Morgunblaðið - 18.04.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 18.04.1963, Síða 8
s UORCVISÐL 4 B1B Fimmtudagur 18. apríl 1963 Frá aðalíundinum Árið var iðnaöinum hagstætt og þar varð framleiðsluaukning — Alþingí Framhald af bls. 1. I Evrópu, yrði ekki stöðvuð. Taldi hann að Islendingar mundu glata sjálfstæði sínu og „hverfa í þjóðahafið“, ef þeir fengju þótt ekki væri nema aukaaðild. Erlent fiármagn væri tekið að reyna að troða sér inn í landið, sagði Eysteinn, og yrði sama stjórn eftir næstu kosningar, væri hún vís til að líta það vel- þóknunarauga. Framsóknarmenn kvað Evsteinn ekki geta fellt sig við neins konar sameiningu við hinar Evrópuþjóðirnar, en þeir væru þó mjög hlynntir vest- rænni samvinnu, þótt stjórnar- flokkarnir hefðu bendlað þá við kommúnista sökum afstöðu þeirra til þessa máls. Óhraeddir við dóm kjósenda. Næaxur tók til máls forsætis- ráðherra, Ólafur Thors. Kvað harm Eystein Jónsson hafa lýst stjórnmálaástandinu, eins og hann langaði til að það væri. Nxx mundi hann lýsa því, eins og það væri. Minnti Ólafur Thors í upphafi á, hvernig viijstri stjórnin skildi við þjóðarbúið í upplausn. í aug- um nágrannaþjóða var ísland máttvana, heillum horfinn og trausti sviptur vesalingur á barmi greiðsluþrots og glötunar, þrátt fyrir'mesta góðæri aldar- innar. Forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar lýsti því yfir við uppgjöfina, að yfir vofði óða- verðbólga, sem væri óviðráðan- leg, væri ekki spyrnt við fæti. Forsætisráðherra kvaðst ótrauð ur leggja varnir stjórnarinnar gegn óðaverðbólgunni undir dóm kjósenda, s<vo og önnur allra stærstu málin. Hvað hafi valdið því, að landhelgismálið var leyst með svo glæsilegum sigri íslend inga, að illgjarnri stjórnarand- stöðu varð orðfall, týndi glæpn- um og gafst upp. Hvernig á því standi, að íslenzkir bankar, sem skulduðu erlendis 216 millj. kr. 1960, skuli á 3 árum hafa bætt gjaldeyrisstöðuna um 1408 millj. kr. Hverju hin gífurlega spari- fjáraukning sæti. Hvernig auðn- azt hafi að rétta nú sjúkum, gömlum, öryrkjum og öðrum, er aðstoð þurfa, 4 krónur í stað hverrar einnar áður en viðreisn- in hófst. Hví hrakspár andstæð- inga um allsherjar hrun, atvinnu leysi og öngþveiti hafa ekki rætzt. Hvers vegna velsæld og atvinna hafi aldrei verið meiri o.s.frv. Svar sitt kvað forsætisráðherra vera það, að þótt fleiri Jcæmi til, ylli það mikíu, að allt kjÖrtímabilið hafa Alþfl. og Sjálfstæðisflokkurinn borið gæfu til að leggja ágreiningsmáh-á hilluna, en einbeita getunni að því að reisa úr rúst og byggja veglega. Kíkisstjórnin hefði ver- ið samhentari en dæmi væru til um samsteypustjórnir hér á landL Stjórnarandstaðan sæi, að ekki væri sigurstranglegt að deila um það, hvort viðreisnin hefði tekizt eða ekki. í>ví væri hamrað á því, að þótt stjórnin hefði eitthvað vel gert, væri það léttvægt hjá gengisfellingunum tveimur. Rakti forsætisráðherra síðan vand- lega, hverjum þessar gengisfell- ingar væru raunverulega að kenna. Komu þar ýmsar athygl- isverðar upplýsingar fram, sem ekki er unnt að rekja hér rúms- ins vegna. Verður það gert í Mbl. nk. laugardag. Forsætisráðherra kvað ein- sætt, að stjórnarandstaðan vissi sjálf, að hún beitti rangindum í áróðri sínum, og treysti ekki mál stað sínum. í>ví væri það, er til orrustu drægi, að Framsókn gripi til þess óyndisúrræðis að skapa ágreining við hina lýðræðis flokkana um EBE og færa kosn- ingabaráttuna yfir á svið við- kvæmra utanríkismála. Minnti Ólafur Tors á þrennt í þessu sambandi: 1) Til skamms tíma voru allir lýðræðisflokkarnir sammála um afstöðuna til EBE. 2) Er kosningaskjálfti færðist um FramSókn, skarst hún úr leik og hóf ógeðþekkan, tilbúinn á- greining við stjómarflokkana um máiið. 