Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. apríl 1963 DUNKERLEYS — Ja, nú gengur yfir mig! sagði Elsie. — En vitanlega var 'það unga fólkið af þessum fjöl- skyldum, Dunkerley og Satter- field, sem við hittum aldrei eftir það. Það hvarf auðvitað i allar éttir — allskonar skóla og þess háttar. En eftir á að hyggja, þá held ég, að ég hafi einu sinni hitt ungfrú Satterfield. Þær voru nú komnar að Marmaraboganum og gengu inn í garðinn. — Hún hafði komið úr skól- anum, til þess að taka þátt í einum þessara opinberu hádegis- verða. Það var þegar blaðið varð árs gamalt. Allt í einu þagnaði hún Og stanzaði í sömu sporum og Hesba sá, að hún skalf. Hún tók 1 arminn á Elsie og leiddi hana að bekk. Þær settust niður og horfðu út í Park L,ane, með allt myrkrið í -garðinum að baki sér, en fyrir framan þær voru vetrar nakin trén, götuljósin og legu- vagnarnir, sem brokkuðu fram hjá. Hesba lagði arminn um lags- honu sína, skjálfandi. — Afsakaðu, sagði Elsie. — Mikill bjáni hlýtur þú að halda, að ég sé. — Alls ekki, svaraði Hesba. — Annað eins dettur mér ekki f hug. Hún var gripin með- aumkun með þessari stúlku, sem átti sýnilega við svo marga drauga að stríða. Hugsa sér þau saman, haha og Alec, taugaveikl- uð eins og fælnir Iþestar og næm fyrir hverri hönd, sem reyndi að róa þau, en svo mjög þurfandi fyrir lækningu. — Þetta kom yfir mig allt í einu, sagði Elsie. — Ég gekk beint á það, án þess að hugsa mig um. Það var sama daginn og ég sá ungfrú Satterfield, sem þetta skeði. Hún hélt upp bækl- uðu hendinni, en lét hana svo falla aftur í kjöltu sína. — Ung- frú Satterfield var bara krakki þá. Ég sé hana fyrir mér núna. Bún var uppábúin. Auðvitað var hún þá þegar orðin rík. — Já, sagði Hesba, lágt. — Ég get ímyndað mér það. Hún mundi nú, að hún var sjálf jafn- gömul Grace. Og þarna var Grace skrautbúin og þegar orð- in rik. Þetta hefur víst verið um það leyti, sem pabbi dó, hugs- aði hún, og séra Vereker var far- ínn og ég átti heima í þakskons- unni hjá ungfrú Price. Það var á tímanum, þegar öll árin í undirdjúpunum voru enn fram undan — þessi langi myrkur- tími, sem virtist engan enda hafa. Allt í einu sagði Elsie: — Ég var þá trúlofuð, en enginn vissi af því nema hann séra Burnside, sem ég nefndi áðan við þig. Ungi maðurinn var aðstoðarprestur- inn hans. Jafrtvel Alec vissi ekki um það. Jæja, Alec var hálf- kenndur þetta kvöld. Hann komst í eitthvert rifrildi við þennan unga mann. Hann var með hníf í hendinni og ég reyndi að ganga á milli þeirra..og.. þannig gerðist það. — Já, en þetta var á þeim tíma, sem hr. Chrystal var hjá séra Burnside? Ég hef heyrt Grace tala um það. Elsie svaraði þessu ekki strax, heldur gerði dálitla þögn. Svo sagði hún: — En þú skalt ekki halda, að ég sé neitt að hugsa um hanri lengur. Hún stóð upp og Hesba líka, og þær gengu af stað — það er ekki einu sinni um neina fyrirgefningu að ræða, sagði Elsie — heldur er það bara eins og hann hefði aldrei verið til. Ef um fyrirgefningu væri að ræða, yrði hún á hvoruga hlið- inr. neitt smáræði. Hún var aftur farin að brosa, þegar hún bætti við: — Nei, þú mátt ekki fara að hugsa þér mig eins og ein- hverja táldregna konu. Ekki var frekar minnzt á Alec, fyrr