Morgunblaðið - 02.04.1963, Síða 1
24 síður
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins í Austurlandskjördæmi
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi hefir gengið frá fram-
boðslista flokksins við alþingiskosningarnar í sumar. Framboðslistinn er þannig
skipaður:
1. Jónas Pétursson,
alþingismaður.
2. Sverrir Hermannson,
viðskipatíræðingur, Rvik.
3. Pétur Blöndal, vélsmíða
Hoffelli.
4. Benedikt Stefánsson, bóndi,
Hvalnesi, Lóni.
5. Axel Tuliníus, sýslumaður,
Eskifirði.
9. Sigurjón Jónsson, verkstjóri,
Vopnafirði.
10. Ingólfur Hallgrimsson
framkvstj., Eskifirði.
Her Guatemala tekur
in í sínar hendur
Guatemala, Washington,
1. apríl (NTB)
# Á sunnudaginn tók ber-
inn í Guatemala völdin í sín-
ar hendur. Forseti landsins,
Miguel Ydigoras Fuentis, var
sendur í útlegð, stjórnarskrá-
in numin úr gildi, Þingið
leyst upp, starfsemi stjórn-
málaflokka bönnuð og for-
setakosningum, sem halda
átti í nóv. n.k. aflýst. Æðsti
maður Guatemala er nú En-
rique Peralta-Azurdia ofursti,
©g í stjórn hans eiga sæti þrír
herforingjar og sex óbreyttir
borgarar.
• Talið er að Guatemalaher
haiti ákveðið að taka völdin í
landinu í sínar hendur þegar
spurðist, að hinn vinstrisinnaði
Juan Jose Arevalo, fyrrv. forseti
landsins, væri kominn þangað
frá Mexíkó, en þar hefur hann
verið í útlegð. Ætlaði Arevalo að
bjóða sig fram við forsetakosn-
ingarnar í nóv. n.k. og var talið,
að hann myndi jafnvel ná meiri-
hluta.
Stjórnibyltingin í Guatemala fór
friðsamlega fram, en til óeirða
kom í böfuðborginni skömmu
áður en hún var gerð. Peralta
Azurdia segir, að þær hafi orðið
vegna misskilnings. Tveir menn
létu líifið í óeirðunum. í dag var
allt með kyrrum kjörum í Guate-
mala, og lítur út fyrir að hin
nýja stjórn hafi alla landsihluta
á valdi sínu.
Áður en stjórnarbyltingin var
gerð, var Peralta-Azurdia, varn-
armálaráðherra í stjóm Ydigör-
as Fuentis.
Eftir valdatöku hersins hélt
Peralta-Azurdia fund með frétta
mönnum. Sagði hann, að hin
nýja stjórn myndi berjast 'gegn
kommúnisma, í hvaða mynd,
sem hann bjrtist. Sagði hann, að
stjórn sín myndi hafa allt lög-
gjafarvald og framkvæmdavald
í sínum höndum, þar til tími
væri kominn til þess að efna til
nýrra kosninga í landinu.
Peralta-Azurdia, sagði að Ydi-
goras Fuentis hefði veitt litla
mótspyrnu þegar hann var tek-
inn höndum og honum gert að
hverfa úr landi.
Flugvél frá flugher Guatemala
flutti hinn fyrrverandi forseta
til Nicaragua og við komuna
þangað lét hann orð falla, sem
Framhald á bls. 23
6. Helgi Gíslason, verkstjóri 7. Páll Guðmundsson, bóndi
Helgafelli. Gilsárstekk.
ÖeirBir í Damaskus
Ltgöngubann í Sýrlandi
Beiruth, Damaskus
1. apríl (NTB).
FERÐAMENN, sem komu
til Beiruth í Libanon í dag
frá Damaskus í Sýrlandi
skýrðu frá því að skipzt
i hefði verið á skotum í mörg
um borgarhlutum í Dama-
skus um hádegisbilið í dag.
Sögðu ferðamennirnir að
að mikil ólga hefði verið í
borginni. Þessar fregnir
hafa ekki verið staðfestar
opinberlega, en í dag fyrir
skipaði byltingarstjórnin,
sem fer með völdin í land-
inu útgöngubann 18 klst. á
sólarhring. Einnig bannaði
hún hópgöngur'og útifundi
og hótaði þungri refsingu
þeim, sem bæru vopn án
leyfis yfarvaldanna.
í>að var innanríkisráðherra
Amine el Hafez, hershöfðingi,
sem fyrirskipaði útgöngubann
ið fyrir hönd stjórnarinnar, en ,
skömmu áður hafði hann
verið útnefndur aðstoðaryfir-
maður alls herafla Sýrlands.
í gær kom til óeirða í Dama
skus, er borgarbúar fóru hóp
göngu til þess að fagna komu
alsírskrar sendinefndar til
borgarinnar. Útvarpið í Dama
skus sagði að andstæðingar
byltingarstjórnarinnar hefðu
notað sér hópgöngur þessar
tíl þess að koma af stað ó-
eirðum.
Eins og kunnugt er hafa
að undanförnu farið fram í
Karió viðræður um samstarf
íraks, Sýrlands og Arabíska
sambandslýðveldisins, en á
sunnudaginn hljóp snurða á
þráðinn. Hafði þá birzt í blaði
einu í Kairó, viðtal við vin og
samstarfsmann Nassers, for-
seta, Mohammed Heikal, og
þar gagnrýndi hann Baath-
flokikinn í Sýrlandi, en sá
flokkur tók þátt í byltingunni
8. marz s.l. og hefur átt full-
trúa í viðræðunefndinni í
Kairo.
Franska stjórnin ræðir við
verkfallsmenn í dag
París 1. apríl (NTB).
GERT er ráð fyrir að full-
trúar franskra kolanámu-
manna setjist að samninga
viðræðum við frönsku
stjórnina á morgun, þriðju
dag. Þessir aðilar hafa ekki
ræðzt við síðan fyrir átta
dögum, en þá höfnuðu
verkfallsmenn tilboði
stjórnarinnar um 8% kaup
hækkun á sex mánuðum.
Kolanámumenn krefjast
11% kauphækkunar þegar
í stað.
Verkfall franskra kolanámu
manna hefur nú staðið rúm-
an mánuð. í morgun áetluðu
Framh. á bls. 23