Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 3
Laugairadagur 23. marz 1963 M ORCllTS BL AÐiÐ 3 M ' ' ■ :7^- ;,H'" , r nI1' FRA STOKKHOLMI eftir Jóhann Hjálmarsson MEÐAN kvikmyndahúsin í Stokkhólmi keppast um að sýna athyglisverðar myndir er einnig haldin kvikmynda- vika sem hefur því hlutverki að gegna að gefa v&ndlátum kvikmyndagestum innsýn í það bezta og umdeildasta sem kvikmyndahöfundar heimsins setja saman. Hvorki meira né minna en fimmtán langar myndir og sex stuttar frá fjór- tán löndum eru sýndar. Þrjár þessara kvikmynda hafa kunnar fyrirmyndir. Gríska myndin Elektra byggir á goðsögninni urh Agamem- non konung sem var myrtur af eiginkonu sinni og friðli hennar þegar hann sneri heim úr orrustunni við Trjóu. Hefnd in er framkvæmd af börnum konungsins, þeim Elektru og Órestes. Eftir að hafa drepið móður sína skiljast þau að full af sorg og kvöl. Michael Cacoy annis sem gerði myndina er frægasti kvikmyndahöfundur GrikklandS. Hann þekkir einnig vel til vinnubragða leikhússins, en gerði fyrstu kvikmynd sína sem var gam- anmynd árið 1953. Margir álíta Svartklædda stúlku, frá 1957, beztu kvikmynd Casoyannis. Réttarhöldin gegn Jóhönnu frá örk, fjallar eins og nafnið bendir til um píslarvætti heil- agrar Jóhönnu. Höfundurinn Robert Bresson stefnir mynd- inni gegn kvikmyndalist nú- tímans sem hann álítur að setji formdekur efst á tjald. Bresson telur efnisþráðinn og orðin sjálf eiga að gegna mestu hlutverki. Hann gerir ekki minnstu tilraun til stíl- bragða og lætur viðvaninga fara með hlutverkin. Júgóslavneska myndin Lady Macbeth frá Mtsensk byggir á sama efni og ópera Sjostókó- vitjs, sögu eftir Rússann Niko- laj Leskov (1831—95). Leskov sem var hataður af starfsfélög- um sínum fyrir íhaldssemi (þeirra eigin glámskyggni) gaf sögunni þetta nafn aðeins til að leggja áherzlu á líkindin með leikriti Shakespeares. í Lady Macbeth frá Mtsensk lýsir Leskov eiginkonu kaup- manns sem fær ekki svalað löngunum sínum fyrr en hún hefur látið einn af starfsmönn- um manns síns fífla sig og síðan drepið eiginmanninn með hjálp elskhugans. Júgó- slavnesk kvikmyndagerð verð ur að standa algerlega á eigin fótum (án minnstu aðstoðar þess opinbera) og var þetta efni því valið með það fyrir augum að opna markaðinn í Rússlandi fyrir myndinni. Pólski kvikmyndahöfundurinn Andrzej Wajda var fenginn til að stjórna tökunni. Júgóslav- arnir töldu það ekki ónýtt að fá Wajda til aðstoðar, því hann var þá þegar heimskunnur fyrir hið magnaða verk sitt Aska og demantar (sýnd í Hafnarfjarðarbíó) og sem stjórnandi eins atriðis úr kvik- mynd Frakkans Truffaut L’Amour á vingt ans. Truffaut sjálfur, Renzo Rosselini, Marcel Ophuls og Japaninn Ishihara stjórnuðu öðrum atr- iðum myndarinnar, en Wajda tókst að flestra áliti langbest. Aðrar myndir Kvikmynda- vikunnar eru ekki síður for- vitnilegar. Sól og skuggi eftir Búlgarann Rangel Vulchanov fjallar um pólska stúlku og búlgarskan mann sem hittast Hann er óttalaus, en hún er á baðströnd við Svartahafið. full af beyg við kjarnorku- styrjöld. Á tjaldinu fáum við að fylgjast með ímynduðum ógnum hennar, á eftir sjáum við ströndina fulla af ham- ingjusömum manneskjum und ir sólinni. Yojimbo (Lífvöaðurinn) er eftir Japanann Akira Kuro- sawa og er eins og mynd hans Rashomon (sýnd í Gamla bíó ef ég man rétt) full af blóði og grimmd. Þorpi einu hefur ver- ið skipt í tvo óvinveitta hluta. Leiðtogar þeirra vígbúast af kappi. Mynd Kurosawa getur þess vegna hæglega venð dæmisaga um heimsmálin í dag eins og fleiri myndir hans. Höfundar dönsku myndar- innar Weekend, þeir Palle Kjærulf-Schmidt og rithöfund urinn Klaus Rifberg eru báðir rúmlega þrítugir og mynd þeirra fjallar um fólk á þess- um aldri sem hallar sér að drykkju og ástum án