Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. marz 1963
v
Veaiezuela
Á UNDANFÖRNTJM fjórum
árum hafa orðið meiri framfar-
farir í Venezuela, en á undanfar-
inni Mlfri annarri öld. Landbún-
aðaráaetlun sú, sem hrundið hef-
ur verið í framkvæmd, er talin
skynsamlegasta og áran'gurs-
ríkasta, sem um getur í Suður-
Ameríku. Svo mikið hefur áunn-
izt í mennta- og menningarmál-
um, að einsdæmi er í álfunni.
J>ó Venezuela eigi við mörg
vandamál að etja, eins og öll van
þróuð lönd, þá steðjar að því
(hætta, sem ekki gætir í flestum
öðrum löndum, þó skammt séu
á veg komin. I landinu starfa
undirróðurssveitir komimúnista,
sveitir, sem eru svo öflugar, að
alllt stjórnarfar og sjálfstæði
landsins er í bráðri hættu, svo
og líf forsetans, Romulo Betan-
oourt.
Ástandið í Venezuela er nú
etns hættulegt og það var, er
verst gegndi í Frakklandi og A-ls-
ír, þegar OAS var allsráðandi.
Betancourt var kjörinn forseti
1958, nokkrum mánuðum eftir að
endii- var bundinn á 10 ára ein-
ræði í landinu. Um svipað leyti
tók Fidel Castro við völdum á
Kúbu. Öllum er kunnugt um,
hvað hefur gerzt í ríki Castros,
og hvað er að gerast þar nú. Hins
vegar hefur minna verið ritað
um ástandið í Venezuela.
Flokkux Betancourt, Accion
Democratica (AD), sem tekið
hefur höndum saman við Kristi-
lega sósíalista (COPEI), hefur
stjórnað án ofbeldis, á lýðræðis-
legri hátt, en dæmi eru til í
flestum öðrum. riikjum S—Amer-
íku.
Innanrikisvandamál landsins
eru í seim aðikallandi og óvenju-
leg, þegar um er að ræða van-
þróað land. Á hinn bóginn eru
ónýttir möguleikar geysimiklir.
íbúafjöldinn eykst um 3.8 af
hundraði árlega, og helmingur
fólksins er undir 18 ára aldri.
Um 12 af hundraði þeirra, sem
eru á starfsaldri, eru atvinnu-
lausir, alls um 350.000 manns.
-Á hinn bóiginn, eins og að of-
an getur, þá eru framtíðarmögu-
leikeu: Venezuela miklir, fáist
þeir nýttir. Núverandi ráðamenn
haía vakið traust erlendra að-
ila, er ráða yfir fjármagni. Um 6
milljörðum dala hefur verið var-
ið til framkvæmda í landinu, af
hálfu erlendra fyrirtækja. Þar
aif hefur helmingur komið fiá
Bandaríkjunum. Hvort tekið
verður fyrir þann nauðsyn-lega
þátt, er undir því komið, fyrst
og fremst, hvort hægt verður að
halda kosningar í landinu á til-
settum tíma, og því, hvort stjórn
Betanoourt verður flugumönn-
um kommúnista að bráð, eða
ekki.
Sú hætta, sem af þeim staf-
ar, er meiri, en flesta grunar.
Það er engum ofsögum sagt, að
ástandið sé eins slæmt og þegar
verzt gegndi í Alsír.
• í nóvember 1960 stóðu komm
únistar við háskólann í Caracas
fyrir 4 daga blóðugum bardög-
um. Var barizt með skotvopnum
unz lögreglu tókst að koma á ró.
• Á miðju ári 1961 var bifreið
bandaríska ambassadorsins í
Caracas sprengd í loft upp, og
um hálfu ári síðar, er minnzt var
þess, að fjögur ár voru liðin frá
falli Perez Jimenez, einræðis-
herrans, var stór sprengja
sprengd í bandaríska sendiráð-
inu. ^
• í maí og júmí 1962 gerðu upp
reisnarmenn tilraun til að M á
sitt vald flotastöðinni við Puerto
Oabello og við Carupano. Þing-
maður komimúnista stjórnaði að-
gerðunum, og tókst honum að
flýja úr landi á síðustu stundu.
9 í október 1962 tókst skemmd
arverkamönnum,. „fidelistas“, að
eyðileggja stórt orkuver á einu
aðalolíuvinnslu.s væðínu, við Mara
caibo.
• 17. janúar í ár var gerð
sprenigjuárás á vinnslustöðvar
„Shell“ við Maracaibo.
