Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 2. apríl 1963 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Miklar framkvæmdir hjá Rauðku til að nýta úrgangsefni verksmiðjunnar Siglufirði 26. marz — Hér standa fyrir dyrum framkvaemd- ir á vegum síldarverksmiðjunn- ar Rauðku. Á þar að setja upp soðvinnslutaeki, en þau vinna bæði mjöl og soðkjarna úr soð- vatni, sem áður hefur runnið í sjóinn. Ennfremux verður keypt- 16 dogo mot- orloos í lest Kaupmannahöfn, 1. aprfl (NTB). í DAG kom sænska flutninga- skipið „Haian“ til Kaupmanna hafnar á leið til Gautaborgar frá Khorramshahr við Persa- flóa. Á laugardaginn fannst Arabi í lest skipsins. Hafði hann verið þar innilokaður 16 daga, eða frá því að skipið lagði af stað frá Khorrams- hahr. Það var tilviljun, sem réði því að maðurinn fannst Ólag var á kælikerfi skipsins og vélstjórinn var að athuga það, þegar hann varð manns ins var. Ekki átti að losa skip- ið fyrr en á morgun, þriðju- dag, og talið fullvíst að mað urinn hefði ekki lifað þangað itil. Arabinn talar aðeins móð- urmál sitt og enginn af skips höfninni skildi hann. Skips ;menn telja líklegt að hann hafi unnið við að lesta skipið í Khnorramshahr og fengið sér blund í lestinni. Sá, sem lokaði hennL hefur ekki orðið hans var. Maðurinn var mjög mátt- farinn þegar hann fannst og fyrstu tvo dagana gat hannl varla komið niður matarbita, en í dag borðaði hann vel. Hann fer heim til Khorrams- hahr með farþegaskipi í boði itgerðar „Haian“, Útboð á 22 sumar- húsum ASI S.L. SXJNNUDAG var auglýst útboð af hálfu A.S.Í. og tilboða óskað í byggingu 22 sumarhúsa 1 Hveragerði með tilheyrandi lögnum og gatnakerfi. Gerðir hafa verið tillðguupp- drættir að húsum þessum og liggja þeir frammi til athugun- ar fyrir þá er tilboð í þessar byggingar vilja gera. Afli Stykkishólmsbáta Stykkishólml, 1. aprfl. VIKUAFLI Stykkishólmsbáta sl. viku var 319 tonn í 30 róðrum. Aflahæst er Þórsnes með 116 tonn og næst Straumnes með 73 ur nýr síldarsjóðari til verk- smiðjunnar. Hefur verið samið við vélsmiðjuna Héðin um þetta hrvort tveggja. Áætlaður kostn- aður við þessi tæki er 5—6 millj. króna. Skv. vertksamningi við Héðin eiga tækin að vera tilbú- in til vinnslu 15. júní n.k. Þá hefur einnig verið pantað- ur til verksmiðjunnar frá Banda- ríkjunum sjálfvirkur gufuketill, sem framleiðir 6800 kg af gufu á klukkustund. Hann á að koma síðari hluta aprflmánaðar. Og sic verðmæti hans hér á bryggj u er 1.160.000 kr. Þegar þessi tæki eru komdn í verksmiðjuna nýtast hráefnin mun betur og er áætlað að 4—5 millj. króna hafi runnið í sjóirrn í verðmætum miðað við þá vinnslu sem þá var í verkismiðj- unni. — SteÆán. Hér setjast þeir að fyrstu skák einvígisins Botvinnik (t.h.) og Petrosjan. hefur kaffibrúsann sinn með sér. Heimsmeistarinn Sluðningur við pólitísbn fongo, sem lntnir huln verið Innsir Vtn, 1. apríl — (NTB) — EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum hefur ungverska stjórnin náðað þúsundir fanga, þar á meðal er hluti þeirra, sem dæmdir voru fyr- ir þátttöku í uppreisninni 1956. — —■ Guafemaía Framhald af bls. 1. bentu til þess að hann væ>ri ekki mótfallinn byltingunni þó hún hefði kostað hann völdin. Hann sagði m.a. „Það, sem nú hefur gerzt í Guatemala er land- inu sjálfu til góðs og einnig öðr- um löndum Mið-Ameríku. „Ydi- goras Fuentis hefur verið einn evarnasti andstæðingur Castros, forsætisráðherra Kúbu, í Mið- Ameríku. