Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 2. aprfl 1963 17 MORCl’lSBLAÐIÐ Kristinn Kristjánsson HANN HNÉ niður örendur er Ihann steig af baki hesti sínum. — Þannig bar andlát Kristins K.ristjláxissonar að hönduim og mér er naer að halda að slík leiðarlok hafi verið honum geð- íelld. Ekki vil ég með þeim orð- um gefa í skyn að honum hafi legið í léttu rúmi á hvern hátt Ihann sliti samvistum við ást- vini og samferðafólk hér í jarð- vistinni, því var öðru nær. Hon- um var ríkt í huga að skiljast aldrei við eitt eða annað í flaustri eða óreiðu, en slíkum mönnum er fyrirvaralitiU heimanbúnað- ur auðveldari en hinum róð- deildarminni. Ég kynntist Kristni heitnum fyrst fyrir liðlega 15 árum. Þá ókum við sarnan um landið okk- ar með útlenda ferðamenn, hann við stýrið á „rútunni“ sinni, ég í starfi leiðsögumanns. Um hríð voru kynni okkar eingöngu bund- in við starfið en ég minnist þess að eitt sinn hafði hann orð á því að það væri leiðinlegt að geta ekki skilið það sem ég væri að segja þessum útlendingum um ísland. Svo var það eitt sinn að við ókum að kvöldlagi frá Þing- völlum urn Mosfellssveit til Reykjavíkur. Dagurinn hafði ver ið bjartur og fagur og kvöldið var eitt þeirra, sem jafnvel stór- skáldum er um megn að lýsa. Er útsýn opnaðist ofan af heið- inni út um sund og flóa til Jöikuls, urðu orð fánýt og hóp- urinn í bílnum sat þögull og höggdofa andspænis þessari opin- berun. Og á næsta útskoti nam vagni-nn staðar líka. „Ég skil þó alténd þögnina", sagði Krist- inn er hann ók af stað aftur. Þarna komst ég í fyrsta skipti í kynni við þann þá-tt í skap- höfn Kristins er varð mér, og sjálfsagt flestum er kynntust hoh-um nokkuð að ráði, mjög hu-g stæður. Manninum hand-an brauð stritsins. Kristinn var hygginn dugnað- armaður er rækti öll sín störf með árvekni og dugnaði og sá fyrir sér og sínum með miklum sóm,a. En handan skyl-dustarf- ann-a tóku við hans eigin hugð- arefni og í þeim var hann engu síður heill og óskiptur. Hann hafði mikið yndi af hestum og naut þess að ferðast á hestbaki í vinahópi. Eins og svo m-argir, sem ferðast mikið um landið okkar, hafði hann næmt auga fyrir fegu-rð þess og stórbrot- inni ásýnd og það gaf slíkum ferðurn aukið gildi. En sönglist in var þó h-ans hjartans mál og við kórinn sinn, Karlakór Reykja víkur, batt hann órofa tryggð yfir 30 ár. Ein-ungis þeir, sem einhvem tíma hafa starfað í slíkum félags- skap, fá skilið til ful-ls hve mik inn einhug *og fórnfýsi á eigin frístundir þarf til slíks á-huga- sta-rfs, ekki sizt í þessum kór, er hefur haldið uppi öflugu starfi og farið í margar langar söng- ferðir til annarra landa. En þar vantaði Kristin aldrei, hvorki á æfingar né samsöngva, fyrr en vanheilsa meinaði honum að vera með. Engum félaga í þei-m kór er hall-mælt þó ég fullyrði að fáir hafi jafnast þar á við hann í áhuga og einhug í starfi. Hitt veit ég liíka að honum fannst hver einasta stund ríku-lega um- bunuð, slíkan unað hafði hann af söngnum og samstarfinu við söngstjóra og fél-aga. Við gerum okkur sjaldnast grein fy-rir því hve miklu auðugra líf okkar er vegna slíkra manna eða hvers væri að sakna ef þeirra nyti ekki við. Fyrir allt þetta vil ég þakka Kristni