Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVTSTtLAÐlÐ Þriðjudagur 2. apríl 1963 m Flugmsnnanna minnzt m ■ Stcfán Magnússon - ÞérSur IJIfarsson' í D A G eru kvaddir hinztu kveðju, tveir félagar í F.I.A., fé- lagi íslenzkra atvinnuflugmanna, Stefán Magnússon, flugstjóri, og Þórður Úlfarsson, flugmaður, en þeir fórust í flugvél yfir Atlants- hafi, 18. marz sl. Stefán var 36 ára, er hann fórst. Hann var einn af stofn- endum F.Í.A., og gegndi Iengst- um trúnaðarstörfum fyrir félag- ■ið. Hann var formaður þess um árabil, og sat í samninganefnd fyrir félag sitt, er hann féll frá. Fyrir F.Í.A. vann hann mikið og óeigingjarnt starf, og standa starfsbræður hans í mikilli þakk- arskuld við hann. Stefán var einn elzti flugstjóri Loftleiða, mikils metinn sem flugmaður og hvers manns hug- ljúfL Þórður Úlfarsson, flugmaður, var aðeins 23 ára, er hann féll frá. Þórður hóf ungur flugnám, og hafði starfað um tveggja ára skeið hjá Loftleiðum, er hann fórst. Hann reyndist hæfur og dug- andi flugmaður, og naut vin- sælda starfsbræðra sinna. Þórður gekk í F.Í.A. árið 1960. Hann var traustur félagi, og var mjög annt um málefni stéttarfé- lags síns. F.Í.A. þakkar báðum þessum jgóðu drengjum stuðning þeirra við stéttarfélag sitt, og allt það starf, sem þeir unnu í þágu þess. Ástvinum þeirrá beggja vottar félagið dýpstu samúð. Stjóm Fj.A. ÞEGAR ungir menn eru á brott kallaðir, þá eigum við sem eftir lifum og söknum þeirra, erfitt með að skilja slíkt hlut- skipti og sætta okkur við missi þeirra. Við höfum nú orðið að sjá á ba.k tveimur ungum mönnum, þeim Stefáni Magnússyni reynd- um og traustum flugstjóra, og Þórði ÚifarssynL ungum og efni legum flugmanni, en þeir voru báðir starfandi hjá Loftleiðum og höfðu getið sér þar hið bezta orð. Þeir höfðu tekið að sér að fljúga heim til íslands tveggja hreyfla flugvél, sem Flugfélagið Flugsýn hafði fest kaup á í Bandaríkj unum og ætlunin var að nota til leigu. og kennslu- flugs. Mun það hafa verið efst í huga þeirra að leggja sitt af mörkum fyrir hugsjón sína og til eflingar íslenzkum flugmál- rnn og lögðu því ótrauðir í þessa ferð, sem reynsla þeirra og þekk- ing í þessu starfi vissulega gaf þeirn bezta möguleiika til að framkvæma. En veður skipaðist í 'lofti á þann veg, í erfiðasta áfanganum á leið þeirra, að ekki var við ráðið, og svo fór, að mannlegur máttur og tækni varð að lúta í lægra haldi fyrir óblíð- um náttúruöflum, eins og svo oft áður. í dag eru þessir félagar okkar og vinir kvaddir hinztu kveðju. Aðstandendum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð, um leið og við þökkum Stefáni og Þórði samfylgdina og biðjum þeim blessunar á þeirra nýju flugleið- um. Jóhannes Markússon. í DAG, þriðjudaginn 2. apríl, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík minningarguðsþjón- usta um þá félagana, Stefán Magnússon, flugstjóra, og Þórð Úlfarsson, flugmann, sem fórust með flugvél Flugsýnar á heim- leið frá Nýfundnalandi. Þórður Úlfarsson var fæddur í Kaupmannahöfn 14. 6. 1939, son ur hjónanna Úlfars Þórðarsonar, læknis, og konu hans, Unnar Jónsdóttur. Þórður Úlfarsson fór utan til flugnáms og lauk prófi atvinnu- flugmanna í Sviss með ágætum vitnisburði árið 1959. Að loknu námi hvarf hann heim að nýju og hugði á flug- störf hjá íslenzku flúgfélögunum. Atvinnuhorfur fyrir flugmenn eru oft slæmar, og svo reyndist einnig er Þórður knúði á dyr ffugfélaganna. En það var ekki að skapi hans að leggja árar í ★ HUGLEIÐINGAR UM SKÓ. Kæri Velkvakandi! Það má sjá það á blessuðum börnunum að vorið er komið — eða að minnsta kosti ekki langt undan. — Úlpurnar