Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 17
! F5studagur 19. aprfl 1963 m o r c r v r r 4 n r ð 17 Borgarstjórn sambykkir einróma i tillðgur um velíerðarmál aldraðs fdlks Á FUNDI borgarstjórnar í gær voru afgreiddar tillögur um velferðarmál aldraðs fólks. Forsaga þess máls er sú, að í vetur fól borgarstjóri þeim Þóri Kr. Þórðarsyni borgarfulltrúa, Jóni Sigurðssyni borgarlækni og Sveini Ragnarssyni skrifstofu- stjóra félags- og framfærslumála borgarinnar að undirbúa tillögur um velferðarmál aldraðs fólks sem leggja mætti fyrir borgar- ráð og borgarstjórn. Mál þetta hefir verið til um- ræðu á nokkrum fundum borg- arráðs og til fyrri umræðu á síð- — Alþingi Framh. af bls. 8. ePssou. Kvaðst hann ektci geta neitað því, gjaldeyristekjur þjóð- arinnar hefðu verið meiri síð- astliðin 2 ár en nokkru sinni áður og gjaldeyrisstaðan því stórum betri, en það hafi ekki verið vegna visðreisnarinnar heldur góðærishappa. Stóraukinn skipa- stóll landsmanna hafi og gert kleift að veiða síld allt árið um kring. Það að slikur fjöldi fiski- báta er í smíðum nú, kvað Lúð- vík ekki verk viðreisnarinnar heildur hins mikla síldarafla. Næst veik Lúðvík að Efnahags- bandalaginu og sagði, Alþýðu- bandalagið eitt hefði strax tekið afstöðu gegn aðid íslands í nokk- urri mynd, en Franmsóknarmenn hafi tvístigið þar til fyrir skömmu, enda væru þeir óákveðn ir í flestum málum, svo sem varn arliðsmálinu. Deildi Lúðvík mjög á lausn Landhelgismálsins og sagði ágengni erlendra togara mikia á Islandsmiðum, en starfsmönnum Stjórnaráðsins væri alls ókunn- ugt um hama. Þessu til stuðnings sagði hann að erlendir togarar kæmu mjög oft í íslenzkar hafnir. Að síðustu skoraði Lúðvík á Framsóknarmenn að lýsa bví yfir fyrir kosningar að þeir mundu stuðla að því að koma á vinstri stjórn með Alþýðubandaiaginu, ef þeir flokkar fengju meirihiuta eftir kosningar. SÍS A MÓTI VÖRUHÆKKUN Næstur tók til máls Ólafur Jó- hannesson. Hann veittist að rík- isstjórninni fyrir að breyta geng isskráningunni. Kvað hann gengisfellinguna 1960 hafa verið hærri en efni hefðu staðið til vegna yfirfærslugjalds og nið- urgreiðslna þeirra, sem vinstri stjórnin kom á. Einnig sagði hann Ólaf Thors, forsætisráð- herra, hafa spunnið upp sakir á hendur SÍS, er hann sagði að það hefði óskað eftir hækkun álagningar í samræmi við launa hækkun. STJÓRN EFNAHAGSMÁLA / Friðjón Skarphéðinsson (A) gerði þjóðhags- og framkvæmda áætlunina að umtalsefni. Kvað Ihann mú 30 ár síðan Alþýðu- flokkurinn hefði fyrst lagt fram fillögu um slíka áætlun, en þá hefðu jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum tekið þær á etefnuskrár sínar. í lok styrjald- arinnar fék þetta mál nýjan styrk og var það tekið upp m.a. í Frakiklandi, Hollandi og Noregi. Er almennt álitið, að það hafi orðið til mikils gagns við stjórn efnahagsmálanná, örvað vöxt þjóðartekna og stuðláð að eðli- legu jafnvægi í efnhagsmálum. Kvaðst hann því vænta þess, að eú sama yrði raunin -hér, en ■Uk fjárhags- og framkvæmda- éætlun er hugsuð sem tæki til »ð hafa stjórn á gangi efnahags- xnálanna. SÚ MYND, SEM VIÐ BLASIR Jóhann Hafstein (S) veik í upphafi máls síns að málflutn- ingi stjórnarandstöðunnar. En Eysteinn Jónsson segir, að við, þ.e. stjórnarsinnar, teljum að viðreisnin hafi mistekizt vegna „aflauppgripanna“, að ríkisstjórn in telji, að vegna þess, að „alls staðar sé næg atvinna handa öll- um hafi viðreisnin brugðizt", — „viðreisnin farið út um þúfur, af því að eftirspurn eftir vinnu- afli var og mikil“. Það er