9 Þremur dögum síðar var varp
að sprengju nærri upplýsimga-
þjómustu Bandaríkjamna, á sama
stað. Sprakk hún hálfri stundu
áður en von var á bandaríska
ambassadornum í heimsókn
þangáð.
Fjöldi annarra atvilka, af svip-
uðu tagi, hafa átt sér stað, þótt
frá séu talin tilræðin, sem Betan-
oourt hafa verið sýnd, sex tals-
ins.
Forsetinn gengur enn með ó-
gróin sár eftir tilræði það, sem
honum var sýnt 1960, að undir-
lagi Trujillo, fyrrverandi einræð-
isherra í Dominikanska lýðveld-
inu. Perez Jimenez, sem undan-
farið hefur verið í Bandaríkjun-
um, hefur verið kennt um tvö
tilræði við Betanourt. Þá hefur
fylgismönnum Fidel Castro ver-
ið kennt um 3 tilræði.
Ráðamönnum 1 Sovétríkjun-
um og á Kúbu er ekki eins illa
við neinn leiðtoga í S-Ameríku
eins og Betancourt. Kom það m.
I a. vel í Ijós, er Kúbudeilan stóð
sem hæst, en þá var haldið uppi
stanzlausum áróðursskrifum í
í kúbönskum blöðum gegn Bet-
ancourt.
Forsetinn er andvígur komm-
únistum, svo sem mest má vera.
Hefur hann m.a. af þeim sökum
neitað að selja Kúbumönnum
qMu. Afleiðingin er sú, að Sovét-
, ríkin verða að sjá Kúbu fyrir
oMu. Eru tugir olíuskipa í ferð-
um frá Svartaihafi til Havana.'
Þá hefur Benatcourt sérstöðu
meðal ráðamanna í S.-Amerífcu.
Hann hefur opinberlega lýst and
úð sinni á Castro og veldi hans,
og er ráðamönnum á Kúbu mun
hættulegri í afstöðu sinni, en t.d.
Duvalier á Haiti, Somoza í Nic-
araqua eða Strössner í Paraguay
gætu nokkru sinni verið.
Starfsemi kommúnista og fylg
ismanna Castros beinist því fyrst
og fremst að tvennu:
9 Koma á slíku ófremdará-
standi í Venezuela, að erlendir
aðilar dragi fé sitt til baka. SMkt
myndi kippa stoðunum undan
efnahagslegum framförum og
menntun. (Þess má geta í því
sambandi, að öll börn fá nú tæki
færi til að fara í skóla í Venezu-
ela. Hins vegar eru um 15 millj-
ónir barna í S—-Ameríku, sem
aldrei munu læra að lesa eða
sfcrifa).
9 Er sQíkum áfanga hefur ver-
ið náð og öllum framfaraáætlun-
um hrundið, er talið, að næsta
skref kommúnista verði að reýna
að efna til uppreisnar hersins,
og fullkomna þannig valdatök-
una.
Til þess, að þetta megi takast,
er nauðsynlegt að koma í veg
fyrir, að kosningar verði haldn-
ar í landinu, en þær eiga að fara
fram eftir ár. Við síðustu kosn-
ingar fengu kommúnistar.um 6%
atkvæða, og eiga nú 4 menn á
þingi. Fyrirsj'áanlegt er, að fylgi
þeirra myndi stórlega þverra,
næstum alveg þurrkast út.
Það, sem bjargað hefur Betan-
court fram til þessa, er fyrst og
fremst, hve vel hefur tekizt til
með stjórn innanríkismála, af-
staða hans til verkalýðsfélaga og
stuðningur við bændur.
Þá hefur það sitt að segja, að
herinn óttast, .að nýtt einræðis-
tímabil kynni að markast af
stefnu Castros. Einnig hafa verið
uppi háværar raddir um klofn-
ing innan raða kommúnista um
það, hvernig haga skuli skæru-
hernaði í landinu,
Venezuela er einkum athyglis-
vert land fyrir það, að þar berj-
ast' nú tvö öfl, kommúnism-
inn og lýðræðið sennilega
harðari baráttu, en í nokkru
öðru landi Vesturheims. Þar gæt
ir ótta, sem kann að skýrast að
nokkru, ef haft er í huga, að
hann er einmitt ein meginorsök-
in til þess, að nú á þriðjudag
komu saman leiðtogar Mið-Am-
eríkurikja og forseti Bandaríkj-
anna, til að ræða sameiginleg
vandamál.
Kennedy og Betancourt, er þeir hittust í febrúar.
Kennedy
« Costa Rica
Á fimmtudag kom Kennedy,
Bandaríkj aforseti, heim frá San
Jose í Costa Rica, þar sem hann
sat fund með forsetum Mið-
Ameríkuríkj'anna.
