Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 13
Sunntwíagur 24. marz 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Skrifaði Reykja- víkurbréf nær aldarfjórðung T1 Valtýs Stefánssonar hefur nú verið minnzt svo rækilega í Morgunblaðinu, að ekki er á- stæða til þess að skrifa um hann sérstök eftirmæli í Reykj avíkur- bréfi. En sjálfsagt er að minn- ast þess, að hann skrifaði þessa dálka að staðaldri um nær ald- arfjórðungs bil. í því einu liggur mikil vinna og var þetta þó að- eins eitt af aukaverkum hans við Morgunblaðið. Hann vann oft við blaðið langt fram á kvöld og stundum fram á nótt. Hin síð- ari ár a.m.k. hafði hann hins vegar þann hátt á, að þegar hann ritaði Reykjavíkurbréf fór hann á fætur fyrir allar aldir og hafði lokið við bréfið áður en hann gekk að daglegum störf- um. í Heykj avfkurbréfum sínum kom Valtýr víða við og má þar finna margan fróðleik um hugð- arefni hans, atvinnuhætti og 6tjórnmál. Eftir því sem árin liðu varð ljóst, að það af hugð- arefnum Valtýs, sem hjarta hans Stóð næst, var skógræktin. Eru REYKJAVÍKURBRÉF i Laugard. 23. marz i ötaldir þéir pistlar, sem Valtýr hefur skrifað henni til fram- dráttar í þessa dálka. Margir góðir menn hafa lagt því mál- efni lið, en áreiðanlega engin áhrifaríkari en Valtýr. Vöxtur íslenzkra skóga getur einn bet- ur talað máli skógræktarinnar en Valtýr gerði. Hinr ungu vísinda- menn mundu falla honum í geð Valtýr var einn af höfundum Jarðræktarlaganna. Hann taldi »ð aukin vísindaleg þekking og nýting hennar væri frumskilyrði fyrir eflingu íslenzkra atvinnu- vega. Það átti jafnt við um land- búnað, sjávarútveg og iðnað. Hann var af fáum mönnum hrifn ari en Ásgeiri Þorsteinssyni, ekki eízt vegna sívakandi áhuga hans fyrir hagnýtingu visinda í þágu íslenzks atvinnulífs og þá eink- um iðnaðarins. Á meðan sumir 6íldarútvegsmenn höfðu rann- sóknir Árna Friðrikssonar í flimtingum fylgdist Valtýr með þeim af lifandi áhuga og taldi að rannsókn á síldargöngunum mundi útrýma síldarleysisárum. Ógleymanlegt er að hafa farið með Valtý austur á Rangár- Banda, skoða nýræktina þar og heimsækja síðan Klemenz á Sámsstöðum. í þeirri ferð var Valtýr í essinu sínu. Hann mundi og vissulega hafa kunnað að meta hina ungu vísindamenn, sem nú háfa tekið við. Þeir hafa þegar að verulegu leyti eytt síld- arleysinu og hafið stórmerkar rannsóknir um jarðveg Islands. } * Ovænt heimsólm Svo sem að líkum lætur varð Valtýr stundum fyrir aðkasti og óþægindum vegna skrifa sinna. Sjaldan mun hann þó hafa orð- ið meira hissa, en þegar amerísk- ur herforingi heimsótti hann á etríðsárunum. Erindi hins borða- lagða Bandaríkjamanns var að setja ofan í við Valtý fyrir að 1 síðasta Reykjavíkurbréfi hefði verið ráðizt á kommúnista og ' Sovétstjórnina í Rússlandi. Var helzt svo að skilja, að herstjórn- in hér mundi banna Morgun- blaðið, ef haldið yrði upptekn- um hætti. Valtýr veitti þessum óvænta gesti verðug svör og vakti athygli hans á, að íslenzk blöð væru að engu leyti undir umsjá eða valdi amerísku her- stjórnarinnar hér. Varð og ekki meira úr þeirri atlögu. Vafalaust hefur Bandaríkjamaðurinn fram- ið frumhlaup sitt án heimildar frá yfirmönnum sínum. Engu að síður sýnir uppátæki hans, hversu andrúmsloftið var allt annað milli þessara tveggja stór- þjóða fyrir 20 árum, miðað við það, sem síðan hefur lengst af verið og enn er. Neró, Stalín og Trotzky En það er fleira, sem hefur breytzt en afstaða Bandaríkja- manna til Sovétstjórnarinnar. Nýlega rakst sá, er þetta ritar, á tvær tilvitnanir, hin fyrri er úr skrifum Trotzkys um Stalín 1939. Þar segir Trotzky: „Neró var einnig afsprengi síns tíma. Eftir að hann hafði látið lífið voru myndastytturnar af honum samt brotnar niður og nafn hans hvarvetna afmáð. Hefnd sögunnar er grimmilegri en hefnd voldugasta aðalritara. í því leyfi ég mér að finna nokkura huggun.