, svo þess- háttar sæist ekki úti á snúru. Og heiðarleikinn uppmálaður. James var afarfeginn þegar ég kom í húsið, þar sem bjuggu tveir piparsveinar fyrir, því ég gat ekki aðeins fest á tölur, held ur líka stagað saman rifur, þegar mér rann til rifja að sjá saum- spretturnar á fötum húsráðenda. Því þó James þvæigi og stryki fötin þeirra með mestu prýði, þá var það ekki verk þjónsins að gera við. Og þegar vesalings konuleysingjarnir stungu upp á því að fá konu James til að gera slík viðvik fyrir borgun, þá kom það auðvitað ekki til mála. Hann hafði borgað 45 pund fyrir hana og hún átti ekki að fara að vinna fyrir aðra. Það gerði hann sjálf- ur. Nágranni okkar einn, sem einnig hafði Islending sem gest í húsinu, hafði tvo þjóna, Hausa manninn Ali að norðan og „lít- inn strák“, eins og það er kallað, honum til aðstoðar. Þeir voru báðir af sama kynflokki, en samt sem áður ríkti allt í einu ófriður í húsinu og klögumálin gengu á víxl. Húsbóndinn, sem er heims ins rólegasti Englendingur, skildi ekkert í þessu, þangað til strákurinn tjáði honum að Ali vildi bara losna við sig, til að geta útvegað öðrum vinnuna og tekið prósentur af kaupi hans.- Ali er fyrirmyndar matsveinn og fái hann að ráða býr hann til svo sterka karry eða piparrétti, að maður verður að slökkva eld- inn í munninum með stórri flösku af bjór. Yfirleitt borða Nigeríu- menn mjög sterka rétti, enda eru ræktaðar yfir 30 tegundir af pipar á þessum slóðum. Einn daginn fór vinur okkar með Ali á markaðinn og keypti lifandi kalkún í matinn. Ali hjó snarlega af honum höfuðið úti í garði er heim kom og haldin var mikil veizla . En þetta var á- kaflega óviturlegt. Morguninn eftir fann garðyrkjumaðurinn blóðblett og fja'ðrir í garðinum sínum og varð alveg óður. Hann mokaði og rótaði upp moldinni, til að vera viss um að ekki leyndist fjöður, því einhver gat verið að gera honum galdra. Næturvörðurinn í því húsi er reglulegur skógarmaður með boga og örvar að vopni, sem kom sér vel einn daginn, þegar höggormur kom skríðandi upp á veröndina. Þá mundaði hann bogann og skaut kauða. Annars er lítið um höggorma við híbýli manna, enda þess gætt vandlega að allt gras sé slegið niður við rót í görðum og á vega köntum, svo þeir geti ekki leynzt þr. Garðyrkjumennirnir neita samt alveg að nota nýtízku áhöld eins og handsláttuvélar. Þeir eru vopnaðir stórum hnífum með lið ugum blöðum og sveifla þeim fimlega á grasið niður við rót- ina. Það er semsagt ýmislegt, sem kemur íslendingi í fyrstu kyn- lega fyrir sjónir í svo fjarlægu landi sem Nígeríu. Og það var ekki alveg eins einfalt og virtist á kortunum mínum að sitja allt í einu uppi með þjóna, bílstjóra og álls konar lífsins gæði. — E.Pá Skrifstofustúlka með góða íslenzku kunnáttu og einhverja undirstöðu í málum óskast. Tilboð, merkt: „Vélritari — 6122“ sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. Til sölu 170 ferm. hæð í Hlíðunum. Hentug fyrir lækn- stofur. — Tilboð, merkt: „Læknastofur — 6537“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.