og 'aðrar yfinhafnir liggja á girð- ingum eða öðrum hentugum stöðum og þau hlaupa um á peysunum og ráða sér ekiki fyrir fjörL Um daginn neitaði dóttir mín að fara út í kuldaskóm eða sbígvélum, og ég máttLfara niður i bæ að kaupa skófatnað af léttara taginu. Fætur barn- anna stækka hratt og sumar- skómir frá 1 fyrra voru orðnir alltof litlir. En það er ekki eins auðvelt að fá hentugan skófatnað á bát við svo búið, heldur tók hann að nema loftsiglingafræði, ef það mætti auká atvinnumögu- leikana. Vinnumarkaðurinn var enn of þröngur hér heima, og leitaði því Þórður eftir atvinnuer lendis, eins og margir flugmenn hafa orðið að gera til að sjá ár- angur af kostnaðarsömu námi, og til að geta unnið við þau störf, sem áttu hug hans allan. í Lux- emburg hóf hann störf sem flug- leiðsögumaður í leiguflugi, og öðlaðist dýrmæta reynslu. Þessu flugfélagi þjónaði Þórður um hálfs árs skeið, unz rofaði til hér heima, og honum bauðst starf hjá Loftleiðum hf. Þórður vann fljótt traust samstarfsmanna sinna og yfirboðara með prúð- mannlegri framkomu, og öryggi í starfi sem flugleiðsögumaður. Að ári liðnu voru honum falin ábyrgðarmeiri störf á vegum fé- lagsins. Gekk hann í skóla til að kynna sér eiginleika og bygg- ingu DC-6B flugvéla, og stóðst öll próf þar að lútandi með mestu prýði, og hóf störf sem aðstoðarflugstjóri á þeirri flug- kraikkagreyin og í fljótu bragði virðist. Skótau af ódýrara taginu voru annað hvort strigaskórnir uppháu eða plastskór, sem eru stórvadhugaverðir fyrir fætur ungra barna og raunar fullorð- inna líka. Og þeir eru tilefni þess að ég rita þessar línur. * PLASTSKÓR VARH UGAVERÐIR. Mér finnst því ekki vera gef- inn nægur gaumur að framleiða hentuga skó fyrir börn, með breiðri tá, sem eru í laginu eins og eðlilegir barnafætur. Plastskórnir áðuirnefndu eru að sjálfsögðu með tízkutá, þ.e. mjókkar fram, en höfuðókostur þess er að sjálfsögðu að ekki loftar í gegnuim þá. Þeir eru heilir og með hrágúmmísólum vélartegund. Ég minnist ákafa hans og áhuga, er hann var að undirbúa sig undir hið lang- þráða starf. Ekkert var látið ó- gert eða órannsakað, ef það mætti auka á þekkingu hans um allt er laut að flugi. Gáfulegar spurningar hans og hæfni hans sem flugmaður bentu ótvírætt til þess að þar færi ungur maður, sem mikils mætti vænta af í framtíðinni, enda komst það orð fljótt á að hann væri einn sá efnilegasti úr hinum stóra flug- mannahópi, sem réðist til Loft- leiða um líkt leyti. Það var ávallt tilhlökkunarefni að hitta Þórð, hvort sem var hér heima eða er- lendis. Frásagnargáfa hans var með eindæmum, og nutum við starfsystkin hans þess hverju sinni að heyra hann segja frá, hvort sém það var um atvik úr fluginu eða hinu ‘ daglega lífi. Hann átti auðvelt með að finna hina spaugilegu hlið máls- ins, svo að hinar annars hvers- dagslegu sögur urðu gjarnan hlát ursefni. Sjaldan lauk svo viðræðum okkar á milli, að ekki væri kom- ið inn á vandamál flugsins, og sannaðist mér alltaf betur og bet- ur, hversu vel að sér þessi ungi og glæsilegi maður var um hin flóknustu tækniatriði varðandi flug. Framtíðin virtist vera hans, þess vegna er svo erfitt að, gera sér grein fyrir því að Þórður sé horfinn úr okkar hópi, svona ungur og í blóma lífsins, en minn ingin um góðan dreng mun lifa áfram í hugum okkar. Ég votta eiginkonu hans Guð- nýju Árdal og -börnum þeirra hjóna, foreldrum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Guðl. Ilelgason. STEFÁN Magnússon fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1926, sonur hjónanna Arnbjargar Jónsdóttur og Magnúsar Stefánssonar, fyrr- um dyravarðar í