“ Sennilega hefur Trotzky verið þeim Neró og Stalín litlu betri, en hann þekkti Stalin ‘og hans lygavef öllum öðrum betur. Hann þekkti Stalín svo vel, að í einn stað kom, þótt Stalín hlut- aðist til um að hann yrði myrt- ur, löngu áður en hann sjálfur lét lífið, þá var Trotzky samt bú- inn að fá hefnd sína og huggun. Hann sagði réttilega fyrir, hver dómurinn um Stalín mundi verða. Páfagaukurinn lærir nýtt orð Hin tilvitnunin er eftir George Orwell frá því í september 1946. Þá sagði hann: „Eftir fimm ár kann að verða eins hættulegt að lofa Stalín eins og það var að ráðast á hann fyr- ir tveimur árum. En ég mundi ekki halda, að þetta yrði nein framför. Ekkert er unnið með því að kenna páfagauknum nýtt orð.“ George Orwell var, eins og kunnugt er, einn þeirra brezku vinstri manna, sem á æskuárum hneigðist að kommúnistum en fékk á þeim fullkominn viðbjóð við nánari kynni. Leikrit hans „Félagi Napoleon“ og „1948“ eru hið naprasta háð og ádeila, sem um kommúnista, stefnu þeirra og athæfi hefur verið skrifuð. Þar er ekki einungis háð heldur spá- sögn. Sá sjádómur, sem hér er vitnað til, rættist að vísu ekki fyrr en nokkrum árum síðar en Orwell hafði ætlað. Engu að síð- ur sá hann rétt hvað verða mundi og er þó enn ósýnt nema Krús- jeff sé mun skárri en Stalín. „Ég á nú hara ekki nokkurt orð!“ Það hefur þó a.m.k. áunnizt, að ýmsir páfagaukanna eru orðnir alveg ruglaðir í ríminu, svo sem bezt sézt á hinum vikulegu skrifum Jóhannesar skálds úr Kötlum í Þjóðviljanum. Fátt er ánægjulegra að lesa um þessar mundir í íslenzkum blöðum en þessa pistla Jóhannesar. Sl. fimmtudag segir hann t. d.: „Þegar maður íhugar hin und- ursamlegu sinnaskipti sumra ís- lenzkra menningarforkólfa upp á síðkastið, þá gefst maður upp við að vitna í Jón forseta og aðr- ar sjálfstæðiskempur fortíðar- innar — fjarlægðirnar eru að verða svo yfirþyrmandi. Manni fer einna helzt líkt og konum þeim, sem slá sér á lær við hneykslanleg tíðindi og andvarpa í ráðaleysi: Ég á nú bara ekki nokkurt orð!“ Vonandi verða þetta ekki orð að sönnu. Þá væri vissulega illa farið, því að allir aðdáendur þessa páfagauks mundu harma, ef svo fagur fugl væri orðinn raddlaus. Annar bragur á Alþingi Mjög er nú annar bragur á Alþingi en var á vinstri stjórnar árunum. Þá lagði ríkisstjórnin fá frumvörp fyrir þingið önnur en um nýjar og nýjar álögur og skatta, þvingun gegn almenningi og ofsóknir gegn andstæðingum sínum. Samkomulagið í stjórnar- herbúðunum var svo bágt, að þingmenn urðu að bíða vikum og mánuðum saman eftir þessum trakteringum. Þingfundir stóðu lengst af ekki nema nokkrar mínútur dag hvern vegna þess að stjórnin hafði ekki lagt nein verkefni fyrir Alþingi. Beðið var og beðið eftir því, að hinir háu herrar kæmu sér saman um ein- hvern nýjan ósóma alþjóð til óþurftar. Loks þegar svikasátt var á komin, voru skaðsemdar- mál, eins og jólagjöfin illræmda, drifin í gegn á þrem-fjórum sól- arhringum. Sjálfstæðismenn hirtu ekki um að halda uppi mál- þófi, bæði vegna þess að slíkt er ekki* þeirra háttur og af því, að algert öngþveiti blasti við, ef ekki hefði verið lappað upp á úrræðaleysið á síðustu stundu. „Eitt stórfruin- varpið af öðru66 Á þessu kjörtímabili hafa vinnubrögðin verið öll önnur Þjóðviljinn finnur muninn og er skemmtilegt að íhuga síðasta um kvörtunarefni hans. Hann segir í forystugrein hinn 21. marz sl. „Á Alþingi peðrar ríkisstjórn- in frá sér einu stórfrumvarpinu af öðru um tryggingarmál, bóka- söfn, tónlistarskóla, loftferðalög, höfundarrétt o.s.frv., o.s.frv., og boðuð er breyting á tollskrá og sjálf framkvæmdaáætlunin mikla--------.