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í dag, að Bandaríkjastjóra ráðfærði sig nú við ríkisstjórnir Suður- og Mið-Ameríkulanda um það hvort viðurkenna ætti hina nýju stjórn Guatamala. Karlakórinn Svanir KARLAKÓRINN Svanir fiá Akranesi heimsótti höfuðstaðinn um síðustu helgi og hélt samsöng í Gamla bíói á sunnudag. Kórinn er skipaður um 40 söngmönnum og lýtur öruggri, smekkvísri og kunnáttusamlegri stjóm Hauks Guðlaugssonar, organleikara og skólastjóra tónlistarskólans á Akranesi. Efnisskré samsöngsins var fjölbreytt. Meðal þeirra verk- efna, sem mesta athygli vöktu, voru þrjú íslenzk lög: „Smávinir fagrir“ eftir Jón Nordal, „Mamma ætlar að sofna“ eftir Sigvalda Kaldalóns, í útsetningu söngstjórans, og „Gesturinn" eftir Karl Ó. Runólfsson enn- fremur kantata eftir Mozart, og Pilagrímakór eftir Wagner. Lag Karls Ó. Runólfssonar mun vera nýtt eða nýlegt, mikið í sniðum og erfitt í flutningi, en myndar lega uppbyggt og alláhrifamikið. Flest hin viðfangsefnin voru af léttara tagi. Söngur kórslns var með mikl- um menningarbrag, tártireinn og fágaður, ágætlega samstilltur, hófsamlegur Og hnitmiðaður. Einkum komu þessir kostir skýrt fram í veikari lögunum. Þegar meira reyndi á, urðu átöfcin stundum nokkuð á kostnað radd fegurðarinnar, og gætti þá einn- ig sums staðar misræmis milli raddanna. Sigurveig Hjaltested fór með vandasamt einsöngshlutverk í kantötu Mozarts, Jón GunnLaugs- son söng einsöng í einu lagi og nakkrar sópranraddir úr Kirkju kór Akraness aðstoðuðu í öðru. Frú Fríða Lárusdóttir var við hljóðfærið. Allt jók þetta á fjöl- breytni tónleikanna og fór vel úr hendi. Akurnesingar eru merkis- og myndarfólk, og margt er það, sem þeir mega vera stoltir af. Eitt af því er karlakórinn Svanir. Heimsókn hans hingað til Reykja víkur var heimabyggð kórsins og öllum þátttakendum til hins mesta sóma. Jón Þórarinsson. Samkvæmt fregnum ung- verskra blaða, sem bárust til Vín ar í morgun, hefur mörgum þeirra pólitísku fanga, sem sleppt hefur verið úr haldi, bor- izt atvinnutilboð og sum fyrir- tæki hafa boðið þeim íbúðir og fyrirframgreiðslur. Aðalmálgagn ungverska kommúnistaflokksins sagði, að pólitísku fangarnir gætu reitt sig á stuðning yfir- valda í heimabæjum sínum. — Skoraði það á alla, að veita hin- um pólitísku föngum aðstoð og sýna þeim hlýhug. Botvinnik með 2% vinning FJÓRÐA skákin í einvígi þeirra Botvinniks og Petrosjans um heimsmeistaratitilinn í skák var tefld á laugardaginn. Þeir sömdu um jcLÍntefli. Eftir fjórar skákir hefur Bot- vinnik 2% vinning móti 1% vinn ing Petrosjans. Handfæraafli glæðist Akranesi, 1. apríl. VÉLBÁTURINN Sigurfari fékk 300 tunnur af sfld á Hraunsvík í nótt og 500 tunnur í fyrrinótt. Síldin er hraðfryst. Fjórir þorskanetabátar voru á sjó og fengu alls 40 tonn, Ás- björn 13,5 og Svanur 11,5. Sex tryllubátar eru byrjaðir róðra og hafa fiskað þrjá síðustu dagana frá 500 kg. upp í 3 tonn á bát í róðri. Þegjandi synda þorskar I ála. Tvo dagana þar á undan fékkst ekki bein úr sjó á handfæri. — Oddur. Rafmagn lagt í Breiðuvíkurhrepp HELLNUM, Snæf 20. marz. — Vegir eru hér góðir og kiakj far- inn úr jörðu. Óvenju mikil um- ferð er daglega hérna megin á Nesinu, og stafar