3) Er þróun mála varð sú, að allir valda'menn EBE virðast sammála um, að málið sé úr sög- unni um fyrirsjáanlega framtíð, kvað Framsókn sjálf upp Saló- monsdóm yfir sjálfri sér, með þvi að gerast úfin og geðill og magna því meir áróðurinn, sem ákvörðun okkar í málinu í hvaða formi sem er færist fjær. Við þetta mætti bæta, að til væru skýrar, skjalfastar sann- anir fyrir því, að fram til hins síðasta stefndi Framsókn beint að aukaaðild, og jafnframt því, að stjómarflokkarnir hafa aldrei' bundið sig við aukaaðild fremur en t.d. tollaaðild, þá væri eng- in skýring til á athæfi Fram- sóknar önnur en sú, að hún treystist ekki til að berjast á vettvangi innanlandsmála. Þessi óíheillavænlegi leikur væri ekki annað en sultarvæl valdahungr- aðra en mólefnasnauðra manna. Hvað væri svo framundan? 1) Haldi stjórnarflokkarnir meirihluta, sem flestir telja, munu þeir halda viðreisn áfram. 2) Næðu kommúnistar og Framsókn meirihluta, væri á- stæðulaust að ætla, að Fram- sókn gengi ek'ki að skilyrðum kommúnistá, svo í utanríkismál- um sem öðru, jafn náið og sam- starf þeirra er nú. Óhætt mundi hins vegar að treysta því, að dómgreind þjóðarinnar girti fyr- ir slíkt þjóðarólán. ^ 3) Framsókn vonar, að 'hún eflist svo, að stjórnarflokkarnir neyðist til að leyfa þeim þátt- töku í stjórninní. Þetta er ólík- legt, en eitt er víst: Viðreisnar- flokkarnir mu-nu aldrei hvika frá stefnu sinni, svo að Fram- sókn yrði að renna niður' full- yrðingunum. Þetta væri að vísu ósköp ógeðþekkt og mundi tefja framikvæmdir og spilla árangrin- um. Skýrsla rífcisstjórnarinnar um hvað viðreisnarflokkarnir hyggj- ast fyrir um helztu framkvæmd- ir næstu árin hefur verið lögð fram. Hún sannar m.a.: 1) Þjóð- artekjur og atvinnutekjur al- mennings fylgjast náið að. 2) Af því leiðir að tryggja verður sem örastan vöxt þjóðartekn- anna. 3) Síðan í ófriðarlok hafa þjóðartekjur vaxið hraðar hjá nágrannaþjóðum en okkur. 4) Rannsókn sýnir, að ástæðan er sú, hve lengi við bjuggum við höft, útflutningsbætur og skakkt gengi, meðan nágrannaþjóðir tóku upp viðreisnarstefnu. Að lokum sagði forsætisráð- herra: „Ég bið alla þá, sem telja að störf og stefna viðreisnarstjórn- arinnar hafi verið til þjóðþrifa og alla þá, sem telja sínum eig- in hag betur borgið en áður, að efla okkur til meiri valda, til þess að við getum látið meira gott af okkur leiða. Látum við- reisnina leiða til velmegunar“. „Hin breiða samstaða" og „hin ýmsu sæti“ ÞÁ tók til máls Karl Guðjónsson og talaði af hálfu kommúnista. Skammaði hann fyrst Framsókn fyrir að hafa slitið samstarfinu í vinstri stjórninni. Síðan sneri hann sér, að viðreisninni og kvað hana algerlega andstæðu þess, sem boðað hefði verið í upphafi af stjórnarflokkunum. Þá talaði hann með fyrirlitningu um „hagfræðinga, doktóra" Og há- menntatitlaða menn, sem talið hefðu skuldir okkar erlendis svo miklar, er vinstri stjórnin hrökkl aðist frá, að við svo búið mætti ekki standa. Sagði Karl erlend lán ekki geta orðið þjóðinni fjötur um fót. — Stjórnin hefði vantrú á sjávarútveginum og stefna hennar gagnvart honum væri „einkar fjandsamleg". Allt, sem gott mætti segja um ástand- ið í landinu, væri árgæzku að þakka en ekki viðreisninni að neinu leyti. Viðreisnarstefnan væri sú, að skipulega væri unnið að því, að koma hér á „þjóð- félagi hinna ríku“. Deildi hann um hríð á söluskatta, en virtist hins vegar hrifinn af beinum sköttum. Aðalfundur