Morgunblaðið - 18.04.1963, Side 13

Morgunblaðið - 18.04.1963, Side 13
Fimmtudagur 18. apríl 1963 MORCV1SBLAÐ1Ð 13 ætti ekki endurvekjaÁsatrú? Sigurður A. Hfagnússon svarar séra Benjamín ÞEGAR ég las viðbrögð séra Benjamíns Kristjánssonar við Lesbókar-rabbi mínu fyrir skömmu, kom mér ósjálfrátt í hug grein sem Halldór Laxness skrifaði um hann og birti í „Dag- leið á fjöllum", því lýsingin sem þar er dregin upp af rithætti og málefnameðferð hins „unga at- vinnutrúmanns“, eins og Laxness nefnir hann, kemur merkilega vel heim við skrif hins ráðsetta sveitaklerks 30 árum síðar. Ég skal hvorki væna prestinn um „freklega vanþekkingu" né ,,and lega blindu“, enda getum við frá- leitt báðir verið undir sömu sök seldir í því efni, en gerist samt svo djarfur að andmæla boðskap hans, þó bann tali eins og sá sem valdið hefur í krafti lengri líf- daga og væntanlega meiri reynslu. Hluturinn er nefnilega sá, að fjöldi æviára og starfs- daga eða jafnvel magn lesinna bóka er ekki endilega einhlítur mælikvarði á réttar skoðanir, og ber þó ekki að skilja þessi orð mín svo, að ég þykist geta kennt klerki eitthvað nýtt eða nýtilegt. É« hef erigan áhuga á að troða mínum skoðunum upp á hann né kenna honum mína kristni- sö<úi, en þykist hins vegar hafa fullan rétt til eigin skoðana á kirkju og kristni engu síður en launaðir klerkar. Þetta býst ég við að séra Benjamín samþykki (kannski með semingi), en vafalaust þyk- ir honum skorta á ýtarlegri greinargerð fyrir þeim skoðun- um sem fram komu í nefndum rabbdálki, enda frágangssök að ræða nokkurt mál í þaula á þeim vettvangi. Aftur á móti skal ég játa, að mér virtist mál- ið liggja svo ljóst fyrir, að orða- leneingar væru óþarfar. Af skrifum prestsins að dæma hef- ur mér þar orðið á í messunni, því honum virðist hvorki vera Ijóst, að hér á landi sé þjóð- kirkian kristin og lúthersk, né að þjónar hennar hafi nokkurn tiltekinn boðskap að flytja ann- an en þann sem andinn blæs þeim í brjóst hverju sinni. Það er sem sé einkum tvennt sem fer í taugarnar á prestinum í títtnefndum rabbdálki. Annars veear sú skoðun, að prestar séu ekki fyrst og fremst þjónar rík- isins eða fólksins, heldur þeirra sanninda sem kirkjunni hefur frá öndverðu verið falið að boða. Hins vegar sú staðhæfing, að prestar, sem ekki telja sig bundna af játningum og trúar- kenningum kristinnar kirkju, eigi ekkert erindi í þjónustu hennar. /.. ' Hugtakaruglingur Mér er það jafnkunnugt og klerkinum, að Páll postuli segir í seinna bréfi sínu til Korintu- manna: „Bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar“. En vilji séra Benjamín túlka þessi orð postul- nns svo, að sú kristna trú sem hann boðaði hafi ekki stuðzt við neinar fastmótaðar kenningar, þá hefur hann annað hvort lesið bréf Pál^ slælegar en guðfræð- íngi sé sæmandi eða hann er vísvitandi að slá ryki í augu les- enda. „Bókstafsþrældómur“ er orðið hörmulega misnotað orð hér á landi, ekki sízt af þeim ,,frjálslyndu“ prestum, sem eiga þá ósk heitasta að hræra öllu saman, trú, heimspeki, hindur- vitnum og svonefndum vísind- um. Bókstafsþræla nefna þeir þá menn, sem játast grundvall- arkenningum kristinnar trúar og vilja ekki una því að hindú- ískri algyðistrú og frumstæðri andahyggju sé blandað saman við heiðrikan boðskap Krists. Grein séra Benjamins er klass- ískt dæmi um þennan furðulega hrærigraut. Ég þykist vita að hann teiji sig mæla af miklu viti, og hann undirstrikar það á sinn hátt með þessari klausu: „Sérhvert vitur- legt orð var guðsorð á þeirri stund, sem það var talað, og getur endurómað sem Guðs orð í hugum þeirra, sem hafa eyru til að heyra.