Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 12
12 r MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. apríl 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sjgfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aða.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: AðalstræU 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. HVERS VEGNA LÆKKAÐI GENGIÐ? í ræðu sinni í útvarpsum- ræðunum vék Ólafur Thors forsætisráðherra m.a. að því hver hefði verið ástæðan til þeirra genislækkana, sem framkvæmdar voru. Sýndi hann fram á það með Ijósum rökum, að Viðreisnarstjórn- in hefði ekki gert annað en viðurkenna orðínn hlut. Geng islækkanir hefðu ekki orðið af hennar völdum, heldur af völdum þeirra flokka, sem nú kenna Viðreisnarstjóminni um. Forsætisráðherra vék að því, að þegar viðreisnin hófst 1960 hefðu sérfræðiugar tal- ið, að rétt væri að skrá krónuna á 40 og helzt 42 kr. í bandarískum dollar. Það væri hið raunverulega gengi íslenzku krónunnar eftir tímabil „vinstri stefnunnar", Stjómin ákvað hins vegar að ganga eins skammt í þessu efni og nokkur kostur væri og var krónan því skráð á 38 kr. í hverjum dollar. Alveg er því ljóst, að eins skammt var gengið í þessu efni eins og nokkur kostur var. Fyrri gengisfellingin er því óumdeilanlega að kenna þeim, sem þannig héldu á málum, að krónan var raun- verulega orðin lægri en Við reisnarstjómin ákvað að skrá hana. En hvað þá um síðari gengisfellinguna. Forsætisráðherra bendir á, að þar voru enn að verki Framsóknamenn og kommún istar, enda var gengislækkun- in síðari beint og óhjákvæmi- legt framhald af vinnudeil- unum 1961. Um þær segir forsætisráðherra: „Fram að þeim tíma hafði verið föst venja að vinnu- málanefnd SÍS og Vinnuveit- endasamband íslands kæmu fram sem ein heild í samning um við Alþýðusamband ís- lands eða einstök verkalýðs- félög. En vorið 1961 skar SÍS sig allt í einu út úr, gerði sérsamning við kommúnista um kauphækkanir og neyddi þar með aðra atvinnurekend- ur til þess að fylgja í kjölfar- íð. Námu kauphækkanir frá 13—19%. Með þessu var nýtt gengisfall ákveðið.“ Forsætisráðherra rekur það síðan að gjörsamlega hafi verið vonlaust að sjávarútveg urinn gæti tekið á sig 13— 19% kauphækkun eins og þá var ástatt hjá honum eftir langvarandi hallarekstur á uppbótatímanum. Þess vegna vissu Framsóknarmenn og kommúnistar ofurvel hvað þeir voru að gera þegar svika samningarnir voru gerðir. Það gat engum dulizt að af þeim samningum hlaut að leiða gengisfall, vegna þess einfaldlega, að áður en þessar miklu hækkanir urðu var krónan a.m.k. ekki of lágt skráð og hagur útvegsins mátti því ekki versna. Þannig gerði Viðreisnar- stjómin ekki annað en það að viðurkenna þá gengis- lækkun, sem Framsóknar- menn og kommúnistar knúðu fram með svikasamningun- um. Þeir einir bera því á- byrgð á síðari gengislækkun- inni eins og hinni fyrri. HVERS VIRÐI ER KRÖNAN? Það er opinbert leyndarmál að á tímum vinstri stjómar- innar var mikill svartur mark aður með gjaldeyri hér á landi. Naumast fór nokkur maður svo úr landi, að hann hefði ekki í fórum sínum pen inga, sem hann hafði aflað sér á svörtum markaði og þá venjulega greitt 45 kr. fyrir dóllarinn og samsvarandi verð fyrir aðra mynt. Á tímum vinstri stjómar- innar töldu menn þannig, að krónan væri í rauninni ekki meira virði en svo, að greið- andi væri 45 kr. fyrir Banda- ríkjadollarann, ýmist til eyðslu erlendis eða til kaupa á ýmiss konar vamingi fyrir sig og fjölskyldur sínar. Þegar menn hafa þetta í huga skilja þeir líka ofur- vel, að það, sem Viðreisnar- stjórnin gerði var ekki annað en að viðurkenna þá stað- reynd, að krónan var fallin Manna á meðal var hún ekki metin meira en 1/45 úr Bandaríkjadollar, en samt sem áður skráði stjórnin hana á 38 kr. og ætlaði sér að leitast við að halda uppi því gengi. Það hefði líka tek- izt, ef ekki hefði komið til skemmdarverka Framsóknar- manna og kommúnista, þegar skammt var liðið á viðreisn- ina og hún ekki við því búin að standa undir gífurlegum kauphækkunum. TRAUSTUR FJÁRHAGUR' Vegna viðreisnarráðstafan- anna hefur fjárhagur lands- ☆ í KÍNA keisarans þótti bæffi ókurteisi og heimska að ræða dauða keisarans eða endir stjórnartímabils hans í návist ókunnugra. Það var siður að óska þess að keisarinn lifði í 10 þús. ár og gátu menn rætt hvernig yrði að þeim ár- um loknum. Þó að kommúnistastjórnin í Kína sé alræmd fyrir að - halda þjóðinni í járngreipum, eru Kínverjarnir ekki eins hæverskir nú og á tímum keis arans. í þorpunum í