Kristjánssyni, að hann lét sér ekki nægja hversdags- leikan heldur leitaði auðugna lífs og veitti með því samferða- mönnum sín-u-m aukinn unað og ánægju. Slíkra hlýtur að bíða farnaður handan landamæranna og æðra veldi tóna. G. G. BÓK SEM VEKUR ATHYGLI „MILLI mín og dauðans er að- eins eitt fótmál“. Hversu oft erum vér ekki minnt á þessa stað reynd, og nú síðast við fráfall vinar mins Kristins Kristjánsson- ar en hann varð bráðkvaddur laugardaginn 23. marz s.l. og verður til moldar borinn í dag ÍCristinn va-r fæddur að Ketils- stöðum í Holtum, hinn 3. júní 1903. Foreldrar hans voru hjónin þar, Jónína Kristín Vigfúsdóttir og Kristján Sigvaldason. Ungur eftir Fritz Gibbon, þýðandi Hersteinn Pálsson When the kissing had to stop —þegar kossarnir urðu að hætta — er nafnið, sem hinn enski höfundur valdi bók sinni, og gefur það nafn efnið vel til kynna. Spurningin, sem stöðugt sækir á við lestur bókarinnar er þessi: Þetta gerist aldrei hér — eða hvað? Fyrsta prentun þessarar umdeildu en óvenju spennandi skáld- sögu er þegar UPPSELD hjá forlaginu. Önnur prentun kemur út í byrjun apríl. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. fluttist h-ann með foreldrum sín- um að Kvíarholti í sömu s-veit og ólst hann þar upp í föður- h-úsum þar til hann var 18 ára gam-al'l, þá lá leiðin að heiman í atvinnu-leit eins og tíðkaðist um unga menn á þeim árurn. Hann settist að í Haf-narfirði og stundaði þar ýmsa vinnu aðal- lega hjá þeim Jóni og Gísla, sem voru á þeim tima abhafna- miklir vinnuveitend-ur. Árið 1925 tók hann svo bifreiðastjóra- próf, og segja má að með þvi ha-fi hafizt hans aðal ævistarf. Eftir það stundaði hann bifreiða- akstur, fyrst hjá öðrum og síð- ar á sínum eigin bílum og ann- aðist hann á tíma-bili all um- fangsmikla fól-ksflutninga bæði sem sérleyfishafi og einnig hóp- ferðir með langferðabílum víðs- vegar urn landið. Hann var áka-f- lega farsæll í starfi sín-u, traust- ur og öruggur og mjög eftir- sóttur vegna lipurðar í allri fram- komu. Fyrir nókkrum árum fór heilsa hans að bila og svo kom að því að hann gat ekki lengur sbundað hinn erfiða akstur. Sg-ldi Nýtt þjálfunarkerfi. Heilbrigtli og hreysti LÍKAMSRÆKT JOWETT — leiðin til alhliða Hkamsþjálfunar Eftir glímukappann og meistaraþjálfarann George F, Jowett, sem í áratugi hefur þjálfað þúsundir ungra manna og vaskra. Nemendur Jowett hafa náð glæsilegum árangri í margskonar íþróttum svo sem: glímu, lyftingum, stökkum, fim- / Ieikum og sundi. 10 þjálfunaráfangar ' V íí með 60 skýringarmyndum — allt í einni bók. Æfingatími 5—10 mínútur á dag. Árang urinn mun sýna sig eftir vikutíma. Pantið bókina strax í dag — hún verður send um hæl. Bókin kostar kr. 190.00. Utanáskrift okkar er: — LÍKAMSRÆKT JOWETT, PÓSTHÓLF: 1115, REYKJAVÍK. Ég undirritaður óska eftir að mér verði sent eitt eintak af Líkamsrækt Jowett og sendi hér með gjaldið, kr. 190,00 (vinsamlega sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávisun). Nafn: Heimili: hann þá bílana og keypti verzl- un og vann að mestu við hana hin síðu-stu ár. Árið 1929 hinn 26. október kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Vilborgu Sig-mundsdóttur, ættaðri úr Hafnarfirði. Sköm-mu síðar