Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. apríl 1963 MORGlllVBLAÐlÐ 13 ........... . .... ur ’ ' Wi-v\ NÚ ER vitað, að auglýsingar, sem birtast í dagblöðum helztu hafnarborga heimsins, muni innan fárra daga finna lokakaflann í sögunni um eitt mesta sjóslys allra tíma — þegar Titanic, skip White Star skipafélagsins sökk á jómfrú- ferð sinni frá Soutbampton til New York árið 1912. Þessar auglýsingar munu biðja hvern þann, sem hefur einhverja vitneskju um fjórða ekki. Enda þótt margir kunni að hafa trúað þessu er ljóst, að flestir sjómenn — sem enn þann dag í dag hafa oft litla trú á niðurstöðum sjóréttar — voru vissir um, að Lord skip- stjóri hefði sagt satt, og önnur skip hefðu sézt frá Titanic þessa nótt, en ekki látið neitt á sér bera síðar meir. í apríl í fyrra, þrem mán- uðum eftir að Lord skipstjóri lézt 84» ára að aldri, komu ný og óvænt gögn fram í málinu. Þau komu frá Henrik Naess, sem nú er látinn. í apríl 1912 var hann fyrsti stýrimaður á norska selveiðiskipinu Sam- son. Hann hafði gefið norska konsúlnum á íslandi trúnað- arskýrslu, þar sem hann sagði Titanic-slysið aftur á dagskrá: orfði einhver sigldi bro skipið í nágrenni Titanic, þeg ar slysið varð, að gefa sig fram, til þess að allur sann- leikurinn verði kunnur og heiðri látins skipstjóra borg- ið. — Síðan Titanic fórst hefur stöðugur straumur bóka, blaðagreina, kvikmynda og útvarpsþátta um slysið séð dagsins ljós. Titanic var stærsta og íburðarmesta far- þegaskip síns tíma. Það sökk nálega þrem stundum eftir að hafa rekizt á borgarísjaka kl. 22.40 hinn 14. apríl 1912. Um 760 af áhöfn og farþegum skipsins komust í bátana og farþegaskipið Carpathia bjarg aði 705 manns nokkrum stund um síðar. Ekki er vitað með vissu hve margir fórust, en talið er að 1489 karlar, konur og börn hafi horfið í hafið með skipinu. Fullvíst er, að hið 46328 tonna skip sökk með langa rifu á stjórnborðssíðu, fyrir neðan sjólínu, eftir að hafa dregið alla síðuna meðfram borgarísjaka á 22 hnúta hraða, að því er talið var síðar. Þetta var ekki beinn árekst ur, heldur hafði tröllskló ís- jakans rifið 300 feta langa rifu í síðu skipsins. Enda þótt verkfræðingarnir hefðu smíð- að nægilega mörg vatnsþétt skilrúm til að halda skipinu á floti eftir miklar skemmd- ir, tókst Atiantshafinu að sökkva því. Tap þessa mikla skips var harmleikur, en ennþá sorg- legra er, að það hefði mátt bjarga flestum, ef ekki öllum þeim sem fórust. Ástæðan er sú, að meðan skipið var að sökkva sáu þeir, sem um borð voru, annað skip koma að í nokkurra mílna fjarlægð. Þótt loftskeyti — þau voru þá ný tækni — og Ijósmerki væru send, svo og neyðareldflaugar, tókst ekki að vekja athygli hins ókunna skips, sem sigldi í burtu. Bæði rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings og brezka verzlunarráðsins létu uppi, að þeirra skoðun væri sú, að þarna hefði verið um farþega skipið Californian frá Leyland Line að ræða, sem sagt var að hefði haldið kyrru fyrir í grenndinni sökum ísreks. í brezku skýrslunni var sagt, að þetta skip og skipstjóri þess, Stanley Lord, hefðu haft tæki færi til að koma til aðstoðar, eftir að neyðarblys Titanic sá- ust frá skipinu. Rétturinn sagði: Skipið gerði enga slíka tilraun. En í raun réttri var aldrei sannað, að skipið, sem sást frá Titanic hafi verið Calforni an. Lord skipstjóri sagði allt- af, að skip hans hefði verið að minnsta kosti 19 mílur og sennilega 30 mílur frá slys- staðnum, og kváðst ' hvorki hafa vitað neitt um slysið, né haft nokkurn möguleika til þess. Rétturinn hefur senni- lega haft meiri áhuga á að komast að, hvers vegna ekki tókst að bjarga fleiri manns- lífum, en ástæðunni fyrir að Titanic sökk, og virðist hafa leitað í ákafa að einhverjum til að kenna um þetta. Þess vegna var Lord skipstjóri brennimerktur sem sá maður, er hefði getað bjargað hundr- uðum mannslífa, en gerði það að nóttina 14. til 15. apríl hefði Samson