Forsetum allra þeirra var
sama vandamálið og hættan í
huga, er þeir settust að viðræðu-
borðinu með BandaríkjaÆorseta:
Ógnin, sem stafar af Kúbu.
Fregnir herma, að þeir hafi
lýst því yfir, að þeir geti ekki lit-
ið á Bandaríkin sem verndara
ríkja sinna, fyrr en bundinn hef-
um verið endir á veldi Castros á
Kúbu.
Haft er eftir samferðamönn-
um Kennedys, að hann hafi orð-
ið að breyta áætlun sinni, þeirri,
er hann hugðist fyrst og fremst
ræða, nokkru áður en hann hélt
til San Jose, vegna ákveðni for-
setanna sex.
Kennedy mun í upphafi hafa
haft í huga, fyrst og fremst, að
ræða efnahagismáil á þessari ráð-
stefnu, en tvö ár eru nú liðin frá
því, að Framfarabandalagið, svo
kallaða, tók til starfa. Það hef-
ur lertt til margvíslegra fram-
kvæmda, s.s. stafnunar „Efnahags
bandalags Mið-Ameríku“, sem
öll ríikin, nema Panama, taka nú
þátt L Ætlunin er, að um síðir
verði stofnuð ein efnahagsleg
heild Mið-Ameríkuríkjanna, þ.e.
felildir verði niður tollar og gerð-
ar sérstakar ráðstafanir til að
auka verzlun og viðskipti, s.s.
stofnun framkvæ'mda'banka, efna
hagsráð'S, iðnaðarmálastofnunar
o.fl.
Þótt þessi mál sé mjög þýðing-
airmikil fyrir Mið-Ameríkuríkin,
og hafi þegar átt mikinn þátt í
sérstakri lagasetningu í ýmsum
þeirra, lagasetningu, sem m.a.
nær til skiptingar lands milli
bænda og nýrra skattalöggjafa,
þá mun Kúba hafa sett mestan
svip á fundinn í San Jose.
Fyrir nokkru gaf varaut-i
anrí'kisráðherra Bandaríkjanna,
Edwin M. Martin, undir-
nefnd fulltrúardeildar Banda-
ríkjaþings skýrslu um þessi máL
Er hún var birt, kom í ljós,
hvaða stuðningi Kennedy myndi
heita Mið-Amerí'kurikjunum:
9 Sérhverju því ríki, sem ký*
sér stjórn á lýðræðislegan Mtt,
verður veitt hernaðaraðstoð gegn
undirróðri kommúnista, verði
hennar óskað.
9 Slíka hjálp er hægt að veita
með Htluim eða engum fyrirvaæa-
9 Bandaríkin ætla sér að koma
í veg fyrir, að kommúnistar nái
fótfestu í Mið- og Suður-Amer-
íku, hvort sem það verður í sam-
vinnu við einstök ríki, eða á eig-
in spýtur.
9 1*0 munu Bandaríkin hafa
heitið því að veita sédhverjum
forseta hæli, verði hann að flýja
sakir valdatöku kommúnista.
Að þessu leyti kann för Kenne
dys til Costa Rica að marka nýti
skref í baráttunni við kommún-
ista á VesturhveU jarðar. *■
að aug'ýsing í stærsta
og útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.
Huseign til sölu
Tilboð óskast í alla húseignina Laugarnesvegrur 61.
í kjallara eru 2 herb. með forstofu og snyrtiherbergi
ásamt góðum geymslum og stóru þvottahúsi. Á. 1.
hæð eru 2 samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús,
bað, ytri og innri forstofur. Á efri hæð eru 4 herb.
og eldhús auk geymsluris. Sjálfvirk hitaveita. —
Tvöfalt gler (ekta). Bílskúr. Eignin verður seld veð-
bandalaus. Til sýnis í dag, sunnudag 24. marz kl.
14 til- 18. — Nánari upplýsingar gefnar á staðnum
og hjá:
Austurstræti 20 . Stmi 19545
Bazor
Átthagafélag Sléttuhrepps heldur bazar i Góðtempl-
ararhúsinu, þriðjudaginn 26. marz kl. 2 e.h.
Góðir, ódýrir munir.
Bazarnefndin.
Útboð
Tilboð óskast í að byggja (steypa upp og múrhúða
að utan) íbúðarhúsið nr. 41 við Stigahlíð, ásamt bíl-
skúrum. Útboðslýsing og teikningar verða afhentar
á teiknistofu Gunnars Hannssonar, Suðurlandsbraut
4, mánudaginn 25. þ.m.-og þriðjudaginn 26. þ.m.
gegn 200 kr. skilatryggingu.