Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 24

Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 24
2^ MORGUNBLAÐIÐ Laugaradagur 23. marz 1963 Richard Wagner tónEÍstarhátíðin eítir Helga Br. Sæmundsson ÞEGAR minnst er á Bayreuth er oftast ekki átt við smáborgina á stærð við Reykjavik, sem liggur fagurlega og friðsamlega milli lágra skógarhæða nálægt upptök- um árinnar Main, skammt frá þeim stað, þar sem saman koma landamæri Tékkóslóvakíu, Vest- ur- og Austur-Þýzkalands, heldur er þá átt við Richard Wagner hljómlistarhátíðina, sem þar er haldin ár hvert. Frá júlílokum til ágústloka ár hvert fyllist borgin af fólki af ýmsu þjóðerni, sem þangað er komið til að hlusta á verk Wagn- ers. Oft heyrir maður líka talað um nýju Bayreuth og gömlu Bayreuth, og skal nú gefin skýr- ing á því. Árið 1948 tóku tveir sonarsynir Richard Wagners við stjórn í Bayreuth. Þeii gjör- breyttu uppfærslu verkanna. Þeirra hugmynd er, að með því að gera leiktjöld mjög látlaus og einföld, én sleppa íburði og skrauti megi fá tóniistina til að njóta sín betur. I samræmi við Leitmotiv-hugmyndir Wagners leituðust þeir við að »5018 ein- ungis tákn og táknmyndir á leik- sviðinu. Þeir gengu svo langt að ryðja burt flestum þekktum hlut- um af leiksviðinu og gera um- hverfið þannig abstrakt. Þeir létu og draga eins mikið úr til- finningasemi og rómantískum tilhneigingum við flutning verk- anna eins og mögulegt var. Þetta hefir valdið því .að verk Wagn- ers hafa fengið nýjan hóp að- dáenda, því þau samræmast í þessum búningi fullkómlega hug- myndum og hughrifaheimi ungu kynslóðanna, sem annars eru taldar svo efnishyggjulegar. Allar þessar ráðstafanir vöktu mikla skelfingu hinna gömlu Wagnersinna, sem bættu að ein- hverju leyti að láta sjá sig í Bayreuth. Það var þrasað og rif- izt um leiksviðsbúnað og svið- setningu verkanna, en nú virðist svo sem góður meðalvegur hafi fundizt, sem flestir eru ánægðir með, því að bræðurnir Wolfgang og Wieland Wagner hafa dregið eitthvað úr strangleikanum og innfært aftur þekkta hluti í leik- sviðsbúnaðinum svo sem stóla, borð, steðja, bikar, svan og svo framvegis. En ennþá er búnaður- inn mjög nýtízkulegur og mögu- leikar lýsingatækninnar notfærð- ir til hins ítrasta. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með hnit- miðari beitingu sviðslýsingarinn- ar. Hið mikla afrek hinnar nýju túlkunarstefnu er, að tónlistinni er skipað í æðsta sessinn eins og vera ber. Wagnerbræðurnir hafa vandað mjög vel val á öllu starfsliði og tekizt að skapa Bayreuth alþjóð- lega fræð. Verk Wagners hafa aldrei verið eins vinsæl og í dag, og þær vinsældir fara vaxandi. Utan Þýzkalands nýtur Wagner mikilla vinsælda, og sá skari út- lépdinga, sem sækir sýningarnar í Playreuth er ekki lítið áberandi. Festival — Festspiele Það er sama hvert farið er í Evrópu á sumrin, alls staðar rekst maður á festivöl. Tölvísum mönnum hefur tekizt að telja upp 160 festivöl, sem haldin eru ár- lega; Af þessum 160 halda Þjóð- verjar 40, en Frakkar og Bretar „aðeins“ 16 og 15. Richard Wagn- er Festspiele í Bayreuth hafa ai- gera sérstöðu. Hugmyndin um festival er komin frá Richard Wagner, en hann hafði hálfgerð- an helgileik í huga. Meðan hug- myndin var að þróast með hon- um, kom honum jafnvel í hug að byggja söngleikahús, þar sem verk