“ Hann telur sig því ugglaust mæla fyrirmunnalmætt isins, þegar hann dæmir þá menn hræsnara og farísea, sem sann- færðir eru um grundvallaratriði kristinnar trúar, eins og hún hef ur verið boðuð og ástunduð á öllum öldum í öllum kristnum löndum. Honum finnst það senni lega vera guðlegur innblástur, þegar hann skopast að „eld- gömlum játningum", en þær eru nú samt grundvöllur þeirrar kirkju sem hann hefur af aug- ljósum misskilningi kosið að þjóna. Séra Benjamín kallar spá- menn Gamla testamentis, Krist, Pál postula og Lúther til liðs við sig í baráttunoi við „bók- stafinn", en sést ekki fyrir og kaffærir sjálfan sig í hugtaka- ruglingi. Þessir menn andæfðu vissulega dauðum tvúarformuir1, en það eru bara alls ekki fomi- in sem hér eru til umræðu, held- ur innihaldið, sjálft inntak trú- arinnar. Játningar kirkjunnar eru alls ekki form (helgisiðir eru form), heldur skilgreining á eðli og inntaki beirra tilteknu trúarbragða sem kenna sig við Krist. Allt hjal um dauð form í sambandi við játningar kirkj- unnar er því hrein og óafsakan- leg fölsun á staðreyndum hjá prestinum. Á að blanda saman trúarbrögðum? Ég þykist ekki hafa neina andúð á öðrum trúarbrögðum — öðru nær. Bumum þeirra hef ég kynnzt allnáið og virði þau af heilum hug. Ég skal ekki fella neinn allsherjardóm um það, hvort nokkur trúarbrögð búi yfir öllum sannleikanum, en þar sem fáir menn velja sér trúarbrögð fremur en þjóðerni, er ekk-i óeðlilegt að kristin trú standi þeim næst, sem aldir eru upp við hana. Hvaða afstöðu sem menn annars hafa til hinna ýmsu trúarbragða, má það vera öllum ljóst að sérhver trúar- brögð hafa sitt tiltekna inntak, ákveðinn kenningagrundvöll sem þau byggja á. Séra Benjamín vitnar í hinn merka inngang dr. Pauls Hut- chinsons að „Helztu truarbrögð- um heims“, þar sem minnzt er á þau sjónarmið Árnolds Toyn- bees og Hadhakrishnans, að trú- menn með mismunandi skoðan- ir þarfnist hverjir annarra, og að samhljómur allra trúar- bragða mannkyns sé merkileg- ur, en sú niðurstaða prestsins að þetta sé kjarni málsins er ekki aðeins hláleg hjá kirkjunnar þjóni, heldur beinlínis afsal þess hlutverks sem hann hefur kosið sér í kristinni kirkju. Af ein-' hverjum annarlegum hvötum gætir séra Benjamín þess að minnast ekki á orð dr. Hutchin- sons þar sem hann gerir upp sakir við sjónarmið þeirra Toyn- bees og Radhakrishnans. Þar segir sá -mæti maður: „Það er -eðlilegt, að slíkar skoðanir hafi hljómgrunn hjá ýmsum góðum mönnum, er virð- ist sem hvers kyns andleg lífs- viðhorf séu nú í yfirvofandi hættu, sakir vaxandi efnis- hyggju og einkum sakir hins ákafa efnishyggjutrúboðs komm- únismans. „Trúmenn allra landa! sameinizt og fylkið liði!“ En slíkar hvatningar eru næsta grunnfærnar og glamurkenndar. Þær bera með sér, að menn hafa ekki gert sér grein fyrir því, að skilin milli hinna meiri trú- arbragða eru rótstæð og eðlis- læg. Hvernig getur sú trú, sem boð ar það, að hjálpræðið sé umbun fyrir sjálfsþjálfun mannsins, fallizt í faðma við trú, sem boð- ar, að hjálpræðið sé óverðskuld- uð gjöf Guðs? Hvernig getur sú austræna sannfæring, að mað- urinn finni hin eilífu sannindi með því að leita þeirra af ein- beitni, runnið saman við vissu Knna þriggja ves'rænu trúar- bragða, að Guð hafi opinberað sannleikann í emstæðum at- Sigurður A. Magnússon burðum sögunnar? Og hvernig á að samræma þesú þrjú vest- rænu trúarbrögð? Kristin trú stendur og fellur með því, að Guð hafi í Kristi fuilnað opin- berun sannleikans, Múham- medsmenn eru sanntærðir um, að spámaður þeirra hafi flutt fullkomnari opinberun, og Gyð- ingar trúa því, að hvorugur hafi farið fram úr því, sem birt hef- ur verið í „lögmálinu og Spá- mönnunum". Hin lifandi