þess að setja fyrir sig hver er gift hverjum o. s. frv. Níu dagar eftir Rússann Michail Romm segir frá ung- um kjarnorkuvísindamanni sem við tilraunir sínar hefur orðið fyrir banvænni geislun og reynir að leyna þessu fyrir eiginkonu sinni. Myndin er tekin í raunverulegu umhverfi einhversstaðar í Sovétríkjun- um. Allraheilagramessa eftir Pól verjann Tadeusz Konwicki fjallar um ungan mann og konu sem skuggar liðinna daga hvíla þungt á. Samband þeirra sem hangir á veikum þræði er uppistaða myndar- innar ásamt minningunum sem koma og fara og valda þeim óumberanlegum kvölum. Höndurinn Tadeusz Konwicki hafði náð langt sem skáld- sagnahöfundur áður en hann gerði þessa mynd og Síðasta sumardaginn, en þær hafa báðar skapað honum mikla viðurkenningu. Bandaríska kvikmyndin Pressure Point eftir Hubert Cornfield tekur til meðferðar kynþáttahatur og sálflækjur. Framleiðandi myndarinnar Stanley Kramer hefur látið gera ýmsar sérkennilegar myndir með leikurum eins og Grace Kelly, Kirk Douglas, Marlon Brando og Marlene Dietrich. Sjálfur hefur hann til dæmis stjórnað myndinni Afvegaleidd æska, og ætlar sér að gera mynd á næstunni með einkennandi heiti: It’s a mad, mad, mad, mad world. Einmanaleiki þolhlaupar- ans, eftir Bretann Tony Ric- hardson sýnir ungling sem hefur gerzt brotlegur við lög- in og býr yfir þeim hæfileik- um að geta hlaupið hraðar en aðrir. Það er ástæða til þess að leggja nafn Richard- sons á minnið. Hann er for- vígismaður nýrrar raunsærrar stefnu í enskri kvikmynda- gerð og hefur með mynd sinni Vilgot Sjöman. Hunangsilmur eftir leikriti Shelagh Delaney 'skapað eitt- hvað það> eftirtektarverðasta verk sem sést hefur lengi. Myndin sem er sýnd í Stokk- hólmi þessa dagana fjallar um samband kynvillts pilts og ungrar stúlku og er lýst af stakri nærfærni og skilningi á mannlegu eðli. Cléo milli fimm og sjö eftir Agnés Varda fjallar um fræga söngkonu sem óttast að hún sé haldin krabbameini og ger- ist myndin á þeim tíma, ná- kvæmlega níutíu mínútum sem hún bíður úrskurðs lækn- anna. Um höfund þessarar kvikmyndar Agnés Vardar er rétt að fara nokkrum orðum. Agnés Varda er talinn frum herji nýju stefnunnar í franskri kvikmyndagerð, sem einnig er nefnd nýja aldan. Hún er ættuð frá Belgíu en settist snemma að í París, stundaði nám við Sorbonne en pað átti ekki við hennar skap og hún sneri sér að ljósmynda- gérð og síðan að kvikmyndum. Hún gerði nokkrar stuttar myndir, og eina langa La pointe courte, um ástalíf ungs tolks, en öðrum þræði fjallaði myndin um borgina Séte og lifnaðarhætti íbúa hennar. í Séte hafði Agnés Varda dval- ið langdvölum og þekkti sitt fólk. Við gerð þessarar mynd- ar átti hún við fjárhagsörð- ugleika að etja. Það var ekki fyrr en Cléo var frumsýnd og hún komst á réttan kjöl. Mynd in vakti strax athygli um all- an heim og fékk óspart lof gagnrýnanda. Á frumsýning- unni í Stokkhólmi fengu áhorf endur kærkomna heimsókn. Aðalleikkona myndarinnar Corinne Marchand kom fljúg- andi frá París til þess að auka á hátíðarleikann og segja nokkur orð. Síðan fengum við að sjá hana á tjaldinu reikandi um Parísarborg sem er veröld þessarar myndar, sáum hana kaupa svartan hatt, heyrðum hana syngja, gráta, hlæja. Cléo full af ótta við dauðann. Kaffihúsið Dome, málverk eftir unga málara, maður sem gleypir einhverskonar kvik- indi fyrir framan Luxemborg- argarðinn, stúlka sem er fyrir- sæta í myndhöggvaraskóla og þykir það ekki neitt agalegt vegna þess að strákarnir kepp ast við að fá annað út úr henni en þetta vanalega, unnusti stúlkunnar sem býr til gaman myndir, ein þessara mynda sem heitir Sólgleraugun og fjallar um missýn af þeirra völdum, ungur hermaður í leyfi sem þekkir öll tré og getur talað við Cléo án þess að hún verði leið. Cléo fer