Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugaradagur 23. marz 1963 Nyrzti hluti Oddeyrar. Fremst er togarabryggjan og hraðfrystihúsið ásamt saltfiskverkunar- stöð. Ljósm.: Guðl. P. Kristjánsson. AKUREYRARBRÉF EFTIR STEFÁIM EIRÍKSSOIM UTARLEGA á Oddeyrartanga er stórt og reisulegt hraðfrysti- hús. Þegar það er starfrækt veit- ir það fjölda fólks atvinnu. En því miður er stundum all hljótt innan veggja þess mikla atvinnu- .gjafa, oftast vegna hráefnis- skorts. Ekki afla þó Akureyrartogar- arnir minna en önnur skip, nema síður sé, en eins og öll önnur togarafélög berst Útgerð- arfélag Akureyrar í bökkum fjárhagslega. Þess vegna er það ofur eðlileg ráðstöfun stjórnenda þess, að senda togarana með afla sinn á erlendan markað, þegar hægt er að fá mörgum sinnum hærra verð fyrir fiskinn -þar heldur en ef honum' er landað hér heima. En þó að það sé hagkvæmt fyrir útgerðina og togarasjó- mennina að selja nýjan fisk úti í löndum fyrir 10—12 kr. kílóið, þá er það hreint ekki hagkvæmt hvorki fyrir bæjarfélagið eða þjóðarbúið, vegna þess að þarna er um óunnið hráefni að ræða. Við hlið hraðfrystihússins þarf að rísa keðja verksmiðja sem gjöx- nýta fiskinn. Þá verða togararnir fyrsti hlekkur, frystihúsið annar, og svo koll af kolli, þar til fiskur- inn er kominn fullunninn niður í dósir eða aðrar umbúðr sem hentugar þættu. Það eru alltaf öðru hvoru að birtast fréttir af botnlausri skuldasöfnun togara- félaga, svo tugum milljóna nem- ur. Allt þetta tap þarf almenn- ingur að greiða, hvort sem það eru bæjarfélög eða ríkið, sem greiðsluna inna af hendL Allt er það álmanna fé. Yfirleitt mögla ménn ekki yf- ir þessum greiðslum vegna. þess að flestir skilja það, að hversu mikið sem tapið á togaraútgerð er, þá getum við ekki með neinu móti verið án þeirra verðmæta, sem þessi skip færa að landi, né þeirrar atvinnu er þau skapa. En þessar greiðslur úr bæjar- eða ríkiskassa er ekki endalaust hægt að endurtaka. Lausn vanda málsins hlýtur að vera að finna í því að auka verðgildi afla skipa anna og það verður ekki gert öðruvísi en að reisa verksmiðjur -sem fullvinna hann. Stórar fisk- -vinnsiustöðvar, sem gegna þessu hlutverki þurfa að rísa á 3—4 stöðum í landinu, ekki mikið fleiri vegna þess að þá verður þetta eins og kotbúskapur, sem þegar er nóg af á íslandi. Það er alltaf keppt að því að fjölga fiskiskipunum og búa þau betri og fullkomnari tækjum til þess að meira veiðist, en minna virðist hugsað um að vinna úr veiðinni. Fólkinu í landinu fjölg- ar jafnt og þétt og allir þurfa að vinna og lifa góðu lífi. Fólksfjölg- uninni þarf að mæta með því að reisa fyrirtæki, sem starfrækt eru allt árið og almenningur getur byggt afkomu sína á. Það liggur beint við að það verði fisikiðnaður, sem tekur við fólks- fjölgun næstu áratuga. Það er ekki eridalaust hægt að kaupa skip og senda menn til veiða, enda engin ástæða til. Við veið- um þegar nóg af fski, þó þjóðin væri mun fjölmennari en hún er. Það þarf bara að vinna úr þvi sem veiðist. Slík uppbygging sem her er rætt um er ekki fram- kvæmd á stuttum tíma, en því nauðsynlegra er að hefjast strax handa. Það þarf að reisa verk- smiðjurnar og tæknimennta fjölda fólks til að stjórna þeim. Það þarf að senda menn til ann- arra þjóða til