Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 2
M
2
M O R C V N Tt T. 4 f) f O
L'augaradagur 23. marz 1963
Málarameistaraféiag
Reykjavíkur 35 ára
HINN 26. febrúar 1928 er Mál-
arameistarafélag Reykjavíkur
stofnað, og var Einar Gíslason
aðalhvatamaður að stofnun þess.
Stefnendur félagsins voru 16 að
tölu, en fyrstu stjórn félagsins
skipuðu:
Einar Gíslason formaður, Helgi
Guðmundsson gjaldkeri og Ágúst
Lárusson ritari. Þeir Helgi og
Ágúst eru nú látnir fyrir nokkr-
um árum.
Starfsemi félagsins fyrstu ár-
in var mjög margþætt. Eitt fyrsta
og helzta málið var að samræma
kaupgjald og verðlag innan stétt-
arinnar, e»> fram til þessa hafði
ríkt hinn mesti glundroði í þess-
um efnum. Þá kom og mjög til
kasta félagsins að kveða á um
réttindi til handa þeim mönn-
tim, sem starfað höfðu að iðn-
ittni án réttinda og sóttu nú fast
að fá réttindi, vegna hinna nýju
og endurbættu iðnlöggjafar. Ýms
um þessara manna var gefinn
kostur á styttum námstíma og
gengizt fyrir námskeiði fyrir þá,
en síðan luku þeir tilskyldu
prófi í iðninni.
En jafnhliða gekkst félagið í
það að hafa eftirlit með því að
öfaglærðir menn innu ekki við
i&nina, en eftirlit hefur verið
með því ætíð síðan. Félagið beitti
sér fyrir námskeiðum til þess að
efla kunnáttu námssveina og má
segja að það hefur verið eitt af
áhugamálum félagsins að efla
þekkingu stéttarinnar. Með til-
komu hinnar veglegu byggingar
Iðnskólans rættist sá draumur,
sem félagið stefndi að, er málara
skóli tók til starfa í hinni nýju
skólabyggingu, og telur félagið
að með tilkomu málaraskólans
hafi opnazt möguleikar til mennt
unar fyrir stéttina sem ættu að
endast henni um ókomna fram-
tíð.
Félagið hefur frá fyrstu tíð
tekið þátt í og stuðlað að stofn-
un ýmissa samtaka iðnfélaga. Má
þar tilnefna Landssamband iðn-
aðarmanna, Meistarasamband
byggingamanna, þá er og félagið
aðili að Vinnuveitendasambandi
tslands og Norræna málarameist-
arasambandinu.
Félagið hefur um tíu ára skeið
gefið út tímaritið „Málarann".
Hefur ritið flutt margvíslegan
fróðleik um fagleg efni, auk þess
sem ritið er þegar orðið góð heim
ild um félagið og stéttina. Að
sjálfsögðu er margt ótalið af
margþættu starfi félagsins þessi
35 ár og margt á félagið að sjálf-
sögðu ógert, en mun halda á-
fram viðleitni sinni til þess að
auka veg og gengi stéttarinnar,
bæði í verklegum og félagsleg-
um efnum.
Félagsstjórn skipa nú þ essir
menn:
Jón E. Ágústsson, formaður,
Sæm. Sigurðsson, varaform.,
Kjartan Gíslason, ritari Ólafur
Jónsson, gjaldkeri og Valdimar
Bæringsson, aðstoðargjaldkeri.
Félagar eru nú 100 að tölu.
Félagið minnist afmælisins
með hófi í Sjálfstæðishúsinu
fimmtudaginn 14. marz.
Flenza í rénun en snjó-
mugga á Siglufirði
SIGLUFIRÐI 20. marz.
HÉR á Siglufirði hefur inflúenz-
an herjað að undanförnu og hafa
margir bæjarbúar lagzt og kom-
ið til vinnustöðvunar á stundum.
Bólusett var en hefur líklega
Næg atvinna á
Blönduósi
BLÖNDUÓSI, 20. marz. — Tíðar-
far hér hefur verið mjög gott, þó
aðeins hafi gránað í veðri í dag.
Má segja, að veturinn hafi verið
framúrskarandi góður. Blönduós-
þúar hafa einnig sloppið við in-
flúenzuna til þessa, og er búið að
bólusetja marga gegn henni.
Hér er næg atvinna við bygg-
ingar og fleira. Stöðugt er unnið
við félagsheimilið, sem verður
með stærstu og fullkomnustu fé-
lagsheimiluin á landinu. Var lok-
ið við annan salinn, sem ætlaður
er fyrir dans og samkvæmi, á síð-
asta ári, en itikhús- og kvik-
myndasalurinn er enn í byggingu.
— Fréttaritari.
verið of seint, því veikin hefur
gengið hér mjög ört yfir, tekið
heilu heimilin og mundi láta
nærri að 2/3 bæjarbúa hafa
lagzt.