en þær voru komnar heim og höfðu lokið kvöldverði. Það logaði glatt á arninum og dreg- ið var fyrir gluggana, og Hesbu fannst Elsie með rauðu lokkana glitrandi í gasljósinu, einhver fegursta kona, sem hún hefði séð. Og nú var hún meira að segja róleg og laus við þennan venjulega ofsa, sem einkenndi þau systkini. Hún gat nú talað rólega um erindi sitt hingað. — Ég var orðin svo hrædd um Alec, sagði hún, — rétt eins og hann væri krakki, sem ég bæri ábyrgð á. Ég veit, að það er heimskulegt, því að hann er manna vísastur til að geta gætt sín sjálfur. Veiztu nokkuð, hvar hann er? - Nei. Ég kom í skrifstofuna hjá Dunkerleys í gær. Áður en Alec fór til Dickons, hafði hann stefnt mér þangað til að tala við manninn, sem á að teikna myndirnar í bókina rrtína, nýju. Þegar ég svo kom þangað, var teiknarinn þar en Alec ekki. En þar var maður, sem sagði, að sir 'Daniel hefði sagt sér að sjá um blaðið, þangað til hr. Dillworth kæmi aftur. Ég spurði hann, hve- nær það yrði og hann sagðist ekki vita það, en sagði, að sér hefði skilizt, að hr. Dillworth hefði farið í langt frí. Mér fannst þetta alltsaman hálf-ein- kennilegt. Elsie hló órólega. — Jæja, ein- hver verður að borga húsaleig- una þar sem við búum, og það verð ekki óg, sem geri það. 7. Langa stund hélt Alec áfram að ganga, töfraður af fegurð næturinnar. í hans augum voru trén tré. Jafnvel þótt þau hefðu verið laufguð, hefði hann varla þekkt eik frá álmi eða beyki, og nú er þau voru líkust skugga- teikningum á hvítu blaði næt- urinnar, voru þau svo skemmti- lega nafnlaus. Þessvegna var þessi ganga hans svo skemmti- leg — það var eins og allt væri nýtt fyrir augum hans. En brátt breyttist hrifnipgin í skelfingu. Vegurinn, sem hafði fyrst verið á fótinn, síðan á jafnsléttu, tók nú að halla undan fæti, þiður í skógivaxinn dal. Þar var dimmt, niður að líta. En er hann hafði gengið nokkra stund, þóttist hann heyra eins og árnið, og brátt kom harm að brú, yfir ána í dalbotninum. Har^n jafnaði sig af hræðsl- unni, sem hafði gripið hann, er 'hgnn hallaði sér á stein- handriðið og horfði niður í vatn- ið, sem rann yfir steinana. Þarna var loksins eitthvert lífsmark. Það róaði hann og veitti honum frið. Hann langaði ekkert til að fara lengra, en enda þótt hér væri ekki líkt því eins kalt og uppi á hæðinni, var það samt of kalt og hann bjóst til að leggja á brekkuna hinumegin. En þá snarstanzaði hann við að heyra hátt og mjótt vein, sem fékk honum hrolls. Enda þótt hann væri borgarbúi í húð og hár, vissi hann samstundis, hvað þetta var. Hann gat hugsað sér litla dýrið lenda í stálkjafti gildrunnar, sem braut í þvf bein in. Og um leið var skógurinn, í ímyndún hans, orðinn fullur af skelfingum, sem lögðust á varn- arlaus dýr.... Eiginlega skynjaði hann fyrst nú, hve bilaður hann var orðinn á taugum. Hann hafði verið hreykinn með sjálfum sér, af að hafa rekið deilu sína við Dan með fullkominni stillingu og rökfestu, en undir allri þessari stillingu höfðu taugarnar verið í fullkomnu uppnámi. Og nú óróaði þetta hann enn mejra, vegna þess að áður hafði hann haft hemil á því. Ef hann hefði sleppt sér, hefði hann gusað úr sér þessari samansöfnuðu gremju eins og eldfjall, eins og hann hafði