Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. marz 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ráðherrar og miðsljórnarmenn Sjálfstæðisflokksins bera kistu Valtýs Stefánssonar í Dómk irkjuna. Nokkrir nánustu samstarfsmenn Valtýs Stefánssonar við Morgunblaðið, formaður stjórnar Arvakurs h.f. og formaður Blaðamannafélags íslands, bera kistu hans úr Dómkirkjunni. — ÚtfÖr Valtýs Framh. af bls. 1 merku menningarheimili og Möðruvöllum. Þar voru tíðir gest ir þjóðkunnugt gáfufólk, sem urðu vinir systkinanna, frú Huldu og Valtýs. En hugstæðastar minn ingar hefði Valtýr Stefánsson átt uim Ólaf Davíðsson. Þá minnt ist Sir. Jón á áhrifin frá hinum mikilhæfu foreldrum Valtýs og sagði að frá föðuuhúsum hefði hann borið þau hugðarmál, sem síðar urðu baráttumiál hans, og þau systkin hefðu ávalilt varð- veitt þennan arf vel og dyggilega Þá rakti séra Jón Auðuns ævi- starf Valtýs Stefánssonar í stór- tun dráttum og sagði m.a.: „Nútimablaðamennsku á fs- landi hefir enginn mótað eins og hann, enginn orðið á því sviði áhrifamaður, eins og hann. 'Sú hliðin á blaðamennsku hans, sem mun sennilega lifa ^engst, er viðtöiin, sem birtust í blað- inu fyrst, og síðan í víðlesnum bókum. Ég held að engum sem les hina undurfögru æskuminn- ingu hans: Guðrún á Björgum deyr, geti blandazt hugur um að Val'týr Stefánsson var gæddur imikluim rithöfundarhæfileilkum, þótt hann léti blaðamanninn sitja í fyrirrúmi fyrir rithöfundinum. Viðtöl hans og minningargreinar um lifandi menn og látna segja mikið um sjálfan hann,' enda þótt hann drægi sjálfan sig alger- lega I hlé í viðtölum sínum oe Sr. Bjarni SigurCsson, Hfiosfelli: Hungurmerkin METTUNARFRÁSAGAN, þegar Jesús mettaði mikinn mann- fjölda í óyggðum stað austan Genesaretvatns, er texti þessa drottins dags, sem er sunnudag- urinn í miðföstu. Sumum finnst, að þessi frá- sögn Nýja-testamentis bjóði ekki upp á annað en reykinn af rétt- unum. Á liðnum öldum þreng- inga og hungurs hefir hún þó vissulega oft gjört seinustu brauðbitana saðsamari en karfir fullar ávaxta. En hvað varðar mig um þetta? spyr þú; heiminn vanhagár um annað meira en gamlar sögur, meðan helmingur mannkyns hef- ir ekki í sig og á og 500 milljónir vannærðra manna þola skort. — Rétt er það, að eitt geigvæn- legasta áhyggjuefni heimsbyggð- arinnar er skortur brýnna lífs- nauðsiynja, sem bagar mann- kynið víða um heim. Fyrsta stórátak kristins þjóð- félags á íslandi í þágu bág- staddra var þurfamannatíundin, sem löighelguð var fyrir tæpum 900 árum. Enginn dregur í efa, að henni varð komið á fyrir áhrif þess boðskapar, sem meist- arinn flutti mannkyninu. — Snemma urðu líka menn þessa kristna þjóðfélags til að gefa jarðir Og bústofn, sem voru arð- sömustu eignir þeirra tíma, til að nauðstaddir hefðu af því styrk og framfærslu. Þvílíkar gjafir köliuðust Kristfjárjarðir og Kristfé til áréttingar því, að þær væri gefnar vegna meistar- ans. Nú er það ekki framar kristin kirkja ein, sem eggjar til gjaf- mildi og fórnarlundar í þágu lítilmagnans; engu að síður er hugsjónin að baki ein og söm, margir farvegir af einni upp- sprettu. Félagsmálalöggjöf kristinna menningarríkja miðar að því meira og minna að greiða þeim götu, sem að einhverju leyti standa höllum fæti. Þau keppa að því, að þegnarir geti lifað við mannsæmandi kjör, þó að heilsu- far og þjóðfélagsaðstaða skipi þeim við neðstu skör efnalegrar afkomu. Samt verður við það að kannast, að jafnvel í alkristn- um löndum búa allt of margir við svo knöpp kjör, að ekki er~ fullkosta mannlegri sál. Varast skyldi þó að vanmeta eða láta sér sjást yfir það, sem þjóðfélag- ið leggur í sölur þil að koma til móts við þurftir minnstu bræðr- anna. Og þjóðirnar láta engan veg- inn sitja við að líta til með þegnum sjálfra sín, heldur teygir þessi viðleitni líknar og bróður- kærleika arma sína um víða veröld. Svo getur virzt sem þessi hjálparstarfsemi hvort