Morgunblaðið - 18.04.1963, Page 22

Morgunblaðið - 18.04.1963, Page 22
22 MORCVNRT. 4 ÐIB Fimmtuclaffur 18. apríl 1963 Helgi Dan ver mark fréttamanna - og keppt i „Glermu" á kvöldi ibróttafréttamanna onnað kvöld HELGI Daníelsson byrjar keppn istímabil sitt í ár í markinu með l>ví að verja mark íþróttamanna í kappleiknum gegu íslandsmeist urum Fram í handknattleik ann- að kvöld að Hálogalandi. Kvöld- Ið þar er kvöld íþróttafrétta- manna og verður margt til skemmtunar og einnig annað til alvarlegrar umhugsunar. jafnvel þó markhæstu menn ís- landsmótsins séu að skjóta á hann. -Sj ★ En það verður Helga án efa til trausts og halds að vörn blaða- manna er góð — reyndar allt lið- ið, valinn maður í hverri stöðu. NÝ GREIN Svo verður þetta kvöld fcvnnt ný og gömul íþrótta- grein. Hefur hún hlotið nafn- íð glenna og er í því fólgin að glenna sig sem lengst eða klofa sem lengst í ákveðnum skrefafjölda eftir því hvað húsrými er stórt. Er þetta hin hezta skemmtun og til keppn- Snnar þarna veljast valin- kunnir íþróttamenn af eldri klassanum — menn sem fyrr á árum voru frægir, og eru reyndar enn, en nú á öðrum vettvangi en þá. En þeir kunna vonandi „ að glenna sig“ o? það er það sem gildir þetta kvöld. HELGI I MARKI Án efa verða svo margir sem Vilja sjá okkar fræga markvörð Helga Daníelsson í marki á hand knattleiksvelli. Hann hefur gert garðinn frægan á knattspyrnu- vellinum og getur það án efa líka í handknattleiksmarkinu >■ / * Af hátadekki á skíði ÞESSAR myndir eru teknar norður á Siglufirði á skíða- landsmótinu. Þær eru af tveimur beztu göngumönnum landsins þeim Birgi Guð- laugssyni og Sveini Sveins- syni, báðum frá Siglufirði. Birgir sigraði í öllum göngu- greinum en Sveinn stóð sig mjög vel. Reyndar vakti frammistaða hans meiri at- hygli á sinn hátt, því Sveinn er sjómaður að atvinnu og kom'í keppnina beint af dekk- inu, eins og Ijósmyndarinn Jóhannes Jósefsson komst að orði. Göngukeppni mótsins hófst niður í byggð og lauk þar. Það var akfært að rásstað og er það næsta sjaldgæft á þessum vetri að minnsta kosti, og mjög sjaldgæft sunn anlands. Með fylgir sVo einnig mynd af Kristínu Þorgeirsdóttur Siglufirði sem vann allar keppnisgreinar kvenna og varð þrefaldur íslandsmeist- ari. Enska knaftspyrnan Úrslit leikjá I ensku deildar- keppninni yfir páskana urðu þessi: Föstudagur: 1. deild Arsenal — WBA .......r........ 3-2 Blackbum — Sheffield W ..... 3-0 Bumley — Fulham ......... 4-0 Leyton O. — Bolton ......... 0-1 Liverpool — Tottenham ...... 5-2 Manehester City — N. Forest .... 1-0 West Ham — Ipswich ......... 1-3 2. delld Chelsea — Bury ............. 2-0 Grimsby — Preston .......... 2-0 Middlesbroúgh — Derby ...... 5-1 Newcastle — Huddersfield ....... 1-1 Plymóuth — Southampton ..... 2-1 Scunthorpe — Luton ......... 2-0 Sunderland — Stoke ....... 0-0 f* s Laugardagur: Astoh Villa — Sheffield W... 0-2 Blacljþprn WBA ............. 3-1 Blackpooi — Everton ........ 1-2 Ipswich — Leyton 0.......... 1-1 Liverpool —- Manchester U... 1-0 Mancþester City — Bolton .... 2-1 N. Fórést — Birmingham .... 0-2 Sheffíeld U. — Arsénal ..... 3-3 Tottenham — Fulham ......... 1-1 West Ham — Leicester ....... 2-0 Wolverhampton — Burnley......7-2 2. deild Bury — Derby ............... 3-3 Charlton — Huddersfield .... 1-0 Chelsea — Grimsby .......... 2-1 Leeds — Preston ............- 4-1 Luton — Norwich ........... 4-2 Rotherham — Middlesbrough .... 4-1 Southampton — Walsall ..... 