Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 23
rf Sunnudagur 24. marz 1963 MORCTHVfíT 4 fílfí 23 Nýjung í upp- slætti steypumóta ARNL J ÓTUR Guðmundsson, húsasmíðameistari, er með á prjónunum nýjung í uppslætti steypumóta, og hefur verið að sækja um lóð undir fjölbýlishús til að reyna hana. Þessi nýjung er í sambandi við mót, sem engir naglar eru í, en renna á fölsum og klossum. Þetta er nokfcurs koinar fram- hald á því sem Agnar Norðfjörð hefur verið með, sagði Arnljótur í símtali við blaðið. En ég ætla að hafa loftin með og gera þetta í stærri stfl. Ætlunin að setja uppsláttinn saman í einingar, þannig að festar séu saman 8—10 uppistöður, sem aldrei eru teknar í sundur. Arnljótur sagði að slíkur upp- sláttur væri til mikils hagræðis. Ekki þyrfti neina nagla, timbur nýttist til fulls Otg ekki þyrfti neina naglhreinsun. Árangurinn kæmi þó ekki verulega í ljós fyrr en farið væri að byggja mörg hús eins. Arnljótur er nú að sækja um lóð, þar sem hann ætlar að byggja fjölbýlishús, eða þriggja samstæðuhús. Eru þá smíðuð mót fyrir eina hæð, sem notuð eru 15 sinnum í húsinu. En seinna má svo nota þau áfram í tugi íbúða. Kvaðst Arnljótur byggja þetta fyrsta hús í til- raunaskyni og selja íbúðirnar á eftir á kostnaðarverðL Sá kostur að enga nagla þarf í mótin eftir að búið er að smíða þau (renna í fölsum og klossum) breytir mjög mikl-u. í — Hungurmerkin Tónleikor Musico Novu FYRSTU hljómleikar Musica Nova á árinu 1963 verða haldnir í súlnasal Hótel Sögu í dag, sunnudag, kl. 2.30. — Á efnisskránni eru verk eftir fjóra höfunda og eru þau öll flutt I fyrsta sinn hér á landi. Verkin eru: „Nocturne“ eftir Jón Leifs, Jude Mollenhauer leikur á hörpu; „Contrasts“ eft- ir Béla Bartók, leikið af þeim Ingvari Jónassyni, fiðlu, Þorkeli Sigurbjörnssyni, píanó, og Gunn- ari Egilsyni, klarinett; „Zwanzig Gruppen" eftir sænska tónskáld- ið Bo Nilsson, er leikið af Averil Williams, flautu, William Webst- er, óbó og Gunnari Egilsyni. Loks er tónverkið „Hlými“ eftir Atla Heimi Sveiasson, leikið af ellefu hljóðfæraleikurum undir stjórn höfundar. Aðgöngumiðar verða seldir frá kL 1 í Hótel Sögu (norður- dyr). Vitni vantar að árekstrum EKIÐ VAR á stóran vörubíl í fyrrinótt á Reykjavegi. Skemmd- ist vinstra frambretti vörubílsins. Sá, sem valdur var að þessu, hljópst á braut ög hefur ekkert til hans heyrzt. Ennfremur var ekið á Opel- fólksbíl við Miðbæjarskólann í gærdag. Beyglaðist kistulokið. Þeir, sem hafa orðið varir við þá ökumenn, sem hlpust á brott, eftir fyrrgreinda verknaði, eru beðnir að hafa þegar samband við rannsóknarlögregluna. Innilegt þakklæti flyt ég öllum fjær og nær, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 10. marz sl. með heim- sóknum, skeytum og gjöfum og gerðu mér daginn ó- gleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gæfuríka framtíð. . Sólveig Magnúsdóttir, frá Nesi í Grunnavík. Vélbátar til sölu 8—12 lesta vélbátar nýir og nýlegir. 22 lesta vélbátur með nýrri véL 28 lesta vélbátur með nýrri véL 36—40 lesta vélbátar með nýjum og nýlegum vélum. Heinz Schmitt — Mercedes-benz Framhald af bls. 15 ' álhuga bílstjóra á bilakaup- um. Þá sögðu þeir að það væri ekkert leyndarmál að bæði leigu- og vörubílstjórair geti fengið Xán erlendis, að tilstuðlan Mercedes-Benz, og nemur lánið 80% af innkaups- verði bifreiðanna. Hefur lám- taka þessi hlotið samþykki hins opinbera hér, en gildir eingöngu fyrii atvinnubíl- stjóra. Sérfræðlngur. í sajmbandi við hinn stór- fellda innflutning á langferða og vöruibifreiðum kom hingað um miðjan febrúar sérfræðing ur frá Mercedes-Benz verk- smiðjunium í Mannheim. Þetta er ungur maður Heinz Sdhmitt að nafni, og hefur í heimaLandi sínu titilinn Kraftfaihrzeugmeister. Hann hefur starfað við verksmiðj- urnar sem smíða stærri bif- reiðimair, og er þar öLlum hnútum þaulikunnugr. DveLur SohmLtt hér £ram að páskuim. Framhald af bls. 