Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 6
9 MOTtaVNBT AÐIÐ Sunnudagur 24. mare 19«s Soraya, fyrrum drottning at Persíu, hefur fengið mörg kvik- myndatilboð um ævina, en alltaf afþakkað þau, þar til fyrir nokkrum dögum. Og leikstjóri hennar, Dino de Laurentis, segir: „Ég hafði rétt fyrir mér, Soraya er fædd leikkona." Hún er 30 ára gömul. Soraya var kvikmynduð til reynslu að kvöldlaigi í Róm og fór myndatakan fram með hinni mestu leynd. Birtast hér nokkr- ar myndir úr reynslukvikmynd- inni. Hún stóð yfir frá 8 til 2 um nóttina og sýndi leikkonan og fyrrverandi drottning engin þreytumerki að henni lokinni. Rockefeller og Joan Crawford Fregnir herma, að hinn kunni ríkisstjóri New York fylkis, Nel- son Rockefeller, sé í hjóna- bandshugleiðingum og sú út- valda sé leikkonan Joan Craw- ford. Rockefeller skildi í fyrra við konu sína eftir 30 ára hjúskap. Álitu þá margir, að möguleikar hans til að komast í forsetafram- boð næst þegar kosið yrði, væru sóralitlir. En raunin hefur örðið önnur, og skilnaðurinn enginn áhrif haft á pólitískt gengi hans. Og talið er að Joan Crawford sem eiginkona ríkisstjórans muni fremur auka vinsældir hans en öfugt. Hún er ekkja eft- ir iðnaðarhöldinn Alfred Steele og aðaleigandi Pepsi-Cola verk- smiðjanna. Joan Crawford er sögð 55 ára gömul, samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Giftist hún Rocke- feller verður hann fimmti eigin- maður hennar, hinir fyrri eru: leikararnir Douglas Fairbanks jun., Franchot Tone og Philip Perry, (hún skildi við þá alla) og svo Steele, eins eins og áður greinir. ★ Harmleikur átti sér stað í Bernini-Bristol í Rómaborg í síðustu viku. Ameríska óperu- söngkonan Frances McCann fan'nst skotin í herbergi sínu. Umboðsmaður hennar, Ernest Boxmann, þýzkættaður Amerík- ani, fannst í sárum í rúmi sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Það er almenn skoðun, að Boxmann hafi skotið söngkon- una og ætlað að stytta sjálfum sér aldur á eftir, en enn hefur ekki verið hægt að yfirheyra hinn sjúka mann. McCann var mjög þekkt sópran-söngkona í heimalandi sínu og víðsvegar í Evrópu. Sið- ustu fimm árin hefur hún verið fastráðin við óperuna í Austur- Berlín. EINS og áður hefur verið sagt frá 1 fréttum eignaðist Farah. Diba dóttur þann 12. marz sL Hún var skírð þann 17. og gefið heitið Masoumeh Farah-Naz. Myndin er tekin skömmu eftir skírnina og sést drottningin af Persíu með börnin sín tvö, krón- prinsinn og dótturina. í fréttunum heyrandi löngun til að fara út í garðinn með krakkana, til aS sóla þau og sjálfan sig. Þú get» ur svo ímyndað þér sjálfor hvernig sálarástandið verð ur. þegar svælufýlan leggst yfir, og hrekur sóldýrkendurna til baka inn í húsin, þar sem fljótlega Um gervöll Bandaríkin var fylgzt með brúðkaupi, sem fór fram í Búddaklaustri í Himalaja- fjöllum fyrir nokkrum dögum. Þar voru gefin saman krónprins- inn af Sikkim og 22 ára gömul amerísk skólastúlka, Hope Cook — einn afkomandi pílagrím- anna sem fóru með „Mayflower“ til Ameríku fyrir um 300 árum. Þau höfðu kynnzt í Indlandi fyrir fjórum árum, en ekki feng- ið leyfi til að giftast fyrr en nú vegna slæmra afstöðu stjarn- anna, að sögn hirðstjörnufræð- inganna. Brúðguminn er 39 ára gamall, ekkjumaður með 'brí1-1 börn. Hann gaf brúði sinni gullhring að vesturlenzkum sið, en að öðru leyti fór brúðkaupið fram samkvæmt siðum Búddatrúar- manna. Einu hlutirnir sem hin unga brúður tók með sér frá Ameríku voru tveir ruggustólar, annar var ættargripur sem langafi hennar hafði átt, en hinn er mjög lítill í sniðum og ætlaður fyrir börn. Þykir það benda til þess að brúðurin líti björtum augum til