Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVISBL 4 Ð1Ð
Þriðjudagur 2. aprfl 1963
Sæluvikan hafin
Sauðárkróki, 1. april.
SÆLUVIKA Skagfirðinga hófst
hér sl. sunnudag með guðsþjón-
ustu í kirkjunni kl. 14. Sóknar-
presturinn, séra Þórir Stephen-
sen, predikaði.
Kl. 15 hófst starfsfræðsludagur
unglinga í barnaskólahúsinu á
vegum Rotaryklúbbs Sauðár-
króks undir stjórn Ólafs Gunn-
arssonar sálfræðings.
Alls komu 224 gestir til starfs-
fræðslunnar, þar af 35 frá
Blönduósi, 30 frá Skagaströnd og
6 úr Reykjaskóla í Hrútafirði.
Veittar voru upplýsingar um 60
starfsgreinar. Flestir leiðbeinend
ur voru heimamenn. Tveir leið-
beinendur voru frá Flugmála-
stjórninni og flugfreyja frá Flug
félagi íslands. Frá Akureyri
komu arkitekt, verkfræðingur og
prentari.
Sýndar voru fræðslumyndir
frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Samlagi skreiðarfram-
leiðenda. Auk þess kynnti Sam-
vinnuskólinn starfsemi sína með
litmyndum.
Mest var spurt um: flugfreyj-
ur 50, hárgreiðslu 43, hjúkrun
39, flugmál 29, ráfvirkjun 28,
sjávarútveg 23, húsgágnasmíði
15 og kennslumál 14.
Þetta er fyrsti starfsfræðslu-
dagurinn, sem haldinn er á Sauð
árkróki.
Kl. 20 var sæluvikunni fram
haldið með því að frumsýning
hófst hjá leikfélaginu á Fjalla-
Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar
undir leikstjórn Eyþórs Stefáns-
sonar. Uppselt var á sýninguna
og varð fjöldi frá að hverfa.
Þetta var hátíðasýning, því um
þessar mundir eru liðin 75 ár frá
stofnun Leikfélags Sauðárkróks,
hinu eldra.
Leiknum var mjög fagnað af
áhorfendum.
Eva Snæbjörnsdóttir leikur
Höllu. Kári Jónsson Eyvind,
Kristján Skarphéðinsson Bjöm
hreppstjóra og Haukur Þorsteins
son Arnes.
1 dag eru ýmsar skemmtanir
fyrir börn. Vegir eru eins og á
sumardegi.
Verið er nú að ryðja snjó af
Siglufjarðarskarði og búast má
við miklu fjölmenni á sæluvik-
una. — jón.
Frá þvi var skýrt hér í blað-
inu fyrir nokkru, er islenzkur'
sjómaður, Guðmundur Helga-'
son, lenti í sjávarháska fyrirj
ströndum Marokko, en skip
hans, norska flutningaskipið
Með Morgunblaðið
„Högh Ardonde" sökk þar að
næturlagi í illviðri. Guðmundi
var bjargað, eftir að hafa ver-
ið rúma 12 tima einn í sjón-
um, í björgunarbelti sinu.
Grískt skip, „Penelope", flutti
hann til Barcelona á Spáni.
Þar naut Guðmundur fyrir-
greiðslu íslenzka konsúlsins,
Ole Lökvik. Er myndin hér
að ofan tekin er Guðmundur
dvaldist í Barcelona, og er
hann að lesa Morgunblaðið.
Guðmundur mun nú vera í
Osló.
Góður afli Ólafsvíkurbáfa
Ólafsvík 1. apríl.
AFLI Ólafsvíkurbáta hefur ver-
ið með ágætum síðasta hálfan
mánuð. Frá tímabilinu 15. marz
til 31. marz var hann alls 2.285
tonn af 8 bátum í 106 róðrum.
Hæstu bátar:
Steinunn 38014 tonn i 14 róðr-
um. Hrönn 366% tonn í 14 róðr-
Enn
meðvitundarlaus
BLADIÐ hafði í gærkvöldi
samband við Keflavik og
spurðist fyrir um líðan stúlk-
unnar, Kolbrúnar Árnadóttur,
sem varð fyrir bíl á sunnudags
kvöldið, svo sem frá segir á
öðrum stað í blaðinu.
