Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50. árgangur 88. tbl. — Föstudagur 19. apríl 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá útvarpsumræðunum i gærkvöldi: B stað hafta og kyrrstöðu i Frelsi og framfarir S í Ð A R A kvöldi hinna al- mennu stjórnmálaumræðna var útvarpað í gærkvöldi. — Kom þar greinilega fram, að ríkisstjórnin leggur verk sín og þann óumdeilanlega árang ur, sem orðið hefur af við- reisninni, undir dóm þjóðar- innar. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar mjög reikulir í málflutningi sínum og jafn óánægðir með það, sem gert hefur verið og hitt, sem ekki hefur verið gert. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðhcrra gerði rækilega Fundið fé Waslhington, 18. apríl NTB-AP STJÓBNIN i Leopoldville í Kongró hefur fundið um það | bil 4,6 milljónir dollara, sem I tilheyra þjóðbankanum í Kat- í anga, — en sem kunnugt er | var allur gjaldeyrir bankans i horfinn, er starfsmenn Sam- einuðu Þjóðanna tóku þar völd á sínum. tíma. Fregn þessi er höfð eftir áreiðanlegum heimildum í Washingtan og fylgir henni, að féð hafi fundizit í bönkum í Norður-Bhodesíu og Suður- Afriku. Enn vantar 1,2 millj. ij dollara £if gjaldeyriseign bank ans, og er talið, að því fé hafi verið varið til að greiða bvítuim málaliðuim, sem börð- Hust með Katangaiher. grein fyrir Efnahagsbanda- lagsmálinu. Lagði hann á- herzlu á, að aldrei hefði að efni til verið ágreiningur milli lýðræiðsflokkanna. Því að þegar menn tala um ann- að hvort aukaaðild að Efna- hagsbandalaginu eða við- skipta- og tollasamningi við það, ef til hefði komið, þá er það einungis ágreiningur um form en ekki efni. STEFNIR I RÉTTA ÁTT Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra hóf ræðu sína með því að ræða nokkuð, hve mikið væri undir því komið að stjórn- málamenn temdu sér það í al- mennum stjórnmálaumræðum að ræða málin með ró og skyn- ■semd, en máluðu hlutina ekki svo sterkum litum, að enginn fengist til að taka mark á þeim. Leiddi hann síðan rök að því, að stefna ríkisstjórnarinnar sé skynsamleg og þjóðinni til góðs, enda yrði það öllum til tjóns, ef nú yrði skipt um. Menn væru nú yfirleitt sammála um, að lífs- 'kjör séu hér svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Þó kemur munurinn einkum fram í því, að 'þeir tekjuhærri bera meira úr 'býtum þar, en hinir tekjuminni meira hér. Eða m.ö.o. launajöfn- uðurinn er meiri hér. Gengislækkunin 1960 var óhjá- kvæmileg, ef við áttum að kom- ast úr þeim efnahagslegu ógöng- um, sem við þá vorum komin í. En það borgaði sig. Ekki er 'lengur um hallarekstur á þjóð- ■arbúinu að ræða og við eigum nú gildan varasjóð. Við eigum nú lánstrausti að fagna erlendis og krónan er orðin gjaldgeng Framh. á bls. 8. ■x ' •:':þv ''x.. Fyrir skömmu fór Rodin Malinovsky, landvarnaráffherra Sovétríkjanna í tíu daga ferffalag um Indónesíu. Meðfylgjandi myndir vorn teknar af ráffherranum, þar sem hann var að sóla sig á strönd eyjarinnar Bali — en þess er skemmzt aff minnast er eldgosið mikla varð þúsundum manna þar aff bana og gerði a.m k. 50 þús. manns heimilislausa. Laos á barmi borg arastyrjaldar Harðir bardagar v/ð sibasta vigi hluflausra á Krukkusléttu Vientiane, Laos, 18 apríl NTB-AP SOUVANNA Phouma, forsætis- ráffherra Laos skýrffi svo frá í dag, aff ástandiff í landinu væri nú orðið m<jög alvarlegt. Harðir Meintur samsfarfsmad- ur Eichmanns fundinn Er talinn hafa stjórnað ofsóknum gegn Gyðingum i Hollandi og Belgiu Vínarborg, 18. apríl (NTB-AP) FYRRVERANDI stormsveit- arforingi og meintur