3. knýta þá sameiginlegri ábyrgð á þeim, sem eiga bágt. Og með hverju ári setja æ fleiri hug- sjónir kristinnar trúar merki sitt á viðhorf heiðinna þjóðfélaga til mannsins. Með réttu er heiminum brugð- ið um grimmd og miskunnar- leysi. Allt að einu hefir kristin þjónustu- og líknarlund aldrei átt hlutfallslega eins marga for- mælendur og með okkar kynslóð. Svo er nú komið eftir 19 aldir, að manngiidishugsjón kristin- dómsins tekur heiðnar þjóðir um víða veröld sífellt sterkari tökum. Hugsunarháttur þursans „ver sjálfum þér — nægur“ hef- ir á sama tíma genigið sér til húðar jafnt Og þétt. Og þú spyr, hvað hungur- merkin komi við máttarverkum Krists. — Hér er einmitt merg- urinn málsins. Hér er hann enn að metta þúsundirnar meistar- inn. Hér hefir heyrzt sú eggjan hans að gangast undir dreng- skaparbragð hversdagsins. Minn- umst þess, að enn hefir ekki tekizt að meta tungutak hans til smjörverðls. — Reykjavikurbréf Framhald af bls.13. um fram. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna, að verkföll og verkbönn séu úrelt aðferð til þess að leysa vinnudeilur. Komm únistar hafa bannað þau hvar- vetna þar sem þeir ráða. í lýð- ræðislöndum hefur það ekki þótt fært. En lágmarksskilyrði er, að þvílíkum neyðarúrræðum sé beitt að vilja sjálfra aðila, en því ráði ekki óviðkomandi ævin- týramenn, hvað þá flugumenn erlendra einræðisbokka, sem banna verkföll í þeim löndum þar sem þeir hafa hrifsað öll völd til sín. Samkomiu Svava nr. 23. Fundur í daig. Inntaka Fram haldssaga. Leikrit o.fl. Gæzlumenn Dragnótaveiðarfæri geta fylgt ef óskað er. 47 Iesta vélbátur, smíðaár 1956 með miklum línu- veiðarfærum. 60—80 lesta vélbátar, búnir öllum nýjustu tækjum til síldveiða. 100 lesta vélbátar nokkrir rúmlega 100 lesta vél- bátar búnir öllum tækjum til síldveiða. Síldarnætur geta fylgt. Nýsmíði 250—300 lesta vélskip frá fyrsta flokks hollenzkum skipasmíða- stöðvum til afgreiðslu í septembermán. n.k. Skipin verða búin 900 ha Deutz- dieselvélum. Höfum góða kaupendur að bátum af ýmsum stærðum. Austurstræti 10, 5. hæð símar 24850 og 13428. PÁSKAFEM, Kanarieyjar, Majorla og london 11. - 23. apríl ★ KANARIEYJAR — Suðurhafseyja sólskinsparadís allan ársins hring. Heitur sjór og sólheitar byggðir 26 gráðum norðan við miðbaug. ýt MAJORKA — Vinsælasti áfangastaður í skemmtiferðum Evrópubúa. Fagurt landslag og skemmtilegt þjóðlíf. ★ Sólarhringur í höfuðborg brezka heimsveldisins. ★ Skemmtiferðir um litríkt landslag og borgir með fjölbreyttu skemmtana- lífi. Skroppið daglangt yfir til Afríkubyggða frá Kanaríeyjum, fyrir þá sem vilja. ★ Dvalið á glæsilegustu luxushótelum Kanaríeyja og Majorka. Einkasund- laugar fyrir gestina og sólsvalir og bað með hverju herbergi. ★ Flogið allar leiðir með nýjustu millilandaflugvél Flugfélags íslands h.f., Cloudmaster DC6B með veðurradar og loftþéttu farþegarými, sem tryggir þægilegt flug ofar veðrum. Fyrsta flokks veitingar á flugleiðum inni- faldar. ★ Islenzka flugvélin heldur kyrru fyrir meðan dvalið er í Suðurlöndum og lækkar þar með ferðakostnaðinn mn helming. Flugferðir og allt upp- hald kr. 13.200.00. Samsvarandi ferð með áætlunar flugi mundi kosta um kr. 26.600.00. „ ★ Dragið ekki of lengi að tilkynna þátttöku því þegar er búið að ráð- stafa miklum meirihluta af þeim 76 sætum, sem hægt er að taka í þessa eftirsóttu ferð. Á Sleppið ekki þessu einstæða tækifæri til að komast ódýrt til hinna eftirsóttu Suðurhafseyja, sem Forn-Rómverjar gáfu nafnið „PARA- DÍSAREYJAR" vegna landslagsfegurðar og veðursældar. ★ Sunnuferðir eru skipulagðar af reyndum ferðamönnum og okkar fólk fer ekki inn á gistihús, sem við höfum ekki sjálfir reynt. Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Um 500 íslendingar hafa tekið þátt í SUNNUFERÐUM til Majorka og Kanaríeyja. Ferðaskrifstofan SUIMIMA Bankastræti 7, sími 16400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.