verið að veiðum í grennd við Nýfundnaland. Á vakt sinni sá hann „tvær stór- ar stjörnur“ í suðri, og fannst honum „staða þeirra undar- leg“. Hann skipaði varðmann inum í tunnunni að athuga þær í sjónauka, og fékk það svar, að þetta væru „ljósker og mikill fjöldi ljósa“. Eftir nokkur augnablik sáust eld- flaugar og skömmu síðar hurfu öll ljósin allt í einu. Norðmennirnir voru hrædd- ir um að verða teknir fyrir að vera í landhelgi, álitu að þarna væru amerísk strand- gæzluskip á ferð, sem hefðu séð þá. Samson breytti því sjiefnu og hélt til norðurs á fullri ferð. Þegar birti af degi sást hvergi til skipa. Eftir að skipið kom til fs- lands frétti Næss um Titanic- slysið. Hann gerði nú sam- anburð við loggbók Samsonar og komst að því, að deginum, stundinni og staðnum, sem slysið varð á, bar saman við athuganir hans sjálfs. Og hann segir að lökum: „Við vissum nú, hvernig stóð á ljósunum og eldflaugunum, sem við höfðum séð- Við höfðum verið 10 sjómílur í burtu þegar Titanic sökk. Hvað hefðum við ekki getað gert, ef við hefð- um vitað um slysið. En því miður var ekki loftskeytatæki um borð“. Sumir eru sannfærðir um, að þarna sé komið skipið, sem hafði sézt í nágrenni Titanic, en ekki Californian, sem hefði getað bjargað mörgum. Ekkert var vitað um hlut Samsonar í þessum atburðum, þegar skipið var selt bandaríska land könnuðinum Byrd, sem lét breyta því og skíra það City of New York. Ekki er heldur neitt vitað um hið dularfulla skip, sem sást af stjórnpalli Californian. Nafn þess er enn óþekkt, en vitað er nú með vissu, að Leyland-skipið var svo langt í burtu, að það getur ekki hafa sézt frá Titanic, eins og sjó- rétturinn hélt fram. En takist að hafa upp á heiti skipsins er aðeins formsatriði að hreinsa nafn Lords skipstjóra. Sá sem stendur að leitinni að nýjum sönnunum er Lesiie Harrison, aðalritari Mercantiie Marine Service Association — það er stéttarfélag skipstjóra — og Lord skipstjóri var með- limur þess í 60 ár. Það er ólíklegt, að Harrison myndi taka þetta mál upp, nema hann væri viss í sinni sök, því að hann er reyndur sæfari, hefur full skipstjóraréttindi, hefur stjórnað skipi í strand- gæzlunni og starfað að tækni- legum málum á vegum brezka sjómannaskólans Institute of Navigation. Enginn efast held- ur um heiðarleika Lords skip- stjóra sjálfs. Hann fór úr þjón ustu Leyland Line og réð sig brátt til annars skipafélags, sem hann starfaði hjá við ágæt an orðstír unz hann lét af störfum sökum heilsubrests árið 1927. Sigldi einhver annar skip- stjóri frá slysstaðnum, senni- lega grunlaus, og skildi far- þega Titanic eftir til að deyja í ísköldum sjónum? Og hvers vegna gaf hann sig ekki fram? Vonað er, að þessum spurning- um fáist svarað með hinni nýju rannsókn. (Observer — öll réttindi áskilin). Fjðlskyldubætur með Ollum börnum A FUNDI efrl deildar Alþingls í gær urðu töluverðar umræður um frumvarp rikisstjórnarinnar til nýrra heildarlöggjafar um al- mannatryggingar. Fjölskyldubætur með öllum börnum. Kjartan J. Jóhannsson (S) gerði grein fyrir áliti heilbtrigðis- og félagsmálanefndar, en hún var sammála um að mæda með eamiþykki frumvarpsins, með nokkrum breytingartillögum þó. Vék a;l Þ i ng isma ðurin n að því, eð ekki væri nokkur vafi á að tareytingar þær, sem í frumvarp- inu er lagt til að gerðar verði, eéu til mikilla bóta. Rakti hann eiðan breytingar þær, sem í frv. felst. í 15. gr. er sú veigamikla (breyting, að framivegis verða (Ejölskyldubætur greiddar með ölium börnum og án tillits til ennanra bóta. Við þá grein legg- ur nefndin til að bætist: „nema meðlagsgreiðandi, sem greiðir meira en lágmarksmeðlag, óski eftir, þá er heimilt að draga helming fjöl skyldubótanna frá meðlagsgreiðslunni, þó aldrei svo •að meðlagið verði lægra en lág- mairksmeðlaig.