Kolbrún var enn meðvitund-
arlaus í gærkvöldi.
Landskjálftinn:
Ekkert bendir
enn til jorð-
rnsks ú sjóv-
orbotni
VARÐSKIPIÐ Þór hefir ver-
ið að kanna hvort jarðrask
hafi orðið við landskjálftann
norður af Skagafirði sl. mið-
vikudag. Varðskipið hafði
leitað undan veðri inn á Siglu
fjörð, í fyrradag Oig fyrrinótt
sigldi það um svæðið sem tal
ið hefir verið að breytzt hafi
við landskjálftann. Hefir skip
ið enn sem komið er ekki fund
neitt sem bendir til jarðrasks.
Ekkert varður fullyrt um
þetta mál að svo komnu, en
hér gæti verið um mislestur
á dýptarmæli að ræða.
um. Jón Jónsson 321 tonn í 14
róðrum. Bárður Snæfellsás 293 %
tonn í 14 róðrum. Sæfell 287%
tonn í 12 róðrum.
Heildarafli bátanna hér fró
áramótum er 4.420 tonn í 330
róðrum. Hæstir eru þeir bátar,
sem róið hafa allan tímann bæði
með línu og net:
Hrönn 787, Bárður Snæfellsás
650 og Sæfell 630.
Á þessum síðasta hálfum mán
uði er afliiín til jafnaðar 21%
fconn á bát og er það mjög góður
aflL — Hjörtur.
Afli
Eskifjarðarbáta
Eskifirði, 1. apríl.
ÚTTLBGUBÁTARNIR héðan
hafa afiað sem hér segir frá ára-
mótum.
Seley 443 tonn, Vattaimes 379
og var að landa í dag 46 tonn-
um, Hóknanes 392 og Guðrún
Þorkelsdóttir 271 tonn.
Afli bátanna er miðaður við
slæ.gðan fisik með baus.
Margir teknir
fyrii* ölvun
við akstur
ENGAR stórfregnir voru frá
slökkviliði eða lögreglu um helg
ina. Kviknað hafði í skúrræfli í
Laugarnesi við Kleppsveg, en eld
urinn olli engu tjóni, í skúrnum
var ekkert verðmæti.
Frá föstudegi til sunnudags
voru teknir alls 14 menn, sem
grunaðir voru og aðrir staðreynd
ir við ölvun við akstur. Voru
þeir allir fluttir til blóðrann-
sóknar.
Togaroi eyði-
leggja neta-
trossui
UNDANFARNA daga hefir verið
mikill afli á miðunum allt frá
Eldey að Snæfellsnesi. Hafa
bæði togarar og netaveiðibátar
verið að veiðum á þessum slóð-
um. Sl. laugardagsmorgun höfðu
nokkrir bátar orðið fyrir veiða-
færatjóni og töldu togurum að
kenna. Missti vélbáturinn Eldey
að sögn útgerðamannsins 5 tross
ur. Sagði báturinn trossur sínar
um 2% mílu innan fiskveiðilínu
Var þetta tilkynnt til landhelg-
isgæzlunnar.
Blaðið átti í gær tal við land-
helgisgæzluna og sagði hún varð
skip til eftirlits á þessum slóð-
um hverja nótt og flugvél að
deginum.
Net bátanna væru lögð um línu
mörkin, en fyrir skip væri erfitt
að ákvarða línu svo langt frá
landi, sem þama er. Gætu því
staðsetningar bæði báta og tog-
ara verið ónákvæmar á þessum
slóðum.
Sogsraf-
magn til
Víkur
Vík í Mýrdal, 28. marz.
FYRIR nokkru var hafizt handa
um að koma Sogsrafmagninu
austur í Mýrdal og til Víkur, en
það var komið austur í Skógar-
skóla.
Búið er nú að dreifa rafmagns-
staurunum á allt línusvæðið yfir
Skógasand og að bænum Skeið-
fleti í Mýrdal.