hans skyldu sýnd einu sinni, en að því loknu skyldi rífa hús- ið og brenna partitur verksins. En eftir því sem hugmyndin þró- aðist komst hann á þá skoðun, að þetta yrði að vera hátíð, þar sem allar greinar listar kæmu fram jafnháar og rynnu saman í óvið- jafnanlega unaðslega heild sem músikdrama. Wagner upplifði það að koma hugsjón sinni í framkvæmd. Hann var 59 ára, þegar hann lagði hornsteininn að Festspiel- haus í Bayreuth hinn 2. maí 1872, fyrir rúmum 90 árum. Aðeins fjórum árum síðar var Bayreuth hátíðin opnuð í fyrsta sinn með fyrstu heildarsýningunni á hinu mikla verki „Hringur Niflungs- ins“, sem hann hafði verið að semja í 28 ár. Efni þessa stór- brotna verks er að mestu tekið úr Sigurðar sögu Fáfnisbana í Eddu og fjallar um böl það og ógæfu, sem gullhringur Rínar- dætra olli með guðum og mönn- um. Fyrsta kvöld hringsins er Rínargullið og er einskonar for- leikur og efnisyfirlit yfir þá at- burði, sem eiga eftir að ske. Hin þrjú verkin eru Siegfried, Val- kyrjan og Rangarök. Hinn 13. febrúar næstkomandi verða 80 ár liðin frá andláti Wagners, og hinn 22. maí verða 150 ár liðin frá fæðingu hans. Þess verður minnst í Bayreuth með flutningi þess verks, sem Wagner elskaði mjög, IX. sin- fóníu Beethovens, en vegna þess að byggingaframkvæmdir standa nú yfir í Bayreuth verður hún ekki flutt fyrr en daginh fyrir opnun hátíðarinnar í Bayreuth í sumar. Algerir yfirhurðir Það sem boðið er upp á í Bay- reuth er hvergi annars staðar að finna. Beztu hljómsveitarstjórar stjórna risahljómsveit, sem sam- ansett er af beztu hljóðfæraleik- urum álfunnar, og í kórnum eru beztu kórsöngvarar úr mörgum Evrópulöndum. Wagner hafði sjálfur krafizt yfir 100 manna hljómsveitar og 130 manna kórs, og það er íarið eftir fyrirmælum hans. Sennilega mun aldrei verða hægt að flytja aðalverk hans á íslandi. Það er ekkert hús til, sem tekur þennan fjölda fl.ytj- enda. Á þeim tíma sem hijóm- listarhátíðin í Bayreuth stendur yfir eru öll óperuhús álfunnar lokuð, og flytjendurnir koma því til Bayreuth í sumarfríi sínu. Þrátt fyrir þennan sundurleita hóp iistamanna er list þeeirra samstillt. Hljómsveitin og kórinn eru eins og eitt tæki, sem hlýðir bendingum hljómsveitarstjórans í gryfjunni og hljómur beggja rennur saman í dásamlega hei’d. Einsöngvararnir eru á meðal þeirra beztu í heimi, og þeir sækj ast eftir þeim heiðri að fá að syngja í Bayreuth. Nákvæmnin, krafturinn og hljómfegúrðin eru óviðjafnanleg, og hinn frægi hljómburður hússins ásamt list- rænum leiktjöldunum og leik- sviðsbúnaðinum hjálpast um að gera hvert kvöld að ógleyman- legri unaðsstund. Leikdómendur, sem skrifa um flutning verka WagnerS annars staðar, geta ekki fundið meira hrós en að segja að flutningurinn nálgist það sem í Bayreuth heyrist. Eftir þetta hrós um gæði sýn- inganna í Úayreuth kunna menn að spyrja, hvort allt sé svo gott. Það, sem ekki er gott, er húsið sjálft. Hljómburður þess er að vísu afburða góður, en til þess að halda honum hefir lítið verið gert við salinn síðan hann var byggður annað en að leggja raf- magn í gaslampana. Stólarnir eru breiðir, armlausir og óstoppaðir, en frægir fyrir það, hve haíðir þeir eru. 