Bæði barnaskólinn og gagn-
fræðaskólinn voru lokaðir í heila
viku vegna veikinnar og til
vinnustöðvunar hefur komið á
ýmsum vinnustöðum. Til dæmis
lágu í einu 17 starfsmenn tunnu-
verksmiðjunnar, þannig að hætta
varð starfrækslu hennar.
Flensan er nú heldur á undan
haldi þótt enn liggi allmargir
bæjarbúar.
Hér er nú eilítil snjómugga og
þoka, en hægviðri hefur verið
að undanförnu og mikið um
þokur. Snjó gerði í síðustu viku
en tók strax upp aftur og er
nú hvergi snjór fyrr en langt
uppi í Skarði eða Hvanneyrar-
skál og hafa Siglfirðingar orðið
að fara þangað til að komast á
skíðL
Afli hefur verið rýr enda
slæmar gæftir, norðan bræla og
þoka. — Guðjón.
Ánægjuiegt félagsiíf
Bæ á Höfðaströnd.
SKAGFIRÐINGAR eru þekktir
að því að vera gleðimenn og fé-
lagslyndir þegar því er að skipta.
Jafnvel þó víða sé þunnskipað
um ungt fólk vegna þess að fjöldi
fer til atvinnuleitar suður og t.d.
í Hofsósi standa nokkur hús auð
yfir veturinn, þá er þó töluvert
um glaðværð og skemmtanir í
sveitinni og þorpinu. Fólk kemur
saman, spilar félagsvist og
bridge, drekkur oft saman kaffi,
sem það kemur með sér að
heiman, dansar og svo er það
söngurinn. Eg held að ég taki
ekki of djúpt í árinni þó sagt sé
að að minnsta kosti annar hver
Skagfirðingur sé söngmaður. Á
öllum samkomum þar sem fólk
kemur saman til gleðskapar, er
sungið af líf og sál og oftast nær
með öllum röddum. Og þá mun
það fátitt að í einu héraði og
það bara í framhéraðinu, séu
starfandi tveir karlakórar með
allt að 80 söngmönnum, allt sam
an bændur og búaliðar. Bænda-
kórinn Heimir, sem starfar í
vestursýslunni, er nú 35 ára og
hefur minnzt þess á veglegan
hátt. Karlakórinn Feykir er stofn
aður að Frostastöðum 15. febrúar
1961 og er því réttra tveggja ára.
Stefnendur voru um 20 en félag-
ar eru nú nær 40. Söngstjóri er
Árni Jónsson frá Víðimel, gam-
all Blöndhlíðingur. Hann hefir
errfffremur annazt raddæfingar.
Hans hlutur er því langstærstur
KennaraskóSinn
brantskrái stúdenfia
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um
Kennaraskóla íslands, þar sem
m. a. er gert ráð fyrir þeim
möguleika, að skólinn búi nem-
cndur þá, sem þess óska, undir
stúdentspróf, og taki sú deild til
starfa eigi síðar en fjórum árum
eftir gildistöku laganna. Aðrar
helztu breytingarnar, sem í frum
varpinu felast, eru þær, að kom-
ið sé á fót framhaldsdeild við
skólann, að stofnuð sé undirbún-
ingsdeild fyrir sérkennara, að
æfingakennsla sé aukin og að
nokkurt kjörfrelsi verði um náms
efni.
AÐSÓKN MUNDI
STÓRAUKAST
í athugasemdum við frúm-
varpið er vikið að nokkrum rök-
um, er hníga að því, að kennara-
skólinn brautskráí stúdenta. Má
þar m. a. nefna, að líklegt er tal-
ið, að aðsókn góðra nemenda að
skólanum mundi stóraukast. Þá
er og útskrifuðum kennurum oft
nauðsynlegt að geta kennt í ungl
ingaskólum, og væri því æskilegt,
að þeir hefðu notið framhalds-
menntunar í kennslugreinum sín
um. Fyrir þá, sem ætla sér að
fara í háskóla til þess að búa sig
undir kenarastarf, er heppilegra
að hafa fengið menntun sína í
skóla, sem miðar kennslu sína
við undirbúning undir kennara-
starf. Samanburður á námsefni
máladeildar og námsefni til al-
menns kennaraprófs og saman-
lögðum vikustundum í náms-
Hnúajárn ~
lækningatæki?
MIKIL trú er nú á málmum til
lækninga allra meina. Slík trú
kom manni nokkrum í koll á
laugardagsnóttina. Hann var
eitthvað við skál og fór heim til
fyrrverandi konu sinnar. Hún sa
málmútbúnað á hendi hans, varð
hrædd og sló því umsvifalaust
föstu að þetta væri hnúajárn og
ætlaði hann að nota það til að
lumbra á henni. Kærði hún því
til lögreglunnar.
