Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVJS BL AÐIB Þriðjudágur 2. apríl 1963 í tilefni 25 ára afmælis Málfundafélagsins Óðins barst félaginu fjöldi blóma og skeyta. Mynd þessi er tekin af Sveinbirni Hannessyni, form. Óðins, á sunnudaginn. Afmœlisfagnaður Óöins s. I. sunnudag HINN 29. man s.l. voru 25 ár siðan Málfundafélagið Óðinn var stofnað og var þess minnzt í Sjálfstæðishúsinu á sunnudag með því að Óðinsmenn komu þar saman til sérstaks fundar, drukku þar kaffi og röbbuðu saman. Óðinn var stofnaður hinn 29. marz 1938. Stofnendur hans voru 41 verkamaður og var höfuðtil- gangurinn sá að tryggja skoðana- frelsi verkamanna innan verka- lýðssamtakanna. t lok hófsins færði formaður Óðins, Sveinbjörn Hannesson, formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, 25 þús. kr. I kosningasjóð Sjálfstæðisflokks- ins fyrir þær alþingiskosningar, sem í hönd fara. Hófið sett Sveinbjörn Hannesson, form. Óðins, setti hófið með ávarpi, þar sem hann veik m. a. að stofnun félagsins. En aðalhvatamenn þess voru þeir Sigurður Halldórs- son, fyrsti form. þess, Sigurður Guðbrandsson og Magnús Ólafs- Bon.. Auk þeirra þremenninga áttu Ingvi Hannesson, Hans Guð- mundsson og Axel Guðmundsson sæti í fyrstu stjórninni. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar séu þær ekki i lagi.. Fullkomin bremsupjónusta. Ræddi Sveinbjörn síðan nokk- uð þau tímamót, sem stofnun Óðins markaði í sögu verkalýðs- samtakanna á íslandi, en fyrir ötula forystu þess var Alþýðu- sambandinu breytt á þann veg, að allir eiga sama rétt innan verkalýðssamtakanna. Þá þakkaði Sveinbjörn þrem mönnum sérstaklega fyrir það, að þeir hefðu ávallt frá byrjun verið tilbúnir til að leiðbeina. Loks lét hann í ljós þá ósk sína og von, að Málfundafélagið Óðinn mætti halda áfram að eflast og blómgast og að sá félagsandi og bróðurhugur, sem hefði einkennt það frá byrjun, mætti alltaf vera því að leiðarljósi. Sagði hann síðan hófið sett og bað menn að neyta þess, sem á borð var borið. Síðan var setzt að borðum og lék hljómsveit Sjálfstæðishússins létt lög á meðan, en einnig söng bandaríski negrasöngvarinn, Marcel Achille, nokkur lög. Gegn pólitiskri misnotkun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stutt ávarp, þar sem hann veik m. a. að ástæðum þess, að verkalýðs- hreyfingin, sem er eitt sterkasta aflið í þjóðfélaginu, hefur ekki, þrátt fyrir mikil umsvif, uppskor- ið í samræmi við fyrirhöfnina. En það stafar ekki sízt af því, að forystumenn hennar hafa ekki fyrst og fremst beint áhuganum að sameiginlegum kjarabótum, heldur haldið uppi harðri og of- stækisfullri pólitískri baráttu. Sagðist hann því ekki geta fært Málfundafélaginu Óðni betri árnaðarósk en þá, að það mætti losa íslenzka verkalýðs- hreyfingu úr viðjum pólitískra misnota og beina afli hennar í annan farveg, landi og lýð til hag sældar. Sjálfstæð skoðanamyndun Geir Hallgrímsson borgarstjóri minnti á, að fyrsta hlutverk Óðins hefði verið að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun verkalýðsfé- laganna og hann hefði verið því hlutverki sínu trúr. Stofn- endur Óðins hefðu átt þá sfefnu- festu að rísa gegn slíkri misnotk- un og átti Óðinn mikinn þótt í að stuðla að sálfstæðri skoðana- myndun meðal launþega. Þá drap hann á þá staðreynd, að Sálfstæðisflokkurinn á meira fylgi að fagna meðal launþega en nokkur annar stórnmálaflokk ur og hefði Óðinn þannig með starfi sínu gert Sálfstæðismönn- um kleift fremur en ella hefði verið að gera að körorði okkar stétt með stétt. Þakkaði hann síðan Óðni hinn mikla þátt, sem hann hefði átt í viðgangi Sjálfstæðisflokksins. Nýr vandi á höndum Sigurður Halldórsson fyrsti for- maður Óðins, færði málfundafé laginu síðan árnaðaróskir sínar. Rakti hann sögu félagsins og hver vandræði verkalýðshreyfingunni voru búin, þegar Óðinn var stofnaður, en þá mátti ekki einn einasti maður setjast á Alþýðu- sambandsþing nema hann væn Alþýðuflokksmaður. Á þessum misrétti hefði verið sigrast og ekki sízt fyrir baráttu Óðins, en nú væri okkur nýr vandi á hönd- um, þar sem einn af lýðræðis flokkunum, Framsóknarflokkur- inn, hefði tekið höndum saman við kommúnista í verkalýðshreyf- ingunni. Gegn slíku bandalagi yrði Óðinn að berjast og sigra. Ótrúlega mikil áhrif Friðleifur I. Friðriksson rakti þá sögu, hvernig áhrif Sjálfstæð isflokksins hefðu smám saman aukizt innan verkalýðshreyfing- arínnnar, svo að nú væru þau órðin ótrúlega sterk. Hefði það ekki sízt verið að þakka hinu mikla starfi Málfundafélagsins Óðins. 