Verið er að ganga frá staurum
við Jökulsá á Sólheimasandi.
Er þess vænzt, að hið lang-
þráða Sogsrafmagn komi hingað
austúr í vor eða sumar og fagna
menn þessum þörfu framkvæmd-
um.
í stuttu máli
Fjórir farast
í jarðskjálfta
Teheran, 1. april (NTB).
JARÐSKJÁLFTAR lögðu í
gær í eyði smáþorp í Norð
austur-íran. Fjórir menn fór-
lust og tveir særðust í jarð-
skjálftunum, en 83 hús hrundu
til grunna.
• Bidault fær landvist
í Brazilíu
Rio de Janeiro, 1. apríl.
(NTB).
TALSMAÐUR utanríkisráðu-
neytis Brazilíu tilkynnti í dag, {
að stjórn landsins hefði til-1
kynnt Georges Bidault, fyrrv.)
forsætisráðherra Frakka, að'
honum væri heimil landvist I
þar. Bidault er enn í Portúgal, |
en hefur verið beðinn um að |
fara úr landinu hið bráðasta.
• Prentaraverkfallinu
í New York lokið
New York, 1. apríl
(NTB—AP). -
BLÖÐIN í New York komu
út í fyrsta skipti í dag eftir 115
daga langt verkfall prentara
og prentmyndasmiða.
• Sendiherra Sovét-
ríkjanna með boð-
skap til Peking
Peking, 1. apríl (NTB).
SENDIHERRA Sovétríkjanna
í Peking, Stefhan Sjervon-
jenko, kom í dag til borgar-
innar frá Moskvu. Hafði hann
meðferðis boðskap til kín-
verska kommúnistaflokksins
frá miðstjórn Sovétríkjanna.
Ekki er vitað hvert er inni-
hald boðskaparins.
Bonn, 1. apríl (NTB).
f GÆR fóru fram þingkosning-1
ar í Rheinland-Pfalz í Vestur-
Þýzkalandi og unnu Sósíal-
demókratar 6 þingmenn af
demókrötum, en þeir hafa haft
hreinan meirihluta í fylkinu1
um ímbil.
Sósíaldemókratar fengu 43 (
þingmenn við kosningamar í
gær, Kristilegir demókratar 46
og Frjálsir demókratar 11.1
Sósíaldemókratar hafa hoðið
FrjáLsum demókrötum að
mynda með þeim samsteypu-
stjórn í fylkinu.
Féll af
hestbaki
Akranesi 1. aprfl.
Á sjöunda tímanum sl. laugar-
dagskvöld bar það við að Þórar
inn Einarsson féll a*f hestbaki Oig
meiddist. Þórarinn býr að Heið
arbraut 31 og er starfsmaður
olíustöðvar Esso.
Hann hefði farið inn á tún
sitt við Leirvogslæk. Á hann
góða reiðhesta og hafði brugðið
sér á bak. En sem hann kom inn
í Holtin, hleypur hestur hans
þvert út undan sér á beinum
vegi, Hrökk Þórarinn af baki og
skarzt á höfði. Var hann fluttur
i sjúkrahús og gert að sárum
hans. Þórarni, sem er 45 ára að
aldri, líður eftir atvikum.
— Oddur
i NA 15 hnúiar\ X Snjiiama [ SV 50 hnútar \ » ÚÍi 17 Siúrir K Þrumur 'W&z, KuUaatii ZS* Hitatirf
UM hádegið í gær var frem-
ur grunn og nærri kyrrstæð
lægð skammt frá sauðaustur-
strönd íslands. Olli hún hægri
NA-átt um allt land, en nokkr
um éljum á annesjum norðan,
lands með aðeins 1—2 st. hita.
Sunnan lands var hins vegar
þurrt og bjart veður með 5—7
sL hita. (KL 14 var 10 st. hiti
á Klaustri). Veðurlag mun
haldast með svipuðu móti
næsta sólarhring. — Um há-
degið var 2 st. hiti í Kaupmh.
og 0 st í Osló en 8 st. í Lond-
on. I New York var 5 si. hitL