þess að læra hvernig þær vihna sinn fisk. Síð- an er hægt að hefjast handa, reka sig á og læra af eigin reynslu. Einnig þarf að vinna markaði fyrir unninn fisk, en það hlýtur nú að einhverju leyti að koma af sjálfu sér þegar' óunni fiskur- inn okkar hverfur af markaðn- um. ★ Við eigum þingmenn, sem við höfum kosið til að fara með allt okkar ráð, væntanlega vegna þess að við höfum álitið þá eitt- hvað vitrari en okkur sjálf. Allir hafa þeir fullvissað okkur um sihn góða vilja til þess að vinna okkur vel. Þings og stjórnar er að finna leiðir til þess að þessár framkvæmdir geti hafizt. Fram- ámenn stjórnmálaflokkanna eru svo sem farnir að ræða og rita um þetta mál. En það er bara einn stór galli á öllum þeirra ræðum og ritgerðum. Þær hefjast allar og enda á yfirlýsingu um að þeir vinni að þessu af öllum mætti, en and- stæðingarnir geri allt það ógágn sem þeir geti, 9vo sennilega verði nú einhver bið á að framkvæmd- ir hefjist. Því miður er sann- leikskorn fólgið í sumum þess- ara yfirlýsinga. Stjórnarandstaðan er aldrei á- byrg og hún berst undantekn- ingalítið gegn öllu sem stjórnar- flokkarnir beita sér fyrir óg ekkert síður þó um sé að ræða mál, sem þjóðinni er nauðsyn að hrundið sé í framkvæmd. Það er furðulegt hivernig lýð- ræðisflokkar geta úthverfst ef þeir eru í stjórnarandstöðu. Það er eins og þeim finnist að þeir muni líða undir lok ef stjórn- inni ferst forsjá þjóðfélagsins vel. Lýðræðinu fylgir, að alltaf eru einhverjir í minnihluta. En þó einhver lýðræðisstjórn- málaflokkur standi ekki að mynd un ríkisstjórnar, hlýtur þing- mönnum hans að bera að þjóna lýðræðinu, en ekki að ganga í lið með óvinum þess, kommúnistum. Með þá gegnir allt öðru máli. Þeir eru alltaf og alls staðar vinnandi gegn þjóðfélaginu, hvort þeir eru í.stjórn eða ekki. Öll sundrung og erfiðleikar þjóð- arinnar eru ‘vatn á þeirra myllu. ★ Uppbygging fiskiðnaðar 5 land inu, er ekki mál einstakra stjórn- málaflokka og á ekki að notast sem punt á framboðsræður vænt anlegra þingmanna. Það er mál allrar þjóðarinnar og hún þarfn- ast þess að því sé hrundið í fram kvæmd. Hún væntir sameiginlegra að- gerða allra þjóðhollra manna, sem vit hafa á slíkri uppbygg- ingu. Þá kemst þetta fyrr í fram- kvæmd og byrjunarörðugleikarn ir verða minni og léttbærari. ís- lendingar hafa sannað að þeir geta fullkomlega staðið öðrum þjóðum jafnfætis i iðnaði, með þvi að fullvinna sjálfir mikinn hluta landbánaðarafurða sinna. Hér á Akureyri er t.d. verk- smiðja sem tekur við óhreinni ull inn um annan endann og skil ar fyrsta flokks fataefni út um hinn, (ef svo má til orða taka). En slíkar verksmiðjur rísa ekki án óteljandi mistaka og erfið- leika. En menn þurfa að eiga trú á að hægt sé að koma þeim upp og reka þær. Við erum sjálfstæð þjóð og viljum vera það. En eng- in þjóð getur varðveitt sjálfstæði sitt nema skamma stund ef hún hagnýtir ekki auðlindir landsins sem hún byggir. Stefán Eiríksson. Washington, 18. marz — (AP) — T V Æ R rússneskar flugvélar flugu á föstudag inn í lofthelgi Bandaríkjanna yfir Alaska. Hef- Ur Bandaríkjastjórn mótmælt þessum atburði í Moskvu. Flug- vélarnar sáust í ratsjám og voru orustuþotur sendar á vettvang. — Flugvöllur Framh. af bls. 5 ar hafa verið teknar í notkun. Jafnframt