Fél. ÁRSÞING iðnrekenda, sem jafn- framt er aðalfundur Félags ís- lenzkra iðnrekenda, var sett í Súlnasalnum, Hótel Sögu, í dag miðvikudaginn 17. apríl og hófst með venjulegum aðalfundar- störfum. Fráfarandi formaður, Sveinn B. Valfells, setti fundinn. Fund- arstjórar voru kjörnir Kristján Jóhann Kristjánsson, Magnús Víglundsson og Kristján Frið- riksson og fundarritarar Helgi Ólafsson og Þorvarður Alfons- son. A Hagstætt ár og framleiðsluaukning Sveinn B. Valfells flutti ýt- arlega ræðu um hag iðnaðarins á sl. ári, vandamálin í dag og framtíðarhorfur og kom hann þar víða við. Hann kvað sl. ár hafa verið þjóðinni hagstætt og framleiðsluaukning talsverð. — Hann gat þess, að enn væru ekki Karl taldi „fjarlægja aðilja“ nú móta mest stefnu viðreisnar- innar. Verið væri að laga okk- ur að „hinum frjálsa viðskipta- heimi“, sem væri sama og Efna- hagsbandalag Evrópu (EBE). Ræddi hann því næst góða stund um EBE Og virtist telja víst, að ríkisstjórnin stefndi að inn- göngu íslands í EBE, og það með verstu hugsanlegu kjörum, sem hann rakti vandlega. Þessu næst rakti hann sögu Varð- bergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Þá sneri hann sér að Framsókn, sem hann kvað í engu máli treyst- andi. Framsók.n væri ávallt með orsökunum, en á móti afleiðing- unum. Svo vel vildi þó til fyrir „vinstri menn“, að í dag hefði náðst „breið samstaða“ þeirra í landinu. Þjóðvörn ætlaði að bjóða fram með kommúnistum. Mörgum „framsæknum mönn- um“ hefði þótt dragast fulllengi að birta framboðslista kommún- ista, en nú mundu þeir taka að birtast ótt og títt, þar sem Þjóð- varnarmenn mundu „skipa ýmis sæti á öllum listum“. Nýtt hljóð í strokknum. Þá tók til máls af hálfu Al- þýðuflokksins Emil Jónsson, félagsmálaráðherra. Benti hann á að þetta væri í fyrsta sinn í langarrtíma, sem ríkisstjórn hafi staðið heilt kjörtímabil, án þess að stjórnarsamstarf hafi slitnað. Þó hafi aldrei önnur eins vanda- mál beðið nokkurrar stjórnar, og þrátt fyrir skoðanamismun Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins á mörgum málum, hefðu báðir flokkarnir lagzt á eitt um að setja þjóðarhag ofar fiokkshag. Enda væri árangur- inn auðsær af bættri gjaldeyris- stöðu og aukningu sparifjár, svo nokkuð væri talið. Emil kvað það einkennandi iyrir málflutning stjórnarand- stöðunnar, að þakka velgengr.i ríkisstjórnarinnar eingöngu mik- isl. iðnrekenda .fyrir hendi öruggar upplýsingar um iðnaðarframleiðsluna, en taldi þó að um nokkra fram- leiðsluaukningu væri að ræða, sem væri nokkuð misjöfn í hin- um ýmsu greinum. Þá vék hann að þróun kaupgjaldsmála á síð- asta ári og rakti í fáum orðum þróun kaupgjalds og verðlag síð ustu tvo áratugina. Meðal annarra mála, sem Sveinn B. Valfells gerði grein fyrir, má nefna tollskrárfrum- varp það, sem nýlega var lagt fyrir Alþingi, skattamál, láns- fjármál iðnaðarins, verðlagsmál, rannsóknamál, lóða- og bygginga mál iðnaðarins o. fl. Stjórnarkjör Að lokinni ræðu formanns voru birt úrslit stjórnarkosninga. Hafði Sveinn B. Valfells eindreg ið óskað eftir því að draga sig illi aflasæld á síðustu 2 árum. Aflasældin væri þó ekki aðeins að þakka óvenjulegri fiskigengd, heldur og stórbættum skipastóli landsmanna á núverandi stjórn- artímabili: Auk þess mætti benda á það, að árið 1958 hafi fiskafli verið geysimikill, en þó hafi vinstri stjórninni tekizt að koma þjóðarbúskapnum í þá niðurlæg- ingu sem alþjóð væri kunn. Ennfremur sagði Emil að gagnrýni stjórnarandstöðunnar væri nú með nokkuð öðrum svip en fyrst eftir að stjórnin tók við völdum. Þá hefði