Morgunblaðið - 02.04.1963, Side 12

Morgunblaðið - 02.04.1963, Side 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 2. apríl 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. PÓLITÍSKT í sáfræðinni er fjallað um það fyrirbæri, sem nefnf er sjálfseyðileggingarhvöt, þ. e. a. s. dulda hvöt til að koma sjálfum sér og lífshamingju sinni fyrir kattamef. Sjálfs- eyðileggingarhvötin brýst út í mismunandi myndum og er t.d. ofdrykkjan . einn þáttur hennar. En þótt þetta fyrir- bæri sé alkunnugt að því er einstaklinga varðar, þá hafa menn ekki gert sér grein fyr- ir því að heilir flokkar gætu verið hajdnir þessari kennd, en engu er nú líkara en hún ásæki Alþýðuflokkinn. Tækifæri Alþýðuflokksins til pólitískra sigra hafa sjald- an eða aldrei verið meiri en einmitt nú, því að hann hefur staðið með Sjálfstæðisflokkn- um að þeirri viðreisn, sem ekki þarf að efa, að íslenzka þjóðin mun veita traust. En þá skýtur upp kollinum ára- tuga gömul afturhaldsstefna, sem er í fullkominni andstöðu við þá frjálslyndu lýðræðis- stefnu, sem nú ryður sér til rúms meðal vestrænna þjóða. í borgarstjórnarkosningun- um í fyrra byrjuðu Alþýðu- flokksmenn að tala um, að borgin ætti að gera út svo og svo mikinn hluta bátaflotans og hún ætti helzt að byggja allt íbúðarhúsnæði en ein- staklingar hvergi nærri að koma. Fyrir þessa afstöðu galt Al- þýðuflokkurinn afhroð og greiddi Framsóknarmönnum götuna til aukinna áhrifa í borginni. Ef marka skal grein Benedikts Gröndals um helg- ina, ætlar flokkurinn einnig að beina athyglinni að ára- tuga gamalli afturhaldsstefnu í þingkosningunum, sem fram undan eru. Ritstjórinn er tek- inn að agnúast út á þá stefnu, sem miðar að því að gera sem allra flesta einstaklinga efna- hagslega sjálfstæða. Hann er tekinn að hælast um yfir þjóðnýtingu og ríkiskapital- isma. Furðulegt má heita, ef það hefur farið fram hjá Alþýðu- flokksmönnum á íslandi, að flokksbræður þeirra erlendis hafa gert sér grein fyrir því, að stefna sú, sem þeir ráku framan af öldinni,. á ekki lengur upp á pallborðið. Það rnrrn hafa verið í Bretlandi, sem einn aðalleiðtogi jafnað- armanna lýsti því yfir fyrir mörgum árum, að tilgangs- laust væri að berjast fyrir stétt sem ekki væri lengur til, þ. e. a. s. stétt eignalausra. Þess vegna yrði að endur- skoða stefnu flokksins, og það var líka gert HARAKIRI Jafnaðarmenn erlendis gera sér grein fyrir því, að fólkið keppir að því að styrkja fjár- hag sinn og nútíma þjóðfélag gerir því það kleift Þess vegna eru þeir hættir að tala um „öreigana“ og styðja þá stefnu að dreifa auði þjóðfé- lagsins meðal borgaranna. Ritstjóri Alþýðublaðsins virðist hinsvegar ekki gera sér neina grein fyrir því, að öðru vísi er nú umhorfs en var um það leyti, sem hann gekk í stuttbuxum í bama- skóla. Þess vegna gerir hann sér sjálfsagt ekki grein fyrir því, að með áframhaldandi túlkun hins sósíalíska aftur- halds er hann að fremja póli- tíska kviðristu á flokki sín- um. JAFNAÐARMENN í AUSTURRÍKI j grein sinni „Um helgina" * segir Benedikt