aftur að hugsa um dauðann. Cléo gleymir dauðanum og brosir. Alþjóðlega kvikmyndavikan í Stokkhólmi hafði ýmislegt fleira upp á að bjóða, manni gafst óvenjulega gott tæki- færi til að kynnast kvikmynda list nútímans. En jafnframt þessu hafa verið sýndar og eru sýndar aðrar kvikmyndir í Stokkhólmi sem eiga lika er- indi til okkar. Ný rússnesk kvikmynd, Bernska ívans, eftir Andrej Tarkovskij snertir djúpt vegna óvenjulegs ljóðræns tærleika sem skírast kemur fram í draumum fvans: Hann ekur í vagni ásamt jafnöldru sinni og réttir fram hendurnar fullar af eplum út í regnið, hann liggur á botni brunns, hann sér stjörnu í brunninum, móðir hans látin birtist. honum á ströndinni. ívan sem stríðið hefir gert fullorðinn vill ekki ganga í skóla heldur berjast gegn og drepa þá sem breyttu lífi hans í rúst. Einn daginn situr hann ásamt rússneskum hermanni og skoðar bók. Hann sér mynd af manni og spyr hver hann sé. Hermaðurinn segir honum að þetta sé þýzk- ur rithöfundur. Þýzkir rit- höfundur segir ívan, Þjóðverj- ar eiga enga rithöfunda. Þeir brenna bækur á báli. Michaelangelo Antonioni túlkar tómleika og getuleysi nútímamannsins í myndinni Sólmrykvi, sem tekin er með- an Sólmyrkvi stóð yfir í Róm. Hann nær sterkustu áhrifum þegar hann sýnir kapphlaup- ið við verðbréfin í Kauphöll- inni og í einstökum atriðum sem nálgast myndræna full- komnun. Myndlist nútímans sem Antonioni dáir mjög hef- ur kennt honum margt. Hann er afburða snjall myndatöku- maður en manneskjur hans eru oftast nær steyptar í eld- föst form. Þær hafa ekki leng- ur hæfileika til að lifa eðli- legu lífi, aðeins eltast við hé- góma. Antonioni er sjálfur von svikinn maður. Hann er sjálf- um sér trúr í verkum sínum. Jules og Jim er skemmtileg mynd eftir Frakkann Francois Truffaut. Honum er mest i mun að skapa lifandi atriði, þrungin sömu hamingju og beiskleika og lífið sjálft. Juies og Jim eru vinir sem ekki geta skilið. Þeir berjast sitt hvoru megin línunnar í fyrri heimsstyrjöldinni, þeir njóta ásta sömu konunnar, sem reyndar giftist öðrum þeirra en getur ekki látið sér nægja minna en ást þeirra beggja, og þá eftir því hvernig liggur á henni, en ekkert getur spillt vináttu Jules og Jim. Kven- maður þessi sem er leikin af Jeanne Moreau hefur líka fleiri í takinu og hún kemur til með að ráða örlögum þeirra Jules og Jim. Stundum gengur Truffaut svo langt að tjaldið verður eins og stækk- uð ljósmynd, myndin stendur kyrr. Sömu tækni notaði hann í Litli flóttamaðurinn sem sýnd var í Bæjarbíói Hafnar- fjarðar. Vilgot Sjöman hefur með fyrstu mynd sinni Ástmeyjan, skapað mikið umtal og hlotið meira lof en allir aðrir byrj- endur. Sumir spá honum frægð á við Ingmar Bergman og það er lóðið að þessi ungi rithöfundur er nátengdur Ing- mar Bergman þótt hann taki önnur mál til meðferðar. Um- ráðasvæði Sjömans er Stokk- hólmur nútímans með fólki sem leitar hamingju eins og allir jarðarbúar, en uppsker kvöl vegna þess að því er ekki sjálfrátt, allt er undar- lega tilviljunarkennt í fari þess. Hvort sem það hefur beðið sigur eða tapað stendur ekkert um, en það skiptir ekki aðalmáli, heldur hitt að fyrir okkur hefur verið brugð ið upp raunsannri mynd af innra sem ytra lífi þess. Stúlk an í myndinni sveiflast milli tveggja heima, hins gifta reynda manns og hins unga klaufalega vinar sem er henni frekar leikbróðir en elskhugi. Það verður eldri maðurinn sem nýtur ástar hennar, en hinar stuttu hverfulu stundir sem þau geta dvalið saman gefa henni ekki þá fyllingu sem hún raunverulega þráir. Hún vísar þeim báðum á bug. Framh. á bls. 4 Presturinn CGunnar Björnstrand) í nýjustu kvikmynd Ingmars Bersmans, Altarisgangan. Úr japönsku kvikmyndinni Nakta eyjan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.