einkum verið ráðizt gegn því, sem stjórnin hafði gert, en nú gegn því, sem hún hefur ekki gert. Mætti þar helzt telja inngörigu íslands í Efnahagsbandalagið, sem stjórn- in hefði aðeins kynnt sér mögu- leika á. Eggert Þorsteinsson talaði af hálfu Alþýðuflokksins í fyrri umferð. Kvað hann annað hljóð í strokki stjórnarandstöðunnar jiú en fyrr, þegar spáð hafi verið atvinnuleysi og hverskonar eymd, eða „Móðuharðindum af mannavöldum“, eins og spámaður Framsóknar hefði orðað það. Nú væri rætt um vinnuþrælkun. „Allt að þakka aflasældinni“ Nú var komið að síðari um- ferð og tók fyrstur til máls Sig- urvin Einarsson og talaði af hálfu Framsóknarflokksins. Kvað hann allt gengi ríkisstjórnarinnar að þakka aflasæld síðustu tveggja ára. Þá talaði Ásgeir Bjamason einnig af hálfu Framsóknarflokks ins. Deildi hann á ríkisstjórnina fyrir bindingu sparifjárins. og kvað það fé betur mundi komið í stofnlánasjóði landbúnaðarins. Hann sagði að verð á landbún- aðartækjum væri alltof hátt, en þakkarverð viðleitni væri sýnd í nýju tollskránni, og væri hún til komin vegna áhrifa Framsókn arflokksins. Á tímum vinstri í hlé frá stjórnarstörfum, en hann hefur verið formaður Fé- lags ísl. iðnrekenda sl. 7 ár. Stjórn félagsins er nú þannig skipuðí, Formaður Gunnar J» Friðriksson. meðstjórnendurj Asbjörn Sigurjónsson, Sveinn Guðmundsson, Hannes Pálsson og Árni Kristjánsson. Framkvæmdastjóri er Þor- varður Alfonsson. Sveini B. Valfells og Pétrt Sæmundsen, er nýlega hefur lát- ið af störfum sem framkvæmda- stjóri félagsins, voru einróm* þökkuð vel unnin og óeigingjörn störf í þágu Félags ísl. iðnrek- enda og tóku í því sambandi til máls Magnús Víglundsson, Kristj án Jóhann Kristjánsson og hinn nýkjörni formaður Gunnar J. Friðriksson. Fundurinn kaus að lokum starfsnefndir, er skila munu álit- um á næsta fundi ársþingsins, er hefst n.k. laugardag kl. 10 árdegis í Leikhúskjallaranum og er gert ráð fyrir, að ársþinginu ljúki þann dag. stjórnarinnar kvað Ásgeir hag bænda hafa verið stórum betri, þar sem þeim hafi þá verið tryggS lán með lágum vöxtum og sjóðir Búnaðarbankans efldir með lán- tökum érlendis án serstakra álaga á bændur. Sagði Ásgeir íslend- inga einkum hafa verið landbún- áðarþjóð fram á þessa öld, en nú væru ýmsar aðrar stéttir orðnar fjölmennari og ættu þær einnig við nokkur vandamál að stríða. Útgjöld til verklegra fram- kvæmda hafa tvöfaldazt Næsti ræðumaður var fjár- málaráðherra, Gunnar Thorodd- sen. Rakti hann fyrst, hve vafa- samur samanburður stjórnar- andstæðinga væri á útgjöldum ríkisins í ár og árið 1958, þegar ríkissjóður var tvíklofinn. Réttur samanburður á heildar ríkisútgjöldum þá og nú sýndi. að þau hafa hækkað um 1195 millj. kr., en ekki 1400 millj.. eins og andstæðingarnir halda fram. En 1105 millj. kr. væri einnig há tala. Því rakti fjár- málaráðherra í hvað hækkunin hefði farið. Framlög til félagsmála (aðal- lega almannatrygginga) hafa hækkað um 397 millj. Framlög til lækkunar á vöru- verði og útflutningsbóta á land- búnaðarafurðir hafa hækkað um 282 millj. Framlög til skóla- og fræðslu- mála hafa hækkað um 138 millj. Framlög til atvinnumála til sjávar og sveita og bættra sam- gangna hafa hækkað um 133 millj. Af hækkun ríkisútgjalda á fimm árum hafa 950 millj. kr, gengið til framangreindra mála- flokka, en öll önnur rí'kisútgjöld, þ.á.m. hin eiginlega stjórnsýsla. hafa vaxið um 156 millj., eða 30 millj. á ári að meðaltali. Mið- að við fjölgun landsmanna og sívaxandi framkvæmdir og þjónw Framhald á bis. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.