'En vegna hljómburðar- ins í húsinu verður ekki skipt um stóla fyrst um sinn. í húsinu er hvergi að finna íburð og skraut. Mesta skrautið er ávallt hinir hátiðaklæddu áhorfendur, sem bera sitt bezta skart. Parsifal Hinn 26. júlí 1962 voru liðin 80 ár frá frumsýningu Parsifai, þess verks hans sem krýndi og varð endirinn á hinu mikla lífs- starf Wagners. Aðeins nokkrum mánuðum eftir frumsýninguna, sem fram fór í Bayreuth, andaðist Wagner í Feneyjum. Árið sem Wagner lauk við Parsifal, 1882, voru 17 sýningar á verkinu í Bayreuth. Það má segja að Parsifal sé trúarlegur helgileikur, er inniheldur mörg atriði úr helgi siðum kirkjunnar. Áður fyrr olli það deilum, en í dag truflar það engan. Mörg stærstu leikhús heimsins hafa það fyrir venju að sýna Parsifal á föstudaginn langa og páskadag, enda á það sérlega vel við efni verksins. í Parsifal er að finna innihald allra verka Wagners og lífsskoð- anir hans. Þekkt nöfn 1962 Árið 1962 voru 30 sýningar á verkum Wagners frá 24. júlí til 27. ágúst. Fyrst er að teija að Tristan og Isolde var sýnd í nýrri uppfærslu Wieland Wagner, og voru alls fjórar sýningar undir stjórn hins 68 ára gamla hljóm- sveitarstjóra Karl Böhm frá Wien. Sýningarnar fengu hina beztu dóma. Sérlega góða dóma fengu einnig fjórar sýningar á Parsifal undir hinni ágætu stjórn meist- arans Hans Knappertsbusch. Parsifal, sem Wagner samdi á 25 síðustu árum lífs síns, hefir ávallt verið aðaluppistaðan í Bayreuth-hátíðunum ásamt Hring Nilflungsins, sem í þetta sinn var sýndur tvisvar undir stjórn Rudolf Kempe. í rauninni ætti að telja sýningarnar á Hringnum einnig til hátinda hátíðanna, en þar eð hann er ætíð fluttur á hverju ári og flutningurinn er kominn í fastar skorður, þá verða aðeins óverulegar breytingar á uppfærslunni frá ári til árs, svo að sýningarnar eru minna um- taiaðar heldur en verkin, sem flutt eru í nýrri uppfærslu, eða þá þau, sem nýir afbragðsgóðir söngkraftar koma í fyrsta sinn fram í. í fyrra voru loks fimm sýning- ar á Lohengrin og átta á Tann- hauser undir stórn Wolfgang Sawallisch. söngvaravali verður fyrst að nefna hinn unga bandaríska tenor Jess Thomas, nýja stjörnu, sem brillerar í annað sinn í hlutverki Parsifal og í fyrsta sinn sem Lohengrin. Hann kom fyrst fram opinberlega í San Francisco 1957, en hélt til Evrópu í þeim til- garigi að verða uppgötvaður þar, eins og margir bandarískir lista- menn eru farnir að gera. Árin 1959 og 1960 söng hann í Karls- ruhe og var sóttur þaðan til Bay- reuth. Sumir spá því að hann muni síðar meir verða eftirmað- ur Wolfgang Windgassen, sem í dag er eftirsóttasti hetjutenórinn og sem þeytist út um allan heim til að snygja Wagner, enda er hann nokkuð farinn að tapa sér, en syngur þó hlutverk Tristan og Tannhauser af mikilli snilld. í glæsilegustu sýningu síðustu Bayreuth hátíðar, Tristan og Isolde, varð Wolfgang Windgass- en að taka á öllu, sem hann átti til að jafnast á við Birgit Nilson, sem söng Isolde. Birgit Nilson, Astrid Varnay og nýliðinn Anja Silja allar Norðurlandakonur og ásamt Victoria de los Angeles, eru beztu söngkonurnar í Bayreuth. Hin gamla og fræga Wagner-söng kona Martha Mödl er þrátt fyrir aldur sinn ekki alveg af baki dottin. Hún söng lítið hlutverk í einni sýningu, svona eins og til að vera með. Bassasöngvarinn Josef Breidl er einnig kominn til ára sinna, en samt söng hann mörg hlut- verk í fyrra. Rödd hans er ekki lengur jafn afburðagóð og hún var, heldur fellur hún