Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. marz 1963 MORGVISBLAÐIÐ 15 ÞEGAR ir.s. Selfoss kom til Reykjavíkur s.l. þriðjudag eftir 19 daga útivist með við- komu í fjórum löndum, flutti hann á dekki og í lest dýr- mætan farm, sem sóttur hafði verið til Hamborgar á vegum Ræsis h.f. hér í borg. Voru þetta tveir strætisvagnar og 18 vörubifreiðir af gerðinni Mercedes-Benz, en söluverð þeirra hér mun vera talsvert á áttundu milljón króna. Strætisvagnarnir tveir og nokkrar vörubifreiðir eftir sjóferðina. til að fá Mercedes - benz bifreiðir fluttar til landsins enda algjört nýnsemi hér í bílaleysinu. Að sýningu Jok- inni hér í Reykj aví'k var hald- ið til.Akureyrar, og bifreið- irnar sýndar þar. Á leiðinni kom fyrir skcmmtilegt atvik. Oeser deildarstjóri, sem var hugmyndaríkur maður og .hlaut viðumefnið „kjarnorku- maðurinn“ meðan hann dvaldi hér, taldi möguleika á að selja íslenzka hesta í Þýzkalandi, ef kaupa mætti Mercedes-Benz bifreið fyrir andvirðið. Leyfið fékkst fyrir þessari verzilun, og á leiðinni norður í land var komið við og keyptir nokkrir hestar á Hvanneyri. Bíll í flugpósti. Fyrsta Mercedes-Benz bif- reiðin til leiguaksturs kom hingað árið 1955, en eigandi hennar var og er Magnús Jóns son á Hreyfli. Bifreið þessi. átti að kioma til landsins snemma v'ors, en vegna verk- fa>lla, sem hófust um miðjan marz og stóðu til 29. apríl, dróst að koma bifreiðinni hing að. Allir voru orðnir óþolin- móðir, og reyndu Ræsismenn þá að fá bifreiðina flutta hing að með flugvél. Bifreiðin var mæld hátt og lágt, og komst f þessu sambandi sneri Mlbl sér til forsvarsimanna Ræsis, þeirra Geirs Þarsteinssonar framkvEemdatjóra og Odd- geirs Bárðarsonar veralunar- stjóra, og innti þá nánari fregna af' innflutningnutm. — Strætisvagnarnir tveir eru fyrir Reykjavíkurborg, sagði Geir, en vörubílamir fara í alla landsfjóðunga auk Reykjavíkur. Þetta er stærsta sending, sem koimið hefur í einu til Ræsis, og er útsölu- verð bílánna um 7 Vs millj. kr. Oddgeir sagði að mest eftir- spurnin eftir vöruibifreiðum væri síðla vetrar og oft erfitt með flutninga á þeim þegar allra veðra væri von, og bíl- arnir oftast fluttir á dekkL Ekki væri óalgengt að eitt- hivað sæist á bíiiunum við heimkomuna, og einstaka sinnum kæmu þeir talsvert skemmdir. Nú hafi hins veg- ar ekki sézt skráma á nein- um bílanna í þessari stóru sendingu. Frá áramótum hafa alls. kornið um 30 vörubílar af Mercedes Benz gerð, en 35 eru í pöntun. Ræsismenn sögðu að um þessar mundir ætti féiagið tuttugu ára starfsafmæli, en um tíu ár eru liðin frá því Ræsir fékk umboð fyrir Merce des-Benz. Eiga þeir margar skemmtilegar minningar fré liðnum árum. — Þú manst það nú sj'álf- ur, segir Geir Þorsteinsson, þegar Ræsir flutti í þessi húsa kynni í marz 1943. Þá þótti verzlunin stand-a helzt til langt utan við bæinn og verkstæðið allt of stórt. Nú erum við komnir inn í mið-borgina, og venkstæðið má ekki minna vera. Vel þegin „tilviljun" Þegar Ræsir tók við umboð- inu fyirir Mercedes-Benz, var mjög erfitt að fá innflutnings- lieyfi fyrir bifreiðum. Þessi 'bifreiðategund var þá lítt þekkt hér á landi, þótt er- lendis hafi hún jafnan verið talin ein vandaðasta bifreið, sem völ er á. Var því um að gera fyrir umboðið að kynna bifreiðina hér. En ekki var hlaupið að því meðán inn- flutningsleyfi fengust ekki. Það varð úr að einn af deild arstjórum Mercedes-Benz, Oeser að naíni, kom hingað ásamt konu sinni og nokfcr- um aðstoðarmönnum í ágúst 1954. Alilir þessir ferðamenn komu með eigin bifreiðir, að sjálfsögðu Mercedes-Benz, og vildi svo vel til að bifreið- imar voru hver af sinni gerð. Þarna kom sportbifreið, fjög- urra dyra farþegabifreið, „lux us“ bifreiðin Mercedes-Benz 300, vörubifreið og fjallabif- reiðin Unimog. Hrossakaup. ' Þegar hér var komið var efnt til sýningar i KR-hús- inu, sem var mjög fjölsótt,. Þarna fá Strætisvagnar Reykjavíkur nýjan kjörgrip. 