svo oft gert áður, og Dan hefði líka þotið upp, og nú mundu þeir vera í þann veginn að ganga að morgunverðarborð- inu, til að sleikja hvor úr öðrum vonzkuna. En í þetta sinn hafði niðurbælda reiðin komið honum út úr húsinu, og enn sauð hún niðri í honum, og nú í samruna við hugsunina um líf og dauða, sem hafði setzt að honum í skóg- inum. Hann tók að líta á sjálfan sig sem dauðadæmt og ósjálf- bjarga fórnardýr, sem hefði lent í gildrunni hjá Dunkerley-út- gáfunni. Nú, en var hann ekki einmitt sloppinn? Hafði hann ekki rifið upp kjaftinn á gildr- unni og flýtt sér út í frelsið? Hann öslaði hægt og hægt upp brekkuna, og nú hafði hann skugga trjánna, út í hreint og bjart tunglskinið. Hér voru eng- ar girðingar. Hann var staddur á lítilli heiði og gat séð lan,gt til beggja handa. Hann stóð kyrr og horfði á þetta mána- landslag, og síðar vissi hann, að hann mundi aldrei gleyma þess- ari stundu, þar sem hann stóð, augliti til auglitis við sjálfan sig í þessari þögn í brakandi kuld- anum. Hann vissi, að, hann myndi gera svo lítið úr sjálfum sér að fara að skríða til baka. Vafalaust með ögrandi svip og mannborlegur, en skammarlegt yrði það nú, engu að síður. Hann hafði orðið sér til skammar með mannalátum, sem hann gat ekki staðið við. Hann sá sjálfan sig það sem hann var: mann, sem var haldinn metorðagirnd, sem var, nánar að gáð, ÖU í skýjun- um. „En ég er nú samt rithöf- undur“. í tíu ár var það þessi setning, sem hann hafði hreytt framan í Dan Dunkerley, Theo Chrystal og hvern, sem heyra vildi. Hann mundi eftir tíu ára gömlu atviki, þegar þeir Chryst- al stóðu uppi á hæð nokkurri Derbyshire og hanh hafði hreytt þessari gömlu ögrun sinni framan í Chrystal. — Nú, jæja, hafði Theo svarað. — Margir höfundar hafa nú orðið að hafa ofan af fyrir sér með annarlegri vinnu, meðan þeir voru að bíða eftir frægðinni. Það hindrar þig — Ég er ekki ein. Yngri bróðir minn er með mér. víst ekkert í því að skrifa, eða hvað. Þar sem hann nú stóð úti á veginum, gat hann heyrt kalt og rólegt tal unga prestsins og ákaft svar sjálfs sín, og hann varð að játa, við rólega yfirveg- un, að Chrystal hefði haft á réttu að standa. Fjölmörg nöfn komu fram í huga hans — nöfn manna, sem höfðu, þrátt fyrir sárustu fátækt og hverskyns erfiðleika, sagt það sama og hann, að þeir væru rithöfundar, en bara staðið við það — sem hann hafði ekki gert. Hann gekk áfram, iskaldur á sál og líkama. Alltaf mundi hann hugsa um þessa litlu heiði sem Gethemanegarð sinn. Nú hugs- aði hann ekki um annað en finna hlýju og hvíld. Allt í einu kom hann að kofa, sem var skil- inn frá veginum af ofurlítilli garðholu. í horninu á garðinum var skúr. Hann læddist þangað á tánum og tók í hurðina. Hún var ólæst og hann fór inn og lokaði á eftir sér. Hann kveikti á eldspýtu og sá, að þarna var allt fullt af snörum og gildrum, en í einu horninu var hrúga af pokum. Hann var nú farinn að skjálfa, og nötraði allur frá hvirfli til ilja, án þess að geta nokkuð við það ráðið; bæði af kuldanum og geðshræringunni, sem hann hafði verið í. Hann breiddi út pokana, hafði suma undir sér og aðra ofan á. Hálf- sofandi, ásetti hann sér að vera á fótum og verða farinn leiðar sinnar við fyrstu birtingu. Hann fékk svima yfir höfuðið og missti meðvitundina, án þess að það væri raunverulega svefn, og var sér þess hálft í hvoru meðvit- andi, að hann væri umkringdur snörum og gildrum. 