25 þús. kr. í kosningasjóð Þá bað Sveinbjörn Hannesson Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að taka við 25 þús. kr., sem stjórn Óðins hefði ákveðið að gefa í kosninga- sjóð Sjálfstæðisflokksins fyrir þær, alþingiskosningar, sem hönd fara. Atvinna Vantar karlmann til verksmiðjustarfa. Nýja skóveíksmiðjan Bræðraborgarstíg 7. Samsöngur í Keflavík Karlakór Keflavíkur og kór SVFÍ héldu tónleika FYRSTI samsöngur Karlakórs Keflavíkur og Kvennakórs Slysa varnafélagsins á þessu ári fór fram í Bíóhöllinni í Keflavík sl. íöstudag. Húsið var þéttskipað og kórunum ákaft fagnað, enda var frammistaða þeirra rneð ágætum og ferskur blær yfir söngskrá og framkomu allri. Á söngskránni voru kaflar úr óperum og útdrættir úr óperett- um eftir meistarana Weber, Nicolai, Puccini, Donisetti, Lehar og Strauss — og var þar sann- arlega um auðugan garð að gresja, falleg fljúgandi músík, flutt af einlægni og þrótti. — G.reinilega lágu allir þræðir um styrkar hendur stjórnandans, Herberts Hriberschek Ágústsson- ar og mátti þar gjörla greina mik ið starf að baki. Kórarnir báðir leystu sín hlutverk eins og bezt verður á kosið, með dugnaði, ná- kvæmni og mýkt, sem féll vel við það efni, sem var flutt, sér- staklega í lokakafla óperunnar Töfraskyttunnar eftir Weber og Nótt í Feneyjum eftir Strauss. Það er undravert hve góðum árangri er hægt að ná við svo erfið skilyrði, sem þessir kórar hafa til samæfinga, þar sem 50 km. eru á milli heimkynna þeirra. Einsöngvararnir höfðu sínu stóra hlutverki að gegna og leystu það vel af hendi, enda engir aukvisar á ferð — það voru þau Eygló Viktorsdóttir, Erlingur Vigfússon, V. Demetz, Hjálmar Kjartansson og Þórunn Ólafsdóttir, sem tók við hlut- verki Snæbjargar Snæbjarnar, vegna veikinda hennar, svo og einsöngvarar frá Karlakórnum, þeir Böðvar Pálsson og Haukur Þórðarson. Það má segja að of mikið hafi verið á einsöngvarana lagt, bæði sem einsöngvara, kvartett og sextett — en verkefnin kröfðust þess og þeir stóðu sig með prýði, sérstaklega naut sín vel hin glæsilega rödd Erlings Vigfússon ar.( — Það má deila um efnis valið, að hafa engih af hinum hefðbundnu íslenzku kórlögum á söngskránni, en þessi viðfangs- efni voru falleg og sýndu þakk- arverðan stórhug. Undirleikur Ásgeirs Beinteins sonar var öruggur og viss — en alltof hávær. Eitt flygel getur ekki komið í stað hljómsveita óperuverkanna, með sínar básún ur og sibala. — Það sem mjúkur kór þarf með er mjúk og sam- ræmd leiðsaga en ekki trjónandi tækni á nótnaborðinu. Þessir hljómleikar karlakórsins eru okkar árlega eftirvænting hér syðra, og stöðugt eru gerðar til þeirra meiri og meiri kröfur, þrátt fyrir erfiðar .aðstæður þeirra einstaklinga, sem hlut eiga að máli. Karlakór Keflavíkur og sanv- kór hans, Kvennakör Slysavarna félagsins, hafa verið vaxandi með hverju ári, enda notið hinn- ar öruggu og ágætu leiðsagnar Herberts Hriberschek Ágústsson- ar. Það er gott og gleðilegt fyrir okkur hér í fásinninu á Suður- nesjum, að senda frá okkur svo snjalla fulltrúa, sem þetta söng- fólk er. — Það verður enginn svikinn að eyða kvöldstund með því í heimi söngsins. Helgi S. Árnína Guð< jónsdóttir Fædd 3. maí 1879. Dáin 24. marz 1963. Kveðja frá dóttur Nú skal móður kæra kveðja kveðjustund er oftast sár. Móðurstarf að græða og gleðja grátnar alltaf þerra brár. „Mamma" orð sem allir skilja orð sem börnin læra fyrst. Mörnmu allir eiga vilja atíhvarl bezt í jarðar vist. Móðurstarfið hér í heimi helgað er af drottins náð. Móðir, þína mynd ég geymi minning ljúf í hugan skráð. Þú varst búin börn að missa börnin fimm þér hurfu frá, hrein og tál'laus trúarvissa traust og huggun veittu þá. Þörf er mér að þakka og minnast þú varst hugljúf fyrirmynd, þeim sem heimsins hörmum kynnast hressast bezt við þroskanslind. Svifin burt til sólarlanda sál þín hress og fögur er. Laus við allan lífsins vanda Ljóssins englar fylgi þér. L. B. KLEPPSVECUR! Röskan ungling eða krakka vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaup- enda við Kleppsveginn Gjörið svo vel að tala strax við af- greiðsluna eða skrifstofuna. u«t>laí»ib sími 22-4-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.