trúarbrögð geta virt hver önnur og eiga gagn- kvæmt að meta þau andlegu verðmæti, sem hver um sig hafa játendum sínum að bjóða. Þau geta staðið saman gegn and- lausri efnishyggju, sem viður- kennir engan veruieik annan en blind efnisöfl. Þau eetæ í ein- lægni horfzt í augu við eigin bresti og rétt öðrum hönd í kærleika. En sú hugmynd, að þau geti numið brott allan skils- mun án þess að biegðast því, sem hver um sig telur vera ó- missandi trúarverðmæti, er draumur einn og blekking. Það er blekking sakir þess, að sá, sem ætlast til þess, að trúar- brögð blandi sér saman, gengur alltaf út frá því, þótt hann geri sér það e.t.v. ekki ljóst, að þau sameinist um það, sem er kjarn- inn í hans eigin trú.“ (Bls. 9). Við þetta er ekki öðru að bæta en því, að hefði kristin trú ekki annan kenningagrundvöll en geðþótta og samvizku prestanna, eins og séra Benjamín vill vera láta, væri hún hvorki fugl né fiskur, hefði sennilega aldrei lifað fæðingarhríðirnar. Þó lútherska kirkjan sé ekki Kristjánssyni eins formföst og ýmsar aðrar kristnar kirkjudeildir, fer því fjarri að hún svífi í lausu lofti, án játninga, kenninga og fastrar viðmiðunar. Að bera slikt á borð er frekleg móðgun við ís- lenzka lesendur, jafnvel þótt kirkjulegur og kristilegur áhugi sé ekki sérlega fyrirferðarmikill hér á landi. Er vígsluheitið hégómi? Og þá er það hitt atriðið, hvort þjónar kirkjunnar séu bundnir af kenningum hennar og játn- ingum. Ég nefndi eiðfestingu i rabbi minu, presturinn upplýsir að eiðurinn sé úr gildi numinn, en í stað hans komi vigsluheit. Vígsluþegi heitir því „að pré- dika Guðs orð hreint og' ómeng- að, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postul- legu ritum og í anda vorrar evangelísku lúthersku kirkju“, eftir því sem Guð veiti honum náð til. Hér er um að ræða heit sem jafngildir eiði, ef höfð er hliðsjón af skilgreiningu Krists á^ þessum^ hlutum. Það er ekki annað en orðhengilsháttur að gera greinarmun þar á. Eða hvers virði telur séra Benjamín drengskaparheit verðandi prests? Ekki skal ég neita því, að klásúl an um náðina gefi íslenzkum prestum allmikið olnbogarúm, enda er það mála sannast, að þeir hafa verið ósparir á að syndga upp á náðina. Um hitt getur tæplega nokkrum óvil- höllum athuganda blandazt hug- ur, að prestum eru lagðar mjög ákveðnar lífsreglur um boðun þeirra kenninga, sem kirkjan fcvggir á. Ósóminn í kirkjunni Ég talaði um, að guðspeki, spíritismi og annar ósómi grass- éraði innan kirkjunnar og þyk- ist ekki þurfa að taka þau orð aftur. Guðspeki og spíritismi eru % eið allrar virði igar og eiga fyllsta rétt á sér e:rs og önnur nannleg viðleitni v'ð að finn, fcrot af sannleikanum, en hvort tveggja er ósómi innan kirkj- unnar einfaldlega ytgna þess að það kemur kristinni ti ú ekki við. A'pvðishugmyndir og samsuðu- viðleitni guðspekinnar eru eðl's- óskyldar kristnum dómi, enda er hér um að ræða vetrænan anga af Hindúasið. Spíritisminn á ekki, fremur erindi inn í kristna kirkju en t. d. kenningar Freuds um hvatalífið. Spíritisminn fæst einkum við að kanna og sanna líf eftir líkamsdauðann. Sönnun a framhaldslífi snertir alls ekk, xjarna kristinnar trúar, sem boí ar hjálpræði mannanna fyrir fórnardauða Krists. Ég fæ alís ekki séð, að kenningar kristin- dómsins verði neitt sennilegri, aðgengilegri eða nútímalegri þé sönnun fengist á framhaldslífi. 