sam- starfsmaður Adolfs Eich- manns, Erich Rajakovic að nafni, gaf sig í gær fram við lögregluna í Vínarborg til þess að sanna sakleysi sitt, að því hann sjálfur sagði — en hann var þegar í stað hand- tekinn. Simon Wiesenthal, yfirmaffur miffstöffvar þeirrar í Vínarborg, sem safnar skjölum er varða of- sóknir nazista á hendur Gyffing- um, staðhæfir aff þar séu til gögn er sanni aff Rajakovic hafi haft mikilvægu hlutverki aff gegna viff útrýmingu Gyffinga. Hann hafi veriff yfirstormsveitarfor- ingi — og stjórnaff ofsóknunum gegn Gyffingum í Hollandi og Belgíu. Til þess starfs hafi hann fengiff meðmæli Adolfs Eich- manns, er hafi talið hann ein- staklega hæfan tii starfa meff SS. Wiesenthal segir Rajakovic hafa búið í Austurríki fyrst eftir heimsstyrj öldina og síðar starfað með Eichmann í Argentínu, þar til Juan Peron forseti var settur frá völdum — en þá farið til ítalíu^ Þaðan hafði Rajakovic haldið til Austurríkis að nýju, sett á stofn verzlun í Vínarborg árið 1956 og einnig stundað þar málfærslustörf. i síðustu viku komst upp um Rajakovic. Var hann þá staddur í Sviss, en hafði áður um hríð dvalizt í Mílanó. Síðustu sex daga mun hann hafa farið huldu höfði einhvers staðar í Suður- Þýzkalandi. Rannsókn í máli Rajakovics hófst þegar í gær og er talið, að hún muni standa lengi yfir, sennilega margar vikur. Yfir- völdin í Austurríki telja líklegt, að staðhæfing Wiesenthals hafi við rök að styðjast — en sé svo má telja Rajakovic ábyrgan fyr- ir morðum þúsunda manna. — Endanleg ákvörðun um málsókn verður ekki tekin fyrr en að rannsókn lokinni. bardagar hefðu veriff á Krukku- sléttu i dag nærri aðalbækistöffv- um hers hlutlausra í Phongsav- an, eina staðnum sem hlutlausir hafa enn á valdi sínu. Segir for- sætisráffherrann ekki annaff sýnna en borgarastyrjöld kunni að brjótast út í landinu öllu og aff endir verffi bundinn á hlut- leysi Laos, ef svo fer sem horfir. Stórblaðið New York Times hefur í dag eftir áreiðanlegum heimildum í London, að Sovét- stjórnin hafi látið að því liggja við breziku stjórnina, að hún sé því hlynnt, að reynt verði að auka áhrif alþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar í Laos. Hefur blað- ið eftir fréttaritara sínum í Lond- on að Sovétstjórnin hafi áhuiga á auknu eftirliti nefndarinnar, m.a. þannig, að komið verði á fót stöðugum eftirlitsstöðvum á Krukkusléttu. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að Bandaríkjastjórn mundi eftir sem áður styðja samsteypuistjórn ina í Laos í samræmi við sam- komulagið í Genf. Aðspurður um það hvort bandariskt herlið yrði sent til Laos, kvaðst hann ekiki vita til þess, að stjórn landsins hefið óskað eftir því, né heldur hvort Bandaríkjastjórn hefði boð ið slíka aðstoð. Ummæli Albana um Krúsjeff: „Lýðskrumari, rdg- beri og fráviliingur Tirana, Albaníu, 18. apríl. ZERI I POPULIT — aðalmál- gagn kommúnistaflokksins í Al- baníu ,sakar í dag Krúsjeff, for- sætisráffherra Sovétríkjanna um tilraun til þess aff leiffa aiþjóff- lega kommúníska hreyfingu og almenningsálitið í heiminum á villigötur. Gagnrýnir blaffiff Krúsjeff harðlega fyrir boð hans til for- ir.inns kínverska kommúnista- flokksins um aff koma til Moskvu til viffræffna um hugsanlega lausn á hugsjónaágreiningnum, — og tekur m.a. þannig til orffa: „Enn einu sinni hefur Krúsjeff sýnt þaff hver lýffskrumari, róg- beri og frávillingur hann er. í ámsum sínum á kommúnista- flokk Alabniu blandar hann sam- an lygi, svikum. lýðskrumi, hatri og slúðri“. ■ l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.