Stjórnarráðshús ifiu. Ungir að árum kynntumst við Stefán, og um langt árabil höfum við haft náin samskipti, allt til þess, er hann fórst á svip- legan hátt, 18. marz sl. í dag er þessi vinur minn og en- það gefið máil að börn- in yrðu rennblaut á fótunuim allan daginn. Geri ég ráð fyrir að þeir hafi sömu ókosti og gúmmískórnir, sem svo mikið voru í tízku á mínum ungdóms- áruim, sem allir eru nú sam- mála um að hafi verið heilsu- spillandi. Þetta ættu foreldrar að at- huga áður en þeir kaupa skó á börn sín. Nú er plastið orðið svo liíikt venjulegu leðri að erfitt er að sjá muninn. Um banda- skó úr plasti gegnir að sjálf- sögðu öðru máli en heilir plast- götuskór, án allra loftgata, éru hættuleg vara og finnst mér persónulega ætti að banna að framleiða þá. Ég hef lesið um það í erlendu blaði, að nú sé verið að gera tilraunir með nýja gerð af plasti í skó, svonefnt sprengt kvaddur hinztu kveðju. Stefán var vel gerður maður, svipbjartur, ljóshærður og blá- eygður. Hann var orðvar, lundin ljúf og framkoma hans og allt viðmót bar einkenni hins sanna drengskaparmanns. Hann var ágætlega íþróttum búinn, var á tíma með okkar beztu knattspyrnumönnum og lék í meistaraflokki knattspyrnu- félagsins Yals. Hnefaleika stundaði Stefán I Ármanni og árin 1943—45 vann hann marga sigra á þeim vett- vangi. Frá æskuárum átti flugið hug Stefáns, og af einbeitni og vilja- festu stefndi hann að því marld að afla sér fjár, til að geta menntað sig á því sviði. Hann lærti svifflug 1943 og stundaði flugnám í Bandaríkjun- um 1945—1946. Stefán varð mjög leikinn svif- flugmaður og kenndi svifflug eftir heimkomu frá Bandaríkjun- um 1946. í ársbyrjun 1947, réðist Stefán til flugmannsstarfa hjá Loftleið- um og þar með hófst lífsstarf hans, því hjá því félagi starfaði hann til dauðadags. Starfið átti hug Stefáns allan. Oft steðjuðu erfiðleikar að Loft- leiðum á fyrstu árum þess og margvíslegir. Stefán var í sveit þeirra manna, sem unnu félaginu allt, sem þeir máttu og af djörfung og dug sóttu ftam og náðu að leiða félag sitt til mikilla sigra. Stefán var í hópi elztu flug- stjóra félagsins að starfsaldri, er hann féll frá. Mér er kunnugt um, að hann naut óskoraðs trausts yfirboðara sinna fyrir hæfni sína, sem flugmaður, sam- vizkusemi og reglusemi. Jafnt naut hann trausts allra þeirra, sem störfuðu með hon- um í flugförum undir yfirstjórn hans. Vinsældir hans meðal starfs- systkina voru óvenju miklar. Traust yfirboðara Stefáns til hans, má m.a. ráða af því, að honum var falið að annast þjálf- un flugmanna og flugstjóra fé- lagsins. Framh. á bls. 14 plast, og eigi loft að komast í gegnum það. Um skó úr slíku plasti gegnir allt öðcru máli. Það urðu miklar framfarir á striga- skónum eftir að. botnar þeirra voru fylltir nylonfroðu og þeir útbúnir loftgötum, en þeir hafa þann ókost að vera reimaðir, og reimar vilja oft vera óþjál- ar í litlum höndum. ir TANNBURSTUNARVÉL. Úr því á annað borð ég sett- ist niður og skrifa þér, Velvak- andi góður, get ég ekki stillt mig um að minnast á nýja vél sem ég hef heyrt að komin sé á markaðinn í Bandaríkjunum. Það er tannburstunarvél sem burstar tennur í stað venjulegs ■tannibursta. Það hefur verið hlegið mikið að þessari nýju uppfinningu og þær raddir heyrzt, að Amerikanar séu orðn ir svo háðir vélunum, að þeir geti ekki burstað tennurnar með handafli. En Það er upplýst, að vélin burstar 50% betur en burstarnir gömlu og góðu, fara í alla króka og kima og gleyma ekki að nudda holdið. Sem sagt, vélin á rétt á sér. ■9 BRÆÐURNIR ORMSSON Simi 11417.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.