inn í fjöld- ann allann af góðum söngvurum, sem í Bayreuth koma fram. Af öðrum söngvurum er helzt að nefna Hans Beirer, Hans Hopf, Hans Hotter, Gottlob Frick, Marc- el Cordes, George London, Gustav' Neidlinger og Eberharð Wáchter. Af söngkonunum er enn að nefna Grace Hoffman og negrasöngkon una Grace Bumbry, sem var sensationin 196J. vegna vals henn- ar í hlutverk Venusar. Of langt yrði fleiri upp að telja. Festspielhaus Það má ekki skiljast svo við Bayreuth, að maður geri ekki urn hverfinu einhver betri skil. Þegar nálgast Bayreuth getuf maður séð Festspielhaus gnæfa yfir bæinn í útjaðri Bayreuth á gróðri vafinni hæð, serrt frá gam- alli tíð nefnist græna hæðin. Breið trjágöng liggja upp að hús- inu, og akvegurinn kvislast til beggja handa framan við það. Beggja megin vegarins eru skrúð garðar, sem gestirnir geta geng- ið um í hléunum, sem setíð eru klukkustundarlöng. í górðunum eru líka veitingaskáiar fyrir gestina. Húsið sjálrt veldur nokkrum vonbrigðum. Að mikiu leyti er það trégrind með leir- fyllingu, svokallað facnwerk, en endurnýjun þess steridur nú yfir. Richard Wagner byggði húsið á árunum 1872—76 fynr fé frá hin- um listelska velunnara sínum Ludwig II. konungi í Bayern. Vegna hins látlausa útlits hússins kölluðu háðfuglar húsið lista- skemmu. Með þvl að húsið er einungis rúman mánuð á ári í notkun, eru engir forsalir í því, því ætlazt er til að áhorfendur gangi um umhverfi hússins i hléum. Aðeins stigauppgangur- inn fyrir heiðursstúkuna er rausnarlegur, og hægra megin í honum hangir innrömmuð tákn- mynd með íslenzkum nöfnum allra þeirra sagna úr Eddu, sem Wagner notaði sem fyrirmynd í Niflungshringinn. Mesta nýjung hússins var á sínum tíma hin risa stóra hljómsveitargryfja, sem tekur auðveldlega alla þá 105 hljóðfæraleikara, sem þarf við sum verk Wagners. Henni er svo haganiega fyrir komið, að bilið milli áhorfenda og sviðs er ekki stærra en vanalegt er í óperu- húsum. Annars var húsið áður fyrr einstætt að gerð og var margt í því-tii fyrirmyndar fyrir ön.nur óperuhús heimsins. Bayreuth 1963 í ár er ráðgert að sýna Niflungs hringinn alls þrisvar, Parsifal 5 sinnum, Tristan 4 sinnum, en Meistarasöngvarana 7 sinnum 1 nýrri uppfærslu Wieland Wagn- er undir stjórn Thomas Schipp- ers. Önnur verk Wagners verða ekki sýnd. Ég tel það alveg ein- stakan viðburð, að einungis þau verk Wagners verða sýnd í ár, sem almennt eru talin öndvegis- verk hans. Það, hve vel er vand- að til hátíðarinnar í ár, á rót sína að rekja til 150 ára afmælis Riohard Wagner, sem áður er á minnst. Sýningar í ár standa frá 24. júlí til 27. ágúst. Miðasala hófst þegar í októberlok, en miðar munu samt enn fáanlegir á allar sýningar. Aðsóknin er mjög mikil sem endranær, og búast má við að uppselt muni á flestar sýning- ar þegar fer að líða að vori, Verð á miðum er frá 30—45 DM, en meðalverð yfir öll sæti í hús- inu er 47 DM. Sýningar hefjast kl. 16 á daginn, en vegna hins klukkustundarlanga hlés milli þátta, gefsta gestum tækifæri til að hugsa nægjanlega um líkam* legar þarfir sínar. llelgi Kr. Sæmundsson. Söngvaraval Af hinu mikla og glæsilega Atriði úr Parsifal. Úr Gralshafinu. Riddarar Gralsreglunnar fá nýjan kraft frá skálinni sem blóð Krists á krossinum rann í, en hún nefnist GraL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.