Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORGl’ NBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. aprfl 1963 DUNKERLEYS Ytirlit yfir það, sem komið er TÍU ÁRUM áður en saga þessi hefst — eða árið 1885 — hafði ungur prentari að nafni Daniel Dunkerley flutzt til Manchester og stofnað þar blað „fyrir- fólkið“, sem nefn ist „Blákaldar staðreyndir", en ritstjóri þess var ungur, gáfaður maður úr einu fá- tækrahverfinu í Manchester, að nafni Alec Dillworth. Þetta blað ávann sér á svipstundu slíkar vinsældir, að eigendurn ir, Daniel, Sim gamli, faðir hans og George Satterfild, má.gur hans, urðu vellríkir menn á skömmum tíma. Ekki leið á löngu áður en þeir hófu atvinnurekstur einnig í Lond- on og gáfu þar út hin og þessi vikublöð en þeirra helzt hét DUNKERLEYS, og átti raun- ar frekar erfitt uppdráttar í fyrstu eða allt þar til í því tók að birtast framhaldssaga eftir Hesbu Lewison, korn- unga Gyðingastúlku, sem hafði alizt upp á hrakhólum í Wales, en síðan komizt um skeið í þjónustu Söru Armyt age, sem var vinsæll rithöfund ur. Alec Dillworth hefur lengi litið hana hýru auga, en sama er að segja um son Daniels Dunkerleys, Leurie sem er að eins byrjaður í háskóla, en leiðist það og nú er ætlunin, að hann fari að starfa við fyr irtæki föður síns. Þess má geta að þagar hér er komið sögu, hefur Daniel Dunkerleys ver- ið aðlaður og heitir nú í dag legu tali Sir Daniel. Hann hef ur reist sér glæsilegt sveita- setur, sem hann kallar Dick ons, en í höfuðborginni á hann hús við Manehestertorgið, þar sem hann býr mestan hluta ársins ásamt konu sinni og áðurnefndum syni, Laurie. Einnig á hann dóttur, sem nú er í skóla í Sviss og heitir Dina. Hún er smávegis að draga sig eftir Felix Boys, syni dómarans, nágranna þeirra við torgið,' en hann hef ur hún hitt í Sviss. Einnig kemur þarna við sögu Theó- dór Chrystal, sem hafði áður verið fátækur aðstoðarprestur í Manchester, en með því að hann var giæsilegur maður, hafði hann náð sér í ríkt kvon fang og keypt menntaskóla einn, sem var á hallandi fæti og hafði unnið hann svo upp, að nú var hann talinn góður skóli, og þar hafði m.a. Laurie Dunkerlay hlotið menntun sína og erft allar eignir henn ar, og nokkru síðar náði hann í prófastsembætti í átthögum sínum og hafði þá flutt þang að, en selt skólann. Nú er hann í heimsókn um jólin hjá sir Daniel, og á aðfangadags kvöld er Felix Boys einníg boð inn þangað, enda hefur fað- ir hans — sem hann sér yfir- leitt sjaldan — farið til Skot lands uni hátiðina. sem upprennandi rithöfundar reyna að komast í sem nánastan kunningsskap við ritstjóra og út- gefendur og ritatjórarnir kné- krjúpa húsbændum sínum. Það er tími til kominn, að ég fari að ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN VOLKSWAGF.N kemur yður ætíð á leiðar- - enda. — Hvert sem þér farið, þá er VOLKS- ■WAGEN traustasti, ódýrasti og því eftir- sóttasti bíllinn. Pantið tímanlega. FERÐIST í VOLKSWAGEN HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. yrkja lofkvæði um „hinn ágæta Dan Dunkerley". . Meðan hann sagði þetta, hafði hann farið í yfirfrakkann sinn og tekið hattinn sinn, og nú stóð hann og hélt hurðinni opinni fyrir hana. Hún sá í gegn um þetta skraf hans, að hann þarfn- aðist huggunar og uppörvunar. Augu hans voru biðjandi. — Gott og vel, sagði hún, stutt og þurr- lega eins og hún var vön. Það var komið kvöld, þegar þau komu út á götuna, og loftið var biturt. Aalan bretti upp frakkakraganum sínum og þegj- andi gengu þau gegn um smug- una, sem lá út í Fleet Street. En þau komust samt ekki alla leið þangað. Rétt áður en þau kpmu að gatnamótunum, beygði Alec inn í tehús — viðkunnanlega litla testofu, þar sem var vel hlýtt inni. Hann sagði með hálf- beizku brosi: — Vitanlega draga útgefendurnir þá rithöfunda, sem þeir ætla að græða á, inn í einhverjar rokfínar krár og fylla þá með ostrum og kampavini. En við verðum að láta okkur nægja þetta hér. — Þetta var ósköp óbreyttur veitingastaður og langt frá því að vera „rokfínn". Setbekkirnir upp við veggina voru fóðraðir með rauðu flosi. Eldur brann á arni. — Ég vil helzt, að svona staðir séu heimilislegir, sagði Alec, og henni skildist, að það væri einmitt það, sem hann sæktist eftir, svo jem til að fylla upp eyðurnar í lífi hans. — Mig langaði til að tala við þig, sagði hann, þegar veiting- arnar voru komnar í borðið. — Um „Órabelgina". Það er kom inn tími til, að þú farir að hugsa um útgáfuna í bókarformi. Ertu nokkuð farin að ráðstafa því? Hún kvað svo ekki vera Og Alec hélt áfram, með spekings- svip, sem henni fannst hálf- hlægilegur: — Þú veizt, að svona ungar stúlkur eins og þú, þurfa einhvern til að líta eftir sér. Ég býst við, að ef ég hefði ekki orð- ið fyrri til, þá hefðirðu selt rétt— inn fyrsta bezta útgefanda-fanti, sem hefði komið til þess að svæla út úr þér