hafi það haft áihrif að ekki hafi verið fyrir hendi fullkominn varaflugvöllur hér á landi og þar af leiðandi sé nauð- synlegt að gera fullkominn vara- flugvöU fyrir þotur, helzt Norð- anlands. Rétt þykir að athuga þetta noktkuð nánar. Öllum er ljóst, sem eitthvað hafa komið nálægt flugmálum á s.l. 4—5 árum, að þróunin d Atlantshafs- fluginu hefur verið sú, að flogið er beint milli helztu stórborga Evrópu og Ameríku án viðkomu til eldsneytistöku á flugvöllum eins og Keflavík, Gander, Shann- on o.s.frv.. Þvi miður er þetta þróunin að því er umferðina um þessa velli snertir, og þessum staðreyndum verður ekki hagg- að, nema því aðeins að hægt sé að skapa flutninga að og frá þessum stöðum, svo flugfélögin sjái sér hag í því að koma þar við. Umferð um Keflavíkurflug- völl er nú að langmestu leyti skrúfuvélar í óreglubundnu flugi, en um 40 farþegaþotur munu hafa lent þar 1962, vænt- anlega hefur meirihluti þeirra verið af Comet gerð, sem þurfa um 6500 feta langar flugbrautir. Haldi þróunin áfram með sama hætti, má gera ráð fyrir þvi að það heyri til undantekninga að erlendar farþegaþotur hafi hér viðkomu, hvað þá að þær þurfi hér varafluigvöll. Fyrir 12—14 árum, þegar stóru flugfélögin höfðu að veruiegu marki við- komu á Keflavíkurflugvelli með skrúfuvélum sínum, hefði það að líkindum aukið eitthvað um- ferðina um ísland, ef varaflug- völlur hefði verið fyrir hendi norðanlandis, þó aldrei hafi sézt neinar tölur um þetta. Greinar- 'höfundur telur það aðkaRandi verkefni að byggja fullkominn varaflugvölil fyrir þotur af stærstu gerð fyrir • norðan, en telur að ein flugbraut muni nægja. Fyrr í greininni skýrir hann frá að mesti hliðarvindur, sem DC-8 þoli, séu 34 hnútar mið- að við þurra braut, en 15 hnút- ar ef hál'ka er. Sem gamall Norðlendingur man ég eftir að vindur stóð úr fleiri áttum en norðri og suðri og alla jafna var vestan áttin langsamlega hvössust. Ég leyfi mér því að halda því hiklaust fram, að ef gera á „nothæfan" varaflugvöll fyrir þotur, þá þýð- ir það völl með tveimur flug- brautum 3000 og 2700 metra löngum. Ef möguleikar væru fyrir hendi að gera siíkan flug- völl ætti að staðsetja við innan verðan Faxafló*, en ekki norður í Þingeyjarsýslu, þar sem hann stæði svo til ónotaður allt árið Að því er snertir varaflugvelli FYRIR nokkrum árum var svo komið að sárafáir ungir menn hófu nám í bakaraiðn og varð ekki annað séð en mikill skort- ur yrði á bökurum ef svo færi fram sem á horfðist. Nú er orðin á þessu gagnger breyting. Guð- mundur Hersir, formaður Sveina félags bakara, hefur frá önd- Strákar skemma AKRANESI, 18. marz. — Lög- reglan hefur haft upp á þeim sem skemmdarverk unnu á traktor bóndasonar úr Innri- Akraneshreppi, sem skýrt var frá í blaðinu fyrir helgina. Hafði pilturinn komið á traktornum tril fiskvinnu í hraðfrystihúsi á Akranesi og geymdi hann í fisk- húsi á meðan. En þegar hann kom að houm höfðu leiðslur ver- ið kubbaðar sundur og benzín- geymir fylltur af óhreinindum. Það reyndust vera 8—11 ára drenigir, sem verkið unnu Og hafa þeir oft gert piltinum þenn an grikk. — Oddur. alanennt, má telja líklegt að inn an fárra ára verði tekið í notik- un sjálfvirkt blindlendingarkerfi (Automatic-Landing System) er geri flugvélum kleift að lenda