sem hún er unnin á vegum kirkjulegra félaga, samtaka Sameinuðu þjóð anna eða enn annarra aðila sé varla nema dropi í hafið. Ógnir sjúkdóma, atvinnuleysis, hús- næðisskorts, heimililsleysis og vonleysis- og hungurs eru reidd- ar að höfuðsvörðum milljón- anna eins og sveipanda sverð. Allt að einu fær líknarstarfið mörgu mannslífi borgið og reist við margan brákaðan reyr. Við íslendingar berum gæfu til að taka ofurlitla byrði á okkar herðar. Hér má m. a. minna á frímerkin nýju, hungurmerkin, sem gefin voru út á dögunum. Þau eru einn þátturinn í 5 ára herferð matvælastofnunar SÞ gegn hungunsneyð í heiminum. Að visu fjölgar mannkyninu meira en nemur aukningu krist- inna manna, þótt tugþúsundir kristniboða leggi heilsu sína Og líf að veði. En þar með er sagan ekki einu sinni sögð hálf; kristin trúarjátning hefir stigið yfir færri landamæri en sumar grein- ir kristinnar trúartjáningar og trúarstefnu. Við lifurn ekki á tímum trúarjátninganna, hvað einu gildir að því leyti, sem verkin tala nú skýrar en forðum daga. Á vettvangi samhyggðar og líknarstarfs hefir andi kristin- dómsins orðið sigursælli en í öðrum greinum undanfarna ára- tugi. Honum hefir furðanlega Orðið ágengt að hrífa menn úr ábyrgðarsljórri sjálfs-veröld og Framh. á bls. 23 mannlýsingum. Hann hafði fá- gætan hæfileika til að komast með fáorðum spurningum inn að kjarna þeirra manna, sem hann ræddi við. Ég tel vafalaust að um þetta hafi Valtý verið mikill stuðningur af því, að frá bernsku var hann gæddur sál- rænum næmleika, sem hann var sér fyllilega meðvitandi um, eins og æskuminningar hans votta. Sá næmleiki ratar veg, þar sem vits munir kunna ekki að segja til vegar um völundarhús. Valtýr sameinaði skáldið og mann at- hafnalífsins. Vafasamt er, að hann hafi unnað öðru máli meira en skógræktarmálinu, enda minn ast þess dætur hans, hversu mik- ill og sannur vinur skógræktar- stjóri var honum fram á síðasta dag. En skógræktin var honum hvorttveggj a, póesáa pg piraktískt nytsemdarstarf. Þar féll-u fegurð og nytsemd í einum farveg. En svo vildi hann á sem flestum sviðum láta vera.“ Þá minntist séra Jón Auðuns hins fagra heimilis þeirra frú Kristínar og Valtýs Stefánssonar og þess mikla styrks, sem þau veittu ávallt hvort öðru, Kristín Valtý í erfiðu blaðamannsstarfi, Valtýr henni í sköpunarstarfi listamannsins. Heimili þeirra hjóna var fagurt, sagði sr. Jón, „það stóð föstum fótum í gamalli erfðamenningu og var jafnframt mótað af listum líðandi stundar1'. Að lokum minntist séra Jón Auðuns á umhyggju Valtýs Stef ánssonar fyrir dætrum sínum tveimur og fjölskyldu allri. ..Land minnineanna um hann er dætrunum heilög jörð“, sagði hann. Séra Jón Auðuns sagði að lok- um: „Blaðamennskan á íslandi er önnur en hun hefði orðið án Valtýs Stefánssonar.. Mörg eru þau mál, sem hefðu ekki htotið brautargengi, hefði hans ekki notið við. Og enn mun minning hans lifa fersk og merk eftir að gleymskan hefur orpið sandi minningu sumra þeirra, sem yfir höfuð- svörðum hans hugðust standa á fyrri árum“. Að lokinni líkræðu sér Jóns Auðuns söng Kristinn Hallsson, óperusöngvari, lofsöng eftir Beet hoven, en síðan voru sungin nokk ur vers úr sálminum „Allt eins og blómstrið eina“. Þá var rekunum kastað. Að lokum var kistan bor- in út af nokkrum nánustu sam- starfsmönnum Valtýs Stefánsson ar við Morgunblaðið, formanni Árvakurs h.f. og formanni Blaða- mannafélags íslands, en á meðan kistan var borin úr kirkju lék dr. Páll sorgargöngulag eftir Handel. Þegar út kom úr kirkjunni lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgar- göngulag eftir Miiller. Skógræktarmenn báru kistuna síðasta spölinn að gröfinni. Mikill fjöldi blóma og blóm- sveiga barst og prýddi kór Dóm kirkjunnar. Ennfremur höfðu skógræktarsamtökin skreytt kirkj una og leiði Valtýs Stefánssonar í Fossvogskirkjugarði með trjá- arpinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.