16 hestar voru sendir út, og fyrir andvirðið keypt ein Mercedes-Benz dísilbifreið af gerðinni 180. Vakti þessi verzl un talsverða athygli í Þýaka- landi, og birtust fréttir um hana í blöðunum, m.a. undir fyrirsögninni: „16 hestöfl fyr- ir 46 hestöfl". Vildu ekki kjötið. Öðru sinni va-r reynt að koma á vöruskiptum til að fá keyptar Mercedes-Benz bif reiðir. _ Hauistið 1958 féíkikst leyfi yfirvaldanna að setja héðan kjöt til Þýzkalands, en kaupa fyrir andvirðið um 50 bifreiðir til • fólksflutninga. Átti Oeser deildarstjóri hlut að máli, og hafði honum tek- izt að fá ágætis verðtilboð í fcjötið. Virtust samningar vera að nást, þegar stjórnarvöldin í Bonn tilkynntu að ekfcert gæti orðið úir skiptunum, vegna samninga Þjóðverja um kjötkaup í Argentínu og vlðar. Var þá reynt að selja kjötið áfram til annarra landa en milliliðakostnaður reyndist of mi-kilL Mercedes-Benz vörubifreiðir á leið í land. hún inn um dyrnar á flugvél- unum íslenzk-u, en það mun- aði einu feti að unnt væri að snúa hennig þannig í dyr- unuim að hún kæmist öll inn í flugvélarnar. Var því fall- ið frá þessari fyrstu tilraun til að flytja hingað bifreið flugleiðis. Magnús Jónsson hefur nú átt þessa bifreið í tæp átta ár, og segja Ræsis- menn að hann hafi ekið henni um eina milljón kílómetra. Vitað er um aðra Mercedes- Benz bifreið hér á landi, sem ekið hefur verið rúmle-ga eina miljón kílómetra, en það er langferðabifreið, sem Sérleyfis bifreiðir Koflavíkur eiga. Stórt spor á stuttum tima. Áður en Magnús á Hreyfli fékk bifreiðina, sem við lá að send yrði flugleiðis, töldu flestir leiguibílstjórar útilokað að nota annað en stórar banda rískar bifreiðir í leiguakstur. Var því fylgat vandlega með reynzlu Magnúsar. Leiddi hún til-þess að fleiri bílstjór- ar fóru að fordæmi hans og keyptu sér bíla frá Evrópu. Mikill áhugi er ríkjandi með- al bílstjóranna á dísil-bifreið- uim, og hefur Ræsir þegar selt 17 bifreiðir af gerðinni Mercedes-Benz 190 D á þessu ári, en þar af eru fjórar fcomn ar til landsins. Árið 1955 var nafn Mercedes-Benz ekki tal- ið með á skýrslu bifreiða- eftirlits rifcisins um bifreiða- eign landsmanna, en um sáð- ustu áramót voru fólksbifreið- ir frá Metrcedes-Benz alls 527 (í ellefta sæti) vörutoifreiðir alls 255 (i 7. sæti) og almenn- ingsvagnar með yfir 8 sæti alls 75 (í efsta sæti). Er þetta stórt spor á ekki lengri ííma. Ódýr rekstur. En bifreið Magnúsar á Hreyfli átti sér fleira til á- gætis en nefnt hefur verið. Hún var einnig fyrsta dísil- bifreiðin, sem keypt var til leiguaksturs. Dísilvélin er sparneytin auik þess sem elds- neytið er mun ódýrara en benzín. Til samanburðar má geta þess að stærri bifreiðir frá Bandarikjunum munu vart nota minna en 14 lítra af benzíni á 100 kíilómetra, og kostar það nú kr. 58,80. Mercedes-Benz 180 D notar hins vegar aðeins um 7 látra af diísilolíu á 100 kílómetra, og kostar eldsneytið kr. 11,62. Lækkun og lánveiting. Blaðið hafði spurnir af því að verið væri að lækka sér- stök aðflutningsgjöld, sem leigubílstjórar borga af nýj- um bifreiðum. Lækkar aðflutningsgjald- þetta úr 80% í 40% á bifreið- um yfir 1150 kg, en úr 60% i 30% af léttari bifreiðum. Ekki neibuðu Ræsismenn þess- urn orðrómi, og sögðu að þessi væntanlega lækkun hefði nokkuð aukið söluna og Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.