2-0 Stoke — Cardiff .......... 1-0, Sunderland — Portsmouth ... l-í Swansea — Plymouth ........ 2-1 Mánudagur: 1. deild Blacpool —Sheffield U .. 3-1 Everton — Birmingham ... 2-2 Fulham — Burnley ....' 1-1 Ipswich — West Ham 2-3 Manchester U — Leicester . 2-2 Sheffield W — Blackburn .. 4-0 Tottenham — Liverpool ... .... 7-2 WBA — Arsenal 1-2 Wolverhampton — Aston Villa 3-1 2. deild Cardiff — Walsall .......... 2-2 Charlton — Leeds ........... 1-2 Derby — Middlesbrough ...... 3-3 Luton — Scunthorpe ......... 1-0 Portsmouth — Norwich ....... 0-2 Preston — Grimsby .......... 0-0 Rotherham — Swansea ........ 2 1 Southampton — Plymouth ..... 1-1 Stoke — Sunderland ......... 2-1 í Skotiandi urðu úrslit m.a. þessi: Bikarkeppnin: - Rangers — Dundee U .......... 5-2 Celtic — Raith ....;......... 5-2 Deildarkeppnin: Dundee — St. Mirren ......... 5-1 Motherwell — Kilmarnock .. 2-1 Partick — Hibernian ........ 2-2 Kaffidrykkja til heiðurs Víking KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík- ingur er 55 ára um þessar mund- ir. Stjóm félagsins efnir í því tilefni til kaffidrykkju í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 20. apríl n.k. kl. 5 síðdegis. Allir fé- lagar eru velkomnir. ÍMolar SVÍAR eygðu möguleika á að komast í lokakeppni í mikilli alþjóðlegri unglingakeppni í knattspyrnu sem staðið hefur í Lundúnum. En um helgina runnu vonimar út í sandinn er Svíþjóð tapaði fyrir Belgíu 1-2. FINNSKI langstökkvarinn I Péntit Eskola stökk 7.89 m á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem fram fór í Pretoria í S- Afríku á páskadag. Finninn byrjaði að stökkva 7.62 m og bætti sig í hverju stökki, það íengsta var 7.95 en var dæmt „hárfínt" ógilt. ÍSI heiðrur bæjarstjórn Húsavikur fþróttaisamiband íslands heiðr- aði nýlega bæjarstjórn Húsavík- ur fyrir atorku og framsýni við gerð íþróttamannvirkja í Húsa- vík. Fyrir fáum -árum var lokið við byggingu mjög snoturrar sundlaugar og eins glæsilegasta íþróttasals sem byggður hefir verið á iandinu, og unnið er nú að undirbúningi að byggingu ílþrófttaleikvangis. Benedikit G. Waage, heiðurs- forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og Hermann fram- fcvæmdastjóri ÍS komu hingað í dag og afhentu forseta bæj- arstjórnar Jóhanni Hermannssyni skrautritað þakfcar og heiðuns- skjal til bæjarstjórnar, við há- degisverð að Hótel Húsavík. Viðstaddir voru bæjarráðs- menn, Ingimundur Jónsson og Þónhallur B. Snædal, formaður íþróttafélagsins VölsungB. >or- móður Jónsson, formaður Hér- aðssambands Þingeyinga, Óskar Ágústsson, og íþróttakennari skólanna Vilbjálmur Pálsson. Nægur sn jór við skíðaskálann í Hvcradölum NÆGUR skíðasnjór og góður er nú sa.gður komirrn í brekkurnar við skíðaskálann í Hveradölum. Þar er allt til reiðu að taka á móti fólki til skáðaiðfcana. í krvöld verður ferð þangað upp eftir frá BSR kl. 7. Brekkur verða lýstar og allt gert til að greiða fyrir skíðafólkL Handknattleiks- þjálfurum býðst utanför HANDKNATTLEIKSSAM- BANDI íslands hefur borizt boð um að senda tvo þjálfara á nám. skeið, sem haldið verður í Vejle í Danmörku n.k. sumar. Þeir sambandsaðilar, sem hug hafa á að senda þjálfara á nám. skeið þetta eru beðnir að senda skriflega umsókn til stjórnar H.S.Í. fyrir 5. maí n.k. Þeir sambandsaðilar, sem hug hafa á að halda islandsmótin ut- anhúss 1963 eru beðnir að senda skriflega umsókn til stjórnar H.S.Í. fyrir 10. maí n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.