Maðurinn hafði allt aðra skýr-
ingu á þessum útbúnaði. Hanr
stundar vinnu, sem reynir nokk-
uð á hendurnar, en hann er eitt-
hvað slæmur í þeim. Trúði hanu
því nú að ef málmur væri lagð-
ur við þær, þá mundi þetta lag-
ast og smíðaði sér emhvers konar
málmhylki. Taldi hann þetta
bæta sig mjög. En það átti sem
sagt eftir að koma honum í koll,
eins og að ofan greinir.
greinum sýnir, að á einum vetri
til viðbótar við kennaranámið
mætti búa útskrifaða kennara
undir stúdentspróf á fullnægj-
andi hátt, ef tekið væri tillit til
sérgreina Kennaraskólans og
öðrum mætti sleppa, sem þeim
svaraði. Undirbúningur undir
stúdentspróf mundi því á engan
hátt trufla námið til almenna
kennaraprófsins.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir framhaldsnámi fyrir þá,
sem lokið hafa almennu kenn-
araprófi. Slíkt íramhaldsnám
hafa kennarar hingað til orðið að
sækja til útlanda með ærnum
tilkostnaði. Er til þess ætlazt, að
nemendur í þessari deild geti
sérhæft sig í einstökum grein-
um. Ennfremur á nám þetta að
veita þeim rétt til inngöngu í
BA-deild Háskólans.
í þessu starfi, enda fer þar sam*
an áhugi og hæfileikar góðir.
Kórfélagar eru dreifðir um 65
km svæði, allt frá Sleitustöðum
og fram á Kjálka í Skagafirði.
Fjórir bræður eru frá einum bæ,
allir í fyrsta tenór. Æfingar eru
að kvöldinu, því að flestir þurfa
að sinna fénaði, og ganga æfipg-
ar oftast fram á nótt. Nýlega
veitti ég mér þá ánægju að fara
fram að Ökrum og vera á sam-
æfingu hjá Feyki að Héðins-
mynni. Þarna eru samankomnir
söngmenn allt frá unglingum til
vel fullorðinna manna.. Raddir
hafa þeir prýðilegar og söng-
stjórn ágæt. Arni hefir á þessum
stutta tíma leyst af hendi mikið
starf og gott, og heyrði ég þarna
ágætlega vel sungin lög, sem tví-
málalaust má jafna við það sem
bezt er sungið annars staðar. Að
slepptum karlakórunum eru svo
kirkjukórar, sem margir starfa
af miklum áhuga og glæsibrag.
Eitt skyggir á í þessu syngjandi
héraði. Það vantar tilfinnanlega
aðstöðu til söng- og hljóðfæra-
náms, þ. e. tónlistarskóla, sem
gæti tekið að sér uppfræðslu
hinnar skagfirzku syngjandi
æsku. Árni á Víðimel og ef til
vill fleiri hafa lengi haft huga á
að hrinda þessu í framkvæmd og
vonandi á hann eftir að sjá þenn
an draum sinn rætast.
Ein mæt húsmóðir segir mér
að allt þetta mikla félagslíf leiði
ótrúlega mikið gott af sér. Fólkið
færist nær hvert öðru, verður
frjálslegra, hjálpi hvert öðru,
þegar því er að skipta, og í raun
og veru er fámennið að nokkru
brotið á bak aftur með þessu.
Þessi frú sagði mér að konurnar
í Akrahreppi hefðu saumaklúbb.
Tækju þær bændur sína stund-
um með sér og meðan þær saum-
uðu tækju þeir spilahring og
röbbuðu um landsins gagn og
nauðsynjar. Svona msn þetta
raunar vera víðar í héraðinu.
Laugardaginn 10. febrúar var
þorrablót haldið á Hofsósi að
frumkvæði verkamannafélagsina
þar. Var húsfyllir enda sótt víða
að, ánægðra gesta.
— Björn.
Kort af nýja vellinum.
IMýr golfvöllur tilbúinn
■ vor
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal
við Þorvald Ásgeirsson, formann
Golfklúbbs Reykjavíkur, og
spurði hvernig framkvæmdum
við hinn nýja golfvöll klúbbsins
við Grafarvog liði.
Þorvaldur skýrði svo frá, að
9 holur yrðu leikhæfar í vor og
hinar 9 tilbúnar síðari hluta sum-
ars. Áformað er að hefja bygg-
ingu nýs skála fyrir félagsstarf-
semina, og mun stefnt að því,
að hann verði tilbúinn haustið
1964, en þá á Golfklúbburinn 30
ára afmæli.
Ennfremur kvað Þorvaldur að
látið yrði til skarar skríða til að
auka félagatölu klúbbsins, en
það hefur hamlað mjög útbreiðsla
hans, hve þröngt var á gamla
vellinum.
í sumar verður útlendur golf-
kennari ráðinn til Golfsambands
ins og mun hann skiptast á að
vera hjá klúlbbum og kenna.
Innnanhússkennsla hefur verið
starfrækt á vegum Golfklúbbs-
ins í vetur og sagði Þorvaldur,
að hún væri tilvalin fyrir þá, sem
hyggðumst byrja að leika golf
i vor.
»•>