það m. a. af miklum vörufiutningum til Gufu skála. Róðrahugur er kaminn í menn og margir farnir að dytta að bát- um sínum. Úerður ekki langt að bíða og róðrar hefjist. Stutt er á fiskimiðin en hér vantar betri hafnir. Flokkur frá rafmagnsveitunni vinnur nú að því að leggja raf- magn frá Fossárvirkjun við Ólafsvík í Breiðuvíkurhrepp og nokkurn hluta Staðarsveitar. Má búast við að raflagningunni verði lokið í næsta mánuði, ef tafir verða ekki við iagningu heim- tauga. — Fréttaritari. — Alþingi Framhald af bls. 13 vinnur utan heimilis, lækka ekki, þótt hún dveljist í sjúkrahúsi. Loks lagði AG tfl, að bóta- greiðslufjárhæðir breyttust í sam ræmi við vísitölu framfærslu- kostnaðar. Karl Kristjánsson (F) mælti með samþykki frumvarpsins, um Ieið og hann kvaðst vona, að frumvarpið yrði fljótt tekið til endurskoðunar á ný, þar sem lög- gjöf eins og almannatrygginga- löggjöfin ætti helzt alltaf að vera í endurskoðun. Magnús Jónsson (S) ræddi nokkuð það atriði, að lagt er til að allir lífeyrissjóðir verði viðbótasjóðir við almannatrygg- ingarnar. Lét hann í ljós nokkr- ar áhyggjur af’því, að afkomu lífeyrissjóðanna yrði í hættu tefit með breytingunni, og benti á, að ekki mætti setja á þá meiri kvað- ir en þeir gætu risið undir. Páll Þorsteinsson (F) spurð- ist fyrir um, hvaða áhrif sú kauphækkun, sem væntanleg er hjá opinberum starfsmönnum, mundi hafa á bótagreiðslurnar, Emil Jónsson félagsmálaráðherra sagði, að akki heÆði verið rætt inn an ríkisstjórnarinnar, hvernig við þeim vanda ætti að snúast. Hins vegar gæti hann sagt það sem sína skoðun, að sér þætti ekki ólíklegt, að miðað yrði við lægstu launaflokkana. Að lokinni ræðu ráðherra var frumvarpið samþykkt með breyt- ingartillögum heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar, en Alfreð Gísla son dró tillögur sínar til baka til 3. umræðu. Mikill fram- kvæmdahugur KÓPASKERI, 1. apríL — Mikill framkvæmdahugur er í mönnuan hér. Er gert ráð fyrir að byggð verði þrjú íbúðarhús hér á Kópa- skeri í sumar. Hér eru þó inn- an við 100 íbúar og þykir þetita mdkið í ekki stærra byggðarlagi. Fyrir sfcönunu var hafin útgerð hér en hefir fram til þessa gengið illa, því lítið sem ekkert hefir aflasL —- Jósep. ATLÁS Crystal Kiny — Franska stjórnin Framhald af bls. 1. nokkrir kolanámumenn í Lót- ringen að hefja vinnu á ný, en verkfallsverðir meinuðu þeim það. Til smávegis átaka kom, en þau stóðu ekki lengi. Eins og skýrt hefur verið frá hafa menn í ýmsum starfs greinum í Frakklandi gert stutt verkföll að undanförnu bæði til þess að sýna kola- námumönnum samúð og til þess að krefjast kjarabóta. ÞEIR ERU KONUNGLEGIR! glæsilegir utan og innan rár hagkvæmasta innrétting, sem sézt hefur: stórt hrað- frystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststill- ingu, 5 heilar hillur og grænmetisskúffa, og i hurð inni eru eggjahilla, stórt hólf fyrir smjör og ost og 3 flöskuhillur, sem m. a. rúma pottflöskur ■Á sjálfvirk þíðing ■A færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun rár nýtýzku segullæsing ★ innbyggingarmöguleikar ÍT ATLAS gæði og 5 ára ábyrgð ★ eru þó LANG ÓDÝRASTIR Ennfremur ATLAS Crystal Queen og Crystal Prince Góðir greiðsluskilmáiar. Sendum um allt land. O. KORNERUP-HANSEN Sími 12606 — Suðurgötu 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.