for- maður Framsóknarflokksins, sem svona talar. Svo kemur hann að því, sem stjórnarliðið hefur ekki gert, en andstæðingarnir segja að það ætli að gera. „Að það löðri allt í ráðagerðum í stjórnarherbúð- unum að veita útlendingum að- stöðu til að verka fisk hér í landi“, — „að hleypa þeim út- lendu inn í fiskiðnaðinn" o.s.frv. Kvað alþingismaðurinn óþarft að hafa önnur orð um slíkan mál- flutning en að hann væri til skammar þeim sem viðhefðu hann og frekleg mógun við hlustendur. Máli sínu lauk alþingismaður- inn með því að draga upp þá mynd, sem blasir við okkur eftir að viðreisnin hefur verið að verki í tæpt kjörtímabil. Inn- flutningurinn hefur veirið gefinn frjáls nærri með öllu. Byggðir hafa verið upp gildir gjaldeyris- sjóðir í stað gjaldeyrisskorts, svo að sérhver maður hefur greiðan aðgang að erlendum gjaldeyri hjá bönkunum, ef brýn nauðsyn krefur. Atvinnulíf lanasmanna ei í meiri blóma en lengi beíur þekkzt. Stofnlánasjóðir atvlnnu- veganna eru í mikilvægri eflingu. Sparifjársöfnunin er meiri en meiri en nokkru sinni og með henni lagður grundvöllur að vax- andi velmegun og öryggi í fram- tíðinni í auknum íbúðarlánum, lánum til raforku- og hitaveitu- framkvæmda og annarrar upp- byggingar. Endun-akin er fjár- málatraust þjóðarinnru- xit á við og tekizt hefur í fyrsta sinn frá stríðslokum að ná greiðsiujöfn- uði við útlönd. Sjálfstæðismenn legðu því að- gerðir sínar öruggir undir dóm þjóðarinnar. VÖRÐUR STAÐINN UNDIR FÁNA KOMMÚNISTA Þá talaði af hálfu Alþýðu- 'bandalagsins Einar Olgeirsson. Kvað hann Sósíalistaflokkinn eina aflið á Islandi, sem staðið 'hefði vörð um sjálfstæði landsins síðustu 20 árin og reynt að sporna við „ásælni erlendra her velda“. Sagði hann, að eina von in til að komast hjá erlendri íhlutun og áhrifum hérlendis, væri að fylkja sér undir fána hans. FRAMSÓKN FORVITUR Síðasti ræðumaður kvöldsins var Þórarinn Þórarinsson. Sagði hann spádóm Framsóknarmanna hafa rætzt, dýrtíðina og ver,ð bólguna hafa aukizt. Kvað hann mismun á launakjörum hér og á hinum Norðurlöndunum hafa vaxið mjög eftir gengisbreyting- una 1960. asta borgarstjórnarfundi og var tekið til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar í gær. Tillögurnar voru samþykktar svohljóðandi: „1. Borgarstjórn telur æski- legt, að öldruðu fólki verði gert kleift að dveljast sem lengst í heimahúsum. Borgarstjórn bein- ir því þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að með aðgerðum ríkisvaldsins verði stuðlað að þeirri þróun. Sérstaklega vill borgarstjórn beina þeim tilmæl- um til Tryggingastofnunar ríkis- ins, að lög um almannatrygging- ar verði framkvæmd í samræmi við ofangreinda stefnu. 2. Borgarstjórn samþykkir að reynt skuli með sérstökum að- gerðum að leysa húsnæðismál aldraðs fólks, og verði byrjunar- framkvæmdir til lausnar þeim vandamálum hafnar á grund- velli þeirra tillagna um húsnæð- ismál, sem samþykktar voru af borgarstjórn 21. marz sl. Byggja skal íbúðir, sem leigð- ar séu öldruðu fólki eða seldar séu með sérstökum kjörum, sem miðast við það, að íbúðirnar haldist í eigu aldraðs fólks sam- kvæmt reglugerð, sem borgar- stjórn setur. Sérstaklega koma til greina íbúðir á 1. og 2. hæð. Um lánveitingu skal m.a. leita samvinnu við Byggingarsjóð aldraðs fólks og Tryggingastofn- un ríkisins. Heimilt skal vera að Allir netabátar ásjó AKRANESI, 18. apríl. — Allir netabátar eru á sjó í dag, sá eini, sem var á sjó í gær, fékk 8 tonn. Þrír bátar eru á síld og fóru allir á veiðar í gærkvöldi, þeir Höfrungur II, Haraldur