Gröndal meðal annars: „Hinsvegar er mjög var- hugavert að leggja trúnað á, að stór almenningshlutafélög séu skipan framtíðarinnar fyr ir íslenzkt atvinnulíf". Áður hefur ritstjórinn sagt: „Morgunblaðið hefur ný- lega birt greinarflokk eftir Eyjólf Konráð Jónsson um al- menningshlutafélög og er það hluti af víðtækri sókn Sjálf- stæðismanna til að vinna því rekstursformi hylli hér á landi. Fara þeir í þessu máli að dæmi hinna þýzku íhalds- manna í flokki Adenauers, sem gerðu Volkswagen-verk- smiðjurnar að hlutafélagi“. Ef Benedikt Gröndal kynni að vera ókunnugt um það, er hægt að upplýsa hann um, að fyrstu ríkisreknu fyrirtækin, sem breytt var í almennings- hlutafélög vom bankar og fleiri stórfyrirtæki í Austur- ríki. Að þeirri breytingu stóðu ekki einungis „íhalds- menn“, heldur samstarfs- flokkur þeirra, jafnaðarmenn imir, flokksbræður Benedikts Gröndals. Það var árið 1956, sem á- kveðið var í Austurríki að breyta ríkisfyrirtækjum í al- menningshlutafélög. Með sam starfi um þetta mál og önnur styrkti jafnaðarmannaflokk- urinn þar í landi sig og sýndi, að hann var nútímaflokkur en ekki steinrunninn afturhalds- flokkur. Ritstjóri Alþýðublaðsins segir raunar í grein sinni, að einkafyrirtæki megi þróast við hlið ríkisfyrirtækja og samvinnufyrirtækja og nefn- Franco, einræðiáherra Spánar i bonungsins Aifongo XIII, var færi bar Franco æðsta einkennia og Juan Carlos prins (t.v.) voru minnst í 22. sinn. Prinsinn er búning hersins. Minningarhátíð- ljósmyndaðir saman, þegar afasonur Alfonso. Við það tæki- in fór fram 28. febr. s.L dauðadægur síðasta spánska I | Bretar handtaka kúbanska útlaga LoncLon, 1. apríl — (NTB-AP) BREZKA flotamálaráðuneyt- ið skýrði frá því í dag, að 17 Kúbubúar hefðu í gær verið handteknir á smáeyju í Bahamaeyjaklasanum. Hand- tökurnar voru framkvæmdar af lögreglu Bahamaeyja í samráði við brezka flotann. Hinir handteknu voru fluttir til Nassau með freygátunni „Londonderry“, sem hafði verið send út af örkinni til þess að hafa upp á útlögum frá Kúbu, sem talið er að hafi skipulagt smá árásir á Kúbu og sovézk skip frá þessum eyjum. í kvöld h'andsömuðu brezk og bandarísk skip vopnaðan hrað- bát, sem var á leið til Kúbu. í bátnum voru 14 kúbanskir út- lagar, þar á meðal einn af fremstu- andstæðingum stjórnar Castros, Evelid Duque. Bandaríkjastjóm fór þess á leit við Breta sl. laugardag, að þeir gerðu það, sem í þeirra valdi stæði- til þess að koma í veg fyr- ir að Kúbubúar notuðu Bahama- eyjar í ofangreindum tilgangi. En eins og kunnugt er hafa smá- hópar kúbanskra útlaga að und- anförnu gert árásir á sovézk skip í höfnum á Kúbu og einnig gert tilraunir til þess að ganga á land á eyjunni. DANSKA blaðið Berlingske | Tidene skýrði frá því fyrir skömmu, að það skipuleggði á- samt ferðaskrifstofunni Aero- Lloyd, laxveiðiferð til Narssarss- uaq á Grænlandi í lok maí n.k. Þetta er fjögurra daga ferð. Far- ið verður með flugvél frá Kaup- mannaliöfn til Narssarssuaq með viðkomu í Keflavík. Blaðið sneri sér til Ferðaskrif- stofu ríkisins