“ Þarna eru einungis talin nokk- ur hinna nýjustu stórfrumvarpa stjórnarinnar. Ýms eru þegar af- greidd á þessu þingi og önnur eru enn til meðferðar. Athafna- semi ríkisstjórnarinnar og henn- ar stuðningsmanna stingur mjög í stúf við vesaldóm stjórnarand- stöðunnar. Framan af kjörtíma- bilinu og jafnvel á fyrri hluta þessa þings reyndu stjórnarand- stæðingar þó að halda uppi gagn rýni og andófi. Nú er svo að sjá sem allan mátt hafi úr þeim dregið. í þau fáu skipti, sem þeir herða sig upp í eymdarlega gagn rýni-tilburði, þá miða þeir að því einu að sanna, að málskrafsmenn irnir fylgjast ekki með þróun alþjóðamála. Þeir gera sig að veraldar viðundrum með því að þykjast ekki vita um þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa eftir að de Gaulle hindraði inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Hin- ir skynsamari stjórnarandstæð- inga sjá þó, hverja fíflsku fé- lagsbræður þeirra eru að fremia og reyna að draga athyglina frá henni með því að setja á langar f onnur amota stormaL Holl uppeldis- ráðstöfun Hvort sem öllum líkar betur eða verr, þá verður ekki á móti því mælt, að Alþingi hefur sjald- an verið athafnameira en á þvl kjörtímabili, sem nú er senn á enda. Það er fyrst og fremst að þakka öruggri forystu og góðu samstarfi stjórnarflokkanna. Þetta er í fyrsta skipti í sög- unni sem samsteypustjórn situr heilt kjörtímabil og án þess að' stuðningsflokkar hennar skilji með fjandskap. Á má sjá, að hinn sífelldi friðarspillir í íslenzkum stjómmálum, Framsóknarflokk- urinn, er nú áhrifaminni en nokkru sinni áður. Fátt mundi tryggja betur heillavænlega þró- un íslenzkra stjórnmála eða verða hollara þeim mætu mönn- um, sem í Framsóknarflokknum eru, en ef áhrifaleysi hans held- ist enn um hríð. Sem betur fer þurfa Framsóknarmenn ekki að sæta neinum afarkostum, heldur einungis að una því, að lúta sömu lögum og aðbúnaði og aðr- ir landsmenn. Þegar þeir hafa áttað sig á því að þjóðin vill ekki þola þeim annað, munu þeir verða annar og betri flokk- ur. —• Þin«sályktunar- tillaga fimrn- menninoanna En þó að margt hafi vel tek- izt á síðustu árum, þá er ýms vandi óleystur enn, svo sem ætíð hlýtur að verða. Eitt af því sem bráðrar úrlausnar krefst er end- urskoðun vinnulöggjafarinnar. Núgildandi vinnulöggjöf á 23 ára afmæli á þessu ári. Hún var frumsmíð og var þegar í upphafi ráðgert, að hún þyrfti skjótrar endurskoðunar. Ýmsar tilraunír í þá átt hafa verið gerðar. Þær hafa allar strandað. Æskilegast væri, að verkalýðsfélög og vinnu veitendur gætu komið sér sam- an um að sníða verstu ágallana af núverandi skipan og legðu sameiginlegar tillögur fyrir rík- isstjórn og Alþingi. Á því eru þó engar horfur. Þess vegna er það sízt að ó- fyrirsynju, að fimm þingmenn úr hópi Sjálfstæðisflokksins hafa flutt þingsályktunartillögu, um að slík endurskoðun skuli nú fram fara. Tillagan hefur enn ekki komið til umræðu á Al- þingi, en kommúnistar hafa þeg- ar hafið venjulegar hótanir af tilefni hennar og þykjast þar tala í nafni verkalýðsfélaganna. Þær hótanir má ekki hafa að neinu. Lýðiæði forsenda valdbeitingar Kommúnistar vilja halda göllum vinnulöggjafarinnar, til að viðhalda ofurveldi sínu 1 verkalýðsfélögunum og misnotk- un þeirra. Verkalýðsfélög Of verkamenn þarf einmitt aí tryggja gegn þessu ofurveldi oj síendurteknu misnotkun. Hér er um að ræða frelsisbaráttu verka- manna gegn ævintýramönnum og kúgurum, sem með rangind- um hafa náð völdum í samtök- um þeirra og ýmist misnotað þau sjálfum sér til hags, eða sem tæki til þess að grafa undan sjálfstæði íslands. Allir þeir, sem viðurkenna nytsemi og þýð- ingu verkalýðshreyfingarinnar í frjálsu þjóðfélagi, verða að beita sér fyrir, að þar ráði lýðræði og jafnrétti. Til lengdar er það ó- þolandi, að verkalýðsfélögin hafi svo mikil völd í þjóðfélaginu sem raun ber vitni, nema tryggt sé að raunverulegur meirihluti verkamanna fái komið vilja sín- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.