framtiðarinnar. Hope Cooke sagði það í út- varpsviðtali að hún hygðist ekki hætta námi, þrátt fyrir gift- inguna. Og hún er ákveðin í að skrifa bók um sögu Sikkims. Meðfylgjandi mynd var tekin rétt fyrir brúðkaupið í skógar- ferð. • „West Side Story“ Ekki Todd-A-O. Velvakandi hefur fengið þetta bréf frá Keflavík: „Ég las ummæli bíógests eins í „Velvakanda" Morgunblaðsins 14. marz s.l., þar sem sá góði gestur fer fram á að kvikmynd- in „West Side Story“ verði sýnd hér eingöngu í Todd-A-O. Þar sem ég hef séð söngleik þennan í London get ég af séðri reynslu mælt með leiknum og vonast eindregið, að sem flestir geti séð kvikmyndina. En þar sem bíóhús úti á landi eru ekki útbúin Todd-A-O tækjum, geta engir séð myndina nema Reyk- víkingar. En það eru kannske fleiri en þeir, sem hafa áhuga á að sjá þessa margumtöluðu mynd, svo að mér finnst, að þessi biógestur ætti að íhuga að ísland er ekki bara Reykjavík, og gefa fleirum kost á að sjá þessa ágætu kvikmynd. Með þökk fyrir birtinguna. Bíógestur úti á landL“ • Himnastrompurinn enn. „Pestahverfisbúi" sendir þessa litriku og lyktríku lýsingu: „Kæri Vedvakandi, Ég þakka þér kærlega fyrir birtinguna á tilskrifi minu til þín fyrir nobkrum dögum, varð andi Klettsverksmiðjupestina í íbúðarhverfum milli Laugar- ness og Klepps. Einnig þakka ég þér fyrir eigin athugasemd- ir þínar við nefnt tilsikrif. Við íbúamir hér í nágrenni verksmiðjunnar höfum fylgzt vel með öllu því, sem opinber- lega hefur verið um hana rætt, og virðist lítil ástæða til að ætla, að nýlegri ákvörðun um tuttugu ára staðsetningarleyfi hennar hér við nefið á okkur, verði breytt, úr því sem komið er. Þess vegna er væntanlegur flutningur hennar úr byggðar- laginu tæplega tímabært um- ræðuefni, en áætlunin um himnastrompinn mikla þeim mun verðugri lofs og áhuga. Því var það að undirritaður bað þig fyrir fyrirspurnina um framkvæmdir í því efni, og er nú af miklu ofvæni beðið eftir svari ráðamanna verksmiðj- unnar. Því er nefnilega svo varið að nú er ballið byrjað. Mánu- daginn 18. þ.m. lá fölblá reykjar stybbufýlan yfir og inn í hús- in við Kleppsveginn, þokaðist síðan í sólskini norðangolimn- ar hægt og sígandi áleiðis upp Laugardalinn, meðfram og yf- ir Laugarásinn, fyllandi vitin og híbýlin af þessum ófögnuði. Þriðjudaginn 19. marz var ó- breytt ástand. í guðanna bæn- um ítrekaðu því fyrirspurnina um tilkomu himnastrompsins mikla. Ég sé það Velvakandi minn, að þú ert mér tæplega sammála í því efni að ástandið sé mann- skemmandi og heilsuspillandi á sál og líkama, og vildi ég því leyfa mér að bæta þessu við. Sumargóðviðri hér í Reykjavík verða helzt í norðangolu. Þá er oft sólskin og blíða, með til- -------------------------------0 verður mollulegt í sólskininu, vegna þess að ekki eru tök á að opna glugga. Ofan á það bæt ist svo að híbýlin eru tæplega svo þétt, að ófögnuðurinn siist ekki smátt og smátt inn, og er þá fokið í flest skjóþ Mundi nú vera hægt að krefjast þess, að venjuleg sálarheilsa þoli slíkt til lengdar. Varðandi skrokkhreystina vísast í um- mæli lækna og vísindamanna, um áhrif spillts andrúmslofts á heilsu manna. — Og hvað er þá að segja um alla sjálfsgleð- ina, þegar verið er að auglýsa Reykjavík sem hina heilnæmu hverahituðu, „reyklausu“ höí- uðborg. Velvakandi minn, upphaflcg- ur tilgangur með þessum skrif- um mínum til þín var að fá úr því skorið, hvað liði fram- kvæmdum á áætlunni um himnastrompinn mikla. Ráða- menn Klettsverksmiðjunnar eiga lof skilið fyrix þessa hug- mynd, en prísaðir verða þeir ekki fyrr en þeir framkvæma hana. Með beztu kveðju, Pestahverfisbúi.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.