og Skírnir. — Oddur. Belginour á miðunum Akranesi 17. apríl. f GÆR var norðan belgingur á miðunum, 7—8 vindstig. Tveir þorskanetabátar voru á sjó'héð- an í gær, Keilir, er fiskaði 2 tonn og Sigurvoh, svo og tveir línubátar, sem hvor um sig öfl- uðu 5 tonn. f dag er veðrið á miðunum heldur vægara og að eins Náttfari einn báta á sjó. Síldarbátar hér hafa ekki hreyft sig úr höfn þessa dagana. — Oddur. veita lán í þessu skyni úr Bygg- ingarsjóði Reykjavíkurborgar skv. skilyrðum, er síðar skulu sett. 3. A. Skrifstofa félags- og framfærslumála skal annast heimilishjálp fyrir aldrað fólk og gefa upplýsingar varðandi velferðamál þess, þ. á. m. útveg- un starfa við þess hæfi, undir stjórn félagsmálafulltrúa. f því skyni skal ráða sérstakan starfs- mann til starfa. B. Borgarstjóra er heimilt að skipa ráðgefandi nefnd um vel- ferðarmál aldraðs fólks. Nefndin skal vera borgarstjórn til ráðu- neytis, og skal hún jafnframt sjá um að samhæfa aðgerðir borg- aryfirvalda við þá starfsemi hinna frjálsu félagsheilda og samtaka, sem lýturxað velferða- málum aldraðs fólks. Nefndin skal skipuð 9 mönnum, einum lækni, einum presti og einum frá hverjum eftirtalinna aðila: Rauða Krossi íslands, öryrkja- bandalagi íslands, kvenfélögum safnaðanna og frá elliheimilun- um Grund og Hrafnistu, auk full trúa Tryggingastofnunar ríkis- ins og borgarstjórnar, sem vera skal formaður nefndarinnar. C. Heilsuverndarstöðinni er falið að efla hjúkrun aldraðs fólks í heimahúsum, eftir því sem þörf krefur, og kanna, hvernig heilsugæzlu aldraðs fólks verði hagkvæmast fyrir komið.“ Einar Ágústsson hafði borið fram breytingartillögu um að presti og lækni skyldi bætt í nefndina, og var það einróma samþykkt. Litlar umræður urðu um mál- ið, nema hvað borgarfulltrúar, sem til máls tókú, lýstu sig ein róma fylgjandi þessum tillögum og borgarstjóri þakkaði að lok um fyrir hve góðar undirtekntir þær hefðu fengið. ) — Kinverjar Framhald af bls. 12 þetta er þjóðin enn í klóm örbyrgðarinnar. í höfuðborg- inn Peking, má sjá fjölda húsa í niðurníðslu og hús, sem aldrei hefur verið lokið við að byggja. Á veitingahúsum stinga gestir öllum leifum í plastpoka, sem þeir hafa með- ferðis. Ekki ætla þeir þó að gefa hundunum leifarnar, því að langt er siðan Kínverjar höfðu efni á því að eiga hunda. Bifreiðir eru yfirleitt ekki í eýistaklingseign í Kína, en þeir fáu, sem geta keypt bif- reiðir, eiga þær ekki lengi, því að kínverska benzínið er svo slæmt að það eyðileggur vél- arnar á stuttum tíma. Þó að mesta harðræðinu virð ist vera að linna í Kína, er sú þróunin ! svo hæg, að hinn óbreytti borgari tekur varla eftir henni. truiofunar_ HRINBII 4MTMANNSSTIG2 íiMLDÉ KRISTIIUSSOni GULLSMIÐUR. SIMI 16979. Trúloíunarhr ingar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skólavörðustíg 2. LJÖSMYNDASTOFAN LOFTU R hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tima í sima 1-47-72. Ste indór Idíjarteinaon aufftmúiiir ...Áitlunlnrfi 20 GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Sími 11171. Þórshamri við Templarasund VORUBIFREIÐAHJÚLBARÐAR Otrúlega lágt verð — Ótrúlega lágt verð 700—20/10 laga verð frá kr. 1999,00 750—20/12 laga verð frá kr. 2899,00 825—20/14 laga verð frá kr. 3399,00 900—20/12 laga verð frá kr. 4500,00 1000—20/14 laga verð frá kr. 6267,00 1100—20/14 iaga verð frá kr. 6540,00 Söluumboð fyrir „T O Y 0“ hina afarvinsælu japönsku hjólbarða. HJÚLBARBIHIN H.F. Laugavegi 178 — Reykjavík — Sími 35260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.