fyrir ekkert. Jæja, ég hef nú verið að gæta hagsmuna þinna. — Það var fallega gert af þér, sagði hún. — En ég býst nú ekki við, að ég hefði látið hlunnfara mig. Til þess var ég of lengi ritarinn hennar Söru Armytage. Það, sem Sara ekki kann af við- skiptum við útgefendur, er ekki vert að kunna. Ég hefði getað verið oúin að gera eitthvað þeg- ar, en ég nennti því bara ekki. Þú hefðir ekki átt að vera að gera, þér neitt ómak mín vegna. — Það var ég nú samt að vona. Umhyggjan fyrir þér var ein- mitt farin að gefa mér dálítinn áhuga á lífinu. Þau sátu þarna hlið við hlið á rauða flossætinu. Hún var feg- in að þurfa ekki að horfa framan í hann, af því að orð hans höfðu gert hana órólega. Hún vissi, að þegar hann talaði um umhyggju fyrir henni, var það bókstaflega að skilja, en ekki sem umhyggju fyrir bókinni. Hún spurði nú: — Hvað ertu búinn að gera í sambandi við bókina — Ég talaði um hana við Carterson. — Það er útgefandinn hennar Söru. — Góðan daginn, tengdamamma. Þú kemur alveg mátu- lega til þess að hjálpa mér. — Já. Mér fannst þú ekki geta kosið á annan betri. Hann tókst líka allur á loft og sagðist skyldu gera uppkast að samningi, þá og þar. Það gerði hann líka — og hvílíkur samningur! — Var hann góður? — Góður! Það var bara rán frá ekkjum og munaðarlausum! Ég endursendi hann með ýmsum athyglisverðum breytingum. Svo töluðum við saman — og þar skiptist nú á hitinn og kuldinn. Loksins gekk hann inn á alla sklmála mína nema einn, og ég er með nýja samninginn í vas- anum núna. Þú þarft ekki annað að gera en undirrita hann. Og ég held ég megi fullyrða, að þú komist ekki að öðrum betri samningum. Hann tókr skjalið upp úr vas- anum og lagði það á borðið milli þeirra. Hún, sem tók eftir öllu, sá, að um leið og hann breiddi úr blaðinu, komu handarbaks- beinin í ljós eins og rifin í blæ- væng. Hún las svo samninginn eins og hún væri slíku alvön. Reynsla hennar hafði kennt henni við hverju hún mætti bú- ast, af því að Sara hafði alltaf samið sína samninga sjálf og Hesba hafði verið látin hreinrita þá — Þakka þér fyrir, sagði hún. — Þú hefur staðið vel I ístaðinu fyrir mig. SHUtvarpiö Þriðjudaffur 2. aprfl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Siðdegisútyarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. < 18.50- Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Guð- mundur Guðjónsson syngur. Við hljóðfærið: Atli Heimir Sveinsson. 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Mus- grave-þulan“ eftir Arthur Conan Doyle og Michael Hard wick. 21.00 Zbignie’v Drzewiecki leikur á píanó noktúrnur eítir Chop- in. 21.15 Erindi á vegum Kvenstúdenta félags ísjands: „Gersemar vors föðurlands“ (Nánna Ólafsdóttir magister). 21.40 Flautukonsert nr. 2 í g-moll, op. eftir Vivaldi. Jean-Pierri Eustace flautuleikári og og hljómsveitin Collegiura Musicum í París. 21.50 Inngangur að næstu tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands (Dr. Hallgrímur Helga son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (44). 22.20 Lög unga fólksins (Gerður Guðmundsjjóttir). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagnr 3. aprfl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- 'urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (14). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 dðnsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn in í Fögruhlíð" eftir' Halvor Floden; V. (Sigurður Gúnn- arsson). 18.20 Veðurfregnlr. — 18.30 Þlng- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Gestur ólafsson forstöðumaður bifreiðaeftir- lits ríkisins talar um umferð- armál. 20.05 Tony Mottola og hljómsveit leika vinsæl ítölsk lög. t 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs sag« helga; XXII. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) Kvæðalög: Sigriður Frið« riksdóttir og Elísabet Björns- róttir kveða. c) Sigurbjörn Stefánsson fiyt- ur frásöguþátt um hákarla- veiðar — eftir Guðlaug Sig- urðsson, Siglufirði. 21.10 Föstuguðsþjónusta í útvarps- sal. — Prestur: Sr. Gunnar Árnason. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ^ 22.10 Passíusálmar (45). • 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XIII. (Örn- ólfur Thorlacius), 22.40 Næturhljómleikar. 23.30 Dagskrárlok. KALLI KUREKI * ~ tK Teiknari: Fred Harman — Ég býst við að þú hafir rétt til að stjórna konunni þinni, en þú hefur engan rétt til að binda hana. Leystu af henni böndin. -— Ég þori það ekki. Hún er nógu reið tii að þrífa byssuna mína um leið og hún fær færi á því. — Hann rændi mér, ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir. — Ég sagði þér að halda þér saman. — Ó — Hendurnar á mér eru ekki bundnar. Fjórði hve'r miði vlnnur að meðaltatil Hæsiu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 10Q0 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.