8. I kofanum svaf frú Rigby fram eftir. Niðri þurfti að kveikja upp eld og taka til morg unverð. En rúmfötin voru hlý, eftir nóttina, og hún hikaði við að fara á fætur í allan kuldann. Gegnum hrímaða rúðuna gat hún séð til sólarinnar, sem glóði að vísu en hitaði ekki neitt. Það var gott, að maðurinn hennar skyldi ekki vera heima og betra þó, að hann skyldi verða það, vikuna á enda. Hann hafði farið í jarðarför föður síns í Cocker- mouth, og það var langt þangað, KALLI KUREKI Teiknari; Fred Harman f —- Martin lögreglustjóri. Guði sé lof að þér Jcomið. — Þetta er allt í lagi, lögreglustjórL Skjótið ekki. Þetta er ekki hann. Þú varst heppinn að geta fleygt þér. Hvers vegna ert þú í fötunum hans og hvar er hann? sem betur fór. Hún óskaði, að hann ætti tíu feður norður í Lapplandi, Oig að þeir gætu dáið, hver á fætur öðrum með hæfi- legum millibilum. Hún hreiðr- aði sig betur í rúminu. SHtlívarpiö 8.00 12.00 13.15 13.25 15.00 17.40 18.00 18.30 20.00 20.25 20.45 21.15 21.30 22.00 22.10 22.40 23.15 Föstudagur 19. apríl Morgunútvarp. Hádegisútvarp. Lesin dagskrá næstu viku. „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp. Framburðarkennsla 1 esper- anto og spænsku. „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Þorstein Erlingsson Þingfréttir. Erindi: Trúarbrögð og trúar- hugmyndir í ljósi nýrra við- horfa á 20. öld: II. Helgitákn og hlutverk þeirra (Guðmund ur Sveinsson skólastjóri). Beethoven: Píanósónata nr 31 í As-dúr, op. 110 —Solomon leikur. f ljóði — þáttur I umsjá Bald urs Pálmasonar; Jóhanna Norðfjörð les ljóð eftir ,Guð- finnu frá Hömrum og Baldvin Halldórsson ljóð eftir Guð- mund Frímann. fslenzk tónlist: „Brotaspil" eftir Jón Nordal. —Sinfóníu hljómsveit íslands leikur. Jindrich Rohan stjórnar. Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson; XXXI. (Höfundur les). Fréttir og veðurfregnir. Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds- son). Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list: a) Nicolai Gedda syng- ur með KFUM-kórnum í Stokkhólmi. Lidstam stjórnar b) Saint-Saens: „Karneval- dýranna" — Sinfóníuhljóm- sveit rúásneska útvarpsins leikur. Einleikari: Emil Gil- els, Jakov Zak og Daniel Sjafran. — Stj.: K. Elias- berg. Dagskrárlok. Laugardagur 20. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 1.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Axel Guðmundsson fulltrúi velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Böm in 1 Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; X. (Sigurður Gunn- arsson). 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 20.00 Lög úr söngleiknum „Maritza greifafrú" eftir Emmerich Kálmán. Einsöngvarar: Sari Barbas, Rupert Glawitsch, Rudolf Schock o.fl. ásamt kór og Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Stjórnandi: Frank Fox. 20.30 Leikrit: „Óvænt ákæra" eftir Bernard Merivale. Þýðandi: Hjörtur Halldórsson. Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephens en. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.