“ Sú skoðun kom fram, að eðlilegt væri, að fjöl- skyldubótum yrði skipt milli for- eldra, ef þeir væru ekiki sam- vistum. Rétt er þó í því sr,m- bandi að geta þess, að einmitt vegna þess, að í frv, er gert ráð fyrir því, að sá, sem hefur börnin hjá sér, fái - fjölskyldu- bæturnar, er í frv. lagt til, að lágmarksmeðlag hækki ekki. Á þann hátt nýtur því sá, sem meðlag greiðir, fjöl- skyldubótanna að nokkru. Þá leggur nefndin til, að 17. gr. verði breytt svo, að mæðra- laun verði greidd með einu barni, 1680 kr. á ári, en endur- skoðunarnefndin hafði lagt til, að við það yrði hætt, um leið og móðir með eitt barn fengi fjölskyldubætur. Þá leggur nefndin til, að heim- ildin til hækkunar lífeyris sé nokkuð rýmkuð og loks, að stefnt skuli að því, að iðgjöld sjúkra- samlaga séu jafn há, þar sem aðstaða er sambærileg. Mikil réttarbót. Þá veik alþingismaðurinn að því, að í V. kafla væru þau ný- m-æli helzt, að gert er ráð fyrir, að fjölsfcyldubætur séu greiddar án tillits til annarra bóta. Enn fremur er lagt til, að greiða megi skyldudagpeninga sam- tímis elli- og ekkjulífeyri og er það eðlileg og sjálfsögð réttar- bót. Mikill fjöldi ellilifeyrisþega vinnur nú fulla vinnu og er ó- eðlilegt, að þeir fái ekki sem aðirix bætt tímabundið vinnu- tap vegna slysa. En ákvæðin, sem nú gilda eru eftirstöðvar skerðingarákvæðanna gömlu, sem afnumin voru 1960. Þá er ekki gert ráð fyrir, að Tryggingarstofnunin veiti séar- stökum lífeyrissjóðum viðurkenn ingu, heldur falli slík viðurkenn ing, sem þegar hefur verið veitit, niður um næstu áramót, enda njóti sjóðsfélagar fullra réttinda almannatrygginga frá 1. janúar 1964 og greiði full iðgjöld til almannatrygginga frá sama tíma Þó helzt aðstaða þeirra gagn- vart sjóði sínum og almannatrygg ingunum óbreytt, þar til lög sjóðsins hafa verið endurskoð- uð með tilliti til hinna nýju við- horfa. Langstærsti og helzti sjóðurinn Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis ins, hefur þegar látið þessa end urskoðun fara fram og liggur frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi. Ótti ástæðulaus Kvaðst alþingismaðurinn að svo stöddu ekki skyldu fara mörgum orðum um þessa breyt ingu, en taldi þó, að hún hefði fyrir alllöngu verið orðin eðlileg og nauðsynleg. Þess hefur líka orðið vart, að lífeyrissjóðir, sem nýlega hafa verið stofnaðir, hafa verið viðbótarsjóðir við al- mannatryggingar eins og lagt er til að allir sjóðir verði. Enda er sú skipan eðlilegust, að allir hafi fullan rétt til almannatrygg inga en síðan frjálst að afla sér eða kaupa frekari tryggingu, ef menn óska. Komið hefur fram, að nokkur uggur er í forráðamönnum sumra þessara sjóða, þar sem þeir ótt- ast, að umskiptin verði sjóðnum erfið. Hvað alþingismaðurinn slík an ótta ástæðuiausan, enda hefði hann að nokkru verið byggður á þeim misskilningi, að endur- skoðun yrði að vera lokið 1. jan. n.k., en svo er alls ekki. Hins vegar verður uppgjör sjóðanna eða endurskoðun því erfiðara sem það dregst lengur og virðist ekki ástæða til að breyta ákvæð- um frumvarpsins þar um. Loks veik hann nokkrum orð- um að tillögum AG, en í fyrstu breytingartillögu hans er ætlazt til, að í lög verði teknar reglur, sem í frv. er ætlazt til að settar séu með reglugerð, sem KJJ taldi heppilegra. f öðru lagi lagði AG til, að barnalífeyrir yrði hækkað- ur um 240 kr. á ári. í sambandi við það benti KJJ á, að endur- skoðunarnefnd hefði tekið til at- hugunar, hve mikið hinar ein- stöku bætur ættu að hækka og ekki talið ástæðu til áð hafa barnalífeyrinn hærri. Hefði m. a. verið á það bent, að meiri ástæða og meiri þörf hefði verið til að hækka aðrar bætur en barnalíf- eyri. í þriðja lagi lagði AG til, að dagpeningar húsmæðra hækk- uðu í 50 kr. á dag. Benti KJJ á, að erfiðara væri að meta til fjár starf húsmóðurinnar en annarra, hins vegar gert ráð fyrir, að þær eigi rétt á dagpeningum án tillits til tekna eiginmanns. Nýmæli er og, að gert er ráð fyrir, að dag- peningar húsmóður, sem ekki Framhald á bls. 23,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.