Suður- Kína velta menn því fyrir sér á almannafæri alls óhræddir, hve lengi ógnstjóm kommún- ista verði við völd. I einu þess ara þorpa hefur fyrrv. trú- boði komið upp vél, sem spáir fyrir fólki gegn borgun. Spá- Kínverjar ræða fallj stjórnar IVfaos þetta á frjálsum markaði. Alveg vantaði ávextrog mjólk, 1 og stundum væri ekki hægt að i fá nema tvö egg mánaðarlega. U Árið 1962 var ekki hægt að d fá nema einn meter af fata- 1 efni fyrir hvem fjölskyldu- 1 meðlim, vindlingar voru nær • ófáanlegir, tilbúinn fatnaður U mjög dýr, en lélega skó var ó hægt að fá fyrir 250 kr. >ó Jj er hægt að kaupa nær allt, sem I nöfnum tjáir að nefna, ef V menn eiga sérstaka seðla, sem u dreift er á vinnustöðum. En n hver verkamaður fær þó ekki 1 nema einn slíkan seðil mán- 1 aðarlega og fyrir hann fást t.d. U fimm éldspýtustokkar. Eitt S armbandsúr fæst fyrir sextíu J seðla. I Eins og áður segir, hefur 1 ástandið í Kína farið batnandi 1 undanfarna mánuði og er nu 1 mun betra, en á árunum 1 1960—61, þegar milljónir þjáð ú ust af fæðuskorti. Þrátt fyrir u Framih. á bls. 17. í dómsvél þessi hefur m. a. spáð, að stjóm Maos muni ekki sitja við völd lengur en 7 þús. daga alls, en það merkir að hún falli 1968. Þó Kínverjar spái stjóm Maos falli, er það staðreynd, að ástandið í Kína hefur batn- að undanfarið hálft ár og millj ónir manna hafa minni ástæðu til þess að kvarta en áður. Bændur t. d. em ekki lengur meðhöndlaðir eins og nýliðar í her, þeim skipað að búa í kommúnum og lifa eftir nákvæmlegum fyrirmælum stjórnarinnar. Þeir eru nú hvattir til þess að ala svín, rækta grænmeti og ávexti og selja afurðirnar á „frjálsum markaði". Eftir þessa uppörf- un stjórnarinnar við bændur hefur verið meira að bíta og brenna í borgum og þorpum Kína. Á s.l. ári hefur verð ýmissa nauðsynjavara lækkað um helming og verð á hrísgrjón- um hefur lækkað um tvo þriðju í ýmsum landshlutum. ★ Skósmiður frá Suður-Kína, sem flýði til Hong Kong með fjölskyldu sína fyrir skömmu, sagði éftirfarandi sögu af fjár- málum fjölskyldunnar. Hann vann við iðn sína, kona hans vann í verksmiðju, en þrír synir þeirra gengu í skóla. Hjónin unnu sér samtals inn. um 2300 ísl. kr. á mánuði og fengu mánaðarlega sendar 1000 kr. frá ættingjum í Hong Kong. Þau eyddu 1800 kr. í mat á heimilinu á mánuði og 250 kr. í mat á veitingahús- um. 600 kr. eyddu þau í aðrar nauðsynjavörur mánaðarlega, greiddu 250 kr. í skólagjald fyrir synina og 250 kr. í húsa- leigu. Eftir voru þá 150 kr., sem eytt var í skemmtanir. Skósmiðurinn skýrði frá því, að hrísgrjón, kjöt, fiskur og sykur væri allt skammtað, en stundum væri þó hægt að fá Kínverskur bóndi. ins styrkzt mjög út á við eins og alkunna er. Af því hefur leitt, að efnahagskerfið hef- ur getað staðið undir all mikl- um kauphækkunum, sem átt hafa sér stað að undanförnu og hagur manna hefur batn- að, án þess að stoðum væri kippt undan heilbrigðri efna hagsþróun. Stjórnarandstæðingar eru nú byrjaðir að predika það, að ný gengislækkun sé fram- undan. Eins og nú horfir er ekki ástæða til að óttast það. Viðreisnin getur staðið undir því kaupgjaldi, sem greitt er í dag, ef áframhald verður á góðum aflabrögðum og ekki verða stóróhöpp. Gengislækk un þarf því ekki að óttast nema sem sjálfsskaparvíti þjóðarinnar. Ef nú yrðu gerð ar miklar kaupkröfur og leit- azt við að knýja þær fram með langvarandi verkföllum, kynni vissulega svo að fara að gengið yrði fellt. Það myndi þá falla í verkföllun- um sjálfum og hver sú stjóm, s'em við völd yrði, hlyti að viðurkenna orðinn hlut, ann- að hvort með því að skrá gengið rétt að nýju eða taka upp uppbótakerfi með enn verri afleiðingum. Vonandi boðar áróður stjórnarandstæðinga um það, að gengislækkun sé framund an ekki, að þeir hyggist á ný reyna að knýja fram gengis- lækkun með verkföllum, enda er ólíklegt, að þeir fengju menn til að leggja út í slíka styrjöld, því að almenningur gerir sér nú ljósari grein fyrir því en áður, hve hart slík á- tök lenda á honum og þjóð- arheildinni. íslenzka krónan hefur ekkl síðan í stríðslok verið eins traust og hún er í dag. Nú er hægt að skipta á henni er- lendis fyrir mynt annarra þjóða. Við söfnum gjaldeyris- varasjóðum meðan margar þjóðir aðrar eiga í gjaldeyris- erfiðleikum. Það mundi því talin fásinna að lækka gengi eins og nú háttar. Spárnar um nýja gengis- lækkun eru því út í bláinn, nema því aðeins að nýjar kauphækkanir yrðu knúðar fram, áður en viðreisnin hef- ur styrkzt svo, að hún geti borið þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.