1 annan stað mætti klerkurinn gjarna hugleiða, að trú á líf eftir dauðann er alls ekkert sér- kenni kristinnar trúar, því óll helztu trúarbrögð heims geca táð fyrir því. Sú kenning, serr raunar kemur kristindómi ekk- ert við, að menn temji sér betra siðferði, ef þeir séu sannfærðir um líf að loknu þessu, er ósk- hyggja og styðst ekki við nein- ar staðreyndir. Hindúar eru fuli- komlega sannfærðir um fram- haldslíf, en' fjarstætt væri að halda því fram, a<5 sú sannfæi- ing hafi haft ják /æð áhrif á siðgæði þeirra eða mannleg við- horf yfirleitt. Það er athyglisverð og jafn- framt ískyggileg st iðreynd, að hvergi nema á Islandi hefur spíritisminn þrengt sér að ráö> inn í kristna kirkju. í öðrum löndum hafa spiriustar eig.n söfnuði og samtök, enda afneúa þeir öllum meginatriðum krist- innar trúar. Þegar séra Benja- mín líkir upprisu Krsts við tyr irbæri spíritismans, er hann að svívirða þær grundvallarke.m- ingar sem allar krisuiar kirkju- deildir hafa á öllum cldum reist boðskap sinn á. Ég bið klerkinn velvirðingar á því, að ég skuli ekki vera jafnginnkeyptur fyrji „persónu- dýrkun“ og hann virðist ve-a Nöfn allra þeirra merku og mætu manna, sem hann líiiir frani tifc að sanna ágæti spíritisnanS, vaxa mér ekki í augu af þpirri mjög svo einföldu ástæðu, að óau segja mér ekkert til eða frá um þá höfuðspurningu, með hvaða rétti spíritisminn er að kássast upp á jússu kirkjunnar á Ls'.andL íslenzka kirkjan viðundur Þó séra Benjamín kveddi til alla biskupa og höfuðklerka ís- lenzku kirkjunnar á þessari öld, fæ ég ekki séð að þeir hafi neitt vald til að kippa 1900 ára kenn- ingagrundvelli undan kris'inni kirkju. Að íslenzka kirkjan hafi lagt eitthvað nýtilegt til trú- mála heimsins með marglofuðu „víðsýni" sínu er því miður hlægileg bábilja, því hún hefur nánast verið viðundur í hinum kristna heimi áratugum saman. Ég hef haft allnáin persónuleg kynni af fulltrúum flestra kirkjudeilda og nær allra þjóð- kirkna heims, og byggi þessa fullyrðingu á þeim. Hér á landi mun vera til „Félag játninga- trúrra presta“, og sýnir það út af fyrir sig hvar kirkjan er á yegi stödd, að hluti prestastétt- arinnar skuli sjá sig knúinn til að bindast samtökum um trún- að við kjarna þeirrar trúar, sem stéttin öll hefur heitið að tioða. Skoðanakúgun Spurningunni um trúriað presta við kenningar kirkjunn- ar má stilla upp á mjög einfald- an hátt. Þó stjórnmálaflokkar séu að vísu ekki trúflokkar í venjulegum skilningi, vantar ekki mikið á að sumir þeirra séu það í reynd. Og nú spyr ég klerkinn: Ef hann fengi launað starf hjá einum stjórnmálaflokk anna, t. d. Alþýðuflokknum, en hefði af einhverjum ástæðum kommúnísk viðhorf sjálfur, gæti hann bá með góðri samvizku boðað kommúnisma í nafni þess flokks? Væri það skoðanakúgún af hálfu leiðtoga Alþýðuflokks- ins að meina honum það? Hér er um beina hliðstæðu að ræða, og mér virðist allt hjal klerks- ins um skoðariakúgun gripið úr lausu lofti, eins og raunar meg- inefni greinar hans. Enginn ís- lend;ngur er skyldaður til að vera í lúthersku kirkjunni frem- ur en í Alþýðuflokknum. Eng- inn þjónn kirkjunnar hefur ver- ið þvingaður til að starfa fyrir hana eða boða kenningar henn- ar og treystast til að boða þær. Ef ekki, eiga þeir að finna sér þarfari verkefni. Væri ekkl Ásatrú heppilegri? Og sé það sannfæring séra Benjamíns, að koma þurfi á stofn íslenzkri kirkju, sem láti allar kenningar, hefðir og sögu kristinnar trúar lönd og leið, hvi í ósköpunum beitir hann sér þá ekki fyrir endurvakningu Ása- trúar? Þar væri þó um ramm- íslenzkt fyrirbæri að ræða, og auk þess mundi spíritisminn koma þar í góðar þarfir við að sanna ölkærum íslendingum ei- líft þjór og góðan gleðskap með fornum köppum í Valhöll. Ég er þess fullviss, að séra Benjamín yrði ekki skotaskuld úr því að færa hina fornu trú í nýtízku- legan búning, enda var hún víst tiltölulega laus við hinar hvim- leiðu játningar. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.