fluttust þau til Reykjavík- ur og hafa átt þar heima síðan, lengst af í h-úsi sinu að Njáls- götu 77. Þau eignuðst einn son,- Kristján Reynir, sem er giftur Ernu Haraldsdóttur og eiga þa-u þrjá-r dætur. Kristinn leit á heimili sitt sem helgan stað, enda bar það vott um þá mi-klu hamingju sem það veitti honum, því segja má að hver hlutur á heimili þeirra hjóna vitni um ást þeirra og hamingju. Kristinn var söngelskur mjög, enda gæddur mjög góðri söng- rödd. Hann starfaði í Karlakór Reykjavíkur um þrjábíu og tveggja ára skeið og var fyrir nokkru kjörinn heiðursfélagi hans. Einnig söng hann í fjölda mörg áx í kirkjukór Hallgrims- kirkju. Kæri vinur, það eru nú liðin hart nær 40 ár frá þvi að leið- ir okkar lágu fyrst saman og m-eð okkur tókst sú einlæga og trausta vinátta, sem aldrei hef- ur borið skugga á og nú að leið- arlokum eiga þessi fátæklegu orð mín að vera kveðja og þakik- læti til þin frá mér og konu minni fyrir allar unaðslegu samveru- stundirnar. Konu þinni og ástvinum öllu-m vottum við okkar dýpstu samúð, og biðjum þess að bjarminn frá sól minninganna megi lýsa þeim út úr skugga sorgarinnar, sem nú hvílir yfir h-ugum þeirra. Blessuð sé minning þín. A. G. KVEÐJA frá Karlakór Reykjavíkur NYLEGA er látinn einn elzti starfandi félagi Karlakórs Reykjavíkur, Knstinn Kristjáns- son, fyrrv. sérleyfishafi, til heim ilis að Njálsgötu 77 hér í bæ. Hann verður jarð-sunginn í dag að lokinni heigiviöhöin í Fríkirkj- unni. Kristinn Kristjánsson söng og starfaði í njeir en þrjátíu ár í Karlakór Reykjavikur og var hinn mætasti félagi. Eljusemi hans og áhugi á þeim félags- skap var viðbrugðið og ætíð virt- ist hann hafa nægan tíma til að starfa í kórnum, þótt aðrir vissu að hann var yfirhlaðinn störfum og nú á síðari árum kenndi hann sjúkleika, sem kallaði hann að lokum á brott svo skyndilega. Karlakór Rvíkur á Kristni mikið að unna og þakka. Hann var einmitt einn þessara bjart- sýnis- og dugnaðarmanna, sém gaman var að starfa með og allt- af traustur í stórátökum kórs- ins. Með honum störfuðu og tveir bræður han-s, Kristjón og Helgi. Kristjón er látinn fyrir tæpu ári, og Helgi er mikilvirk- ur félagi ennþá. Kristinn og Kristjón voru kjörnir heiðursfé- lagar Karlakórs Reykjavíkur á 35 ára afmæli kórsins fyrix tveim ur árum, enda unnið margfald- lega fyrir þeirri fátæklegu nafn- bót. Það er því sárara að sjá á bák svo traustum og góðum félög- um á ekki hærra aldurssikeiði. Kristinn var aðeins tæplega sextugur, fæddur 3. júní 1903. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Vilborgu Sigmundsdóttur, og son, Reyni, sem var um tíma fé- lagi í kórnum, tengdadóttur og barnabörn. Þessi fáu orð eiga að vera þakklætisvottur og samúðar- kveðja til ættingja og ástvina Kristins frá félögum hans i Karlakór Reykjavíkur, sem í dag fjölmenna við jarðarför hans og kveðja hann með söknuði. Megi minningin um svo góðan dreng vera ökkur, sem eftir lifum, hvatnin-g til aukinna starfa og stærri átaka. Með því hugarfari kvaddi Kristinn og með því hug- arfari kveðjum við hann. ’ R.L Úipupoplín grænt og blátt. Skyrtuflónel, margir fallegir litir — mjög ódýrt. Nonnabiið Vesturgötu 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.