Morgunblaðið - 02.04.1963, Page 5

Morgunblaðið - 02.04.1963, Page 5
Þriðjudagur 2. apríl 1963 M n v r.r \ TtL 4 Ð l Ð 5 í vel búinni setustofu heimavistar M.A. undi glað- vært samkvæmi, alls um eitt hundrað manns, við góða skemmtan, sl. miðvikudags- kvöld. Röskir þrír tugir náms meyja úr húsmæðraskólanum að Laugalandi höfðu þegið hefðbundið heimboð 6. bekkj. ar MA, sem nú.,skemmti gest- um sínum á ýmsan hátt. Meðal skemmtiefnis var atriði úr 2. þætti Gullna hiiðsins, þar sem fram komu Jón bóndi, kerlingin og Ó- vinurinn. Sigurður Guðmunds son frá Sauðárkróki fór tryllt um hamförum í hlutverki Ó- vinarins, enda bæði með hóf og hala, horn og klær. Hann hafði tekið sér stöðu við dyr setustofunnar, brýndi nú raustina og hóf upp hinar hroðalegustu .særingar, svo að hrollur fór um samkvæm- isgesti: „Ég öskra í þrumunni hærra og hærra, og. hamrana myl ég duftinu smærra. Og þá skal úr læðingi leysast orka, sem ljóssins fursta þorir að storka. Hver hersveit skal rofin, heillum þrotin, himinninn klofinn og sundur- brotinn byltast niður í botnlaust díki-------- MeSfylgjandi mynd sýnir Sigurð Guðmundsson í hlutverki óvinarins að kvöldi 27. fm. Myndina tók Þráinn Þorvaldsson. Úvenju kröftugur Övinur Þegar hér var komið, vita menn ekki fyrri til en jörðin tekur að ganga skykkjum og húsið gnötrar og hriktir allt með feiknalegum gný og glumrugangi. Var þá áhorf- endum nóg boðið; þeir þustu til dyra og höfðu nær troðið Óvininn sjálfan undir, svo að hann átti fótum fjör að launa. Sjálfur vissi leikarinn ekki hvaðan á sig stóð veðrið, er hann sá allan áhorfendaskar- ann koma þjótandi í fang, sér. Svo gjörsamlega var hann á valdi hlutverksins, að h'ann varð ekki var landskjálft ans, sem eihmitt hafði riðið yfir í þessari andrá. 1 Eftir á luku gestir og heima menn upp einum munni um það, að hér hefði verið sýnd- ur sá kröftugasti óvinur, sem þeir hefðu heyrt eða séð, enda er Sigurði spáð miklum frama á leiklistarbrautinni. Sv. P. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Hjördís Smith, Hring- braut 74, og Ólafur Sigurðsson, Jfjarðarhaga 13. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Stefanía Baldvinsdóttir, Þjórsárgötu 7, Reykjavík, og Har eldur Þorvaldsson, sjómaður, Grundargötu 22, Siglufirði. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Ester Árelíusdóttir, verzl unarmær, og Sveinn Jóhannsson, r af virkj ameistarL Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína Jónína Kristjánsdóttir skrifstofumær, og Jón Ásgeir Jónsson, frá ísafirðL Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Erla Sigur- björnsdóttir og Eysteinn Jóns- son, nemandi Handíða- og Mynd- listarskólans. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Ingveldur Ingvadóttir, Hjarð arhaga 64, Reykjavík, og Sigfús Steingrímsson, Patreksfirði. 23. marz voru gefin saman í hjónaband Guðrún E. Kristjáns- dóttir og Guðbrandur Elífasson. Heimili þeirra er í Skála við Vatnsgeymi. Altarisganga Hafnarfjarðarkirkja: Altarisganga í kvöld kl. 8.30. Séra Garðax Þorsteins- son. Reykvlngingar, sem ólust upp í sveit sáu fjörmikið ungviði á götum- borgarinnar, sem lék sér þar líkt og þegar kálfum «r sleppt út á vorin að undan- teknu því að kálfar eru sjald- an tengdir saman með bandi, þegar þeir bregða á leik.‘Hér var ungviði úr Menntaskól- anum í Reykjavík, nánar til- tekið fjórðu og fimmtu bekk- ingar, sem hlupu fyrsta apríl til þess að fagna vorinu. Ljós- myndina tók Haukur Sig- tryggsson er hann rakst á þennan fríða flokk á leið þeirra úr Kvennaskólan- um í morgun. Unglingur eða roskinn maður óskast á gott sveitaheimili, sem fyrst. Tilboð merkt: „Sveit — 6759“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 5. apríl. Hjónarúm ásamt náttborðum til sölu, Laugateig 37. Sími 33698. Feningaskápiir til sölu. Upplýsingar í síma 33698. Hafnarf jörður Stúlka óskast til heimilis- starfa einu sinni í viku. Upplýsingar í síma 50770. Reglusamur verzlunarskólagenginn maður óskaf eftir atvinnu eftir kl. 5 á daginn. Tilboð óskast sept afgr. Mbl., merkt „Atvinna 24 — 6764“ íbúð óskast 2—3 herbergi. IJúshjálp og barnagæzla l:smur til greina. Fyrirframgreiðsla. Reglusemi. Uppl. í síma 23605. Hafnfirðingar Veizlubrauð, kaffi, snittur, heitur matur. Gjörið svo vel að panta fermingar- brauðið tímanlega. Brauð- stofan, Reykjavíkurvegi 16. Sími 50810. 2ja eða 3ja herb. íbúð óskast strax eða í vor. — Þrennt fullorðið. Uppl. i símum 17254 og 35195. GRAFOPRESS Höfum til sölu - GRAFOPRESS-prentvél. Hagstætl verð C.OIISIIIHSSOH t JOIHSIH F Grjótagötu 7. — Sími 24250. Einbýlishús Til sölu er mjög vandað einbýlishús á góðum stað á hitaveitusvæði í Austurbænum. — Á 1. hæð eru 4—5 herb., eldhús og bað, og í risi' eru 2 herb. — í kjallara eru 4 herb. og W.C., þvottahús og geymslur. Lóðin ræktuð og girt. Allar nánari uppl. gefur: EIGNASALAN ■REY K JAVIK 'fiórður (§. 3-£alldóröi>on löOQlltur [aótetgnaóall INGÓFSSTRÆTI 9. SÍMAR 19540 — 19191. eftir kl. 7, sími 30446 og 36191, 8—12 lesta vélbátar nýir og nýlegir. 22 lesta vélbátur með nýrri vél. 28 Iesta vélbátur með nýrri vél. 36—40 lesta vélbátar með nýjum og nýlegum véluxn. Dragnótaveiðarfæri geta fylgt ef óskað er. 47 lesta vélbátur, smíðaár 1956 með miklum línu- veiðarfærum. 60—80 lesta vélbátar, búnir öllum nýjustu tækjum til síldveiða. 100 lesta vélbátar nokkrir rúmlega 100 lesta vél- bátar búnir öllum tækjum til síldveiða. Síldarnætur geta fylgt. Nýsmíði 250—300 lesta vélskip frá fyrsta flokks hol- lenzkum skipasmíðastöðvum til afgreiðslu í september mánuði n.k. — Sikipin verða búinn 900 ha Dutz dieselvélum. Höfum góða kaupendur að bátum af ýmsum stærðum. Iiöfuni góða kaupendur að RÚML. 100 LESTA stálbát. A"*turstræti 10. 5. hæð. Símar 24850 og 13428.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.