i hvaða veðri sem er, og hefur þau áhrif að þörfin fyrir varaflug- velli minnkax eða jafnvel hverf- ur með öllu. Að gera fullkominn varafluig völl fyrir þotur norðanlands, mið að við þær staðreyndir sem hér hefur verið lýst, og myndi kosta hundruð milljóna króna, • virðist því fjarri öllum raunveruleika. Hitt er annað mál, að nauðsyn- legt er að endurbæta og fullgera flugvelli á Norðurlandi t.d. Ak- ureyri, með því m.a. að setja á þá varanlegt slitlag. Allir munu vera sammála um það, að „þróun flugmálanna má ekki stöðva“, en er ekki beinlín is verið að stefna að slíku, ef flytja ætti alla flugstarfsemi suð ur á Keflavikurflugvöll? • Rætt hefur verið um millilanda og innanlandsflug, en hvað um smáfluigið, einka-, og kennslu- flug, leiguflug, sjúkraflug o.s.frv. Varla verður aðstaða þessara að ilja betri á Keflavíkurflugvelli en hér. Því ber að árétta það, sem sagt var í upphafi, að flutn- ingur allra íslenzkra fluigstarf- semi frá Reykjavík til Keflavík- ur er engin framtíðarlausn. En hvert ber þá að stefna í þessum málum? Að minni hyggju þarf að gera eftirfarandi: 1. Fullnýta nú á næstunni alla stækkunarmöguleika Reykja- víkurflugvallar með því að lengja og breyta stefnu flug- brautanna þannig að hér yrðu fyrir hendi tvær brautir a.m.k. 6000 — 8000 feta lang ar. Endurbætur þessar myndi vera hægt að framkvæma fyr ir tiltölulega lága upphæð á sama hátt Og þær stækkanir, sem lokið hefur verið við fram að þessu. 2. Kanna ítarlega með jarð fræði- og verkfræðilegum at- hugunum, studdum nauðsyn- legum kostnaðaráætlunum, hver kostnaður yrði við nýja flugvallargerð á Álftanesi, þanniig að staðreyndir þessa máls lægju fyrir, ef mögu- leikar reyndust síðar á því að gera þar framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík. Með þessum aðgerðum myndl Reykjavíkurflugvöllur verða ís- lenzku fluigfélögunum fullnægj- andi um árabil og jafnframt ynn ist tími til þess að gera sér grein fyrir framþróun flugmálanna, svo sem hvaða flugvélakosts flug félögunum myndu afla sér í fram tíðinni, og hvaða áhrif ný tækni, svo sem lóðrétt flug (VTOL) við flugtak og lendingu myndi hafa. Jafnframt væri hægt að undir- búa framtíðarlausn þessa máls, þ.e. byiggingu nýs flugvallar, et reynslan sýndi að hans yrði þörf og f járhagsgrundvöllur 'skapaðist fyrir slíkri framkvæmd. verðu verið fulltrúi sinnar stétt- ar á almennu starfsfræðsludög- unum í Reykjavík. Lengi vel gengu fáir á vit Guðmundar á þessum dögum og kom það fram á skýrslu þeirri, sem hann skil- aði forstöðumanni dagsins, Ólafi Gunnarssyni, sálfræðingi. Eitt- hvað mun Ólafur hafa minnzt á góða atvinnumöguleika í bakara- iðn í skólum, og allt í einu ventu unglingarnir sínu kvæði í krosa og gerðust áhugasamir um bak- araiðn. Guðmundur Hersir varð nú ráðgjafi margra ungra manna, aðstoðaði þá við að komast i bakaranám og er nú svo komið að liðlega 20 nemar eru að búa sig undir að baka handa þjóð- inni hið daglega brauð. L Þegar Morgunblaðið leitað! álits Guðmundar Hersis á þessu máli, sagði hann, að það færi ekki milli mála að starfsfræðslu dagarnir hefðu átt mjög mikinn þátt í því, að ungir menn fóru á nýjan leik að nema þessa nauð- synlegu iðngrein. Fjölgun bakaranema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.