og spurðis fyrir um það hvort íslendingum væri gef- inn kostur á því að slást í förina í Keflavík. Þorleifur Þórðarson, forstjóri, skýrði okkur frá því, að Ferðaskrifstofunni hefðu ekki borizt fregnir af því hvort hún gæti fengið miða í þessa ferð til Sovétstjórnin hefur sakað Bandaríkjastjórn um að bera á- byrgð á árásum þessum, en Bandaríkjastjórn hefur vísað þeim eindregið á bug og lýst því yfir að hún muni gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að hindra að slíkir atburðir endur- taki sig. M. a. hefur hún tak- markað ferðafrelsi leiðtoga kúb- anskra útlaga, sem búa í Banda- ríkjunum. sölu hér. Hann sagði hins vegar, að Aero-Lloyd ferðaskrifstofan skiputeggði 18 daga Grænlands- ferðir á sumrin. Væru þær einnig farnar með viðkomu í Keflavík og Ferðaskrif stofunni hefði verið boðið að selja miða í þær ferðir. Berlingske Tidende segir, að 1 Grænlandsferðinni gefist mönn- um kostur á að veiða fisk í þr.em ur ám, frá klöppum við sjóinn, bryggjunni í Narssarssuaq og i fjallavatni skammt frá. Ef ferða mennirnit vilja hvíla sig á fisk- veiðum, segir blaðið, að þeim verði gefinn kostur á ferðum um págrennið, þar á meðal til Bröttu hlíðar. Danir skipuleggja lax- veiðiferð til Crcenlands ir þar einnig hlutafélög. Von- andi ber hann gæfu til að styrkja það, ef hafizt verði handa um stofnun almenn- ingshlutafélaga. En auðvitað er það mál hans og flokks hans, hvort svo fer. Það getur ekki verið mál Morgunblaðs- ins, hvort Alþýðuflokkurinn ákveður að fremja pólitískt harakiri, eða aðlagar sig þjóð- lífinu eins og það er á síðari helmingi 20. aldarinnar. RÍKISÁBYRGÐIR Ppin hinna víðtæku breyt- ^ inga, sem Viðreisnar- stjórnin hefur gert í efna- hags- og atvinnumálum, er sú að takmarka ríkisábyrgðir. Á tímum „vinstri stefnunn- ar“ var að því keppt að þjarma að atvinnufyrirtækj- unum með skattráni og hindra að þau gætu eignast sjóði, sem nægðu til endur- nýjunar atvinnutækj a. Síðan hafði ríkisvaldið hönd í bagga um byggingu atvinnufyrir- tækja og ábyrgðist svo og svo stóran hluta kostnaðarverðs. Afleiðingin af þessu varð sú t.d. í togaraútgerðinni, að hún var svipt réttmætum á- góða á tímum bátagjaldeyris- ins og var því um megn að standa undir áföllum og kosta sjálf nauðsynlega endurnýj- im. Þetta var í nákvæmu sam- ræmi-við þá stefnu, sem hér ríkti. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Framsóknarmenn og kommúnistar, sem mestan áhuga hafa á spillingarkerf- inu og segjast ætla að inn- leiða það á ný, fjargviðrast yfir því, að ríkisábyrgðir nokkurra togaraeigenda hafa fallið á ríkissjóð eða ríkis- ábyrgðasjóð. Ástæðan til þess, að það hendir, er sú, að þetta kerfi var við lýði og það tek- ur sinn tíma að uppræta það. Menn minnast þess raunar líka, að stjórnarandstæðingar réðust hatrammlega á breyt- ingar þær, sem gerðar voru að því er varðar ríkisábyrgð- irnar. Þeir vildu áfram hafa garríla kerfið, svo hægt væri að velta tugum og hundruð- um milljóna króna á ríkis- sjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.